Bændablaðið - 17.12.2020, Page 39

Bændablaðið - 17.12.2020, Page 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 39 Í mars nk. kemur út Tímarit Bændablaðsins. Tímaritið tekur á helstu málefnum landbúnaðarins og eru efnistökin fjölbreytt. Það verður prentað í 8.000 eintökum og dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaði. Lengd ritsins er yfir 100 síður og það er prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Þetta er kjörinn vettvangur til að koma starfsemi sinni á framfæri. Tímaritið liggur á borðum landsmanna svo mánuðum skiptir og því má segja að auglýsingar í slíkum blöðum séu langlíf. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess er pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303 og í gegnum netfangið gudrunhulda@bondi.is TÍMARIT BÆNDABLAÐSINS 2021 TRYGGÐU ÞÉR AUGLÝSINGAPLÁSS Í TÍMA „ ÞAÐ ER UNUN AÐ LESA ÞESSA BÓK.“ GAGNRÝNENDUR KILJUNNAR Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KEÐJUR OG KEÐJUVIÐGERÐAREFNI GOTT ÚRVAL Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð. Stærsta bú fyrir lóðrétta ræktun í Danmörku Fjórtán röðum með salati, krydd­ jurtum og káli er staflað upp á hver aðra í nýju lóðréttu búi í Kaupmannahöfn sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heim­ inum. Raðirnar ná frá gólfi og upp í þak hjá fyrirtækinu Nordic Harvest en hin nýja stöð nær yfir sjö ferkílómetra. Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð en þess í stað er fjólublátt ljós beint að þeim allan sólar hringinn frá 20 þúsund sérút- búnum LED-lömpum. Á þessari framtíðarstöð sjá litlir róbótar um að sá fræjum frá hillurekka til hillurekka. Áætlað er að um 200 tonn af grænmeti verði uppskorið á stöðinni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og síðan um þúsund tonn á ári þegar framleiðslan verður komin á fullt. Þetta verður því ein stærsta stöð þessarar tegundar í Evrópu og raunar heiminum. Nýja stöðin hefur mætt efa- semdum frá mörgum sem stunda hefðbundinn landbúnað þar sem vangaveltur hafa sprottið upp um framleiðslugetu og rafmagnsnotkun. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að stöðin hafi ákveðið loftslags- forskot með vörum sem afhentar eru í nálægð við framleiðslustaðinn og með notkun á grænu rafmagni frá vindmyllum. Þar að auki skaðar láréttur landbúnaður ekki umhverfið þar sem allt vatn, næring og áburð- ur er endurnýtt. Hafa forsvarsmenn Nordic Harvest einnig bent á að í stöðinni þurfi einungis að nota einn lítra af vatni á hvert kíló sem fram- leitt er en á stórum akri þyrfti til dæmis að nota 250 sinnum meira magn. /ehg - Nationen Eðlur og snákar stoppa Tesla Tesla bílaframleiðandinn hefur neyðst til að stöðva fram kvæmdir við byggingu á nýrri rafbílaverk­ smiðju skammt utan við Berlín. Ástæða stöðvunarinnar er að umhverfisverndarsamtök sem fóru í mál við fyrirtækið vegna vanefnda sem tengjast búsvæði eðla og snáka í ræktuðum skógi sem stóð til að ryðja unnu málið. Meginrökin fyrir stöðvun skógar- fellingarinnar eru að í sgóginum er að finna bú- og dvalarsvæði friðaðra sandeðla sjaldgæfrar snákategundar. Samkvæmt samningnum sem gerð- ur var átti Tesla að sjá um að flytja dýrin burt af svæðinu þar sem á að fella skóginn en ekki var staðið við þá framkvæmd. Aðdragandi málsins er að Elon Musk, eigandi Tesla, hefur gert samn- ing um að byggja risastóra rafbíla- verksmiðju skammt suður af Berlín. Samkvæmt áætlun eiga um 12 þús- und manns að starfa við verksmiðjuna og á hún að framleiða um 50 þúsund rafbíla á ári. Til að reisa verksmiðj- una og helgunarsvæði hennar þarf að fella um 90 hektara af ræktuð- um furuskógi og til stóð að fyrstu rafbifreiðarnar yrðu tilbúnar í júlí á næsta ári. Tvenn umhverfisverndarsamtök í Þýskalandi höfðuðu mál á hend- ur fyrirtækinu og kröfðust þess að felling skógarins yrði stöðvuð vegna umhverfissjónarmiða. Í síðustu viku féll dómur umhverfissamtökunum í vil og framkvæmdir stöðvaðar. Að minnsta kosti tímabundið. Dómurinn féll þrátt fyrir að búið sé að fella talsvert mikið af trjám og að fyrirtækið hafi lofað að planta á næstu árum þrisvar sinnum fleiri trjám en það kemur til með að fella. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.