Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 88

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 88
84 43. tafla. Frcesýni athuguð 1985-1987. Fiðldi Frá Sámsstöðum 76 Úr rannsóknum á Korpu 22 Frá eftirlitsdeild 4 Frá innflytjendum 17 Samtals 119 Genflæði i íslensku birki Þorsteinn Tómasson og Kesara A. Jónsson íslenskt birki er mjög breytilegt og flokkun þess hefur reynst torveld. Þessi breytileiki er nokkuð tengdur landshlutum og þar með veðurfari en þó ekki nóg til að það sé viðhlitandi skýring á breytileikanum og ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um orsakir hans. Einnig er áberandi að breytileiki milli einstakra plantna í mörgum skóglendum er mikill. Það er þekkt að fjalldrapi (2n=28) og birki (2n=56) æxlast iðulega í náttúrunni. Afkomandinn, sem nefnist skógviðarbróðir, er í erfðalegu ójafnvægi þar sem truflun verður á pörun litninga i rýriskiptingu. Engu að siður er hugsanlegt að nokkurt lífvænlegt frjó myndist og að víxlun við birkiplðntur sé möguleg. Með þeim hætti gæti fjalldrapagen smám saman flætt úr fjalldrapa um skógviðarbróður í birkið. Þetta gæti skýrt hinn mikla breytileika sem er að finna í birki. Til að rannsaka þessa tilgátu var sótt um fé í Vísindasjóð 1984 - 1987. Litningarannsóknir geta gefið vísbendingar um hvort genflæði sé milli tegundanna, (hybrid introgression) í fyrsta lagi ef litningafjöldi er breytilegur og í öðru lagi ef pörun litþráða er óregluleg. Unnið var á árinu 1984 að slíkri rannsókn sem kostuð var af Vísindasjóði. Var einkum unnið að heimildakönnun og prófun aðferða. Tekin voru sýni úr skóglendum í Biskupstungum og Hjaltastaðaþinghá, þar sem grunur leikur á um tegundasamruna. Sýni voru tekin af reklum (rýriskipting) og vaxtarendum (jafnaskipting) á sprotum og rót. Rannsóknir á litningum í birki eru mjög erfiðar þar sem litþræðir eru smáir og frumur litlar. Það sýndi sig að tiltðlulega auðvelt var að afla góðra sýna vegna jafnaskiptingar. Sýni voru tekin af rót og vaxtarendum sprota sem eru mun auðveldari í söfnun. Hins vegar var þörf á betri tækni við undirbúning smásjársýna til að ná skýrari myndum í smásjá. Grein um aðferðafræði við litningarannsóknirnar hefur birst í sænska tímaritinu Hereditas Jafnframt litningarannsóknunum voru framkvæmdar víxlanir á milli fjalldrapa og birkis og milli skógviðarbróður og birkis. Niðurstöður eru mjög áhugaverðar. Sýnt var fram á hringamyndun og óreglulega pörun iitninga í rýriskiptingu i sýnum sem tekin voru í birkilendum í Úthlíðarhrauni í Biskupstungum og í Hjaltastaðaþinghá. Auðvelt reyndist að mynda skógviðarbróður með víxlun fjalldrapa og birkis og einnig fengust allmargar plöntur úr víxlun skógarbróður og birkis. Litningafjöldi skógviðarbróðurpiantna var oftast 2n=42 en 2n=28 kom einnig fyrir. Fjöldi litninga afkomenda skógviðarbróður og birkis var 2n=56 og 2n=42. Frjósemi í fræi var lítil. Niðurstöður þessar styðja mjög eindregið þá tilgátu að útlitsgerð islenska birkisins megi að verulegu leyti skýra með erfðaflæði milli fjalldrapa og birkis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.