Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
✝ Jórunn Þor-gerður Bergs-
dóttir fæddist í
Austurhúsum að
Hofi í Öræfum 22.
september 1935.
Hún lést á Hraun-
búðum, dval-
arheimili aldraðra í
Vestmannaeyjum,
17. nóvember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Pála Jón-
ína Pálsdóttir húsfreyja, fædd
17. janúar 1906 í Prestbakka-
koti á Síðu, d. 20. janúar 1991
og Guðmundur Bergur Þor-
steinsson bóndi, fæddur 22. júlí
1903, frá Litla-Hofi í Öræfum,
d. 15. febrúar 1995. Systkini
hennar voru Sigrún, f. 27.7.
1930, d. 13.4. 2015, Páll, fæddur
30.9. 1932, Guðrún, f. 27.7.
1934, d. 26.12. 2014, Steinunn, f.
22.9. 1937, d. 11.10. 2017, Guð-
jón, f. 7.12. 1939, Sigþrúður, f.
23.7. 1943, Helga, f. 16.5. 1945,
d. 5.9.2 000 og Þorlákur Örn, f.
17.6. 1952. Uppeldissystkini
Jórunnar eru Halla Jónína
Gunnarsdóttir, f. 5.12. 1941,
Sigurjón Þorsteinn Gunnarsson,
a) Valbjörg Rúna, í sambúð með
Ólafi Bielawski, b) Bergþóra
Ólöf, kærasti Mikael Máni Jóns-
son og c) Björgvin Geir. e)
Bergþór, giftur Olivier
Francheteau. Jórunn ólst upp
frá tveggja ára aldri á Litla-
Hofi hjá þremur föðursystk-
inum sínum og ömmu og tók þar
þátt í öllum venjulegum sveita-
störfum. Hún var í farskóla í
sveitinni frá 10-14 ára. Hún var
í vist við að gæta barna tvo vet-
ur sextán til sautján ára. Þá
gekk hún í kvöldskóla KFUM og
vann til fjölda verðlauna. Hún
fór á vertíð í Vestmannaeyjum
1954, þar kynntist hún Bjarna
eiginmanni sínum og bjuggu
þau í Eyjum eftir það. Hún vann
við fiskvinnslustörf og felldi net
meðfram barnauppeldi og vann
síðan í 22 ár í eldhúsi Hraun-
búða, dvalarheimili aldraðra,
lengi sem aðstoðarkokkur. Jór-
unn starfaði í Kvenfélaginu
Líkn til fjölda ára og tók þátt í
öllum störfum Líknar.
Útförin fer fram í dag, 12.
desember 2020, klukkan 14 frá
Landakirkju í Vestmanna-
eyjum. Vegna aðstæðna í þjóð-
félaginu fær takmarkaður fjöldi
að vera við útförina en streymt
verður frá athöfninni á slóðinni
htpps://www.landakirkja.is
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á https://www.mbl.is/
andlat
f 11.6. 1943 og
Bryndís Gunn-
arsdóttir, f. 4.2.
1948. Jórunn giftist
4.10. 1958 Bjarna
Jónassyni frá Vest-
mannaeyjum, f.
4.10. 1937. Börn
þeirra eru: a) Jón-
as, f. 13.9. 1956,
kvæntur Margréti
Pálsdóttur. Börn
þeirra eru: a) Jór-
unn Pála, í sambúð með Val-
geiri Valgeirssyni. Börn þeirra
eru Guðjón Helgi og óskírð
stúlka. Dætur Valgeirs og stjúp-
dætur Jórunnar eru Hrafnhild-
ur Ýr og Karólína Sjöfn, b)
Bjarni Rúnar, c) Bergrós Fríða.
Dóttir Margrétar og stjúpdóttir
Jónasar er Eyrún Margrét Stef-
ánsdóttir, gift Sverri Steini
Sverrissyni, sonur þeirra er Ey-
steinn Ernir Sverrisson. Dóttir
Eyrúnar og stjúpdóttir Sverris
er Birta Líf Bjarkadóttir, b)
Rúnar, f. 1.2. 1958, d. 5.7. 1980,
c) Bergur, f. 27. maí 1959, d.
14.7. 1960, d) Valgerður, f.
24.10. 1961, gift Björgvini
Björgvinssyni. Börn þeirra eru:
Elsku mamma er farin. Milli
okkar voru sterk bönd og ég átti
erfitt með að taka flugið, mér
fannst svo hræðilegt að skilja
hana eftir eina að mér fannst.
Hvort sem það voru 300 eða 3.000
kílómetrar á milli okkar breytti
það engu. Aðeins sjúkdómurinn
sem eyðilagði minnið klippti að
lokum á þessi bönd, eftir standa
minningarnar, óteljandi, flestar
ljúfar.
Þegar ég flutti til Reykjavíkur
þurfti mamma alltaf að senda mig
með nesti frá Eyjum. Með kökur,
flatkökur, fisk og grænmeti úr
garðinum. Svo kom hún og var
alltaf að kaupa eitthvað sem
þurfti á heimili, teketil, visku-
stykki, skálar. Enn í dag opna ég
stundum eldhússkáp og hugsa til
hennar því ég rekst á eitthvað.
Eftir öll þessi ár á ég enn rós-
óttan teketil sem keyptur var á
Klapparstígnum fyrir þrjátíu ár-
um. Svona var hún, alltaf með
hugann við sína.
Við fórum í ótal heimsóknir í
Öræfin, æskuslóðirnar sem voru
henni svo kærar. Sama hvert far-
ið var, alltaf fékk mamma ein-
staklega hlýjar móttökur, alsæl í
sveitinni. Reyndar var ótrúlegt
að sjá hversu vel sveitakonan að-
lagaðist París í heimsókn til mín
2003 og breyttist í Parísardömu,
eins og ekkert væri eðlilegra þó
hún hefði ekki farið út fyrir land-
steinana í tuttugu ár. Heima var
samt alltaf best, í Gömlu götunni.
Mamma notaði ekki orðið
„elsku“ eins og nú er gert. Hins
vegar var „elsku“ fléttað í viðmóti
hennar og nærveru, hún þurfti
ekki á því að halda að segja upp-
hátt það sem streymdi frá henni,
líkt og sólin sem vermir jörð og
lífgar eitt lítið fræ sem vex. Ein-
mitt, að láta eitthvað vaxa var eitt
af hennar aðaláhugamálum. Auð-
vitað vön matjurtagörðum úr
sveitinni og alla tíð með garð í
Eyjum. En þar voru einnig
skrautblóm og þegar hún fór út á
snúrur með tau kom hún alltaf
með moldugar hendur til baka,
gat ekki ráðið við sig að stinga
puttunum í moldina, þjappa upp
að blómi sem ekki hafði nógu
sterkar rætur, rífa upp fífil eða
arfa. Hún byrjaði að safna lífræn-
um úrgangi fyrir fjörutíu árum,
langt á undan umhverfisverndar-
umræðu nútímans, þetta var „svo
gott fyrir moldina“ sagði hún. Í
Suður-Frakklandi eru plöntubút-
ar hér og þar í pottunum á ver-
öndinni hjá mér, því eins og
mamma gerði, stingur maður nið-
ur bútum og upp vex ný planta.
Þó mamma hafi alltaf verið ró-
leg og góð manneskja skyldi eng-
inn halda að hún hafi ekki haft
skoðanir, og hún hélt fast í sínar.
Í forsetakosningunum 1980 kaus
hún ein annan frambjóðanda en
hinir þrír á heimilinu sem kusu.
Hún hafði aðra skoðun og hélt
sínu striki. Suma stjórnmála-
flokka hefði hún aldrei kosið þó
hún ætti lífið að leysa og það
breyttist ekki frá því ég man eft-
ir. Aldrei flokksbundin en skráði
sig í stjórnmálaflokk á efri árum
til að kjósa konu í formannskosn-
ingum því enn og aftur var hún
viss í sinni sök.
Lífssaga okkar elskulegu móð-
ur er orðin löng en það er erfitt að
sættast við sögulok, ekki síst fyr-
ir pabba en foreldrar okkar
þekktust í 67 ár.
Mig langar til að þakka Völu
systur og fjölskyldu hennar fyrir
alla þá umhyggju og ástúð sem
þau hafa sýnt mömmu síðustu ár-
in, allt til hinstu stundar.
Bergþór Bjarnason.
Í dag kveðjum við hana ynd-
islegu mömmu mína og ömmu
barnanna minna. Yndislegri konu
er varla hægt að hugsa sér, ljúf
og umhyggjusöm. Lífið hjá henni
snerist um að aðrir hefðu það
gott. Lífið hjá henni var ekki allt-
af auðvelt. Á þriðja ári fór hún í
fóstur til ömmu sinnar og þriggja
föðursystkina. Það var ekki
vegna fátæktar. Þegar systkini
hennar komu í heimsókn stóð hún
í dyrunum. Þá voru systkinin
send út um eldhúsgluggann.
Þessi aðskilnaður hafði djúp áhrif
á hana og móður hennar. Fólkið á
bænum var samt gott við hana.
Seinna á ævinni þurfti hún að
horfa á eftir tveimur sonum sín-
um í gröfina en alltaf hélt hún
áfram. Þrátt fyrir gáfur og náms-
hæfileika var langskólanám ekki í
boði. Mamma kenndi mér mjög
margt. Hún kenndi mér kjarn-
góða íslensku, nýtni og nægju-
semi, að bera virðingu fyrir nátt-
úrunni og öllu lífi allt frá smæstu
kónguló. Í barnaskóla átti maður
alltaf að klára að læra áður en
maður fór að gera eitthvað annað.
Hún var mjög barngóð og hænd-
ust börn að henni. Sum kölluðu
hana varaömmu. Stundum komu
þrír drengir með Moggann og
bönkuðu því hún gaukaði oft að
þeim nammi. Ég hef aldrei reynt
að komast með tærnar þar sem
hún hafði hælana í eldamennsku
eða bakstri. Börnin okkar elsk-
uðu að fara til ömmu og afa í mat
eða kaffi og fá eitthvert góðgæti.
Meira að segja ristaða brauðið
smakkaðist betur. Ekki var held-
ur slæmt að fá glænýtt grænmeti
úr garðinum. Á myndum er hún
alltaf með barn í fanginu eða er að
gera eitthvað með þeim. Börnin
okkar spurðu oft þegar þau voru
lítil: „Eigum við að hafa partí og
bjóða afa og ömmu í mat?“ og
Obbu ömmu þegar hún var á lífi.
Mamma hafði líka góðan húmor
og gat oft hlegið dátt og grínast
með fólkinu sínu.
Þegar hún var komin á Hraun-
búðir var hún alltaf að spyrja um
fólkið sitt í sveitinni og í fjölskyld-
unni. Það sem gladdi hana mest
var þegar pabbi eða einhver úr
fjölskyldunni heimsótti hana. Co-
vid gerði okkur lífið ekki auðveld-
ara. Þegar pabbi var á sjúkrahúsi
eftir aðgerð á þriðja mánuð vor-
um það bara ég, Björgvin og
Björgvin Geir sem gátum heim-
sótt hana.
Stundum var þá hægt að gleðja
hana með að heyra röddina hans
pabba í símanum eða einhverra
annarra í fjölskyldunni, sýna
henni myndir eða vídeó af börn-
um, barnabörnum, barnabarna-
barni eða jafnvel dýrum fjöl-
skyldunnar. Börnin okkar hafa
kannski fengið einhverja hlýju
frá ömmu sinni. Þau hafa sýnt
henni ómælda hlýju, ást og um-
hyggju í veikindum hennar.
Stelpurnar í krefjandi háskóla-
námi í Reykjavík hafa gert sér
ferð til Eyja til að heimsækja
ömmu og Björgvin Geir verið
ólatur að skreppa til hennar þó
hann hefði nóg að gera. Halla
frænka hefur líka heimsótt hana í
hverri viku á meðan Covid leyfði.
Mig langar að þakka öllum sem
voru yndislegir við mömmu í
veikindum hennar. Það verður
erfitt fyrir pabba að kveðja þig
eftir 67 ára kynni og 62 ára hjóna-
band. Elsku mamma, takk fyrir
allt sem þú hefur gefið okkur. Þín
dóttir,
Valgerður.
Í örfáum orðum vil ég minnast
tengdamóður minnar, Jórunnar.
Fyrstu kynni mín af henni voru
haustið 1981 þegar ég kynntist
Völu sem síðar varð konan mín.
Frá þeim degi hefur hún reynst
mér og fjölskyldu minni vel.
Hvort sem það var þjóðhátíð,
páskar eða jól sá Jórunn ætíð um
að allir fengju að borða og var
hún mikil listakokkur. Þó mikið
gengi á á þjóðhátíð var hún alltaf
tilbúin með lunda, kjötsúpu og
snarl handa öllum. Fór samt í dal-
inn á hverju kvöldi langt fram eft-
ir aldri, seinast 2017.
Ekki var gott að nálgast upp-
skriftir hennar að hinum ýmsum
réttum því hún geymdi þá í höfð-
inu og var ekki mikið fyrir að
mæla heldur notaði tilfinninguna.
Árlega var matarboð á jóla- og
nýársdag á Brekkugötunni, einn-
ig var kaffi og með því. Framan af
ævinni vorum við Valgerður í há-
skólanámi og áttum börn tiltölu-
lega seint en fyrsta barn okkar,
Valbjörg Rúna, fæddist 1997 og
svo komu tvö í kjölfarið, Berg-
þóra Ólöf 1999 og Björgvin Geir
2002.
Alveg um leið var hún boðin og
búin til að aðstoða okkur við að
hugsa um þau og var Brekkugat-
an athvarf þeirra öll þeirra upp-
vaxtarár.
Einnig vildum við að þau væru
hluti af þeirra uppeldi og buðum
við Bjarna og Jórunni oft í mat
um helgar sem börn okkar höfðu
mikið dálæti á og spurðu oft
verða afi og amma ekki í mat í
kvöld.
Bjarni rak útvarpsstöð í mörg
ár og sá ég um að vera á Brekku-
götunni þegar er bæjastjórnar-
fundir voru sendir út.
Þá fann Jórunn upp á því að
vera með pizzuveislu fyrir okkur
og börn okkar sem var fastur lið-
ur í tilverunni hjá þeim.
Er við fórum upp á land eða til
útlanda laumaði Jórunn ætíð ein-
hverjum aurum að börnum okkar
til að þau gætu eytt einhverju í
sjálf sig.
Þegar farið var í sveitina og við
vorum með var stoppað í Vík og
splæst á allan hópinn ís eða pylsu
og þegar í sveitina kom sýndi hún
börnum okkar hvernig lífið var í
sveitinni þegar hún var að alast
upp.
Jórunn vann á Hraunbúðum í
tvo áratugi og var mjög vel liðin
og bjó til venjulegan heimilismat
Jórunn Þorgerður
Bergsdóttir
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
langamma okkar,
MARGRÉT SCHEVING
KRISTINSDÓTTIR,
Sunnuhlíð, áður Vogatungu 81,
lést á Sunnuhlíð mánudaginn 7. desember.
Útförin verður frá Digraneskirkju 16. desember klukkan 13.
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu ættingjar
viðstaddir, en streymt verður frá athöfninni á heimasíðu
Digraneskirkju: http://utformargretarscheving.is
Sigurlína Scheving
Olgeir Einarsson Unnur Skúladóttir
Hólmfríður Einarsdóttir Sævar Hafsteinsson
Kristinn Maríus Scheving
Helgi Örn Ingólfsson Annette Ingólfsson
Guðjón Ingólfsson Eva Ásgeirsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans móðir okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
VALGERÐUR EINARSDÓTTIR,
Brúnavegi 11,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
9. desember á Hrafnistu í Reykjavík.
Bára Jensdóttir
Einar Valdimar Arnarsson Helen Everett
Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir Jón Sigurðsson
Soffía Helga Magnúsdóttir Sigurður Stefánsson
Gunnfríður Magnúsdóttir Sophus Magnússon
Sigríður Rósa Magnúsdóttir Richard Hansen
Örn Guðmundsson Hafdís Valdimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýliskona mín, dóttir, móðir,
systir, tengdamóðir og amma,
HERDÍS HÓLMSTEINSDÓTTIR
geðhjúkrunarfræðingur,
lést í faðmi fjölskyldunnar á kvennadeild
Landspítalans miðvikudaginn 2. desember.
Útförin verður í Kópavogskirkju föstudaginn 18. desember
klukkan 15 og verður streymt á slóðinni
https://youtu.be/3fgC8K3AIXU
Baldur Garðarsson
Hólmsteinn Steingrímsson
Gestur Baldursson
Ása Baldursdóttir Pétur Gunnarsson
Davíð Arnar Baldursson
Helga Hólmsteinsdóttir
Steingrímur Hólmsteinsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar og amma,
ÁSTA MARTA RÓBERTSDÓTTIR,
lést föstudaginn 27. nóvember. Útför
hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju
15. desember klukkan 13 að viðstöddum
nánum ættingjum og vinum. Streymt verður
frá athöfninni á youtubesíðu kirkjunnar.
Guðlaugur Victor Pálsson Axel Aron Victorsson
Kristjana Marta Marteinsdóttir
Ástkær mágur, föðurbróðir, frændi og vinur,
GUÐLAUGUR GRÉTAR BJÖRNSSON
smiður,
Gerði,
lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
mánudaginn 7. desember. Útför fer fram frá
Landakirkju föstudaginn 18. desember
klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfs- og hjúkrunarfólks á
Hraunbúðum og á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu ættingjar
og vinir viðstaddir útförina.
Útförinni verður streymt á vefnum Landakirkja.is.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hollustuvini Hraunbúða:
582-26-200200, kt. 420317-0770.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur Debes Arnfriðsson
Árni Gunnar Gunnarsson