Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 29

Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 29
H V ö T 27 vél og tók vettlinga, er héngu á Hiiaga í eldhúsinu. Er ég hafði matazt og Jiakkað fvr- ir mig, gengum við út og niður að bátnum, sem gamli maðurinn kall- aði Blíðfara. En er við ætluðum að fara að setja ofan, varð ég þess vís- ari, að ég liafði gleymt farangri mínum iieima við húsdyrnar. Ég hljóp upp eftir til að sækja hann, cn er ég sneri mér við, sá ég, að gamli maðurinn var kominn af stað með bátinn niður 'fjöruna. Hann hélt í stafnlokið og virtist ekki taka nærri sér. Ég þóttist nú sjá, að ég liefði ekki farið villt í þeirri ályktun minni, að liann hefði meira en venjulega krafta í kögglum. Það stóðst á endum, að ég kom niður að sjónum, er háturinn rann á flot. Lét ég orð falla um það við gamla mann- inn, að liann liefði átt að bíða eftir mér og láta mig bjálpa sér við að setia ofan bátinn. „Og það var nú alveg óþarfi,“ mælti gamli maðurinn. „Það sækist vel undan hallanum í heiminum, en það er stundum erfiðara upp í móti.“ Ée stökk nú út í bátinn, og ýtti frá landi. Ég bauðst til að róa með lion- um, því að þetta var árabátur, en það vildi hann ekki þiggia. Sagði, að mér veitti ekki af að hvíla mig og eiga fvrir höndum aðra fjall- göngu. Er hann hafði tekið nokkur áratog frá landi, lagði hann inn ár- arnar, tók ofan og ha'fði vfir sjó- ferðabænina. Síðan lagði hann úl aftur, tók til við róðurinn og sóttist greiðlega. þótt vindur stæði heldur á móti, því að nú var byrjað að hvessa inn fjörðinn. Mig var nú farið að langa til að kynnast honum nánar, en virtist sem það mundi eigi vera auðgert. Af liinum samanbitnu vörum hans þóttist ég mega ráða, að hann myndi ekki flíka því við ókunnuga, er hann teldi bezt geymt hjá sér sjálfum. En þar eð mér hafði virzt, að honum geðjaðist ekki illa að mér, reyndi ég brátt að hefja samræður við hann um hitt og þetta úr daglega lífinu. Ég komst brátt að því, að hann var fróðari um margt en ég hafði ætlað. Smátt og smátt sveigði ég talið var- lega að lionum sjálfum og varð þess vísari, að liann var sonur bónda, er búið liafði á sveitabæ innarlega við fjörðinn. Börnin voru mörg og oft þröngt í búi. Fimmtán ára gamall liafði Jón misst föður sinn. Hann hafði drukknað í sjóróðri og þrír synir hans með lionum. Jón, sem var elztur af systkinunum, sem þá voru eftir, varð þá að fara til sjós á skútur. Þegar ganili maðurinn var byrj- aður að rifja þetta upp fyrir sér, virtist liann algerlega gleyma, að ég var í hátnum, og Icit helzt út fyrir, að hann væri að tala við einhverja ósýnilega veru. Og nú gef ég lion- um oi’ðið: „Á skútunum fékk ég, eins og aðrir unglingar í þá daga, eldskírn- ina. En það vildi mér til, að ég var hraustur, og svo hafði ég takmark að keppa að, að létta undir með móður minni og ungum systkinum mínum. Sjö ár var ég á skútum, en þá kynntist ég konunni minni sál- uðu. Henni mun ég ekki reyna að lýsa, en eitt veit ég, að hún var mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.