Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 64
„14 stöðvar, sjálfsmynd sem …“ er heiti sýningar Helga Þorgils Friðjónssonar sem verður opnuð í Gallerí Göng- um við Háteigskirkju í dag, laugardag, klukkan 14 til 17. Í verkunum á sýningunni vinnur Helgi með þá kunnu hefð, sem víða má líta í kirkjum úti um löndin, að mála myndir af Kristi með krossinn á 14 „stöðvum“ á leið til krossfestingar. Vísar Helgi í verkunum í verk ýmissa forvera sinna úr listasögunni, „eftir fræga og minna fræga listamenn, og set sjálfsmynd í kristsmyndina“, segir hann. Verkin málaði hann á síðustu sex árum. Málaði og sýnir 14 myndir af Kristi með kross eftir myndum annarra eða til útlanda, en veruleikinn hafi yfirleitt verið annar. „Mér vitanlega fór enginn frá Seyðisfirði til þess að læra að dansa,“ segir Kristín. Vill þó ekkert fullyrða neitt um það. Við lesturinn er eins og maður sé hluti sögunnar, því sviðið kemur beint í æð. Kristín segir að í æsku hafi hún leikið sér í hermanna- birgjum neðanjarðar í hlíðinni og ímyndað sér að hún væri í miðju kúlnaregninu. „Við krakkarnir hugs- uðum mikið um hvernig þetta hefði verið og lékum allskonar stríðsleiki.“ Samskipti persóna eru almennt á góðu nótunum og ást og kærleikur svífa yfir vötnum ásamt vonum og þrám fjarri limlestingum og dauðs- föllum. „Meiningin var aldrei að gera söguna að blóðugum hildarleik, sem stríð er í raun,“ segir Kristín. Fólk hafi að mestu sloppið með skrekkinn. Upp hafi komið alvarleg óhöpp og vissulega hefði illa getað farið ef Þjóðverjum hefði tekist ætl- unarverkið, að sprengja olíubirgða- skipið El Grillo í loft upp. „En það var eins og verndarhendi væri haldið yfir fólki.“ Góð samskipti heimamanna og hermanna skína í gegn. Kristín seg- ist enda ekki hafa heyrt annað og í mörgum tilfellum hafi kynnin haldist lengi eftir að stríðinu lauk. „Þetta voru að hluta til falleg sambönd. Mér hefur oft fundist vera svo mikið lagt upp úr „ástandinu“ á Íslandi og það er hvimleitt, því stríðið var ástand og hermennirnir komu til landsins vegna þess ástands.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stríði fylgja hörmungar og ótti en Kristín Steinsdóttir rithöfundur sýnir aðra og vinalegri hlið frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar og áhrif stríðsins á fólk á Seyðisfirði í skáld- sögunni Yfir bænum heima, sem Vaka-Helgafell gefur út. „Þetta er mín heimabyggð og mig langaði að gera þessum tíma skil,“ segir Kristín um bókina. Hún fæddist ári eftir að seinni heims- styrjöldinni lauk og segir að sögur frá hernáminu hafi lengi verið ofarlega í huga fólks. Ýmislegt hafi verið skrifað um lífið og tilveruna á þessum árum en hún hafi viljað setja saman bók í skáldsöguformi um tímabilið. „Sem barn og unglingur heyrði ég svo margt um þennan tíma enda var stutt um liðið og allt svo ljóslifandi fyrir fólki,“ segir hún og bætir við að auk þess að hafa byggt vinnuna á sögum og frásögnum hafi hún kynnt sér vel heimildir meðfram skrif- unum. „Samt er þetta ekki heim- ildaskáldsaga,“ áréttar hún. „Mig langaði að skrifa fallega sögu um venjulegt fólk á ákaflega óvenju- legum tíma, hvernig það lifði af,“ heldur hún áfram og bætir við að persónurnar séu sköpun hennar. „Þær eiga sér ekki beinar fyrir- myndir en sumar urðu til úr mörg- um einstaklingum.“ Verndarhönd yfir fólki Sagan er hugljúf, greinir frá lífinu í kaupstaðnum og hverfist að miklu leyti um eina fjölskyldu, þar sem ættmóðirin Rúna, Sigrún Magnea Ólafsdóttir, er í aðalhlutverki. „Rúna kom fyrst til mín og hún er þungamiðjan,“ segir Kristín. „Hún er með ákveðna drætti frá ákveðnu fólki en frá fleiri en einum og fleiri en tveimur rétt eins og Ásta er sam- sett úr nokkrum stúlkum.“ Ásta, dóttir Rúnu og Snjólfs, er ákveðin ung stúlka og veit hvað hún vill en ekki verður á allt kosið. Krist- ín segir að margir hafi átt sér þann draum að fara í burtu, ýmist suður Stríðið var ástand  Falleg saga Kristínar um venjulegt fólk á óvenjulegum tíma Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rithöfundur Kristín Steinsdóttir er að vonum ánægð með nýju bókina. Jólalögin eru far in að hljóma í útvarpin u! Jólaútvarpsstöðin JólaRetró er komin í loftið á FM 89.5 á höfuðborgarsvæðinu, FM 101.9 á Akureyri og á netinu inn á jolaretro.is. Við spilum bara bestu jólalögin allan sólarhinginn fram að jólum. Reynsluboltinn Bjarni Ara snýr aftur í útvarp á JólaRetró og sér um jólastemninguna síðdegis, alla virka daga frá 14 til 18. Stilltu á JólaRetró og fáðu jólagleðina beint í æð. Virka dag a 14 - 18 FM 89, 5 FM 101 ,9 (Aku reyri) OG Á JOL ARE TRO .ISLAUGARDAGUR 12. DESEMBER 347. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Mig langar fyrst og fremst að verða betri fótboltakona og mig langar að gera ýmislegt eftir þetta skref. Ég ætla mér að ná langt í fótboltanum og þetta skref er bara hluti af því markmiði,“ segir Hlín Eiríksdóttir, landsliðskonan unga úr Val, sem hefur skrifað undir at- vinnusamning í Svíþjóð og spilar því í einni af sterkari deildum heims á komandi ári. »53 Þetta skref er bara hluti af markmiðinu ÍÞRÓTTIR MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.