Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 6

Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 6
* 4 H V ö T dóini Erdama útlærðir, óskeikulir og fullkomnir. Kl. 20,30 hefst „the farewell party“. Mikill dýrðar- og helgiblær er yfir öllu og mikið urn að vera. Fyrst skemmta Norðmennirnir. Þeir syngja nokkur lög, og einn þeirra les kvæði Överlands „Þú niátt ekki sofa“, hvort tveggja tekst vel, einkum upplesturinn. Adda Bára les tröllasöguna áður- nefndu með svo dimmum og þrótt- miklum málrómi, sem hún má. Lestur hennar fær góðar undir- tektir. Ensku stúlkurnar hafa einna flest atriði á boðstólum. Þær syngja, leika og lesa upp. Söngur þeirra er ekki sérlega góður, en leiknum er vel tekið og lestrinum ágætlega, m. a. af því, að upplesarinn getur naumast komist fram úr efninu fyr- ir lilátri, sagan sprenghlægileg og upplesarinn mög hláturmildur. Hollendingarnir leika nokkra grínþætti við ágætar undirtektir. Danirnir syngja og sýna galdra. Þeim.er launað með dynjandi lófa- taki. Tyrkinn, Cevdet, skerst ekki úr leik, þótt aleinn sé frá sínu landi. Hann gengur fram, hneigir sig djúpt og segist ætla að syngia eitt las. í byrjun fer allt í handaskolum hjá honum. Hann getur 'ekki byrjað fyr- ir hlátri, missir hlöðin með textan- um á gólfið, og fleira fer eftir því. Þetta er vitanlega allt með vilja gert. Þrátt fyrir allt týkur hann söng sinum. Það er hlegið mikið og klappað vcl. Grinþættir Tyrkjans missa aldrei marks. Næst kemur píanóleikur Finnans Erdama. Hann byrjar með að leika polonaise í as-dur eftir Chopin, svo leikur hann tvo Strauss-valsa og ýmislegt fleira. Leikur hans hrífur okur fremur öllu öðru upp úr því leiðindamóki, sem greip um sig meðal okkar fyrri liluta dagsins. Straussvalsarnir sópa gjörsamlega hurtu allri ólund, öllum leiðindum. Vald þessara gleðitóna er geysilegt. Hver er sá, sem ekki hrífst af töfr- um þeirra. Hver er sá, sem ekki heillast af hreimljúfri fegurð Straussvalsins? Þessir fögru hljóm- ar færa okkur nær hvert öðru, hjörtu okkar tengjast af meiri innileik en nokkru sinni áður. Straussvalsinn er hinn krýndi kon- ungur gleðinnar, töframáttur, sem hrífur miljónir og aftur miljónir, andlegt stórveldi, sem sigrar hverja mannssál. Andlitin Ijóma. Nú er gaman að vera til. Þegar Erdama hefur lokið leilc sínum, er „prógrammið“ á enda. Einn fulltrúinn kveður sér hljóðs. færir Gunnillu þakkir fyrir hönd okkar allra og afhendir henni tvær hækur sem gjöf frá hópnum ásamt blómvendi. Hún þakkar með mörgum föer- um orðum, óskar okkur allra heilla og segir mótinu slitið. Brátt hefst dansinn. Ég geng til Gunnillu og býð henni upp. Hún hrosir blítt. Það skín i fannhvítar tennurnar milli fagur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.