Bændablaðið - 10.09.2020, Qupperneq 8

Bændablaðið - 10.09.2020, Qupperneq 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 20208 Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafningshreppi má sjá hvað fé hefur fækkað mikið í sveitarfélaginu frá 2013 til dagsins í dag. Þetta er í takt við það sem er að gerast um allt land, sauðfé fækkar og fækkar. Árið 2013 voru samanlagt 3.696 fjár í Grímsnesi og Grafningi, þar af 2.486 í Grímsnesi og 1.210 fjár í Grafningi. Hefur fénu fækkað jafnt og þétt og nú 2020 er féð komið niður í 1.284 í Grímsnesi og 754 í Grafningi. /MHH Breytingar á fyrirkomulagi fjöl- dreifingar hjá Póstinum í vor hafa leitt til þess að lögbýli í nokkrum póstnúmerum í námunda við þétt- býli fá ekki lengur Bændablaðið sent til sín. Bændur á viðkomandi lögbýlum eru hvattir til að hafa samband við blaðið. Pósturinn er hættur að bjóða fjölpóstdreifingu á höfuð­ borgarsvæðinu, Akranesi, Suður ­ nesjum og Selfossi. Þetta hefur þau áhrif að dreifing á Bændablaðinu breytist á þann veg að lögbýli í póstnúmerum 101–300 og 800 fá ekki blaðið sent til sín nema það sé nafnamerkt. Fjöldi lögbýla í þessum póstnúmerum er ríflega 100 talsins, flest í Kjósinni (pnr. 276) og Mosfellsbæ (271). Eru íbúar lögbýla á þessum svæðum, sem ekki hafa fengið blaðið sent að undanförnu, hvatt­ ir til að senda upplýsingar með nafni, heimilisfangi og kennitölu í netfangið bbl@bondi.is. Þeir sem eru aðilar að Bænda­ samtökum Íslands og greiða þangað félagsgjöld munu fá blaðið sent til sín sérmerkt með póstinum endurgjaldslaust. Þeir sem ekki eru aðilar að Bænda samtökum Íslands en vilja fá blaðið sent, þurfa að greiða póstdreifingarkostnað eins og aðrir áskrifendur. Ársáskrift kostar 11.200 krónur en eldri borgarar og öryrkjar greiða 7.200 krónur. Bændablaðið er prentað í 32 þúsund eintökum og dreift ókeyp­ is á yfir 400 stöðum á landinu, m.a. í matvöruverslunum, sund­ laugum og fleiri almenningsstöð­ um. Blaðinu er dreift til 5.400 lögbýla. FRÉTTIR – Bændablaðið – Breytingar á dreifingu í kringum þéttbýli Þessa skemmtilegu mynd af hrútunum Bubba og Megasi tók Lilja Sigurlína Pálmadóttir nýlega en hún býr á Hofstorfunni á Hofi á Höfðaströnd. Hrútarnir eru þó ekki í eigu Lilju heldur á Jónas Þór Einarsson á Brekkunni á Hofsósi þessa myndarlegu hrúta. Hrútarnir Bubbi og Megas Ár Grímsnes Grafningur Fjárfjöldi alls 2013 2.486 1.210 3.696 2014 2.403 1.322 3.725 2015 2.376 1.385 3.761 2016 2.173 973 3.146 2017 1.935 953 2.888 2018 1.813 927 2.740 2019 1.441 921 2.362 2020 1.284 754 2.038 Grímsnes- og Grafningshreppur: Mikil fækkun sauðfjár Gott ferðasumar í Grímsey Grímseyingar eru ánægðir með nýliðið sumar, einkum hversu margir Íslendingar lögðu leið sína út í eyju og nutu þess sem hún hefur upp á að bjóða. Margir dvöldu eina nótt eða tvær og voru duglegir að nýta þjónustu sem í boði var, versla og kaupa veitingar, og völdu gjarnan vörur úr heimabyggð fram yfir aðrar. Að jafnaði var vel bókað með ferjunni Sæfara í hvert sinn sem siglt var, 30 til 50 manns í ferð. Íslendingar voru áberandi í byrjun sumars en þegar leið á fóru erlendir gestir einnig að sjást, en þeir kjósa nær alltaf dagsferðir. Um fimm klukkustunda dvöl er í eynni meðan ferjan liggur við bryggju í Grímsey. Komur skemmtiferðaskipa féllu nánast alveg niður í sumar fyrir utan þrjár og því var töluvert minna selt af minjagripum og lopapeysum en fyrri ár. Nú hefur vetraráætlun tekið gildi hjá ferjunni Sæfara sem sigl­ ir fjóra daga vikunnar frá Dalvík og í Grímsey: mánudaga, mið­ vikudaga, fimmtudaga og föstu­ daga. Auk þess býður flugfélagið Norlandair upp á áætlunarflug frá Akureyri þrisvar sinnum í viku út árið. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar. /MÞÞ Innflutningur landbúnaðarafurða: Ósamræmi milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna Hagstofunnar Komið hefur í ljós að mikið ósam- ræmi er í magntölum sem sýna innflutningstölur Hagstofunnar til Íslands og útflutningstölur frá löndum Evrópusambandsins á ýmsum landbúnaðarvörum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann hafi nýverið fundað með bæði fjár­ málaráðherra og utanríkisráðherra um málið. „Fjármálaráðherra samþykkti á fundinum að skipa starfshóp til að skoða þetta ósamræmi á grundvelli innflutningstalna Hagstofu Íslands og útflutningstalna Evrópusambandsins til Íslands. Bændasamtökin áttu síðar fund með utanríkisráðherra um sama mál og vorum við einnig að velta fyrir okkur stöðunni gagnvart samning­ um við Breta og útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Ef gerður yrði tollasamningur við Breta yrði hann að byggja á einhverjum magntölum en við vitum ekki hvert það yrði þá á grundvelli magntalna Hagstofunnar eða tölum frá Evrópusambandinu. Það liggur því ljóst fyrir að það verður að komast að því hvaða tölur eru réttar ef það á að fara að gera einhverja samninga um millilanda­ viðskipti.“ Gunnar segist ekki vita hver stað­ an er hjá starfshópi fjármálaráðu­ neytisins en vonast til að hann sé farinn að skoða málið því munurinn í magntölum sumra vöruflokka sé gríðarlega mikill. /VH Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæði til uppgræðslu Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af Búsæld ehf.) heimild til að losa gor á landi innan afgirts svæðis á Ærvíkurhöfða, en það hefur verið leigt út til uppgræðslu skógar á vegum Kolviðs. Tekið er sér staklega fram að með gor sé átt við skilgreiningu hugtaksins á þá vegu að um „innihald meltingar- vegar“ sé að ræða. Norðlenska átti í viðræðum við sveitarfélagið um að leitað yrði leiða til að nýta gor og blóð sem til fellur í sláturtíð til uppgræðslu í landi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið leitaði álits Heilbrigðiseftirlits og Matvælastofnunar á mögulegri dreifingu efnanna á Ærvíkurhöfða, innan girðingar sem girðir nú af land sem leigt hefur verið Kolviði til uppgræðslu skógar. Taka þarf tillit til smithættu Um dreifingu gors, sem er innihald meltingarvegar, eru settar sömu kröfur og fyrir húsdýraáburð og má sem slíkt nota innihald meltingarvegar á landi án vinnslu. Öðru máli gegnir um blóðið þar sem taka þarf tillit til smitáhættu af því og dreifingu þess þar sem slátrað er í umræddu sláturhúsi frá riðusvæðum og þar sem Ærvíkurhöfði er í nálægð við sauðfjárbúskap, byggð og árvegi er umrætt hólf á höfðanum því ekki talið heppilegt til dreifingar á blóði. Í framhaldi af því óskaði Norðlenska eftir því að fá heimild til að bera innihald meltingarvega sauðfjár (gor) til uppgræðslu innan girðingarinnar í samráði við Kolvið, en að blóðvatn fari í fráveitukerfi Norðurþings á Húsavík. Þrír fyrirvarar Á fundi sveitarstjórnar lagði Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fram tillögu sem samþykkt var samhljóða. Settir voru þrír fyrirvarar við heimildina, sá fyrsti að framkvæmd losunar fari ekki fram nema í samráði við forsvarsmenn Kolviðs og starfsmenn sveitarfélagsins. Þá var heimildin tímabundin til eins árs og í þriðja lagi að ef reynsla af því að bera efnið á landsvæðið veldur umtalsverðu ónæði vegna aukins ágangs fugla á svæðinu þá verði heimildin tekin til endurskoðunar í skipulags­ og framkvæmdaráði eins skjótt og verða má. Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að tryggja að óháður aðili hafi eftirlit með framkvæmdinni og áhrifum hennar á nánasta umhverfi. Niðurstöður verði lagðar fram á fundi skipulags­ og framkvæmdaráðs eftir því sem framkvæmd tilraunarinnar vindur fram. /MÞÞ Gor úr vömbum sauðfjár getur hentað vel til uppgræðslu lands. Mynd / HKr. Samruni Norðlenska og Kjarnafæðis: Búsæld hefur samþykkt sameiningar Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað umboð til að samþykkja sameiningu Norðlenska Matsborðsins ehf., Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. í samræmi við kynningu á fundinum og til að standa að ákvörðunum og aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að ljúka vinnu við samruna félaganna. Þetta var samþykkt með 86,25% greiddra atkvæða. Norðlenska og Kjarnafæði komust í byrjun júlí að samkomu­ lagi um helstu skilmála samruna félaganna. Viðræður um samruna þeirra hafa staðið yfir frá því á haust­ mánuðum 2018 og voru á tímabili settar á ís. Félögin náðu saman um þau atriði sem út af stóðu. Brugðist við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar Með samruna félaganna eru eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. Það er mat eigenda félaganna að sameinað fé­ lag sé betur í stakk búið til að veita viðskipta vinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi. Samkomulag um samruna félag­ anna var gert með fyrirvara um sam­ þykki samkeppnisyfirvalda og sam­ þykki hluthafafundar Búsældar. Það samþykki er nú í höfn. Stjórn Búsældar var kjörin til eins árs í senn. Í stjórn eru Björgvin Gunnarsson, Núpi Berufirði, Geir Árdal, Dæli Fnjóskadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda Breiðdal, Guðmundur Óskarsson, Hríshóli Eyjafjarðarsveit og Þórarinn Ingi Pétursson, Grund Grýtubakkahreppi. /MÞÞ Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi. Meira virðist vera flutt út af einstökum tegundum landbúnaðarafurða frá Evrópusambandinu en fram kemur í opinberum innflutningstölum á Íslandi. Í sumum flokkum munar mjög miklu í magntölum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.