Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 30

Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 30
28 H V ö T allt. Þegar ég varð tuttugu og þriggja ára, giftumst við og reistum bi'i á gamla æskuheimilinum mínu. Það liafði móðir mín neyðzt til að selja, til að forðast að lenda á sveit- inni, þégar faðir minn dó. Þá hafði hún flutzt út í þorpið og liaft þar ofan af fyrir sér og börnunum með saumum og annarri viiínu, er til féll, auk þess litla, er ég gat hjálpað lienni. En þegar við Guðrún mín byrjuðum búskap, fluttist liún til okkar og með henni tvær ungar systur mínar. Þriðja systirin og tveir bræður mínir voru þá komin i fjarlægar sveitir og farin að vinna fyrir sér sjálf. Þremur árum seinna lézt móðir mín af hjartabilun. Okkur Guðrúnu minni búnaðist ekki vel í fyrstu. Jörðin Lækur var ekki stór og í örgustu niðurníðslu, er við komum þangað, en þrátt fyrir l)að var þó tækifæri fyrir samhent hjón, sem vildu áfram, til að gera jörðina svo úr garði, að hægt væri að lifa þar góðu lí‘fi. Já, og svo sannarlega vorum við samhent og vildum áfram. En erfið voru fyrstu búskaparárin. Guðrún mín var mér stoð og stylta í einu og öllu. Án hennar er ég hræddur um, að hefði orðið lítið úr mér. Öllum erfiðleikum, sem að steð.juðu, tók hún með brosi á vör. Ekkert virtist geta bugað hina meðfæddu bjartsýni hennar og trú á sigur. Oft, þegar mér lá við að gefa allt upp á bátinn, livalti hún mig, svo að ég gekk fram móti eéf- iðleikunum með endurnýjuðum krafti. Þannig liðu nokkur yndisleg ár. Við eignuðumst dreng og tvær dæt- ur, allt efnilegustu börn. Við böfð- um yrkt jörðina svo vel, að vísu með miklu striti, að við vorum farin að geta liaft þó nokkuð stóra áhöfn. Gæfan brosti við okkur. En þá dundi ógæfan yfir. Ham- ingjulijólið er fljótt að snúast. Guð- rún mín lagðist alvarlega veik. Eft- ir viku legu, sem var þvngri cn hún lét á bera, dó hún.“ Hér þagnaði gamli maðurinn, og mér virtist sem hann kiknaði undir helþungu fargi þessara sáru endur- minninga. Ég gat ekkert sagt; þorði naumast að anda til að trufla ekki gamla manninn í þessuin hugleið- ingum sínum, sem, ef til vill, voru honum helgari en allt annað í líf- inu, þrátt fyrir allt. Eftir drykklanga stund Iiélt hann áfram, en virtist þó ekki tala til mín fremur en áður: „En það er sjaldan ein báran stök. Yngri dóttirin og Guðrún mín voru lagðar í sömu gröf. Ég hvorki vil né get lýst líðan minni, þegar svona var komið. Helzt a'f öllu hefði ég viljað losna líka við armæðu lífsins og flytjast inn á land hinnar eilífu sælu og friðar. En við mennirnir ráð- um nú minnu en því. Eftir fráfall konu minnar fannst mér ég ekki geta haldið áfram að búa. Ég kom börnunum í 'fóstur á góð heimili, seldi jörðina og keypti Sandeyrina. Þar hef ég búið síðan einn og um- gengizt fólk eins lítið og ég hef get- að. Það heldur, fólkið, að ég sé liálf- viti. Ojæja, það um það. Sama er mér, hvað um mig er sagt. Það skiptir svo afar litlu máli, hvaða dómar eru felldir yfir manni liérna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.