Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
FELLA- og Hólakirkja | Þriðji sunnudagur í
aðventu. Aðventusamvera í streymi á face-
booksíðu kirkjunnar. Sr. Pétur Ragnhildarson,
Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Karlar úr
kirkjuhópnum syngja. Bænastund er streymt
alla þriðjudaga kl. 12
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 13.
desember verður í boði altarisganga í kirkjunni
kl. 11, 12, 13 og 14. Skráning fer fram í síma
587 9070 eða á netfanginu grafarvogs-
kirkja@grafarvogskirkja.is. Fjöldi í hverjum hópi
fer eftir samkomutakmörkunum þennan dag
og vel verður gætt að öllum sóttvörnum. Þátt-
takendur eru beðnir að koma með eigin bolla
eða glas.
GRENSÁSKIRKJA | Aðventustund helg-
arinnar er send út á facebooksíðum Grensás-
kirkju og Bústaðakirkju ásamt YouTube-rásinni
Fossvogsprestakall. Daníel Ágúst Gautason
djákni, Ásta Haraldsdóttir organisti og félagar
úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða stundina
ásamt sr. Maríu Guðrúnar Ágústsdóttur. Að-
ventustund barnanna er á sömu miðlum
ásamt kyrrðarstund í þriðjudagshádegi og nú-
vitundarstund síðdegis á fimmtudegi.
KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund verður
streymt á facebooksíðu Kópavogskirkju kl. 11
á sunnudag. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hér-
aðsprestur hefur umsjón með stundinni og leik-
ur tónlist ásamt Sigurði Júlíusi Grétarssyni.
Vakin er athygli á morgunstund á aðventu á
sama miðli alla virka daga í umsjá presta,
djákna og kórs Kópavogskirkju.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í
streymi á facebooksíðu Seltjarnarneskirkju kl.
11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik
Vignir Stefánsson er organisti. Ólöf Ingólfs-
dóttir syngur. Gunnlaugur A. Jónsson og Erna
Kolbeins lesa ritningarlestra. Dóra Einarsdóttir
les bænir. Tæknimaður er Sveinn Bjarki Tóm-
asson. Bænastund í streymi á facebooksíðu
Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 16. desem-
ber kl. 12.
ORÐ DAGSINS: Nýtt
boðorð gef ég yður
(Jóh. 13.34)
Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Kirkjan á Grund í Eyjafirði.
Samkvæmt stjórn-
arskrá lýðveldisins Ís-
lands er dómsvald á
Íslandi einn hluti þrí-
greiningar ríkisvalds-
ins. Í lögum um dóm-
stóla fer Hæstiréttur
með æðsta dómsvald í
landinu. Neðri dóm-
stig eru Landsréttur
og síðan héraðsdóm-
stólarnir. Undir fram-
kvæmdavaldinu er svo fjöldi úr-
skurðarnefnda. Það skapar
réttaröryggi fyrir landsmenn sem
þurfa að leita atbeina stjórnsýslu
og/eða réttarkerfisins vegna hags-
muna sinna, svo og lögmenn
þeirra, að vita hver leiðin er
hverju sinni, þótt enginn geti með
fullri vissu vitað hver niðurstaðan
verður í hverju máli. Á Íslandi
hefur ekki tíðkast að starfandi sé
sérstakur stjórnlagadómstóll, sem
hefur eftirlit með því að löggjaf-
arvaldið og framkvæmdavaldið
fylgi ákvæðum stjórnarskrárinnar,
þar á meðal um skipan dómsvals-
ins, heldur hefur það hlutverk ver-
ið í höndum hinna almennu dóm-
stóla. Með lögum nr. 62/1994 var
Mannréttindasáttmála Evrópu
veitt lagagildi hér á
landi, en samkvæmt 2.
gr. laganna eru úr-
lausnir dómstólsins
ekki bindandi að
landsrétti. Það helgast
af fullveldi íslenska
ríkisins. Hvergi í téð-
um lögum, né í sjálfum
sáttmálanum, er að
finna vísbendingar um
annað en að Mannrétt-
indadómstól Evrópu
sé dómstóll sem tekur
afstöðu til þess hvort
brotin hafi verið mannréttindi í
einstökum málum. Dómstóllinn
hefur enga heimild til afskipta af
löggjöf eða stjórnsýslu íslenska
ríkisins. Úrræði Mannréttinda-
dómstólsins sé brotið gegn mann-
réttindum er að kveða á um „sann-
gjarnar bætur“ til þeirra
einstaklinga sem sæta mannrétt-
indabrotum í einstökum málum, en
ekki að hrinda niðurstöðu íslenskra
dómstóla.
Stjórnlagadómstóll?
Nú bregður svo við að Mannrétt-
indadómstóllinn hefur dæmt ís-
lenska ríkið brotlegt í máli sem
ráðið var til lykta á öllum dóm-
stigum landsins. Hæstiréttur kvað
upp síðasta orðið í málinu á þá leið,
að ekki hefði verið brotið á mann-
réttindum dómfellda í málinu, þótt
ýmislegt annað hafi sætt ákúrum
eins og hvernig staðið var að skip-
an dómara við Landsrétt. Í dómi
Mannréttindadómstólsins er þessi
niðurstaða staðfest, en jafnframt
komist að því, umfram íslenska
dómstóla, að þeir dómarar sem
voru skipaðir í Landsrétt hafi ekki
verið löglegir dómarar vegna þess
að Alþingi og dómsmálaráðherra
hafi ekki farið að lögum við skipan
þeirra og því hafi verið brotið
gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála
Evrópu. Mannréttindi sakborn-
ingsins virðast þó hafa verið virt í
hvívetna. Meira að segja fer dóm-
urinn varfærnislega inn á þau
sjónarmið að þetta þurfi ekki að
hafa áhrif á önnur mál sem dæmd
voru af umræddum dómurum við
Landsrétt. Með öðrum orðum, þá
horfir Mannréttindadómstóllinn í
málsmeðferðarreglur og stjórn-
sýslureglur er varða skipan dóm-
aranna, og tekur þá afstöðu að Al-
þingi og þáverandi
dómsmálaráðherra hafi staðið
ranglega að skipan þeirra. Mann-
réttindadómstóllinn telur að dóms-
málaráðherra hafi ekki rökstutt
nægilega hvers vegna aðrir dóm-
arar urðu fyrir valinu en þeir sem
hæfisnefndin taldi heppilegasta.
Þetta verður að teljast ótrúleg
niðurstaða, þar sem hæfisnefndin
hefur ekki fengið úthlutað neitt
vald að lögum til þess að skipa
dómara, heldur eingöngu að koma
með tillögu að því hverjir séu
heppilegastir. Þótt það væri látið
liggja milli hluta, þá verður að
hafa hugfast að þessi skipun hafði
ekki þau áhrif að sakborningurinn
í málinu sætti mannréttindabroti.
Við þetta verða menn að velta upp
þeirri spurningu hvort dómstóllinn
sé að setja sig í sæti stjórnlaga-
dómstóls með afar víðtækri túlkun
á 6. gr. Mannréttindasáttmálans,
og láta ákvæðið ná yfir máls-
meðferð þings og ráðherra, án
þess að sýnt sé fram á mannrétt-
indabrot. Líkt og fyrr greinir, þá
hefur sérstakur stjórnlagadómstóll
aldrei verið settur á stofn hér á
landi. Íslenska þjóðin hefur heldur
aldrei falið erlendri stofnun hlut-
verk stjórnlagadómstóls. Dóm-
stólar landsins hafa haft síðasta
orðið í þeim efnum. Þjóðin hefur
ekki heldur falið erlendri stofnun
að fylgjast með brotum á reglu-
verki stjórnsýsluréttarins, heldur
hefur umboðsmanni Alþingis,
stjórnsýslunefndum og, eftir atvik-
um, dómstólum verið falið það
hlutverk. Vilji menn hins vegar
fela erlendum stofnunum eftirlits-
vald stjórnlagadómstóls eða
stjórnsýslueftirlits, þá þarf sér-
staka heimild til þess. Slíka heim-
ild er ekki að finna í stjórnskipun
landsins, hvorki í núgildandi
stjórnarskrá né drögum stjórn-
lagaráðs um nýja stjórnarskrá. Á
meðan svo er ekki geta stjórn-
málamenn, dómarar og lögmenn
ekki látið eins og dómur Mann-
réttindadómstólsins hafi lagalegt
gildi á Íslandi. Þvert á móti verður
að skora á stjórnvöld að hafna nið-
urstöðunni á grundvelli 2. gr.
Mannréttindasáttmálans, þar til
fagleg umræða um mögulega nýtt
hlutverk Mannréttindadómstóls
Evrópu hefur farið fram, eða hvort
sjálftaka hans á því hlutverki sé
réttlætanleg.
Mannréttindadómstóll Evrópu – stjórnlagadómstóll?
Eftir Gísla Kr.
Björnsson » Íslenska þjóðin hefur
heldur aldrei falið
erlendri stofnun hlut-
verk stjórnlaga-
dómstóls. Dómstólar
landsins hafa haft síð-
asta orðið í þeim efnum.
Gísli Kr. Björnsson
Höfundur er lögmaður.
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Efnahagsleg áhrif
kórónuveirunnar teygja
anga sína víða og ljóst
er að ríki og sveitar-
félög munu standa
frammi fyrir tals-
verðum áskorunum
vegna þess. Á þessum
umbrotatímum er
einkar nauðsynlegt að
takmörkuðum fjár-
munum sé varið í arð-
bærar fjárfestingar og að skuldasöfn-
un ríkis og sveitarfélaga reynist ekki
ósjálfbær þegar fram í sækir. Til þess
að mæta efnahagslegum áhrifum far-
sóttarinnar og ekki síður uppsafnaðri
fjárfestingaþörf í innviðum hafa
stjórnvöld áformað að ráðast í auknar
innviðafjárfestingar. Með arðbærni
að leiðarljósi stuðla innviðafjárfest-
ingar almennt að vexti í framleiðni og
auka framleiðslugetu þjóðarbúsins,
sem hvort tveggja í senn eykur hag-
vöxt og gerir hann sjálfbærari. Fjár-
festingarnar eru þannig þarft mót-
vægi við núverandi samdrátt.
Nú, rúmum áratug frá síðustu fjár-
málakreppu, nemur uppsöfnuð fjár-
festingaþörf í innviðum hundruðum
milljarða króna. Í kjölfar banka-
hrunsins dró verulega
úr innviðafjárfestingum
og erum við enn að bíta
úr nálinni með það. Það
er því fagnaðarefni að
stefnt sé að aukinni inn-
viðafjárfestingu en ekki
er úr vegi að velta því
fyrir sér hvort tiltekin
aukning mæti uppsafn-
aðri þörf. Samkvæmt
nýlegu mati Samtaka
iðnaðarins munu fyrr-
greind áform stjórn-
valda ekki mæta þeirri
brýnu þörf sem við
blasir og því er útlit fyrir að enn muni
standa eftir veruleg uppsöfnuð fjár-
festingaþörf.
Auknar innviðafjárfestingar í
formi samvinnuverkefna
Uppsöfnuð fjárfestingaþörf getur
verið dragbítur á hagvöxt en veik inn-
viðafjárfesting grefur undan sam-
keppnishæfni þjóða. Nú þegar harðn-
ar á dalnum er hætta á að innviða-
fjárfestingar líði fyrir fjárhagslegar
hömlur líkt og á árunum eftir fjár-
málahrunið. Slíkt getur leitt af sér
hnignun í hagkerfinu í stað þess að
endurheimta hagvöxt, en að því sögðu
má ætla að auknar innviðafjárfest-
ingar séu hornsteinn langtíma-
hagvaxtar.
Til að sporna við því að innviðir sitji
á hakanum vegna þröngrar stöðu rík-
is og sveitarfélaga mætti stuðla að
auknum samvinnuverkefnum (e.
public-private partnership) hins opin-
bera og einkaaðila. Í raun hafa mynd-
ast kjöraðstæður til slíks samstarfs
þar sem nú kreppir verulega að, upp-
söfnuð fjárfestingaþörf er mikil, halli
á rekstri ríkissjóðs er meiri en
nokkru sinni áður og atvinnuleysi er í
hæstu hæðum. Þetta kemur heim og
saman við greiningar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, en þær kveða á um já-
kvæð áhrif innviðafjárfestinga í lág-
vaxtaumhverfi á samdráttarskeiðum.
Að mati sjóðsins koma fjárfesting-
arnar til með að auka eftirspurn í
hagkerfinu og skapa jarðveg fyrir ný
störf.
Reykjavíkurborg hefur til dæmis
brugðist við yfirstandandi samdrætti
og kynnt viðbragðsáætlun en fjár-
festingar til næstu þriggja ára hljóða
upp á 175 milljarða króna. Þá er vert
að velta fyrir sér hvort mögulegt sé
að ráðast í samvinnuverkefni einka-
aðila og hins opinbera, einkum borg-
arinnar, við hluta fyrirhugaðrar upp-
byggingar. Reykjavíkurborg hefur í
hyggju metnaðarfullar fjárfestingar
en á sama tíma er mikill halli á rekstri
borgarinnar og því fullt tilefni til að fá
aðra að borðinu. Samstarfið gæti gert
hinu opinbera kleift að mæta upp-
safnaðri fjárfestingaþörf, en um leið
skapa störf á sjálfbæran hátt sam-
hliða aukinni verðmætasköpun. Með
samstarfi væri mögulegt að flýta upp-
byggingu þjóðhagslega arðbærra
verkefna, t.a.m. í samgöngum á höf-
uðborgarsvæðinu. Þá verkar sam-
starfið á sama tíma sem mjög þarft
bóluefni við þeirri kreppu sem nú
dynur yfir.
Ágæti samvinnuverkefna
Markmið samvinnuverkefna er að
nýta samlegðaráhrif hins opinbera og
einkaaðila þar sem þeir síðarnefndu
sjá yfirleitt um framkvæmd, rekstur
og viðhald á viðkomandi verkefni.
Stuðlar samstarfið þannig að aukinni
áhættudreifingu þar sem ábyrgðin
leggst á báða aðila. Margvíslegur
ábati kann að hljótast af því að nýta
kosti einkaframtaksins en samvinnu-
verkefni leiða yfirleitt til hag-
kvæmrar nýtingar framleiðsluþátta,
sé rétt að þeim staðið og verkaskipt-
ing skýr. Það er einkaaðilanum til
hagsbóta að hámarka arðsemi fjár-
festingarinnar sem skilar sér í auknu
tíma- og kostnaðaraðhaldi og því hafa
kostnaðaráætlanir einkafram-
kvæmda yfirleitt haldið betur en hjá
hinu opinbera. Í því samhengi verður
ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að
skattgreiðendur bera iðulega þann
kostnað sem fellur til þegar fram-
kvæmdir hins opinbera standast ekki
áætlanir.
Þó samvinnuverkefni séu fýsilegur
kostur fyrir innviðafjárfestingar
henta ekki öll verkefni til samvinnu-
leiðar. Ráðast þarf í samvinnu-
verkefni af mikilli varúð og gæta þess
að verkefnin séu drifin áfram af hag-
kvæmnissjónarmiðum þar sem hags-
munir beggja aðila eru samtvinnaðir,
en til þess eru vítin að varast þau.
Samvinnuverkefni hafa hingað til
verið af skornum skammti hér á landi
og mun umfangsminni en í nágranna-
löndunum, t.d. Noregi og Danmörku,
en það ætti þó ekkert að vera því til
fyrirstöðu að ráðast í slík verkefni. Í
ljósi aðstæðna og mikillar nauðsynjar
á auknum innviðafjárfestingum hefur
skapast farvegur til að fjármagna og
framkvæma verkefni með samvinnu.
Slík fjölbreytni væri öllum til hags-
bóta.
Eftir Elísu Örnu
Hilmarsdóttur »Uppsöfnuð fjárfest-
ingaþörf getur verið
dragbítur á hagvöxt en
veik innviðafjárfesting
grefur undan sam-
keppnishæfni þjóða.
Elísa Arna
Hilmarsdóttir
Höfundur er hagfræðingur.
Bóluefni gegn yfirstandandi samdrætti
Messur á morgun