Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Gerbreyting hefur orðið hér í sveit-
unum á gestagangi sökum fólks-
fæðar. Hér áður voru samskipti
fólks mikil frá degi til dags og mikið
um heimsóknir. Að fara á næstu bæi
og heimsækja nágranna átti heil-
mikinn þátt í menningu fólks og það
lífgaði mjög mikið upp á samfélagið.
Gestrisni var fólki í blóð borin,
þannig að alls staðar voru góðar við-
tökur og ég á góðar minningar sem
fylgja því. Í dag er ys og þys á öllu,
mikil hreyfing, og fólk fer ekki í
heimsóknir með sama hætti og var
þegar ég var ungur að árum. Þá
kom fólk gangandi milli bæja, kon-
urnar með prjónana sína í hönd-
unum og fólk gaf sér góðan tíma til
að spjalla. Venja var að húsmóðirin
fylgdi gesti sínum á götu, allt að
hálfa bæjarleið. Þetta er geysileg
breyting og heimilin gegndu þá líka
afskaplega mikilsverðu hlutverki í
gestaþjónustu, því hótel og gisti-
staðir þar sem tekin var greiðsla
fyrir gistingu eða mat, fyrirfundust
varla á þeim árum,“ segir Þórður
Tómasson, þegar hann er spurður
að því hvað honum finnist helst hafa
breyst í tengslum við gestakomur,
þegar hann horfir til baka svo langt
aftur í tímann sem raun ber vitni, en
Þórður er 99 ára og ólst því upp í
gamalgrónu bændasamfélagi, nánar
tiltekið í Holtshverfi undir Eyja-
fjöllum. Þórður sendi nýlega frá sér
bók sem ber titilinn Hér er kominn
gestur, en hún er um gesti og gang-
andi í aldanna rás. Eins og alþjóð
veit er Þórður fyrrverandi safn-
stjóri Byggðasafnsins í Skógum, og
býr hann yfir hafsjó af fróðleik auk
þess sem hann hefur safnað saman
heimildum um forna þjóðhætti ára-
tugum saman. Á bókarkápu kemur
fram að Þórður segi m.a. frá ferða-
lögum og gestakomum, hann fjalli
um ferðabúnað, ferðahætti, þjóðtrú
og þjóðhætti er snertu ferðir fólks.
Gestrisni var mikils metin fyrrum
enda oft um líf og dauða að tefla fyr-
ir ferðamanninn. Aðstæður voru þó
eðlilega misjafnar þar sem knúið
var dyra. Þórður lýsir viðtökum,
jafnvel hjúkrun gesta, ekki síst þeg-
ar ferðamenn komu hraktir og kald-
ir, stundum nær dauða en lífi, í gisti-
staði.
Jafn vel tekið á móti forsætis-
ráðherra og förukonunni
Þóður minnist sérstaklega í upp-
hafi bókar verðugs fulltrúa gest-
risni, Þorgerðar Hróbjartsdóttur
(1881-1957), húsfreyju í Mið-Grund
undir Eyjafjöllum.
„Hún var mjög góður fulltrúi fyr-
ir þetta fólk og frábær að gestrisni,
ég minnist þess. Ég var heimagang-
ur hjá henni og mér var alltaf tekið
með mikilli ástúð. Þorgerður þekkti
vel frá sinni æsku að gert var upp á
milli fólks, sem var þá dálítið mikið
um í þjóðfélaginu og börn jafnvel
höfð útundan. Hún hét því þá að ef
fyrir henni lægi að ráða húsum með
bærilegum efnum, að veita vel, og
hún gerði það,“ segir Þórður og
bætir við að í hans bernsku hafi það
verið alveg sjálfsögð regla að börn
fengju bita í lófa, þar sem þau komu
sem gestir. Þegar Þórður er spurð-
ur að því hvort ólíkt hafi verið tekið
á móti fólki, eftir því hvort
embættismenn eða almúgafólk bar
að garði, segir hann að vissulega
hafi verið lögð meiri virðing á hina
hærra settu.
„Samt sem áður voru dæmi um
annað, eins og með heimilið í
Varmahlíð undir Eyjafjöllum, en
þar var jafn vel tekið á móti for-
sætisráðherra landsins og förukon-
unni, þegar þau bar að garði. Eng-
inn mannamunur var gerður þar í
viðtökum. Sjálfsagt hefur þetta þó
verið mismunandi eftir heimilum.“
Vínlykt í húsi gat boðað
drykkjumann fyrir gest
Í bók Þórðar er skemmtilegur
kafli um fylgjur og fyrirboða gesta,
sem ýmist voru í mannsmynd eða
skepnu. Þar bregður til dæmis fyrir
mórauðum hundi sem ávallt gerði
vart við sig á undan stúlkunni sem
hann fylgdi. Margir hundar voru
líka skyggnir á við menn og gesta-
gelt var þekkt fyrirbæri. Einnig
fann fólk oft á sér að gestur væri að
koma, ýmist í svefni eða vöku, og
vínlykt í húsi gat boðað drykkju-
mann fyrir gest. Þórður segir í bók
sinni líka frá eigin fylgju, sem fólk
varð vart við áður en hann kom á
bæ. En heldur Þórður að þetta sé
horfið, að fólk finni fyrir fylgjum og
lesi í fyrirboða gesta?
„Ég held að hún hafi kannski ekki
þurrkast út, þessi tilfinning að það
sé eitthvað ákveðið sem fylgi hverj-
um manni, en það var miklu meira
áberandi í þjóðlífinu hér áður fyrr,
þessi hugsun að hver einasti maður
ætti fylgju sem gerði vart við sig
áður en hann kom í heimsókn. En
það hefur að miklu leyti þurrkast út,
eins og margt annað í þjóðtrú Ís-
lendinga og menningu, þar með tal-
in huldufólkstrúin.“
Sagnafólk fór á milli bæja
Sá siður eða landsvenja á Íslandi
að þjóna gesti til sængur fólst í því
að draga buxur og sokka af gestum
áður en þeir lögðust til hvílu. Ein-
ungis karlkyns gestir fengu þessa
þjónustu sem stúlkur eða konur
inntu af hendi.
„Sá siður var fallinn niður fyrir
mína daga, það hjarir kannski að-
eins fram um aldamótin 1900. Ný
menning hefur yfirtekið allt. Eitt af
því sem er horfið er það sem kallað
var vökuvinna gesta sem gistu
kannski yfir nótt á heimili þar sem
þeir komu í heimsókn. Í gamla daga
þótti vökuvinna gesta alveg sjálf-
sögð, „áttu ekki eitthvað handa mér
til að halda á,“ sagði gesturinn
kannski eða þá að húsmóðirin kom
með eitthvert verkefni handa hon-
um, að þæfa sokka, prjóna eða
kemba.“
Heimilisfólk þyrsti í fréttir þegar
gest bar að garði og fagnaði ef góð-
ur kvæðamaður baðst gistingar.
Einnig voru sagnagestir vel þegnir,
þeir báru ljós í hús með frásagn-
arlist sinni.
„Foreldrar mínir ólust bæði upp
við þetta, þau sátu undir sagna-
skemmtun sagnakonu einnar úr
Fljótshlíð, Steinunnar Gísladóttur
frá Arngeirsstöðum, sem fór með
Eyjafjöllum á hverju ári. Hún var
ótæmandi sagnabrunnur og sagði
sögur hvar sem hún kom. Þetta fólk
gengdi mjög merkilegu hlutverki,
en slíkt fólk hvarf úr sögunni upp úr
aldamótunum 1900.“
En hvers saknar Þórður mest af
þessum gömlu siðum sem tengjast
gestakomum og gestrisni, sem hann
kynntist og ekki lifa lengur?
„Ég sakna mest þeirrar ákveðnu
umgengni sem var á milli bæjanna í
sveitinni, rólegheitin sem voru yfir
mannlífinu. Fólkið gaf sér tíma til
að heimsækja nágranna sína og
spjalla, það lífgaði mjög mikið upp á
samfélagið. Þess sakna ég.“
Gestrisni var fólki í blóð borin
„Alls staðar voru góðar viðtökur og ég á góðar minningar sem fylgja því. Í dag er ys og þys á öllu,“
segir Þórður í Skógum sem sendir frá sér bók um gesti og gangandi í aldanna rás á Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þórður Hann á aðeins eitt ár í að verða aldargamall og er svo gæfusamur að búa yfir fullu starfsþreki og situr við alla daga og skrifar, eys af brunni sínum.
Að eiga eitthvað í staupinu, til að
hressa á kærkomna gesti, var
metnaður margra bænda. Legillinn,
sem fór fullur af blöndu í kaup-
staðarferðina, kom allajafna heim
fullur af brennivíni og brennivín var
flutt heim í stærri ílátum, kúti eða
ankeri. Eyjólfi Guðmundssyni á
Hvoli segist svo frá í bókinni Afi og
amma um heimilishætti í Eyjar-
hólum í Mýrdal um og eftir miðja
19. öld: „Á lestum, hvort heldur var
haust eða vor, fluttu bændur að sér
vín með öðrum nauðsynjavörum, þá
oftast í góðri tíð slegið saman og
sent út á Eyrarbakka fyrir jólin að
sækja jólapelann. Voru þá keypt
spil, romm og spritt, sykur, rúsínur
og kaffi. Stundum keyptu lausa-
menn þetta og seldu svo þegar
heim kom. Helstu góðgerðir voru
innsveitis brennivínsstaup og há-
karl eða hangikjötsbiti. Í Eyjar-
hólum stóð mikil trékista í stof-
unni, rammlæst og vönduð, þar
voru geymdar góðgerðirnar og létti
brúnina á gestum þegar Ólafur lyfti
upp kistulokinu.“
„Vín skal til vinar drekka“
BROT ÚR BÓK ÞÓRÐAR, HÉR ER KOMINN GESTUR
Ljósmynd/Guðrún Tómasdóttir
Kátir Faðir bókarhöfundar, Tómas Þórðarson, gefur gesti, Sigurði Þórðarsyni, út í bollann.