Bændablaðið - 10.09.2020, Qupperneq 44

Bændablaðið - 10.09.2020, Qupperneq 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 202044 Fólk sem býr í dreifbýli er mun líklegra en aðrir til að hafa eldvarnir heimilisins í lagi. Þetta kemur fram í niðurstöð- um könnunar sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið. Nær allir þátttakendur í könnun- inni sögðu að slökkvitæki væri á heimili þeirra en það er mun hærra hlutfall en í könnunum sem Gallup hefur gert fyrir Eldvarnabandalagið um eldvarnir á heimilum alls almennings. Miklu algengara er jafnframt að reykskynjara og eldvarnateppi sé að finna á heimilum í dreifbýli en almennt gerist. Næstum allir eiga slökkvitæki Garðar H. Guðjónsson, fram­ kvæmdastjóri Eldvarna banda­ lagsins, segir niðurstöðurnar um margt mjög ánægjulegar. „Það vekur sérstaka athygli hve hátt hlutfall svarenda segist hafa slökkvitæki á heimilinu. Næstum 99 prósent svarenda segja slökkvi­ tæki vera á heimilinu en samsvar­ andi hlutfall hjá almenningi var 73,8 prósent þegar Gallup kannaði síðast ástand eldvarna á heimilum almennt 2018. Þetta þarf þó ekki að koma svo mjög á óvart í ljósi þess að á heimilum í dreifbýli er oft langt í næstu slökkvistöð og því mikilvægt að íbúar geti brugðist við eldi á byrjunarstigi með notkun slökkvitækis,“ segir Garðar. Þess ber að geta að slökkvi­ tækjaeign íslenskra heimila hefur vaxið jafnt og þétt frá því Gallup gerði fyrst könnun á eldvörnum heimila 2006. Hún var þá 61,4 prósent en var komin í 73,8 pró­ sent 2018 sem fyrr segir. Best er að hafa slökkvitæki sýnilegt við helstu flóttaleið úr íbúðarhúsnæði en gæta þarf þess að láta endurhlaða það reglulega samkvæmt leiðbeiningum svo þau komi að gagni þegar á reynir. Mörgum hefur tekist að kæfa eld á heimili sínu með slökkvitæki en Garðar hvetur fólk þó til þess að stefna hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu við slökkvistarf. Mikilvægast sé að allir komist heilir út ef eldur kemur upp. Margir með eldvarnateppi Mjög hátt hlutfall fólks í dreifbýli býr einnig svo vel að hafa eldvarna­ teppi á heimili sínu eða 82,8 prósent svarenda. Í könnun Gallup meðal almennings 2018 sögðust 61,4 prósent eiga eldvarnateppi. Garðar segir ákaflega mikilvægt að hafa eldvarnateppi á sýnilegum stað í eldhúsi. „Rekja má stóran hluta elds­ voða á heimilum til óhappa í eld­ húsinu. Reynsla tryggingafélaga og slökkviliða er sú að margir hafa náð að forða stórtjóni með því að eiga eldvarnateppi og kunna að nota það rétt. Svo þessi niðurstaða er einnig mjög ánægjuleg,“ segir Garðar. Svarendur í ferðaþjónustu eru lík­ legri en aðrir til að eiga eldvarna­ teppi. Þar sögðust 94 prósent eiga þennan mikilvæga öryggisbúnað. Reykskynjarar Ferðaþjónustan kom einnig vel út þegar spurt var um fjölda uppsettra reykskynjara. Þar sögðust 83 prósent vera með þrjá reykskynjara eða fleiri og 32 prósent með sjö skynjara eða fleiri. Að meðaltali voru niðurstöður þessar þegar spurt var um fjölda reykskynjara: • Enginn 1,5 prósent • Einn 6,9 prósent • Tveir 20,4 prósent • Þrír 17,4 prósent • Fjórir til sex 36,7 prósent • Sjö eða fleiri 17,2 prósent Nokkuð sterk fylgni er milli fjölda á heimili og fjölda uppsettra reyk­ skynjara. Því fleiri á heimili, því fleiri reykskynjarar. Fjöldi reyk­ skynjara vex einnig eftir því sem velta í rekstri er meiri. Einnig að þessu leyti koma heimili í dreifbýli mun betur út en almennt gerist, samkvæmt könnun­ um Gallup. Íbúar í dreifbýli eru mun ólíklegri en aðrir til að eiga engan eða aðeins einn reykskynjara (8,4 prósent gegn 24,3 prósent). Íbúar í dreifbýli eru að sama skapi mun lík­ legri en almenningur til að hafa fjóra reykskynjara eða fleiri á heimilinu (53,8 prósent gegn 33,3 prósent). Mikilvægasta öryggistækið Garðar segir að reykskynjarar séu mikilvægasta öryggistækið þegar kemur að eldvörnum á heimilum og ættu því að vera fyrir hendi á hverju heimili. „Reykskynjarar gefa íbúum nauðsynlega viðvörun ef eldur kemur upp og geta því hreinlega bjargað mannslífum í slíkum til­ vikum, sérstaklega þegar eldsvoði verður þar sem fólk er í svefni. Það er því í raun alveg vítavert gáleysi að hafa ekki nægjanlegan fjölda virkra reykskynjara á heimilinu til að tryggja að heimilisfólk fái viðvörun þegar eldur kemur upp. Við hjá Eldvarnabandalaginu viljum helst að reykskynjarar séu í öllum aðskildum rýmum. Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu,“ segir Garðar. Nánari upplýsingar um upp­ setningu reykskynjara og viðhald á þeim er að finna í Handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarn­ ir heimilisins sem er að finna á eldvarnabandalagid.is. Neyðaráætlun Garðar segir jafnframt nauðsynlegt að heimilisfólk geri einfalda neyð­ aráætlun um hvernig bregðast á við þegar eldur kemur upp. Mikill misbrestur er hins vegar á þessu á íslenskum heimilum og það á einnig við um heimili í dreifbýli. Í könnun Gallup sögðust aðeins 37 prósent hafa gert slíka áætlun en 63 prósent sögðu nei. „Það er nauðsynlegt að heimilis­ fólk ræði hvernig á að bregðast við eldsvoða. Fara þarf yfir flóttaleiðir og tryggja að allir hafi að minnsta kosti tvær flóttaleiðir. Þá þarf að ákveða hvar fólk ætlar að hittast þegar út er komið. Þannig er hægt að átta sig á hvort allir hafi skilað sér út en það er mikilvægt fyrir slökkvilið þegar það kemur á vettvang að vita hvort ástæða er til að ætla að fólk sé inni í brennandi húsi,“ segir Garðar. Þegar á heildina er litið segist hann ánægður með niðurstöður könnunarinnar í samanburði við niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið meðal almennings. „Þó er ljóst að fjöldi heimila í dreifbýli getur gert miklu betur í eldvörnum og ég hvet fólk til að bíða ekki með að huga að eldvörnum og þar með öryggi fólks á heimilinu,“ segir Garðar. Eldvarnir á heimilum í dreifbýli mun öflugri en almennt gerist Garðar H. Guðjónsson, framkvæmda­ stjóri Eldvarnabandalagsins. Um könnun Gallup Gallup gerði könnunina í apríl síðastliðnum. Úrtakið var 1.522 manns af meðlimaskrá Bænda­ samtakanna. Þátttökuhlutfall var mjög gott eða 45,7 prósent og bárust 696 svör. Svörin voru greind eftir eftirfarandi breytum: • Staðsetning eftir landshlutum • Ársvelta • Fjöldi á heimili • Tegund búskapar Auk spurninga um eldvarnir á heimili var spurt um ástand eldvarna í útihúsum, aðgang að slökkvivatni, fjarlægð að næstu slökkvistöð og fleira. Fjallað verður um þennan hluta niður­ staðna Gallup í næsta tölublaði Bændablaðsins. Eldvarnabandalagið Eldvarnabandalagið er sam­ starfs vettvangur um auknar eld varnir. Aðild að því eiga: Eignarhalds félagið Brunabóta­ félag Íslands, Félag slökkviliðs­ stjóra, Húsnæðis­ og mann­ virkjastofnun, Landssamband slökkviliðs­ og sjúkraflutn­ ingamanna, Sjóvá­Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélag­ ið Landsbjörg, Slökkvilið höfuð­ borgarsvæðisins, TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf. www.eldvarnabandalagid.is Fólk sem býr í dreifbýli er mun líklegra en aðrir til að hafa eldvarnir heimilisins í lagi. Mynd / HKr. Já; 98,6% Nei; 1,4% Er slökkvitæki á þínu heimili? Heimild: Gallup Graf/ Bændablaðið HKr. Já; 82,8% Nei; 17,2% Er eldvarnateppi á þínu heimili? Heimild: Gallup Graf / Bændablaðið HKr. Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.