Hvöt - 30.04.1949, Side 19

Hvöt - 30.04.1949, Side 19
H V ö T 17 og bústinn bolakálfur, sem er lileypt út í fyrsta skipti að vorlagi, og teygja hvíta drykkinn, sem bíður mín í þykku flöskunni á eldhúsborð- inu. Áður en ég fer, stingur frú Braaten að mér vænum brauðböggli, mjólkurflösku og slatta af jarðar- berjum, en harðneitar að taka græn- an eyri fyrir allt það, sem þau hjón- in hafa fyrir mig gert. Ég kveð þau vandræðalegur af þakklæti. Ég er á östbanen laust fyrir kl. 8, en lestin á ekki að fara fyrr en kl. 8,45, svo að það er nægur tími til stefnu. Ég lít á farseðil minn: Oslo—Ándalsnes Andalsnes—Álesund Álesund—örstavik Tveggja daga ferð í þrem áföng- um, er fyrir dyrum. 1 dag mun ég þjóta eftir Guðbrandsdalnum, hjarta Noregs. Á morgun mun ég líta liá- fjalladýrð Summöre. Meðan ég bíð á járnbrautarstöð- inni, kemst ég í kynni við finnskan magister, að nafni Tuominen, sem er að fara til örstavíkur. Islenzki fáninn, sem er festur í jakkahorn mitt, kemur upp um mig. Sætin í lestinni eru númeruð niður, og að- eins og þeir, sem hafa „pladsbillett“ (einskonar aukamiða með sætanúm- eri á), geta leyft sér þann „lúxus“ að sitja. Þessi finnski magister hefur ekki „pladsbillett“ og getur því ekki setið hjá mér. Ég lendi samt sem áður í ágætum félagsskap. Hár og grannur hermaður, rauður á hár, sezt við hlið mér. Hann rekur fljót- lega nefið í íslenzka fánann minn, eins og fleiri, og fer að rabba við mig. Hann spyr fyrst um mig og mitt land, en síðan segir hami lítil- lega frá sjálfum sér. Hann var í flug- her frjálsra Norðmanna í Englandi á striðsárunum og tók þátt í mörg- um orustum. Nú er hann í sumar- fríi. 1 Lilleströnu bæast allmargir Finn- ar í hóp þeirra, sem eru á leið til örstavíkur. örstavíkurfarar kynnast fljótt og mynda eins konar „blökk“ í lestinni. I hópi þessa ágæta fólks eru nokkrir Norðmenn. Ég kynnist tveim þeirra töluvert á ferðalaginu, ungri stúlku að nafni Inger og bíl- stjóra, sem Arnljot nefnist. Þau eru einstaklega alúðleg og fræða mig af kappi um fegurð norskrar náttúru. Það situr meir en við orðin tóm. Ég lít tignina, og nýt hennar í æ ríkara mæli, eftir því sem norðar dregur, þó ckki til fiills, vegna hraða lestarinnar. Guðbrandsdalurinn, þessi paradís norskrar náttúru, sveit Sigridar Undsets og Kristínar Lavrandsdóttur, birtist í öllum blóma sínum, allri fegurð sinni. Ég stari á grænan gróðurfeld fjalla- hlíðanna, hvítfreyðandi fossa og elfur, sem ryðjast fram í heillandi krafti sínum, stormandi snæviþakta tinda, sem rísa tignarlega af grunni gróandans. Hvílík fegurð, tign og kraftur! Ferðalagið niður á milli Roms- dalsalpanna er áhrifaríkt og jafn- vel æfintýralegt. Framundan er Romsdalsfjörðurinn. I syðsta og innsta hluta lians liggur Andalsnes Lestin brunar inn i þetta litla þorp kl. rúmlega 21. Ferðalaginu er lokið í bili. Ég kveð ferðafélaga mína, sem ætla að leggja á sig það erfiði að

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.