Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 ✝ Birte DürkeHansen fæddist í Kaupmannahöfn 29. febrúar 1932. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 17. nóvember 2020. Foreldrar henn- ar voru Ölund Tol- stoj og Emma Jo- hanne Pedersen. Birte átti þrjá yngri bræður, Leif, sem er látinn, Ove og Bogdan. Eiginmaður Birte var Hans Dürke Hansen mjólkurfræð- ingur, f. 12. desember 1912, d. 5. maí 1988. Börn þeirra eru: 1) Ragnar f. 21. febrúar 1953, börn hans eru Linda, f. 1972, og Daní- 1964, eiginmaður hans er Manu- el Parra Recuero. 7) John, f. 18. júní 1966, börn hans eru Karen Ösp, f. 1988, Patrick Örn og Daníel Þór, f. 1990, og Chri- stopher, f. 1993. Langömmu- börn Birte eru 19 talsins. Birte ólst upp í Kaupmanna- höfn og vann þar sem skrif- stofustúlka eftir að skyldunámi lauk. 18 ára gömul bauðst henni að vinna hjá dansk-íslenskri fjöl- skyldu á Íslandi, sem varð til þess að hún kom til landsins í janúar 1951. Stuttu síðar kynnt- ist hún Hans í danska klúbbnum Dannebrog og þau giftu sig 12. desember sama ár. Fyrstu árin bjuggu þau í Kleppsholti í Reykjavík, en 1966 fluttu þau til Hafnarfjarðar og síðan til Garðabæjar 1983. Eftir að Hans lést bjó Birte í Kópavogi. Birte starfaði fyrst sem dagmamma í nokkur ár, en lengst af vann hún í eldhúsinu á Vífilsstöðum. Birte verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 12. des- ember 2020, klukkan 11. el, f. 2006. 2) Rich- ard, f. 9. mars 1954, eiginkona hans er Sigríður Rósa Magnúsdóttir, börn þeirra eru Anita, f. 1983, og Símon Þór, f. 1991, fyrir átti Richard dótt- urina Hildu, f. 1976. 3) Solvej, f. 14. október 1955, börn hennar eru Hans, f. 1978, og Jill, f. 1984. 4) Michael, f. 8. mars 1959, eiginkona hans er Annemarie Vendelbo, börn þeirra eru Amanda, f. 1989, og Viktor, f. 1996. 5) Anita, f. 19. febrúar 1960, eiginmaður henn- ar er Brian Roland, börn þeirra eru Matthew, f. 1985, og Lisa, f. 1987. 6) Rolf, f. 10. desember Elsku mamma mín var alltaf mjög þakklát fyrir sitt hlutskipti og talaði oft um það hvað hún hefði verið lánsöm að koma til Ís- lands á sínum tíma og hitta pabba og eignast með honum sjö heil- brigð og góð börn, en pabbi og mamma voru strax í upphafi ákveðin í að eiga mörg börn. Pabbi hafði komið til landsins 1932, þá 19 ára gamall nemi í mjólkurfræði, en hann lauk verk- legu námi sínu í Reykjavík. Hann vann við það alla sína tíð, lengst af í Mjólkursamsölunni, en einnig nokkur ár í Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi. Á stríðsárunum réð hann sig í breska flotann, þar sem hann sigldi í nokkur ár, en fór svo aftur í sitt starf eftir stríð. Þegar mamma kemur til lands- ins, fljúgandi með Gullfaxa, í jan- úar 1951 til að vinna sem „pige í huset“, eins og það hét, skráir hún sig fljótlega í danska klúbb- inn Dannebrog. Þar hittir hún pabba og þau fella hugi saman og gifta sig 12. desember 1951, á af- mælisdegi pabba. Þau voru alltaf mjög samstillt og nægjusöm og voru ánægð með það sem þau höfðu. Þrátt fyrir að við værum stór fjölskylda og lengst af aðeins ein fyrirvinna var aldrei skortur á neinu á okkar heimili og ég veit að við öll systkinin getum tekið undir það að við áttum yndislega æsku og unglingsár í faðmi kær- leiksríkra og elskulega foreldra. Mamma minntist oft á það að hún hitti bara gott fólk alls stað- ar, sérstaklega á Íslandi, því þar var bara gott fólk. Mamma var alla tíð mjög heilsuhraust, hún fór í daglegar gönguferðir og stundaði mikið sund og var Sund- laug Garðabæjar hennar staður, þar átti hún marga góða vini og var mikið spjallað í heita pottin- um. Hún hafði mjög jákvæða lífs- ýn og lagði mikla áherslu á að lifa heilbrigðu lífi og borða hollan mat og gerði mikið í að breiða út þann boðskap, sérstaklega til okkar afkomenda sinna. Hún var alveg einstaklega kærleiksrík sjö barna móðir sem hugsaði stöðugt vel um okkur systkinin og sá til þess, ásamt pabba, að við fengj- um heilbrigt og gott uppeldi. Hún vildi alltaf gera vel við alla og hafði gaman af að gefa gjafir. Hún lagði líka ríka áherslu á að maður ætti að láta skoðun sína í ljós, sérstaklega í sambandi við það sem vel er gert, alltaf að hrósa þegar það á við. Hún gat líka oft hlegið að sjálfri sér þegar hún sagði eða gerði eitthvað hlægilegt eða kjánalegt. Já, mamma var okkur öllum jákvæð og falleg fyrirmynd og fyrir það ber að þakka. Hún var sátt og þakklát þegar hún kvaddi þetta jarðlíf. Jarðneskar leifar pabba og mömmu sameinast nú 12. desem- ber, nákvæmlega 69 árum eftir þau giftu sig og á afmælisdegi pabba. Minningin um þig, elsku mamma, mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði elsku mamma mín. Richard. Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína í hinsta sinn. Leiðir okkar hafa legið saman í tæpa fjóra áratugi, en það var í byrjun árs 1982 að ég kom á heimili tengdaforeldra minna í fyrsta sinn, þá vorum við Rikki nýbyrjuð að búa saman á Ísafirði. Þau Birte og Hans tóku mér strax opnum örmum og var alltaf notalegt að koma til þeirra, enda einkenndi mikill kærleikur, virð- ing og væntumþykja samband þeirra hjóna. Það var í byrjun árs 1951 sem Birte, tæplega 19 ára gömul, kom fljúgandi með Gullfaxa til Íslands þar sem hún hugði á eins árs dvöl, en hingað hafði hún ráðið sig sem „pige i huset“. Örlögin gripu þó í taumana og hún hitti Hans, sem hafði komið til lands- ins mörgum árum fyrr til að starfa sem mjólkurfræðingur. Áður en árið var liðið voru þau búin að ganga í hjónaband og árið 1953 fæddist fyrsta barn þeirra hjóna, en þau urðu sjö talsins. Hans var alla tíð duglegur að taka kvikmyndir af fjölskyldunni, hann notaði 8 mm filmu og voru þessar myndir sýndar við hin ýmsu tækifæri. Það er unun að skoða þessi minningabrot, börn- unum fjölgar ár frá ári og alltaf virðist lífið svo ljúft, Birte alltaf vel tilhöfð, há og glæsileg með sitt bjarta bros og krakkahópur- inn samhentur að leika sér. Margar myndir eru úr sumarbú- stað fjölskyldunnar við Vatns- enda þar sem þau dvöldu mestan hluta sumarsins. Það var mikill missir þegar Hans lést vorið 1988, Birte orðin ekkja aðeins 56 ára gömul, hún gat þó aldrei hugsað sér að fara í annað sam- band, því enginn stóðst saman- burð við Hans, stóru ástina í lífi hennar. Birte var alla tíð dugleg að ferðast, hún elskaði sólina og vildi gjarnan fara þangað sem hlýrra loftslag var, sérstaklega eftir að liðagigtin fór að plaga hana. Börnin hennar hafa flest búið erlendis og var hún dugleg að koma í heimsókn. Við eigum margar góðar minningar um hana frá því að við bjuggum í Danmörku, hún naut þess að sóla sig og lesa dönsku blöðin þar sem hún las öll heilsuráð og var dug- leg að miðla þeim til afkomenda sinna. Stundum fannst okkur nóg um þessi heilræði, en það hefur þó sýnt sig að hún hafði ýmislegt til síns máls. Þótt Birte elskaði sólina var Ísland landið hennar, hún talaði oft um það hvað hún hefði verið lánsöm að koma til Ís- lands, þar hefði hún bara kynnst góðu fólki. Hún lagði alltaf mikla áherslu á það að fara út og hreyfa sig, „fá súrefni í blóðið“, hún fór líka dag- lega í sund, henni leið svo vel í heita pottinum. Birte hafði einstaklega fallega sýn á lífið, var dugleg að hrósa og átti það til að færa starfsfólki þjónustustofnana gjafir og á veit- ingastöðum gat hún laumað sér inn í eldhús til að þakka fyrir sig, því eins og hún sagði þá ætti fólk að fá að vita af því sem vel væri gert. Hún hafði létta lund, söng og trallaði og gat alltaf hlegið að sjálfri sér. Það var trú tengdamömmu að í dauðanum myndi hún bara sofa uns hún yrði vakin upp í hinn nýja heim, því segi ég: sofðu rótt, elsku Birte, takk fyrir jákvæðni þína og allt hrósið sem þú gafst mér. Elskuð öllum stundum, aldrei gleymist þú. Þín tengdadóttir, Sigríður Rósa. Birte Dürke Hansen ✝ Elísabet Jó-hanna Guð- mundssdóttir fæddist 17. ágúst 1928 á Ísafirði. Hún lést 17. nóv- ember 2020 í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Elías Sæ- mundsson tré- smiður og málara- meistari og Margrét Pétursdóttir hús- freyja. Þau hjónin eignuðust 8 börn, 3 þeirra létust ung að aldri. Þau 5 sem uxu upp voru auk mömmu 4 bræður hennar: Kjartan, Níels og Sigurður sem eru látnir en eft- irlifandi bróðir er Sæmundur sem er yngstur. 1954 kynntist hún föður okkar, Einari Sigurbjarti Jónssyni, sem varð eiginmaður hennar og eignuðust þau 6 börn. Þau eru Sigríður Ósk, f. 1956, Margrét María, f. 1957, d. 2015, Sigurbjörg Eyrún, f. 1959, Una Kristín, f. 1961, Ýr Harris, f. 1962, og Guðmundur Elías, f. 1964. Þeirra aðsetur var að 4 árum undanskildum í Reykjavík. Þau slitu samvistir 1964. Elísabet lauk námi frá Hús- mæðraskólanum á Ísafirði. Frá árinu 1973 starfaði hún í borðsal á Hrafnistu í 25 ár eða þar til hún var orðin 70 ára. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Andlát mömmu vekur upp minningar bæði úr æsku og fram á þennan dag. Heimili mömmu var ávallt staðurinn þar sem fjölskyldan og vinir voru að hittast. Hún passaði vel upp á að alltaf væri nóg til með kaffinu og sérstaklega að það væri til fyrir litlu börnin. Bæði barnabörn og barna- barnabörnin, sem voru orðin 34 talsins, kíktu oft til Löngu (lang- ömmu). Þar var alltaf eitthvað gott að fá sér, svo voru bæði end- ur við veröndina og róló. Hjá Lísu ömmu var mikið spjallað og hleg- ið og lesið í bolla svo eitthvað sé nefnt. Þarna var oft gaman. Mamma bjó í þrjú ár á hjúkr- unarheimilinu Grund. Síðasta ár- ið voru löng tímabil þar sem hún fékk ekki heimsóknir vegna Co- vid-19-faraldurs. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir mömmu sem var vön að hafa allt sitt fólk í kringum sig. Hún var ákaflega stolt af fólk- inu sínu og naut þess að hafa þau í kringum sig. Það er alltaf erfitt að sjá eftir þeim sem manni þykir vænt um. Úr ljóði Jóns í Garði: Í lífinu frostnepjan lagðist að þér og löngum var fokið í skjólin. Þú varst eins og hrísla, sem bálviðri ber og byrgð var og lággöngul sólin. Þó vafðirðu að hjarta hvern viðkvæman gróður og vermdir hann ylgeislum blíðlyndrar móður. Og gjöfum þú stráðir, þó gull væri smátt og gróðinn á heimili þínu, en kærleik þinn brast ekki kjark eða mátt, að komast að takmarki sínu. Þín góðfýsi skapaði gróður úr stein- um og græðilyf annarra sárum og mein- um. Með lotningu og aðdáun lútum þér, sem lengst þinnar samveru nutum. Þitt dæmi var auðlegð sem ávexti ber, en ógoldna flestir við hlutum. Og þeir, sem við anda þinn komust i kynni, nú krjúpa, sem börn fyrir minningu þinni. Hvíl í friði elsku mamma. Sigríður (Sigga), Viðar og fjölskyldur. Bí bí og blaka álftirnar kvaka. Ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka. Elsku amma, þetta er eitt af lögunum sem þú söngst alltaf fyr- ir mig meðan þú hélst á mér í fanginu og klóraðir bakið. Ég man enn þá þessar stundir okkar og öll lögin sem þú söngst, sem ég söng svo fyrir börnin mín þegar þau voru lítil. Hlýjan og nándin sem ég fékk hjá þér var mér svo mikils virði. Þú dekraðir mig upp úr skónum og varst alltaf tilbúin að baka pönnsur og þínar voru langbestar. Svo má auðvitað ekki gleyma matarkexinu, sem þú settir í kaffið með miklum sykri, sem ég elskaði. Ég fékk að fara með þér til Ísafjarðar á hverju ári til að hitta langömmu á meðan hún lifði. Þá gerðum við alltaf eitt- hvað skemmtilegt og minna skemmtilegt eins og þegar ég ákvað að geyma glas með sniglum inni í þvottahúsi meðan við fórum upp í sveit. Þegar við komum til baka voru sniglarnir komnir út um allt þvottahús, ég held það hafi verið eina skiptið sem þú varst ekki allt of ánægð með litlu stelpuna þína. Þó að árin liðu var alltaf gott að koma til þín og fá smá klór og eitt- hvað gott að borða. Þú vissir alltaf allt um alla og fylgdist vel með öll- um fréttum. Kíktir náttúrulega stundum í bollann hjá manni og þá fór ekkert fram hjá þér. Öllum fannst gott að koma til Lísu ömmu/langömmu og þú tókst alltaf vel á móti öllum. Þótt þú værir orðin veik varstu alltaf skýr í kollinum og eitt af því síð- asta sem þú sagðir við mig var að óska mér til hamingju með tengdadótturina, sem mamma sagði þér frá daginn áður. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar sem ég á með þér og fylla hjarta okkar af ást og um- hyggju. Hvíldu í friði elsku amma/langamma. Við elskum þig! Þín Kristjana, Haukur og María Mist. Elísabet Jóhanna Guðmundsdóttir Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HELGA KRISTMANNS HARALDSSONAR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Ásthildur Einarsdóttir Haraldur Helgason Einar Baldvin Helgason Sigríður Ása Bjarnadóttir Gerður Helga Helgadóttir Sævar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Við þökkum samúð, hlýhug og fallegar kveðjur við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Grænhól, Sóltúni 43, Selfossi. Við sendum sérstakar þakkir til starfsfólks í Árbliki og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir afar góða umönnun. Sigrún Guðmundsdóttir Jón Halldór Gunnarsson Jóhanna Guðmundsdóttir Ölver Bjarnason Guðbjörg Guðmundsdóttir Sigvaldi Guðmundsson Steindór Guðmundsson Klara Öfjörð Sigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Amma mín. Þakklæti eitt er mér efst í huga nú þegar þú hefur kvatt okkur. Að alast upp með þig þétt mér við hlið voru forréttindi. Þú hafðir svo einstakt lag á fólki, öllu vön, reynd og lærð í samskipt- um við þá sem kröfðust mikillar þolinmæði og umburðarlyndis. Ég var ein af þeim sem lítil stelpa, lifði oft í ímynduðum heimi og með svo mikið haf af tilfinningum að oft kunni ég ekki annað en að standa á öskr- inu ef hlutirnir fóru ekki minn veg eða mér fannst ég ekki mæta þeim skilningi sem ég vildi. Þú náðir hinsvegar svo oft að koma mér niður á jörðina, sagðir ,,nú skulum við stilla okkur’’ með blíðri, yfirvegaðri röddu og faðmaðir mig svo hlý- lega. Mín furðulegheit þóttu þér ekkert skrítin, bara ein- stök. Þar má nefna mína heitu ást á Páli Óskari þegar ég var ekki nema 5 ára. Við vorum oft að skrifa saman sögur eða lesa saman og með þinni hjálp og leiðsögn var mér það leikur einn að skrifa til hans ástar- bréf, sem við fórum svo og póstlögðum saman ég og þú. Sitt sýnist hverjum um það en það voru nákvæmlega svona stundir sem höfðu svo mikið að segja fyrir minn þroska, að fá að vera nákvæmlega eins og ég var. Ég stend því föst á því að þú eigir ansi mikið í mér elsku amma mín. Sögurnar sem þú sagðir okkur stundum voru svakalegar og það er ábyggi- lega frá þér komið hversu mik- ið ég krydda upp á mínar eigin sögur. Hreinskilni þín (sem Jónína Stefánsdóttir ✝ Jónína Stef-ánsdóttir fædd- ist 9. mars 1930. Hún lést 25. nóv- ember 2020. Útförin fór fram 4. desember 2020. jókst með árunum) var dásamleg og stundum áttum við fjölskyldan erfitt með okkur þegar þú tókst t.d pabba aðeins til og sagðir honum létt til syndanna. Vilja- styrkur þinn, ákveðni og kröft- ugleiki var hreint ótrúlegur og ekki heyrði maður þig nokkurn tím- ann kvarta. Að heyra um bernskuárin þín, hvernig þú svo tókst þig til og eltir þína eigin drauma þykir mér svo stórkostlegt. Ég ætla alltaf að taka mér þig til fyrirmyndar og reyna að gera slíkt hið sama og ég ætla að leggja mig fram við að vera öxl og eyra fyrir þá sem þess þarfnast rétt eins og þú gerðir allt þitt líf. Takk fyrir allt amma, fyrir faðmlögin og að forma mína stóru persónu. Það held ég að við barnabörnin þín getum öll verið sammála um, hjartagos- arnir og hjartadrottningarnar þínar, að þú varst besta amma í öllum heiminum. Minning- arnar um þig mun ég varð- veita sem gull og kveð ég þig með miklum og sárum sökn- uði. Þín Hólmfríður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.