Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórn DonaldsTrumpsBandaríkja- forseta hefur á skömmum tíma tekist að rjúfa sam- stöðu arabaríkja við Palestínumenn. Síðan í september hefur komist á samband milli Ísraels og Sam- einuðu arabísku furstadæm- anna, Bareins, Súdans og nú síðast Marokkós. Lykillinn að þessum árangri er Íran, sem er sameiginlegur andstæðingur. Áður höfðu aðeins Egyptar og Jórdanar samið frið við Ísr- aela og var ekki talið líklegt að fleiri myndu gera það nema Ísr- aelar gæfu eftir gagnvart Pal- estínumönnum. Sáu fáir fyrir sér að það myndi gerast á með- an Benjamin Netanyahu er við völd í Ísrael. Þetta er verulegur árangur hjá Trump, en hann er ekki án fórna. Sá annmarki er á sam- komulaginu að til þess að ná því fram breyttu Bandaríkjamenn stefnu sinni í málefnum Vestur- Sahara og viðurkenndu yfirráð Marokkós yfir þessari fyrrver- andi nýlendu Spánverja. Má segja að Vestur-Sahara hafi verið notuð sem skiptimynt í valdatafli stórvelda. Vestur-Sahara hefur stund- um verið kölluð síðasta nýlend- an í Afríku. Spánverjar hurfu á braut frá svæðinu árið 1975. Marokkómenn lögðu megnið af landinu undir sig og Máritanía það sem eftir var. Ekki ríkti sátt um þetta og hreyfingin Pol- isario greip til vopna og lýsti yfir stofnun nýs ríkis með stuðningi Als- írs, Kúbu og fleiri. Polisario náði árangri í fyrstu, en gaf svo eftir. Mar- okkómenn reistu mikla varnar- garða úr sandi til að verja sitt yfirráðasvæði og hafa síðan lagt gaddavír og grafið skot- grafir. Garðurinn nær yfir 2.700 km og er talinn eitt stærsta jarðsprengjusvæði heims. Íbúarnir hafa ekki verið teknir neinum vettlingatökum. Mikill stuðningur er við Pal- estínumenn í Marokkó. Saad- Eddine El Othmani, forsætis- ráðherra Marokkós, hefur ver- ið andstæðingur þess að friðmælast við Ísraela, en hef- ur ekki tjáð sig um samkomu- lagið sem konungur landsins gerði í vikunni. Nizar Khair- oun, ráðgjafi hans, fagnaði því hins vegar að Bandaríkjamenn hefðu viðurkennt að „Sahara væri marokkósk“, en bætti við: „Ísrael er hersetuveldi sem rænir Palestínumenn rétti sín- um.“ Þetta eru nokkuð kaldhæðn- isleg ummæli og bera tvískinn- ungi vitni því að hæglega mætti yfirfæra þau á meðferð Mar- okkómanna á íbúum Vestur- Sahara, þótt sjálfstæðisbarátta þeirra og hlutskipti njóti ekki sömu athygli í heimspressunni og Palestínumanna. Marokkó bættist í hóp ríkja sem frið- mælast við Ísrael — Vestur-Sahara skiptimynt í valda- tafli stórvelda} Árangur Trumps Enn barmarPósturinn sér yfir kostnaði við að koma pósti í réttar hendur. Í frétt í Morgunblaðinu í gær kemur þó fram að tap af erlendum sendingum hafi minnkað milli ára. Það er vegna þess að um mitt ár í fyrra fékk Pósturinn heimild til að leggja sérstakt gjald á við- takendur erlendra póstsend- inga vegna þess hvað þær væru dýr póstur í rekstri fyrir- tækisins. Pósturinn var rekinn með 1.164 milljóna króna tapi 2018 og 1.023 milljóna króna tapi í fyrra. Þar af var tapið vegna erlendra sendinga 818 milljónir 2018, en 496 milljónir í fyrra. Af því má ætla að öðru óbreyttu að neytendur hafi í fyrra vegna hinnar sérstöku heimildar greitt rúmar 300 milljónir í gjöld fyrir að taka á móti send- ingum sem þeir voru búnir að borga undir burðargjald. Pósturinn kríaði heimildina út á þeirri forsendu að send- ingar frá Kína væru að setja reksturinn á hlið- ina. Kína væri skil- greint sem alþjóð- legt þróunarríki í alþjóðlegum póst- samningum og af þeim sökum væru póstsendingar þaðan niður- greiddar. Það er kapítuli út af fyrir sig að Kínverjar skuli ekki vilja gefa eftir þróunarríkisstöðu sína. Kínverjar fara mikinn; leita eftir forustu í alþjóðlegum viðskiptum, keppast við að skáka Bandaríkjunum á sem flestum sviðum og hnykla vöðv- ana gagnvart nágrannaríkjum sínum, en vilja um leið fá ölm- usu í alþjóðlegu póstsamstarfi. Það kætir tæplega viðskipta- vini Póstsins að þeir þurfi að borga fyrir að fá að taka á móti sendingum sem þeir eru búnir að borga fyrir að láta senda. Þá hljóta þeir að spyrja sig hvers vegna gjaldið leggist á allar sendingar, fyrst heimildin var veitt út af sendingum frá Kína. Ekki getur verið að öll upp- runalönd sendinga til Íslands séu þróunarríki. Ekki getur verið að öll upprunalönd sendinga til Íslands séu þróunarríki} Dýr póstur B lendnar tilfinningar bærðust í brjósti mér í gær þegar ég sem þingmaður og annar vara- formaður fjárlaganefndar Al- þingis tók þátt í að greiða at- kvæði um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Þessi fjárlög eru nokkurs konar vatnaskil þeirra áskorana sem þjóðin glímir við vegna Covid-19-faraldursins. Tekjur rík- issjóðs eru í frjálsu falli og útgjöldin aukast sem aldrei fyrr. Í haust var gert ráð fyrir að halli á rekstri ríkissjóðs í ár og þess næsta verði hátt í 600 milljarðar króna. Ríkisstjórnin ætlar að mæta þessu með lán- tökum. Vandanum er skotið inn í framtíð- ina. Staðan hefði ekki þurft að verða svona slæm. Allt sem þurfti frá því að veiran tók að flæða um heims- byggðina var að beita hörðustu varnaraðgerðum á landamærunum. Það var ekki gert en þó tókst með samtakamætti okkar allra að vinna bug á fyrstu árásahrinu veirunnar. Þá var sú óútskýranlega ákvörðun tekin að yfirgefa varnarstöðuna og hefja innflutning veirunnar á ný. Afleiðingarnar skelfilegar og hafa nú þegar kostað 18 einstaklinga lífið. Við bú- um á eyju þar sem stjórnvöldum er í lófa lagið að hafa fullkomna stjórn á landamærunum. Þeim átti, og á enn, að halda lokuðum nema fyrir nauðsynlegri um- ferð og þá undir ströngustu sóttvörnum og eftirliti. Ef þeirri stefnu hefði verið fylgt lifði þjóðin í veirulausu landi núna. Önnum kaf- in við að njóta aðventunnar. Fara út að versla, borða, í leikhús, ræktina, á tónleika og bara allt til að njóta samveru við ætt- ingja og vini. Við hefðum sjálf fleytt hag- kerfinu áfram á meðan við biðum bóluefnis. Í staðinn stöndum við andspænis vafa- sömu Íslandsmeti í hallarekstri þjóðarbús- ins. Vegna dýrkeyptra mistaka leiðir nú haltur blindan í hagkerfi þar sem miklar hömlur eru á athafnafrelsi fólks. Úr því sem komið er geri ég ekki at- hugasemdir við lántökur ríkissjóðs til að fleyta okkur gegnum kófið. Ég tel hins vegar forgangsröðun fjármuna ranga. Það á alltaf að setja fólkið í fyrsta sæti. Þessi ríkisstjórn gerir það hins vegar alls ekki, og sýndi það svo ekki verður á móti mælt, þegar hún felldi hverja einustu breytingatillögu mína við fjárlögin. Í kreppu er ekki verið að bjarga fátæku fólki frá því að sökkva enn dýpra í örbirgðarfenið. Mér þykir t.d. þungbært að vita að stjórnin vill gefa minkum mat fyrir 160 millj- ónir á sama tíma og fátækt fólk skal búa við örvingl- an. Það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti. Trölli stelur jólunum í boði ríkisstjórnarinnar. Inga Sæland Pistill Trölli stelur jólunum Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Torfhúsin eru einstakarminjar en á hröðu und-anhaldi fyrir tímans tönn,“segir Sigríður Sigurð- ardóttir, aðjunkt við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. „Lykillinn að varðveislu þeirra, eins og annarra húsa, er viðhald. Það þarf þó að vera tíðara en annarra húsa.“ Sigríður hefur nýlokið ritun þriggja skýrslna um rannsókn sem hún gerði á torfhúsum og ferðaþjón- ustu. Tilgangurinn var að kanna hvort hægt sé að nota torfhús mark- visst í ferðaþjónustu og kanna áhuga Íslendinga á að varðveita þessi hús. „Íslendingar vilja að við höldum við öllum þessum húsum, ekki bara stóru bæjunum. Það þýðir að við verðum að viðhalda handverkinu og þekkingunni ef við ætlum að halda torfhúsunum. Ef ferðaþjónustan sér möguleika í að nota torfhús í aukn- um mæli þá mun það koma hand- verkinu til góða og fjölga verkefn- unum,“ segir Sigríður. Hún telur að torfhús sem standa uppi að öllu leyti eða hluta séu talin í tugum ef ekki hundruðum. „Íslensku torfhúsin eru einstök og hafa þróast öðruvísi en maður sér víða í „torfhúsabeltinu“. Það nær hringinn í kringum jörðina nyrst í tempraða beltinu,“ segir Sigríður. Almennt eru torfhús horfin eða að hverfa á þessu svæði. Hús lík ís- lensku gangabæjunum, þar sem er innangengt í öll hús, voru t.d. til í Finnlandi. Veðráttan og skortur á byggingarefni urðu til þess að torf- húsin voru notuð lengur hér en ann- ars staðar. Góð einangrun olli því að þau reyndust mjög vel, ekki síst fyr- ir búpening. Sigríður segir að t.d. Skotar vilji endurreisa torfhús og komi hingað til að læra hvernig á að hlaða úr torfi og grjóti. Jarðvegshús voru líka notuð fyrir fólk og búpen- ing t.d. í Kanada og Alaska. Torfhús og ferðaþjónusta Viðhorf til nytja- og minjagildis torfbygginga er heiti fyrstu skýrsl- unnar. Þar segir að vaxandi fjöldi ferðamanna sæki í menningar- tengda afþreyingu, þar á meðal að skoða gömul hús. Nokkrir stórir torfbæir í húsasafni Þjóðminjasafns- ins eru m.a. opnir gestum. „Gamlar torfbyggingar eru „sögulegar menningarminjar“, sem vitna um verk- og siðmenningu kynslóðanna sem á undan okkur gengu og þróun bygginga. Því fleiri sem hverfa því dýrmætari verða þær sem eftir standa,“ segir í formála. Rannsóknin sýndi að íslenskir og erlendir ferðamenn mátu það mikils að geta skoðað torfhús og fengið þannig innsýn í byggingararf og hversdagslíf þjóðarinnar fyrr á öldum. Landsmenn virtust almennt vera hlynntir því að torfhúsaarfinum yrði viðhaldið og hann nýttur í ferða- þjónustu. Önnur skýrslan heitir Torf- byggingar í ferðaþjónustu, viðhorf og hugmyndir. Þar kemur fram að fólk er hlynnt viðhaldi þjóðlegra bygginga, eins og torfhúsa, og að nýta þær eins og kostur er í ferða- þjónustu. M.a. var bent á að bæta mætti aðgengi fyrir alla að torfhús- unum. Heiti þriðju skýrslunnar er Gestir meta torfbæi. Hún byggist á svörum gesta sem heimsóttu torfbæi í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Þeir mátu torfbæina mikils og gáfu þeim mjög háar einkunnir. Sögðu þá gefa einstaka innsýn í byggingararf og hversdagslíf þjóðarinnar fyrr á öldum. „Ánægja og áhugi bæj- argesta í Nýjabæ, Glaumbæ, Lauf- ási, Grenjaðarstað og á Keldum eru glögg merki um mikilvægi torfbæj- anna og annarra torfhúsa sem tengj- ast menningartengri ferðaþjón- ustu,“ segir í ágripi skýrslunnar. Bjargar ferðaþjón- usta torfbæjunum? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grenjaðarstaður Gamlir torfbæir eru margir hluti af minjasöfnum og opnir gestum. Þeir sýna gamla byggingarhefð og líf fólks á öldum áður. Byggðarann- sóknasjóður veitti árið 2019 styrk til rannsóknar á torfbygg- ingum og við- horfum til þeirra. Mark- miðið var að sýna hvaða sess torf- húsin hafa í fræðslu, ferðaþjón- ustu og í minjavernd. Einnig hver vilji Íslendinga er til að vernda þau og hvaða tilgangi þau ættu að þjóna. Sigríður Sig- urðardóttir, aðjunkt við ferða- máladeild Háskólans á Hólum, stýrði rannsókninni og hefur skrifað þrjár skýrslur um hana. Rannsóknin var gerð í sam- vinnu ferðamáladeildar Háskól- ans á Hólum, Minjastofnunar Ís- lands, Þjóðminjasafns Íslands, Byggðasafns Skagfirðinga, Menningarmiðstöðvar Þing- eyinga og Rannsóknarmið- stöðvar ferðamála. Viðhorf til torfhúsa RANNSÓKN Sigríður Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.