Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Snöggt og nokk- uð óvænt minnumst við nú fallins félaga sem var ávallt reiðubúinn þegar á þurfti að halda í sjálfboðavinnu hvort sem var til fjalla eða á öðr- um vettvangi ÍR. Valur Pálsson var formaður skíðadeildar ÍR á erfiðleikaárum mikilla fram- kvæmda, í níu ár, frá 1976 til 1985. Hann var einnig varafor- maður í aðalstjórn ÍR um árabil. Hann átti einnig sæti í stjórn Skíðasambands Íslands. Hann hlaut ýmsar viðurkenn- ingar fyrir störf sín, m.a. gull- merki ÍR, gullmerki Skíðasam- bands Íslands og gullskíði skíðadeildar ÍR. Synir Vals og Ernu voru úrvals keppnisskíða- menn í alpagreinum. Valur gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Oddfellowregl- una og var m.a. yfirmeistari stúk- unnar nr. 10, Þorfinns Karlsefnis. Það er skammt stórra högga á milli hjá okkur skíðavinum ÍR, á nokkrum mánuðum hafa tveir fallið frá og nú sá þriðji. Allir voru þeir máttarstólpar í öllu starfi skíðadeildarinnar. Þegar litið er til baka er erfitt að sjá hvernig allt starf við uppbygg- ingu á svæðinu hefði þróast án þeirra. Þegar skíðamót voru haldin var Valur oftar en ekki mótsstjóri og þeir hinir ekki langt undan. Það má segja að skíðaíþróttin í heild sinni hafi virkilega notið góðs af starfi þeirra hvort sem mót voru haldin í Bláfjöllum eða Hamragili. Valur var einstaklega greið- vikinn maður og alltaf tilbúinn ef á þurfti að halda í starfi skíða- deildarinnar, hvort sem var til fjalla eða í bænum, sagði alltaf já með sínu sérstaka brosi sem lýsti góðvild og góðri von um lausn mála. Leiðir okkar Vals lágu ekki saman fyrr en á sjöunda tug síð- ustu aldar og við kynninguna var eins og við hefðum verið vinir í mörg ár, þannig var viðmót Vals alla tíð; tók öllum opnum örmum og vildi allt fyrir alla gera. Við öll í vinahópnum hugsum með hlýhug til Vals, því við höf- um átt margar notalegar stundir í yfir 50 ár á ferðalögum ýmist innan- eða utanlands. Þær eru ófáar skíðaferðirnar í ítölsku og austurrísku alpana og golfferð- irnar til Spánar. Þá eru þær margar ferðirnar hér innanlands og okkur er sérstaklega minnis- stæð ferð á Austurland þar sem m.a. var heimsóttur Loðmundar- fjörður og nutum við leiðsagnar félaga okkar Helga Hallgríms- sonar um æskuslóðir hans. Seinni árin hefur hópurinn efnt til gönguferða á sunnudags- morgnum með kaffisopa á eftir og komum við til með að sakna Vals og hans léttu lundar og dill- andi hláturs sem kom öllum í gott skap. Við vottum Ernu, Palla, Kalla, Hemma og Sigga okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. skíðavinahóps ÍR, Þórir Lárusson. Valur Pálsson er allur. Maður- inn sem er svo vandlega fléttaður inn í flestar okkar bernskuminn- ingar að réttast væri að kalla hann aukapabbann okkar. Heim- ili þeirra Vals og Ernu var líka okkar annað heimili og þriðji tví- burinn okkar var Hermann, jafn- gamall og jafnhress og við – bara örvfættur. Í minningunni vorum við alltaf saman, hvort sem var á annan í jólum, uppi í Hamragili, í Valur Pálsson ✝ Valur Pálssonfæddist 2. sept- ember 1932. Hann lést á Landspít- alanum 23. nóv- ember 2020. Útför Vals fór fram 9. desember 2020. boltanum á miðviku- dögum eða í Stóra- Langadal þar sem Valur var frum- kvöðull og fyrir- mynd í því (þá) sér- viskulega sporti fluguveiði. Hann veiddi alltaf lang- mest og gladdist sömuleiðis lang- mest. Og samgladd- ist mest líka. Hann var óspar á hrós ef það rataði stór fiskur á færið hjá okkur krökk- unum eða við kræktum í verð- launapening á skíðamóti. Og það var nýlunda. Að hrósa börnum. Því má segja að Valur hafi verið undanfari. Hann ruddi brautina, hann var nútímamaður. Þegar við þurftum að fara í næturpössun var okkur stundum skipt upp og þá var slegist um að fá að fara til Ernu og Vals. Fullt hús af strákum, hlæjandi foreldr- um og einstaklega góðum mat. Valur og Erna voru nefnilega frumherjar og undanfarar í mat- argerð eins og öðru. Þar fékk maður í fyrsta sinn (heimagerð- ar) franskar kartöflur, djúp- steiktan camembert (maður vissi nú ekki hvað camembert var, hvað þá djúpsteiktur – við héld- um lengi vel að camembert væri ALLTAF djúpsteiktur), heima- lagaðan ís og þar var alltaf kal- kúnn í jólaboðinu. Valur var líka stríðinn, hann kallaði okkur aldrei, og þá mein- um við aldrei, okkar réttu nöfn- um. Það var ýmist Ásigunn eða Knold og Tot eða Míó og Maó eða Æ,æ og Ó,ó. Þetta síðasta kom reyndar frá Sigga Val – því ekki er hann óstríðnari en pabbi hans. Okkur fannst þetta bara allt í lagi. Hann Valur var með þessu að láta okkur vita að hann tók eft- ir okkur og þætti vænt um okkur. Hann og Erna og aðrir for- eldrar í skíðadeild ÍR voru líka undanfarar í skutli barna. Allar helgar var farið með krakkana upp í Hamragil. Valur var for- maður skíðadeildar ÍR í mörg ár og það var í mörg horn að líta. Hann réð erlenda þjálfara, keypti skíðalyftur, flutti inn skíðaskó, skipulagði æfinga- og keppnis- ferðir og lét okkur selja get- raunamiða til fjáröflunar deild- inni – svo fátt eitt sé talið. Hann var líka mótsstjóri á öllum mót- um sem haldin voru í Hamragili og það sem var best við hann; hann hrósaði öllum sem komu í mark fyrir frábæra frammistöðu. Hann var eiginlega alltaf ná- lægt okkur. Hlýr, hress, jákvæð- ur, hvetjandi. Takk fyrir okkur Valur. Góða ferð og við biðjum að heilsa pabba sem var þinn und- anfari yfir í skíðaparadísina sem þið nú gistið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ásmundur Helgason, Gunnar Helgason. Snemma á mánudegi 25. dag nóvembermánaðar barst mér sú óvænta harmafregn að faðir minna nánustu frænda Valur Pálsson væri látinn. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að verða Val samferða í meira en fimm áratugi. Ég var um tíma einhvers konar heima- gangur hjá frændfólki mínu í Álftamýri. Þar fékk ég að njóta gestrisni hans, glettni og góðlátlegrar stríðni auk leiðbeininga um vegi tilverunnar. Valur var höfðingi heim að sækja, veitti gestum sínum at- hygli og áhuga um leið og hann var óhemju fróður um landið og sögurnar sem þar spinnast. Hann lá sjaldan á skoðunum sínum og við vorum ætíð sammála um það sem okkur fór á milli í umræðu- og viðfangsefnum okkar. Hann var framúrskarandi góð- ur frændi og faðir sem sýndi það í orðum og atferli. Aldrei bárust mér styggðaryrði frá honum þrátt fyrir að hafa stöku sinnum verið baldinn og við krakkarnir uppátækjasamir. Valur var kappsamur að upp- lagi og mikill skíðamaður enda ættaður frá Siglufirði. Nutu bæði ÍR og Fram krafta hans við íþróttastarf sitt. Í fótbolta gátum við verið sammála um að vera ósammála, enda bjó hann austan Lækjargötu en ég vestan megin við hana. Valur var mikill og góður fjöl- skyldumaður og gætti vel að börnum sínum og afkomendum enda annálaður uppáhaldsafi þeirra. Hann hefur reynst frænku minni Ernu Maríusdóttur ómet- anlegur lífsförunautur í öllum viðfangsefnum þeirra hjóna. Ég er þakklátur fyrir sam- verustundir okkar og þökk sé honum er ég ríkari fyrir vikið. Ég kveð Val með söknuði og þakklæti í huga og samhryggist hans nánustu sem eiga um sárt að binda um þessar mundir. Magnús Bjarni Baldursson. Mér þótti einstaklega vænt um Val Pálsson sem nú er genginn á vit feðra sinna eftir farsælt og margþætt ævistarf, en hann var faðir eins af mínum bestu vinum. Valur var afskaplega um- hyggjusamur og hafði áhuga á lífi okkar vinanna en líka glettinn og skemmtilega viðræðugóður. Við gátum meira að segja gantast nokkuð og hlegið, bara nokkrum dögum fyrir andlátið, þegar við sátum að spjalli á spítalanum þar sem hann var allt fram á síðasta dag, sjálfum sér líkur í anda. Það munu eflaust margir minnast Vals fyrir ævistarfið, af- rek og sjálfboðaliðastarf á íþróttasviðinu, en fyrir mér voru Valur og Erna einstök þegar kemur að ótrúlega fallegu atlæti og uppeldi yngsta sonarins, Sigga Vals. Því kynntist ég fyrst sem fjöl- skylduvinur og síðar á mínum starfsvettvangi þar sem mér varð enn betur ljóst hversu einstakt þetta var og þau eðalhjón, Valur og Erna, nokkuð á undan sinni samtíð. Slíkt atlæti hefur því mið- ur ekki verið hið eðlilega á öllum tímum en við mannfólkið höfum vonandi þroskast og það kannski ekki síst fyrir tilstilli svona fal- lega hugsandi einstaklinga, eins og þessara heiðurshjóna. Þegar ég nú hugsa um það, þá þótti mér líklega svona vænt um Val Pálsson af því að hann var einstaklega góður maður sem sýndi öllum mikinn kærleik og velvilja. Blessuð sé minning hans. Gunnlaugur Sigfússon. óvitar gera var mér snemma fleygt út af heimavistinni og samstundis fékk ég heimili hjá henni Öldu ömmu, og þótt mér væri boðið að fara aftur á heimavistina langaði mig hvergi annars staðar að vera. Hún ætlaði líka svo sannarlega að sjá til þess að ég útskrifaðist, setti fótinn niður og þá var það ákveðið. Í gegnum þetta mik- ilvæga tímabil fékk ég að halda áfram að þroskast í garðinum hennar. Þar mætti mér alltaf þolinmæði og ást. Sama hversu mikið maður fékk sér í tána, eða stelpur kíktu í heimsókn og alls konar gauragangur, þá hló hún sig máttlausa yfir þeim sögum á meðan við gæddum okkur á heitu kakói og mjólk- urkexi. Öll kvöld við eldhúsborðið, sjaldnast tvö, var rætt um allt milli himins og jarðar. Hún var ofboðslega stolt af öllum börn- um, barnabörnum og barna- barnabörnum og vissi alltaf allt það nýjasta hjá þeim öllum hvar sem þau voru niðurkomin hverju sinni. Hún hafði líkleg- ast heyrt allar þessar sögur margoft áður en var alltaf tilbúin að gefa þér eyra og tíma, sem er það dýrmætasta sem einhver getur gefið þér. Hún gaf allt af sér og var með stærsta hjarta sem hægt er að ímynda sér og hún vökvaði alla af ást sem voru í þessum stóra töfragarði og er það líklega ástæðan fyrir því að það var alltaf fullt heima hjá þeim hjón- um. Þegar maður lítur til baka trúir maður ekki að einhver geti verið svo heppinn að fá hana inn í líf sitt. Ég kallaði hana Öldu ömmu mína því hún hugsaði um mig eins og einn af sínum og ég er viss um að hún horfir niður á okkur öll stolt, af því að hvernig getur þú ekki endað sem algjör snillingur eft- ir að hafa verið í kringum hana! Pétur Kristófer Oddsson. Kæra Alda. Ég grét sáran þegar mér barst fréttin um að þú værir dáin og mér varð hugsað til Oddnýjar Öldu sem er svo langt í burtu. Þegar ég sagði mömmu fréttina sendi hún strax mynd af ostaskeranum sem þú gafst henni þegar þau pabbi komu í heimsókn til Íslands. Ég þekkti ekki ostaskera fyrr en ég kom á Hvalnes og foreldrar mínir ekki fyrr en í júní 2002 við eld- húsborðið á Bárustígnum. Ég hugsa til þín þegar ég nota ostaskerann góða, sem þú mæltir með að ég keypti mér, eða þegar ég drekk bolla af Le- mon Zinger. Þegar mamma spurði hvort ég ætlaði að setja línur á blað þurfti ég að hugsa mig um smástund. Þá mundi ég að fyrsta alvarlega minningin, eft- ir að við hittumst á Hvalnesi í byrjun ágúst 2001, er 11. sept- ember það ár. Þennan dag sat ég fyrir framan sjónvarpið hjá ykkur Agli og horfði á myndirnar frá Bandaríkjunum, en skildi lítið því þær voru svo óraunveruleg- ar og ég skildi auðvitað ekki orð af því sem var sagt en þú reyndir að lýsa patandi fyrir mér hvað hefði gerst. Árið 2005 fékk ég inni hjá ykkur Agli á Bárustígnum í mánuð þegar ég var í verknámi í FNV og af því að ég var með of mikið dót geymdir þú kassa fyrir mig í heilt ár. Þegar við í fjölskyldunni minni tölum um þig ertu alltaf kölluð „amma Sauðárkrókur“ og allir vita við hvern er átt. Ég á erfitt með að kveðja þig og enn erfiðara er það fyrir þá sem áttu þig svo sannarlega að ömmu. Ég færi þeim öllum og fjöl- skyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Janína. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR KJARTANSSON trésmiður, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum mánudaginn 26. október. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 14. desember klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana er útförin lokuð, en streymt verður frá henni á slóðinni: www.sonik.is/reynir María Ólafson Þuríður Reynisdóttir Ágúst Guðmundsson Viðar Reynisson Anna Lilja Másdóttir María, Guðrún, Þuríður og Katla Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Dalsbyggð 15, 210 Garðabær Sími 551 3485 • olip2409@gmail.com Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BREIÐFJÖRÐ GUÐLAUGSSON frá Hellissandi, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, laugardaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 15. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/utforgunnars Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Arndal Sigurðardóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar yndislegu eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, ÖNNU LÓU MARINÓSDÓTTUR, Holtsbúð 22, Garðabæ, sem lést föstudaginn 13. nóvember. Fjölskyldan vill koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks kvennadeildar LSH 21A fyrir ómetanlega umönnun, hlýju og vinsemd. Pálmi Sigurðsson Marinó Pálmason Guðbjörg Erlingsdóttir Steinar Pálmason Sigríður Birgisdóttir Sigurður Pálmason Valdís Harrýsdóttir Lovísa Anna Pálmadóttir börn og barnabörn Hugheilar þakkir til ykkar allra er sýnduð okkur hlýhug og samkennd við andlát og útför okkar ástkæru ÞÓRUNNAR LOVÍSU ÍSLEIFSDÓTTUR, Kelduhvammi 10, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks LSH og líknarteymis HERU fyrir einstaka umönnun Þórunnar. Guð blessi ykkur. Ottó R. Jónsson Arnar Páll Ottósson Hafdís Jónsdóttir Ásta Pálmey Ottósdóttir Arnar Aðalgeirsson Alex Ingi Arnarsson Lovísa Mist Arnarsdóttir Ísleifur Marz Bergsteinsson Andrea Þórðardóttir Gunnar Örn Ísleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.