Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 13
H V ö T
11
Það reynist engin goðgá að treysta
á auðæfi ungmeyjanna. Þær horga
brúsann ótilkvaddar með engilsbros
á vör.
Um leið og við förum rétti eg
þjóninum eina sænska krónu og
segi: „Here is the tip“. Heiðri mín-
um er borgið, samvizkan er hrein.
Yfir landamærin.
Kl. 7 næsta morgun stend ég geisp-
andi í biðröð á járnbrautarstóðinni
ásamt Otto Böhm, öddu Báru og
danskri stúlku að nafni Ellen Hem-
icke.
Ferðinni er heitið til Oslo. Gunnilla
kemur til að kveðja okkur. „Hur
már du“, segir hún við mig. „Bra“,
segi eg og gapi. Hún hlær.
Klukkutíma bið tryggir okkur sæti
í lestinni. Smnir farþegar, sem síðar
koma, verða að gera sér að góðu að
búka i ganginum.
Lestin brunar af stað. Við fjar-
lægjumst óðum hina fögru borg.
Bráðlega hverfur hún bak við tjald
fjarskans, en nýr heimur birtist. Það
fer fremur vel um okkur í klefanum.
Við röbbum saman um liðnar
stundir í Sviþjóð og gæðum okkur
á kexi og ávöxtum. Þegar til Laxö
kemur, nemur lestin staðar. Nú verð-
um við að skipta um lest. Allir
flýta sér eftir mætti til þess að fá
sæti. Við verðum sein og hýrumst i
ganginum.
Okkur leiðist að standa upp á
endann, eins og símastaurar og setj-
umst því inn í borðsal og biðjum um
mat. Matinn getum við fengið, en
ekki sæti við sama borð, sökum
þess live pöntun okkar kemur seint.
Eg fæ sæti við tveggja manna
borð lijá glugganum. Fólk á öllum
aldri fer nú að tínast inn í salinn.
Tvær „sallafínar“ frúr setjast við
næsta borð. Eg lít til þeirra í laumi.
Þær eru vel í holdum, minna mig
lielzt á úttroðna kæfubelgi. „Til
hvers eru þessar konur að neyta
matar?“ hugsa eg, „varla til að fita
sig. 40 daga sveltikúr myndi gera
þær mátulega „slankar“. Eg fæ ekki
næði til hugleiðinga um þær hold-
ugu.
Fíngerð rödd ávarpar mig. Eg
lít upp. Skælbrosandi, allt að því
þráðlaga kvenmaður stendur yfir
mér. Hún spyr, hvort eg hafi nokkuð
á móti því, að hún setjist við borð-
ið. Eg svara neitandi, enda þótt mig
gruni, að sætið sé pantað. En það
hefði eg ekki átt að gera.
Daman kjaftar svo gengdarlaust,
að mér blöskrar. Hún hellir bókstaf-
lega úr skálum sálar sinnar yfir
mig. Hún segist vera fransk-sænsk-
norskrar ættar og vinna hjá franska
sendiráðinu í Stokkhólmi, hafa yndi
af söng og allri músik, að bróðir
hennar sé söngvari og píanóleikari.
Og svo spyr hún mig, hvort ég hafi
ekki líka yndi af músík og hvort eg
sé ekki söngvari og pianóleikari.
Eg fæ vai’la tóm til að svara.
Svo fer liún að blaðra um veðrið o.
m. fl. Loks kemur þjónninn. Hún
skrúfar fyrir 1 bili, en velur rétti
fyrir okkur bæði ótilkvödd. Konur
af hennar tagi eru ætíð sjálfkjörnar
til alls.
Maturinn heftir málæðið nokkuð.