Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
Það hefur
ekki alltaf verið
auðvelt að búa
á Íslandi.
Landið okk-
ar er afskekkt,
veðrasamt og
strjálbýlt, en
hér eru lífskjör
þó með þeim
bestu á byggðu
bóli. Með framsýni og dugnað
að vopni hefur tekist að skapa
hér samfélag sem fáa hefði
órað fyrir á fyrri hluta síðustu
aldar. Þetta þekkjum við öll.
Einn lið í hagsældarsögu
okkar er hins vegar vert að
rifja reglulega upp. Dugnað
og framtakssemi þeirra þús-
unda Íslendinga sem gefa
krafta sína í þágu samfélags-
ins um allt land. Björgunar-
sveitir, íþróttastarf, æsku-
lýðssamtök, forvarnar-
starfsemi og líknarfélög.
Þetta og talsvert fleira til
má í einu orði skilgreina sem
almannaheillastarfsemi. Það
er ekki síst slíkri starfsemi og
því framtakssama fólki sem
að baki henni býr að þakka
hve langt samfélagið okkar
hefur náð á öllum sviðum.
Hingað til hefur þó ekki
komið nógu skýrt fram hve
mikið við kunnum að meta
þetta verðmæta framlag.
Þannig búa almannaheilla-
félög við íþyngjandi skatta og
gjöld og hvatar fyrir ein-
staklinga til að styðja við fé-
lögin eru litlir. Þessu hef ég
lengi viljað breyta til hins
betra.
Í því skyni mælti ég fyrir
frumvarpi á dögunum þar
sem skattkerfið okkar er fært
nær því sem þekkist annars
staðar á Norðurlöndum. Til-
lögurnar snúast bæði um að
lækka skattbyrði almanna-
heillafélaga og að auðvelda
einstaklingum og fyrir-
tækjum að leggja sitt af
mörkum.
Með breytingunum verður
fólki heimilt að draga allt að
350 þúsund krónur á ári frá
skattskyldum tekjum sínum
vegna framlaga til almanna-
heillastarfsemi. Framlögin
verða sjálfkrafa skráð á
skattframtalið í
samræmi við
upplýsingar frá
móttakanda
styrksins. Sam-
hliða tvöfaldast
frádrátt-
arheimild at-
vinnurekenda
vegna slíkra
framlaga, úr
0,75% af árs-
tekjum í 1,5%.
Þegar sú tala
hækkaði úr
hálfu prósenti í 0,75% vegna
ársins 2015 jukust gjafir og
framlög um rúman þriðjung
milli ára, eða um einn milljarð
króna. Ég vænti þess að nú
þegar talan tvöfaldast geti
aukningin orðið umtalsvert
meiri.
Auk þess er lögð til 1,5%
frádráttarheimild vegna
framlaga til grænna verkefna
og ýmsar undanþágur fyrir
almannaheillastarfsemi frá
greiðslu fjármagnstekju-,
erfðafjár- og virðisauka-
skatts, stimpilgjalds og fleira.
Að baki breytingunum búa
skýr markmið. Léttari róður
fyrir almannaheillafélög og
hvatning fyrir einstaklinga og
fyrirtæki til að leggja sitt af
mörkum. Þannig stækkar
tekjustofn félaganna á sama
tíma og fólk fær aukið frelsi
til að styrkja starfsemi að eig-
in vali, án milligöngu ríkisins.
Skattkerfið á að bera það
með sér að verk í þágu sam-
félagsins alls séu mikils met-
in. Með þessu sendir sam-
félagið þeim þúsundum
einstaklinga sem gefa krafta
sína til góðra verka skýr
skilaboð. Skilaboðin eru ein-
faldlega: takk fyrir okkur.
Eftir
Bjarna
Benediktsson
» Að baki breyt-
ingunum búa
skýr markmið.
Léttari róður fyr-
ir almannaheilla-
félög og hvatning
fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Bjarni Benediktsson
Höfundur er fjármála- og
efnahagsráðherra.
Takk fyrir
okkur
Fyrir skömmu vann ung kona
að nafni Keira Bell mál fyrir
hæstarétti Bretlands. Niður-
staðan vakti mikla athygli þar í
landi vegna þess að hún snýr að
umdeildu máli en einnig vegna
þess að hún varðar grundvallar-
réttindi barna.
Á unglingsaldri leið Keiru illa í
eigin líkama og var haldin
óöryggi eins og algengt er meðal
unglinga. Kerfið tók þá við og
leiddi hana á einstefnubraut.
Keiru voru gefin hormón og önnur efni til að
koma í veg fyrir kynþroska og svo testósterón og
lyf á tilraunastigi til að færa líkama hennar í aðra
átt. Loks var hún send í aðgerð.
Keira sem er nú 23 ára segist upplifa sig sem
konu en að meðferð heilbrigðiskerfisins hafi
skaðað sig fyrir lífstíð. Dómstóllinn tók undir þá
afstöðu hennar að börn hefðu ekki þroska til að
taka slíkar ákvarðanir og að ekki ætti að setja
þau í þá stöðu. Í tilviki 16 og 17 ára barna væri
eðlilegt að fara fram á dómsúrskurð áður en ráð-
ist yrði í lyfjagjöf og aðgerðir sem enn er óljóst
hvaða áhrif muni hafa til langs tíma.
Umræðan hér og þar
Málefni transfólks hafa vakið mikla umræðu í
nágrannalöndum okkar. Sú umræða hefur oft
orðið öfgafull og margir mátt þola mikla ágjöf
fyrir að spyrja gagnrýninna spurninga. Margt
transfólk hefur lýst eigin reynslu og beitt sér fyr-
ir skynsamlegri nálgun en oft mátt þola árásir,
ekki hvað síst frá fólki sem hefur nýtt sér mál-
staðinn til að styðja við eigin hugmyndafræði
fremur en að leita bestu lausnanna.
Hér á landi er umræða um kosti og galla mis-
munandi aðferða hins vegar lítil sem engin. Á
þessu sviði hefur ríkisstjórn Íslands keyrt í gegn
verulegar breytingar á lögum nánast án umræðu
í samfélaginu. Eftir helgi hyggst stjórnin lög-
festa þrjú frumvörp til viðbótar. Sem fyrr er
gagnrýnin umræða talin til óþurftar þrátt fyrir
að málin varði grundvallarbreytingar á sam-
félaginu og vernd barna, lífs og heilsu.
Stefna ríkisstjórnarinnar
Ólíkt niðurstöðu hæstaréttar Bretlands um að
börn skuli njóta leiðsagnar fullorðinna leggur
ríkisstjórn Íslands nú til að lagt verði bann við
því að foreldrar eða læknar taki ákvörðun um að-
stoð við börn sem fæðast með svokölluð ódæmi-
gerð kyneinkenni. Þessar aðgerðir hafa verið til-
tölulega algengar og mörg hundruð börn fengið
slíkar lækningar á undanförnum árum og ára-
tugum.
Í gögnum ríkisstjórnarinnar er vísað til þess
að 1,7% barna fæðist með ódæmigerð kyn-
einkenni. Þannig er miðað við víðtækustu mögu-
legu skilgreiningu þess. Samkvæmt viðamikilli
rannsókn fæðast um 0,018% barna með ódæmi-
gerð einkenni sem kallast intersex. Ríkisstjórnin
hyggst með löggjöf setja nærri hundraðfalt fleiri
börn í þann hóp og koma í veg fyrir að þau fái
notið þeirra úrræða sem nútímavísindi og lækn-
ingar bjóða upp á. Það þýðir að jafnvel í tilvikum
þar sem augljóst má heita hvoru kyninu barnið
tilheyrir, og vel hægt að auka lífsgæði þess, sé
það bannað. Þetta snýst hvorki
um vísindi né lækningar heldur
blinda pólitík.
Reynsla annarra
Ímyndarstjórnmál samtím-
ans eru til þess fallin að for-
dæma og þagga niður alla um-
ræðu um svona mál. Því fer þó
fjarri að allt transfólk styðji til-
raunir til að koma í veg fyrir um-
ræðuna. Margt þess hefur skrif-
að greinar, veitt viðtöl, lýst eigin
reynslu og beitt sér fyrir skyn-
samlegum reglum. Oft kallar
slíkt þó á fordæmingu þeirra
sem hafa gert málstaðinn að sínum og berjast
fyrir lögum eins og þeim sem ríkisstjórn Íslands
innleiðir.
The Tavistock Clinic sem setti Keiru Bell í
meðferðina sem málaferlin snerust um sérhæfir
sig í kynbreytingum barna og heyrir undir
bresku heilbrigðisþjónustuna. Á síðasta ári leit-
uðu 2.590 börn slíkrar meðferðar hjá stofn-
uninni, einkum stúlkur. Þar af voru um 230
yngri en 10 ára og tíu börn fjögurra ára eða
yngri. Árið 2009 voru börnin hins vegar aðeins
77 í heild.
Ýmissa skýringa hefur verið leitað. Allt frá
skólakynningum (óvenjuhátt hlutfall stúlkna í
nokkrum skólum hefur sóst eftir aðgerðum) að
áróðri í barnasjónvarpi BBC.
Fjöldi lækna, sálfræðinga og annarra hjá
Tavistock hefur yfirgefið stofnunina, sagt starf-
ið markast af pólitískum markmiðum og gagn-
rýnt að óleyfilegt sé að veita börnum eðlilega
sálfræðiþjónustu. Þess í stað sé þeim beint inn á
braut kynleiðréttingar. Geðhjúkrunarfræð-
ingur við Tavistock hefur stefnt stofnuninni fyr-
ir að láta starfsmenn gefa börnum lyf á tilrauna-
stigi.
Þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem
hafa gagnrýnt þróunina hafa mátt þola fordæm-
ingu aktívista og jafnvel fjölmiðla. En þeir eru
þó ekki einir um að lenda í slíku eftir tilraun til
að ræða þessi mál. Fleira er undir í þessari um-
ræðu en börn með kynáttunarvanda.
„Terfurnar“
Margar konur, ekki hvað síst femínistar, hafa
mátt þola hreinar árásir fyrir að spyrja spurn-
inga um þróunina og setja hana í samhengi við
réttindi kvenna. Slíkar konur eru uppnefndar
terfur (e. TERF – Trans Exclusionary Radical
Feminist). Meðal frægustu fórnarlamba slíkra
árása er breski rithöfundurinn J.K. Rowling
sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir
þann hóp fólks sem hefur tíðir og gaf til kynna
að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í að-
stöðu til að standa af sér þá miklu herferð sem
rekin hefur verið gegn henni en aðrar konur
hafa misst vinnuna og mátt þola útskúfun fyrir
að ræða þessi mál.
Maya Foraster missti starfið hjá hugveitunni
Center for Global Development eftir athuga-
semdir við áform um innleiðingu svokallaðs
kynræns sjálfræðis. Hún hafði leyft sér að
benda á að ekki væri vikið að grundvallarrétt-
indum kvenna. Síðar ákvað ný ríkisstjórn Bret-
lands að falla frá áformunum en Maya og fjöl-
margir aðrir sem höfðu spurt spurninga um
áformin lágu óbætt hjá garði.
Eftir dóminn í máli Keiru Bell rifjaði trans-
konan Debbie Hayton upp mörg slík mál. Hún
hefur verið óhrædd við að benda á að það henti
ekki málstaðnum að koma í veg fyrir gagnrýna
umræðu og leitina að skynsamlegum lausnum.
Hún lýsti líka eigin reynslu af því að reyna að
tala fyrir skynsemi við aðstæður þar sem bar-
áttan snýst í raun ekki um frelsi einstaklingsins
heldur takmarkalausa fylgispekt.
Réttindasamtök samkynhneigðra
Aðrir sem lengi hafa barist fyrir réttindum
ákveðinna hópa eiga heldur ekki von á góðu ef
þeir spyrja gagnrýninna spurninga. Samkyn-
hneigt fólk og stuðningsmenn réttindabaráttu
þeirra fá það óþvegið ef þau hætta sér í slíkt.
T.d. með því að vara við þeirri tilhneigingu að
líta á stráka sem hafa gaman af að leika sér með
dúkkur eða stelpur sem hafa gaman af bílum
sem transbörn. Áhugamál fólks eru ólík en þeg-
ar strákur sem fer í kjól eða stelpa sem hefur
gaman af byssuleik eru fyrir vikið skilgreind
þannig að þau séu í röngum líkama er þeim
stefnt í hættu. Þessi börn geta í langflestum til-
vikum lifað góðu lífi ef þau fá að vera þau sjálf.
LGB Alliance bendir á að sum þessara barna
gætu orðið samkynhneigð og hamingjusöm. Hví
þá að setja þau í lyfjameðferð og aðgerð? Sam-
tökin benda á að við séum aftur komin á þann
stað að samkynhneigð krefjist leiðréttingar.
Ekkert er algilt
Þó má alls ekki líta fram hjá því að sumt fólk
mun komast að þeirri niðurstöðu að það sé í
röngum líkama og það fólk á rétt á þeim lækn-
ingum sem hægt er að veita auk virðingar og
jafnréttis. Eins og margt transfólk hefur bent á
er þó mikilvægt að svo stór ákvörðun hafi
ákveðið gildi en sé ekki bara spurning um að
senda eitt skráningarblað.
Í fyrra innleiddi ríkisstjórnin lög um svokall-
að kynrænt sjálfræði án nokkurrar umræðu
sem heitið gat í samfélaginu og án þess að áhrif
málsins lægju fyrir. Ef fólk getur sjálft skil-
greint kyn sitt fyrirvaralaust, hvað þýðir það þá
t.d. um þátttöku fyrrverandi karla í íþróttum
kvenna, aðgang að salernum, búningsklefum,
kvennafangelsum o.s.frv.? Þessum spurningum
sem mikið eru ræddar víða annars staðar var
ósvarað þegar ríkisstjórn Íslands dreif málið í
gegn.
Nú er haldið áfram án umræðu og fyrir liggja
ný frumvörp m.a. um að taka orðin „móðir“ og
„kvenmaður“ úr lögum. Orð sem þóttu jákvæð
og falleg.
Í þessum málum eins og öðrum stórum við-
fangsefnum stjórnmálanna þarf að leita lausna
sem byggjast á staðreyndum, vísindum, sann-
girni, jafnrétti og skynsemi. Aðeins þannig er
hægt að verja samfélagið og raunveruleg mann-
réttindi.
Eftir Sigmund Davíð
Gunnlaugsson » Þessi börn geta í lang-
flestum tilvikum lifað
góðu lífi ef þau fá að vera
þau sjálf.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Miðflokksins.
Það sem ekki má ræða
Óvæntar aðstæður eru stundum ógn-
vekjandi. Þær bera með sér áskoranir,
sem við getum valið að taka eða hafna.
Við slíkar aðstæður sést úr hverju
stjórnmálamenn eru gerðir – hvort þeir
takast á við aðsteðjandi vanda með
kreppta hnefana og hugann opinn, eða
hræðast og láta kylfu ráða kasti.
Frá því Covid-faraldurinn skall á Ís-
landi í mars hefur reynt á hugrekki
okkar allra. Vilja okkar til að mæta ógn-
inni sem steðjar að samfélaginu; heil-
brigðis- og hagkerfinu, menntun og
menningu, börnum og ungmennum.
Það krefst áræðis að hugsa í lausnum
og ráðast í fordæmalausar og kostn-
aðarsamar aðgerðir, en einmitt þá er
hugrekkið mikilvægast. Það smitar út
frá sér og sameinar fólk.
Kórónuveirukreppan er um margt lík
Kreppunni miklu. Árið 1929 reyndi hún
mjög á stjórnmálamenn og -kerfi þess
tíma. Atvinnuleysi varð sögulega mikið
og í tilraun til að skilja aðstæður mótaði
John M. Keynes þá kenningu sína, að í
kreppum ættu stjórnvöld að örva hag-
kerfið með öllum tiltækum ráðum; ráð-
ast í framkvæmdir og halda opinberri
þjónustu gangandi, jafnvel þótt tíma-
bundið væri eytt um efni fram. Skuld-
setning ríkissjóðs væri réttlætanleg til
að tryggja umsvif í hagkerfinu, þar til
það yrði sjálfbært að nýju. Kenningin
var í algjörri andstöðu við ríkjandi
skoðun á sínum tíma, en hefur elst vel
og víðast hvar hafa stjórnvöld stuðst við
hana í viðleitni sinni til að lágmarka
efnahagsáhrif kórónuveirunnar.
Á Íslandi ákváðu stjórnvöld að verja
grunnkerfi ríkisins og tryggja afkomu
þeirra sem tóku á sig þyngstu byrð-
arnar. Miklum fjármunum hefur verið
varið til heilbrigðismála, fjárfestinga í
menntun og atvinnuleysistrygg-
ingakerfisins. Hlutabótaleiðin er í
mörgum tilvikum forsenda þess að
ráðningarsamband hefur haldist milli
vinnuveitanda og starfsmanns. Ríkið
hefur líka fjárfest í innviðum og m.a.
ráðist í auknar vegaframkvæmdir.
Aðgerðirnar lita að sjálfsögðu af-
komu ríkissjóðs og nemur umfang
þeirra um 10% af landsframleiðslu. Það
bendir til ákveðnari inngripa hér en
víða annars staðar, því þróuð ríki hafa
að meðaltali ráðist í beinar aðgerðir
sem jafngilda rúmum 8% af landsfram-
leiðslu.
Stjórnvöld sýna hugrekki í þeirri
baráttu að lágmarka efnahagssamdrátt-
inn, vernda samfélagið og mynda efna-
hagslega loftbrú þar til þjóðin verður
bólusett. Það er skylda okkar að styðja
við þá sem hafa misst vinnuna, bæta
tímabundið tekjutap og koma atvinnu-
lífinu til bjargar.
Sjálfbær ríkissjóður
eykur farsæld
Staða ríkissjóðs Íslands í upphafi
faraldursins var einstök. Skuldir voru
aðeins um 20% af landsframleiðslu,
en til samanburðar voru skuldir ríkis-
sjóðs Bandaríkjanna um 100%. Góður
og traustur rekstur hins opinbera
undanfarin ár hefur þannig reynst
mikil þjóðargæfa, enda býr hann til
svigrúmið sem þarf þegar illa árar.
Viðvarandi hallarekstur er hins vegar
óhugsandi og því er brýnt að ríkis-
sjóður verði sjálfbær, greiði niður
skuldir og safni í sjóði að nýju um leið
og efnahagskerfið tekur við sér. Þá
mun líka reyna á hugrekki stjórn-
valda, að skrúfa fyrir útstreymi fjár-
magns til að tryggja stöðugleika um
leið og atvinnulífið þarf að grípa bolt-
ann.
Íslenska hagkerfið hefur alla burði
til að ná góðri stöðu að nýju. Landið
er ríkt að auðlindum og við höfum
fjárfest ríkulega í hugverkadrifnum
hagvexti. Við höfum alla burði til að
ná aftur fyrri stöðu í ríkisfjármálum,
en fyrst þarf að gefa vel inn og kom-
ast upp brekkuna fram undan.
Markmið ríkisstjórnarinnar hafa
náðst að stórum hluta. Heilbrigðis- og
menntakerfið hefur staðist prófið og
ýmsar hagtölur þróast betur en óttast
var. Á þriðja ársfjórðungi var einka-
neysla t.d. meiri en víðast hvar þrátt
fyrir sögulegan samdrátt. Auknar opin-
berar fjárfestingar ríkisins og aukin
samneysla hafa gefið hagkerfinu nauð-
synlegt súrefni. Nú ríður á, að við höf-
um hugrekki til að klára vegferðina sem
mun að lokum skila okkur öruggum í
höfn. Þótt hugrekki snerti bæði áræði
og ótta er þessum tengslum ólíkt hátt-
að. Án hugrekkis fetum við aldrei
ótroðna slóð. Án ótta gerum við líklega
eitt og annað heimskulegt. Leitin að
jafnvæginu milli þessara tveggja póla er
viðvarandi, sameiginlegt verkefni okkar
allra.
Hugrekki stýrir för
Eftir Sigurð Inga Jóhannsson,
Lilju D. Alfreðsdóttur og
Willum Þór Þórsson
»Nú ríður á, að við
höfum hugrekki til
að klára vegferðina.
Sigurður I. Jóhannsson
Sigurður Ingi er formaður Fram-
sóknarflokksins og samgöngu- og
sveitastjórnarráðherra, Lilja er vara-
formaður Framsóknarflokksins og
mennta- og menningarmálaráðherra
og Willum Þór er formaður fjárlaga-
nefndar Alþingis og þingmaður
Framsóknarflokksins.
Lilja Alfreðsdóttir Willum Þór Þórsson