Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég flutti heim til Íslandssumarið 2019 og opnaðimyndlistarbúð hér áLaugaveginum og ég seldi fyrsta verkið mitt á meðan ég var að bera inn. Salan stoppaði ekki. Langflestir viðskiptavina minna voru erlendir ferðamenn og mynd- listarsafnarar, en Íslendingar keyptu líka og voru þá stórtækir, þeir vildu stóru verkin,“ segir Birgir Breiðdal, eða Biggi myndlistar- maður, en engan bilbug er að finna á honum þrátt fyrir Covid og fáa ferðamenn. Nú er hann búinn að stækka litlu búðina við Laugaveg 72, sem er líka gallerí og vinnustofa, og hann rekur hana í samstarfi við konu sína, Ásu Heiði Rúnarsdóttur, sem einnig er myndlistarmaður. „Við ætlum að opna í dag stórt gallerírými hér við hliðina, í húsi númer 74, af því ég hef ekki getað hengt upp stóru verkin mín. Vegg- irnir í litlu búðinni stóðu oft án mál- verka því ég hafði ekki undan að mála. Við unnum í fyrra fram að öðr- um degi jóla og opnuðum aftur strax eftir jól, en fórum svo út og ætluðum að hvíla okkur í janúar og febrúar. Eftir það skall Covid á og við opnuð- um ekki aftur fyrr en í sumar en þá byrjuðu lætin aftur. Búðin nánast tæmdist af myndlistarverkum.“ Þarf ekki að fara til útlanda Biggi nýtur þess vel að vera á staðnum í verslun sinni og fyrir vik- ið í nánum samskiptum við fólkið sem kaupir af honum myndlist- arverk. „Þegar ferðamenn streymdu til Íslands var upplifun mín hér í búð- inni oft eins og ég væri staddur í út- löndum, því erlenda fólkið sem kom inn fór alltaf að spjalla. Þar sem ég hef búið á Ítalíu, Spáni og Frakk- landi get ég talað þau tungumál og það losaði um málbeinið; allir fóru að segja mér sögur frá sínum lönd- um og lýsa yfir ánægju sinni með Ís- land. Við þessi samskipti hvarf þörf- in hjá mér til að fara til útlanda, því ég var alltaf að hitta fólk frá öðrum löndum. Þegar maður er að selja sín eigin málverk er maður í svo nánum tengslum við viðskiptavinina. Ég þarf að sjá til þess að manneskjan fái verkið heim til síns heimalands og að hún treysti mér til að senda það. Það skiptir máli að þetta fólk sé í beinum samskiptum við myndlist- armanninn, það er ekki að spjalla við fínan gallerista í jakkafötum. Þetta er mín persónulega vinnustofa og fólki finnst líka gaman að fylgjast með mér vinna verkin,“ segir Biggi og bætir við að ef landið opnist í febrúar fyrir ferðamönnum sé eins gott að hann verði tilbúinn með nógu mörg verk, svo hann hafi undan. „Fólk hefur líka verið að panta hjá mér á netinu núna í Covid og margt af því hefur keypt af mér verk áður.“ Var boðið að sýna í Kóreu Biggi lærði arkitektúr í Mílanó á Ítalíu á sínum tíma og vann við það árum saman. „Einn daginn ákvað ég að snúa mér að myndlist en eftir að hrunið skall á var lítið að gera hjá myndlist- arfólki og arkitektum, svo ég fór að vinna sem fótboltaþjálfari hjá FRAM og Þrótti og var þar í tíu ár. Eftir það kom ég við á mínum gömlu heimaslóðum í Mílanó og heimsótti kóreska vini mína og sýndi þeim málverkin mín í símanum, sem varð til þess að þeir buðu mér til Kóreu til að sýna þar. Ég fór þangað sumarið 2019 og það var rosaleg upplifun að koma til Kóreu og í Seúl málaði ég til dæmis „live“ á fatnað módela á tískusýningu. Allt þetta ævintýri kveikti aftur á gamla myndlistar- Bigga.“ Ekki nóg með það, heldur skellti Biggi sér á námskeið í kvik- myndagerð í Ármúlaskóla nú í Covid-tíð. „Ég lifnaði allur við og komst að því að þetta var það sem mig hafði alltaf langað að læra, en það virkaði ekki þegar ég var ungur, var bæði flókið og dýrt, svo ég gekk veg skynseminnar og lærði arkitektúr. Ég skemmti mér konunglega á kvik- myndanámskeiðinu og ákvað að því loknu að búa til stuttmynd. Ég fékk strákana í lið með mér sem voru með mér á námskeiðinu og við létum vaða. Þarna kom þjálfarinn í mér sterkt fram sem leikstjórnandi; að láta allt ganga eins og á æfingu eða við stjórn fótboltamóts.“ Erfitt að vera strákur í dag Biggi segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en eftir á að í myndinni geri hann upp fortíð sína. „Í grunninn fjallar myndin um það hversu erfitt það geti verið að vera strákur. Þjóðfélagið er þannig uppbyggt að það eru margir strákar þarna úti sem þora ekki að gangast við tilfinningum sínum og við- kvæmni. Allir þessir venjulegu strákar sem vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við tilfinningum sínum, kunna það ekki af því sam- félagið er alltaf að segja þeim að strákar eigi að vera á einhvern ákveðinn hátt. Hættan er að fólk endi í blindgötu þegar það er alltaf að reyna að vera annað en það er. Ég hef lengi haft áhyggjur af ung- lingsstrákum, þyngslum þeirra og leiða sem stundum endar í sjálfsvígi. Boðskapur myndarinnar er að allir geta gert það sem hugur þeirra stendur til og hjartað segir. Ég er stoltur af þessu framtaki mínu og vonandi á myndin eftir að hjálpa ein- hverjum. Ég endaði á að semja lagið sjálfur sem kemur fyrir í myndinni og ég spila aðeins á bassa í því, en það hafði líka verið draumur minn að læra á bassa. Þegar tökum lauk var það besti dagur lífs míns. Nú er ég búinn að koma þessu út úr kerf- inu. Ég þarf ekkert að verða brjál- æðislega góður á bassa eða meika það í kvikmyndaheiminum, ég er bara svo feginn að ég framkvæmdi það sem ég hafði svikið mig um. Ég fékk að upplifa gleðina í kringum þessa sköpun, það er nóg. Ég ætla ekki að vera bitri gaurinn á elliheim- ilinu sem gerði ekkert af því sem hann langaði að gera. Líf mitt hefur gjörbreyst, nú er gaman að lifa.“ Ætlar ekki að vera bitri gaurinn Birgir Breiðdal lærði arkitektúr á sínum tíma og vann við það árum saman. Síðan sneri hann sér að myndlist en eftir hrun tók hann að sér í áratug að vera fótboltaþjálfari. Að því loknu vaknaði myndlist- armaðurinn aftur og nú hefur hann gert stuttmynd. Morgunblaðið/Eggert Myndlistarmaður Biggi opnar í dag stærra rými svo hann geti hengt upp stóru myndlistarverkin sín í búðinni. Ævintýri Biggi í Kóreu að mála listaverk á klæði módela á tískusýningu. Nóg að gera Biggi hengir upp eitt verka sinna í nýju rými verslunarinnar. Eiguleg bók eftir Guðrúnu Hannele Henttinenmeð nýjum útfærslum á fallegum og sígildum vettlingamynstrum. ÞJÓÐLEGIR VETTLINGAR LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.