Bændablaðið - 10.09.2020, Síða 24

Bændablaðið - 10.09.2020, Síða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202024 LÍF&STARF Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámur er góð geymsla Stólpi Gámar bjóða gáma- lausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS, vörulyftur frá Maber og skemmur frá Hallgruppen. Rakaskiljur og blásara frá Heylo, rykvarnarkerfi frá ZIPWALL, og parket-og vinilklippur frá BULLET TOOLS.  þurrgáma  hitastýrða gáma  geymslugáma  einangraða gáma  fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Sparisjóður Norðfjarðar 100 ára Hinn 1. september sl. voru liðin 100 ár frá því að Sparisjóður Norðfjarðar tók til starfa, en hann hefur borið nafnið Sparisjóður Austurlands frá árinu 2015. Hér á eftir verður stuttlega fjallað um sögu sjóðsins en hann er nú einn af fjórum sparisjóðum sem starfa í landinu. Sparisjóðir gegndu áður mikilvægu hlutverki víða um land og voru þeir flestir rúmlega 60 talsins um 1960. Sparisjóðum í landinu hefur farið ört fækkandi á liðnum árum og eru einungis örfáir eftir. Þeir hafa gegnt merkilegu hlutverki sem peningastofnanir, ekki síst fyrir sveitir landsins, þorp og bæi. Þar hafa þeir gjarnan verið og eru enn í lykilhlutverki við að halda atvinnulífinu gangandi. Smári Geirsson hefur tekið saman sögu Sparisjóðs Norðfjarðar sem birt er á heimasíðu sjóðsins. Hafa kaflarnir verið að birtast allt þetta ár og munu halda áfram að birtast út árið. Þess má geta að Smári skrifaði líka 70 ára sögu sjóðsins sem kom út í bókarformi 1992. Hefur höfundur góðfúslega tekið saman eftirfarandi útdrátt úr þessum verkum sínum fyrir Bændablaðið til að gefa lesendum innsýn í þessa merkilegu sögu. Íslenskar peningastofnanir eiga sér ekki langa sögu en tilkoma þeirra hafði mikil áhrif á allt athafna- og viðskiptalíf. Almennt voru peningar lítið í umferð á 19. öld og fram eftir 20. öldinni og stofnanir sem ávöxt- uðu og lánuðu peninga ekki á hverju strái. Helstu lánastofnanir á þessum tíma voru í reynd verslanirnar sem jafnframt voru helstu atvinnufyrir- tæki sjávarþorpanna og sinntu bæði útgerð og fiskvinnslu í ríkum mæli. Sjómenn, daglaunamenn og bændur lögðu aflahlut, vörur eða andvirði vinnu inn í verslun og þurftu í stað- inn að taka út þær vörur sem versl- unin hafði á boðstólum. Peningar komu sjaldnast við sögu í viðskipt- um af þessu tagi. Þetta voru reikn- ingsviðskipti og lánsverslun eða skuldaverslunarfyrirkomulag eins og oft var sagt. Á Austurlandi voru það fyrst og fremst erlend áhrif sem leiddu til þess að peningar komust í umferð. Sauðasalan til Bretlands og síldveið- ar Norðmanna á síðari hluta 19. aldar komu þarna við sögu og nokkru síðar fiskkaup Englendingsins Pike Wards. Þessi breyting leiddi til þess að fyrsta austfirska pen- ingastofnunin sá dagsins ljós þegar Sparisjóður Múlasýslna var stofn- aður á Seyðisfirði árið 1868. Ekki varð þessi peningastofnun þó langlíf þar sem flest bendir til að henni hafi verið slitið árið 1874. Bankastarfsemi teygði fyrst anga sína til Austurlands árið 1904 en þá kom Íslandsbanki upp útibúi á Seyðisfirði. Landsbankinn fylgdi síðan í kjölfarið og stofnaði útibú á Eskifirði árið 1918. Norðfirskir kaupmenn og útgerðarmenn hófu þegar viðskipti við þessi útibú en vegna fyrirkomulags skuldaversl- unarinnar hafði almenningur lítið af þeim að segja. Sögur hafa varðveist um viðskipti norðfirskra kaupmanna við banka- útibúin á Seyðisfirði og Eskifirði en verslunarfyrirtækin þurftu mjög á þjónustu þeirra að halda meðal annars vegna fjárfestinga og fisk- kaupa af erlendum skipum. Vegna viðskipta kaupmannanna við útibúin þurftu þeir oft að senda eftir pening- um til Seyðisfjarðar og Eskifjarðar og þurftu sendimennirnir þá að fara á milli staða fótgangandi eða ríðandi og reyndar var einnig farið á skíðum yfir Oddsskarð til Eskifjarðar yfir vetrartímann. Þessar peningasendi- ferðir gátu verið hið mesta hættuspil en hjá þeim varð ekki komist. Íbúar í ört vaxandi sjávarbyggð á Nesi í Norðfirði voru ósáttir við hve aðgengi að peningastofnunum var erfitt. Þeir sem fengust við rekstur af einhverju tagi fundu hvað sárast fyrir þessu en eins gætti óánægju á meðal almennings því ef menn áttu kost á að leggja til hliðar fáeinar krónur þá var það fyrirhafnarsamt að ávaxta fjármunina og nálgast þá þegar þeirra var þörf. Aðdragandi stofnunar og stofnun Sparisjóðs Norðfjarðar Það hlaut að koma að því að hug- mynd um stofnun peningastofnunar á Norðfirði kæmi fram og sam- kvæmt fyrirliggjandi heimildum hófst umræða um slíka stofnun innan Málfundafélagsins Austra. Málfundafélagið Austri starfaði á Nesi í Norðfirði á árunum 1918- 1929 og á fundum félagsins var fjallað um ýmis framfaramál byggðarlagsins. Á fundi í félaginu hinn 5. apríl árið 1919 var fyrst rætt um stofnun sparisjóðs og kom strax fram vilji fyrir því að félagið beitti sér fyrir stofnun hans. Málfundafélagið kaus nefnd til að vinna að sparisjóðsmálinu og hóf hún þegar störf af miklum krafti. Hafist var handa við að safna ábyrgðarmönnum sem hver og einn ábyrgðist tiltekna upphæð fyrir væntanlegan sparisjóð. Ræddi nefndin við flesta „mektarmenn í hreppnum“ og voru undirtektirnar góðar. Samtals ábyrgðust ábyrgðarmennirnir 15.800 kr og var það álitin fullnægjandi upphæð fyrir væntanlegan sparisjóð. Þegar sparisjóðsnefnd Austra hafði aflað ábyrgðarmannanna var hlutverki hennar lokið en ábyrgðar- mennirnir hófust handa við að undir- búa starfsemi sparisjóðsins. Hinn 2. maí 1920 héldu ábyrgðarmennirnir formlegan stofnfund sparisjóðs- ins. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir sjóðinn og samkvæmt þeim bar hann nafnið Sparisjóður Norðfjarðar. Þá var á stofnfundin- um kjörin stjórn sjóðsins og hlutu eftirtaldir ábyrgðarmenn kjör í hana: Páll G. Þormar formaður, Ingvar Pálmason bókari og Sigdór V. Brekkan gjaldkeri. Tilkynning um stofnun sjóðsins birtist síðan í Lögbirtingarblaðinu 2. september 1920. Í fyrstu grein upphaflegra laga Sparisjóðs Norðfjarðar segir að sjóðurinn sé stofnaður til að geyma og ávaxta peninga fyrir íbúa Norðfjarðar en þó taki hann einnig geymslufé af utansveitarmönnum. Þá segir í lögunum að stjórnend- ur sjóðsins skuli eiga heimili í Neskauptúni. Nýkjörin stjórn hóf þegar að undirbúa starfrækslu sjóðsins og þurfti hún að hyggja að ýmsu. Á stjórnarfundi sem haldinn var 22. ágúst 1920 var ákveðið að sjóður- inn skyldi hafa opna afgreiðslu eina klukkustund í viku hverri og skyldi auglýsa opnunartímann. Upphaf starfseminnar Það var stór dagur í norðfirsku viðskiptalífi þegar Sparisjóður Norðfjarðar hóf starfsemi 1. september 1920. Þennan dag kl. 14 tók fyrsta peningastofnunin á Norðfirði til starfa og hafði hún fengið inni í símstöðinni í húsinu Adamsborg í miðju Neskauptúni. Stjórn sjóðsins var saman komin Sparisjóðurinn hefur verið til húsa á Egilsbraut 25 í Neskaupstað frá árinu 1978. Mynd / Eva Steinunn Sveinsdóttir Festa hefur einkennt starfsemi sparisjóðsins alla tíð; stjórnar- menn hafa gjarnan setið lengi og á það sama við um spari- sjóðsstjórana. Í fyrstu sáu stjórnarmenn um rekstur sjóðsins en sérstakur for- stöðumaður fyrir hann var fyrst ráðinn árið 1926. Einungis sex einstaklingar hafa gegnt starfi sparisjóðsstjóra og eru þeir eft- irtaldir: Tómas Zoëga 1926-1955 Jón Lundi Baldursson1955-1976 Sigfús Guðmundsson 1976-1979 Ragnar Á Sigurðsson 1979-1988 Sveinn Árnason 1988-2004 Vilhjálmur G. Pálsson 2004- Árið 1927 var fyrst ráðinn starfs- maður til sjóðsins við hlið spari- sjóðsstjóra. Allt til ársins 1955 voru starfsmenn sjóðsins ýmist tveir eða þrír en þeim fjölgaði í fjóra um 1970. Seint á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar tók starfsmönnum að fjölga verulega enda jukust þá umsvif sjóðsins og fjölbreytni starfseminnar fór vaxandi. Árið 1986 voru starfs- mennirnir orðnir sjö, árið 1990 voru þeir orðnir níu og tólf árið 2000. Eftir það tók starfsmönnum að fækka, fyrst og fremst vegna tölvuvæðingar. Árið 2010 voru stöðugildi við sjóðinn 10,4 talsins og nú eru þau 6,3. Sparisjóðsstjórar og fjöldi starfsmanna Tómas Zoëga var fyrsti sparisjóðs- stjórinn. Mynd / Björn Björnsson Vilhjálmur G. Pálsson, núverandi sparisjóðsstjóri.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.