Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 50

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 50
46 FÓÐURDEILD Ólafur Guðmundsson Fóðurdeild starfaði með svipuðum hætti á árunum 1985-1987 og árin þar á undan. Starfið skiptist aðallega í þjónustu og rannsókna- og tilraunastarf. Þjónustan er við aðrar deildir Rala og við bændur. Hún felst aðallega í mati á fóðurgildi með glermagaaðferð (m vitro) sem byggist á meltanleika í tilraunaglösum og líka í því að viðhalda þessari aðferð og þróa hana með mælingum á meltanleika í sauðum (in vivó). Þá hafa sérmælingar á votheyi verið gerðar þar sem mælt hefur verið m.a. pH og rokgjarnar sýrur. Töluverður tími hefur farið í að svara fyrirspurnum og í almennar leiðbeiningar varðandi fóðrun og rannsóknir. Rannsókna- og tilraunastarfinu má skipta i tvennt, þ.e. fóðurefna- og fóðrunarrannsóknir og beitartilraunir. Fór það fram víða um land í góðri samvinnu við ýmsa aðila. Þó hefur eins og áður staðið starfinu mjög fyrir þrifum að hafa enga aðstöðu á Keldnaholti eða í nágrenni þess til nákvæmra fóðurefna- og fóðrunarrannsókna fyrir einstakar tegundir búfjár og fóðurs og til að takast á við sérstök vandamál sem upp hafa komið í beitartilraunum. Einnig hefur stórlega vantað aðstöðu til tilrauna fóðurgerðar. Verið er að byggja fóðurgerðar- og rannsóknastofu fyrir búfé við aðalstöðvar Rala á Keldnaholti. Þar á að vera aðstaða til að sinna fjölbreyttum nákvæmnisrannsóknum með allar búfjártegundir í íslenskum landbúnaði og allar tegundir fóðurs, ásamt tilraunafóðurgerð. Starfsemi rannsóknastofunnar mun falla vel að því tilraunastarfi sem fyrir er í landinu auk þess sem hægt verður að stunda fleiri og vandaðri tilraunir. Reiknað er með að hægt verði að taka rannsóknastofuna í notkun í lok árs 1988. Á árunum 1985-1987 var töluvert unnið við að ljúka verkefnum frá fyrri árum og við langtímaverkefni sem getið er um í fyrri ársskýrslum. Einnig var hafist handa við ný tilraunaverkefni. Hæst ber þar verkefni varðandi hinar svokölluðu nýbúgreinar, þ.e. fiskeldi og loðdýrarækt. Aðaláherslan var eins og áður lögð á rannsóknir á fóðri úr innlendu hráefni, bæði hefðbundnu fóðurhráefni og óhefðbundnu. Fóðrunartilraunir voru framkvæmdar á tilraunastöðvum Rala á Hesti í Borgarfirði, Laugardælum við Selfoss, Skriðuklaustri í Fljótsdal og Möðruvöllum í Hörgárdal. Einnig voru gerðar tilraunir með fóðrun holdanauta í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Fóðrunarrannsóknir með loðdýr voru gerðar á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal og Hvanneyri í Borgarfirði. Þá voru gerðar fóðrunartilraunir með laxaseiði í fiskeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Beitarþolstilraunir voru gerðar í Sölvholti í Flóa og á Auðkúluheiði. Þær voru einkum kostaðar af landgræðslu- og landverndaráætlun. Markmið þeirra er að kanna beitarþol á hálendi og láglendi, einkum með tilliti til langtímaáhrifa mismunandi beitarþunga á gróðurfar og gæði landsins. Skipulag þeirra var í aðalatriðum það sama og undanfarin ár. Gripirnir voru vigtaðir með vissu millibili á tilraunatímanum og jafnframt var uppskera mæld og sýni efnagreind. Þá var safnað sýnum til efnagreiningar af einstökum plðntutegundum. Mjög nákvæmar gróðurrannsóknir voru gerðar sumarið 1987. Fengist var við rannsóknir á orsökum lélegs árangurs við beit sauðfjár á láglendi, sérstaklega á mýrlendi. Mælinaar á rannsóknastofu á veeum fóðurdeildar Tryggvi Eiríksson Þær mælingar sem gerðar eru á vegum fóðurdeildar tengjast einkum mælingum á orkugildi (meltanleika) gróffóðurs og ýmsum mælingum er varða fóðurtilraunir og fóðurgæði. Fyrst skai nefna meltanleikaákvarðanir in viiro (sjá nánar síðar) sem taka bróðurpart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.