Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 70

Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 70
Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Davíð segir að fólk borði oft yfir sig af þungum jólamat með kartöflum, sósu og öðru meðlæti. „Afgangarnir þurfa ekki að vera það líka,“ segir hann. „Fólk á oft og tíðum eitthvað eftir af ham- borgarhrygg og ananas þannig að ég ákvað að hafa hann með sem gefur góða ávaxtasætu í réttinn. Það getur verið svolítið misjafnt hversu mikið hryggurinn er saltaður og því þykir mér gott að nota svolítið af sýru á móti til að stilla saltið af. Dressingin er súr en fær kjallarabragð frá sojanu. Kimchi er náttúrlega gerjað kál og er einnig súrt í sjálfu sér en gefur gott umami-bragð og smá sterkt bragð,“ segir hann um jólasalatið sem hann gefur hér uppskrift að. „Þetta er hinn fullkomni réttur til að geta sest niður við jólaborðið og nýtt það sem er til í ísskápnum án þess að fá velgju,“ segir hann. Davíð er veitingastjóri og yfir- matreiðslumaður á Hótel Húsa- felli. Þar hefur hann starfað síðan í nóvember á síðasta ári. Einnig er Ekki-jólahamborgarhryggur Ótrúlega girnilegt salat með hamborgarhrygg og ananas sem meistara- kokkurinn Davíð býður upp á. Davíð Örn Hákonarson mat- reiðslumaður segir að það sé ein- falt að klæða jólamatinn í léttari búning þegar allir hafa fengið nóg af þungum mat. Hann hefur stýrt sjónvarpsþáttum þar sem hann gerir allt úr engu. Hér notar hann afganga af hamborgar- hrygg til að gera einkar girnilegt salat sem væri spennandi að prófa yfir hátíðarnar. hann þáttastjórnandi og höfundur þáttanna Allt úr engu, sem voru sýndir á Stöð 2 í haust og hægt er að nálgast á Stöð 2 Maraþon. „Þar er ég að leika mér með að nýta það sem fólk á í ísskápnum hjá sér og gefa því nýtt líf,“ segir hann. En er hann duglegur að nýta afganga? „Það eru eiginlega aldrei afgangar hjá mér nema ég geri það viljandi að búa til of mikið. Ef það er eitthvað eftir klára ég það yfir- leitt fyrir miðnætti af einhverjum ástæðum. Ef ég geng fram hjá boxi með afgöngum hika ég ekki við að stinga upp í mig einni eða tveimur skeiðum og held svo áfram að gera það sem ég var að gera. Svona gengur þetta yfir kvöldið þangað til allt er búið. Hins vegar er alltaf mikið til af grænmeti sem er að eyðileggjast í ísskápnum hjá mér þar sem vinnutíminn gefur mér kannski ekki færi á að elda á hverju kvöldi. Ég á það því til að elda það, varðveita, frysta eða hvað það sem mér dettur í hug til að gefa því nýtt og lengra líf. Þegar Davíð er spurður um uppáhaldsjólamat, svarar hann: „Fjölskylda mín hefur borðað kalkún með fyllingu, sósu og waldorfsalati á jólunum síðan ég fæddist og við höfum ekkert ætlað okkur að hætta því. Ég held þess vegna að kalkúnninn sé mitt uppáhalds en mér finnst samt líka eitthvað kósí við það að borða hangikjöt með uppstúf, rauðrófu- salati, laufabrauði og rauðkáli og grænum baunum frá Ora. Það verður að vera Ora. Annars eru ekki jól.“ Grænt salat með hamborgarhrygg, sesam og ananas fyrir um það bil fjóra Undirbúningstími 15–20 mínútur. Salatdressingin Gott að gera daginn áður en virkar líka að neyta samdægurs) 1 msk. fínt saxað engifer 1/4 hvítlauksgeiri – rifinn fínt eða pressaður 1/4 eldpipar – fínt saxað (er einnig hægt að sleppa þar sem það er eldpipar í kimchi) 2 stk. wasabi paste (má sleppa ef fólk fílar ekki wasabi er samt klár- lega betra með) 1 stk. lime – safi og fínt rifinn börkur 2 msk. sojasósa – kikkoman helst 2 tsk. ristuð sesamolía eða önnur olía sem hendi er næst 6 msk. ólífuolía 2 tsk. hunang Topparnir af vorlauknum sem verður notaður í salatið hér á eftir. Setja allt saman í skál og hræra þangað til hunangið og wasabi er búið að leysast upp í vökvanum. Geyma til hliðar á meðan maður græjar restina af salatinu. Marinerað kínakál Gott að gera daginn áður en er ekki nauðsynlegt. 1/2 stk. íslenskt kínakál – skorið þvert í 1/2 strimla 2 msk. íslenskt kimchi 10–12 stangir kóríander – saxað gróft 1/4 tsk. fínt salt Allt blandað vel saman og leyft að marinerast á meðan maður græjar restina af salatinu. 1/2 ferskur ananas – eða það sem er til afgangs frá ham- borgarhryggnum, skorinn í þunna strimla eða sneiðar. 1/2 íslensk agúrka, skorin í helm- inga, svo þvert. Eða í það form sem þig dreymir um á nóttunni. 4–5 stangir vorlaukur – saxaður þvert í þunnar skífur 1/2 poki íslenskt og lífrænt spínat 1/2 poki grænkál – rifið af stöngl- inum í minni stykki og lagt í vatn í 10–15 mínútur til að gera það stökkara Það sem til er af afgöngunum af hamborgarhryggnum sem svo er skorinn í þunnar sneiðar eða strimla Svört sesamfræ eftir smekk. Setjið allt saman í stóra plast- skál og blandið vel saman. Borið fram í fallegri skál beint á borðið eða í skálum fyrir hvern og einn. Skreytið hamborgarhrygginn með kóríander og ananas og sáldrið smá sesam yfir. Munið að það er alltaf skemmti- legra að borða fallegan mat en þó mikilvægara að hann bragðist vel, þannig að smakkið salatið áður en þið berið herlegheitin fram. Einnig mæli ég með að borða þetta á fallegu jólaborði. Ps. Ég hef heyrt að þetta sé fárán- lega gott daginn eftir líka. Afgang- ur á afgang ofan. Davíð Örn bauð voffa að setjast til borðs með sér. Ekki fór sögum af því hvort hann fékk sér salat. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Syndsamlega góð kaka með engri fyrirhöfn! 24. nóvember 2020 JÓL 2020 48 FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.