Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 51

Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 51
H V Ö T 49 Leggjum hönd á plóginn Um þessar mundir eru 15 ár liðin frá því að hugmyndin um æskulýðs- hallarbygginguna kom fyrst fram hérlendis. Allan þennan tírna hefur þessi hugmynd, að reisa stóra, glæsi- lega höll lifað í ýmsum félaga- samþykktum og verið eins konar draumsýn, sem menn hafa talið geta orðið að veruleika einhvern tíma i framtíðinni. Þetta mundi og aðeins vera draumsýn i dag, liefðu ekki stór- huga öfl bundizt samtökum um framkvæmdir undir forystu Bræðra- lags, félags kristilegra stúdenta. Og i dag, ári eftir stofnun B. Æ. B., er það æskulýður Beykjavíkur, sem getur haft úrslitaþýðinguna í því, hvort höllin verði reist eða ekki. Veturinn 1947 bauðst bærinn til að gefa lóð undir höllina og greiða 50% af byggingarkostnaðinum, gegn j)ví, að ríkið greiddi 40%, en sam- tök æskulýðsfélaganna 10%. Bæjarstjórnin gerir ráð fyrir, að B. Æ. B. sé samningsaðili og fram- kvæmdaraðili af hálfu æskunnar, sem mundi svo semja sín á milli um tilhögun og rekstur hallarinnar. Þetta 10% framlag æskulýðsfélag- anna geta þau látið i té með reiðu fé eða vinnukrafti. Inn- an vébanda B. Æ. B. eru öll æskulýðsfélög Reykjavíkur, að tveimur undanteknum, þar af leið- andi er létt verk fyrir B. Æ. R„ er skipar megnið af hinni félags- bundnu æsku í fylkingu sína, að leggja fram sinn skerf til hallarinnar. Ekkert vantar nema meiri samhug og vilja. Það er nú svo, að öll íþróttafélog hæjarins hafa það ofarlega á stefnu- skrá sinni að reisa sér félagsheimili. Um j)að er ekkcrt annað en gott að segja, svo langt, sem það nær, því tvímælalaust mun í framtíðinni verða ])örf á félagsheimilum, jafnframt j)ví, sem æskulýðshöll verður til. En J)að er hæpið, hvort æskilegt er, að örfá félög fari að reisa sér íélags- heimili upp á nokkrar milljónir króna, samtímis því, að ])au beita sér fyrir byggingu æskuK'ðshallar. Það hlýtur að draga úr mætti og vilja Jæssara félaga fyrir hallarbygg- ingunni. Ij)róttafélög eiga fyrst og fremst að vera í þágu fjöldans og sé verið að heita sér fyrir velferð alls æskulýðsins í heild, hlýtur stór æsku- lýðshöll að gera meira gagn en nokk- ur félagsheimili, sem rekin yrðu í fé- lagspólítík. Því að æskulýðshöll yrði sá staður, sem ekki aðeins mundi tryggja hinni félagsbundnu æsku gott félags- og skemmtanalíf, heldur einnig þeirri ófélagsbundnu. Hvers getum við frekar ókað, en hallar með stóru bókasafni fundar- og sýningarsölum, glæsilegum danssölum, notalegum veitinga- og setusölum, gististað fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.