Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Pólgata 1 - Landsbankahúsið Ísafirði Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000, er með til sölu fasteignina Pólgötu 1, sem er húsnæði Landsbankans á Ísafirði. Reisulegt hús sem stendur á eignarlóð í miðbæ Ísafjarðar. Húsið var byggt fyrir starfsemi Landsbanka Íslands og var tekið í notkun árið 1958. Arkitekt var Bárður Ísleifsson en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 830 m2 og skiptist í kjallara, tvær hæðir og rishæð. Auk þess fylgir eigninni 57 m2 frístandandi bílskúr. Rúmgóð þriggja herbergja íbúð er á 2. hæð. Húsið hefur fengið gott viðhald og var gert upp að mestu árið 2006. Frábært tækifæri til að eignast stórt og fallegt hús sem býður upp á mikla möguleika fyrir ýmsa starfsemi. Alls greindust 22 kórónuveirusmit í fyrradag á landinu. Þar af voru tíu á landamærum og tólf innanlands. Upp kom hópsmit eða klasasmit meðal hælisleitenda sem búa þröngt í Hafnarfirði. Óljóst er hversu marg- ir kunna að hafa smitast í því klasa- smiti en hugsanlegt er að talan hækki. Ungbarn meðal smitaðra Alls fjölgaði um tólf einstaklinga í farsóttarhúsinu í fyrradag. Fjórar fjölskyldur hælisleitenda dvelja í farsóttarhúsinu við Rauðar- árstíg en átta þeirra eru með kór- ónuveirusmit. Öll eru smitin rakin til hópsýkingar í húsnæði Útlendinga- stofnunar fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Sex af átta greindust með veiruna í fyrradag en umræddir einstakling- ar voru allir í sóttkví við greiningu. Framangreint smit kom upp í úrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Hús- næðið hýsir fjölskyldur, en því er skipt upp í nokkrar íbúðir. Hver fjöl- skylda er þannig með eldunar- og salernisaðstöðu út af fyrir sig. Það er því ekki víst að smitið sé mjög út- breitt. Meðal þeirra sem voru fluttir í far- sóttarhúsið með smit er eins árs gamalt barn en foreldrar þess eru ekki smitaðir. Auk þess þurftu ung börn að fylgja smituðum foreldrum sínum í einangrun. Víðir áfram í einangrun Óvíst er hvenær Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn snýr aftur til starfa en hann er með lungnabólgu eftir að hann greindist með Covid-19 í lok nóvember. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn sagði í gær óvíst hvenær Víðir losnaði úr einangrun og þá væri einnig óvissa um hvenær hann yrði nógu hraustur til að standa aftur í hringiðu heimsfaraldursins. „Við viljum mjög gjarnan sjá hann en viljum samt ekki fá hann of snemma þannig að hann hafi ekki þrek til vinnu,“ sagði Rögnvaldur. Thor Aspelund líftölfræðingur sagði í gær ástandið vera á viðkvæm- um stað. „Við vissum alveg að þetta væri möguleiki,“ sagði Thor í gær um smittölur dagsins. Að sögn hans er ekki ástæða til að hafa áhyggjur en reynslan sýnir okkur að vel hefur gengið að halda utan um klasasmit. Bakslag en ekki ástæða fyrir áhyggjur  Alls greindust 22 smit á landinu í fyrradag  Þar af 12 innanlands og 10 við landamærin  Hópsmit kom upp meðal hælisleitenda sem búa þröngt  Víðir Reynisson er áfram í einangrun með lungnabólgu Nýgengi innanlands: 42,3 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 12 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 188 eru með virkt smit og í einangrun Fjöldi inn an lands- smita frá 30. júní Heimild: covid.is 75 1216 99 86 21 júlí ágúst september október nóvember des. Fjárlög fyrir árið 2021, sem byggð eru á tillögum meirihluta fjárlaga- nefndar, voru samþykkt í annarri umræðu á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir aukningu á ríkisútgjöldum upp á 55,3 milljarða, samkvæmt fyrstu tillögum fjárlaganefndarinnar, en málið á eftir að fara í gegnum þriðju umræðu til þess að það verði sam- þykkt. Steig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra upp í pontu og sagði útgjöldin mikil en nauðsynleg, auk þess sem efnahagsstefnan hing- að til hefði veitt svigrúm til hækkana á borð við þessar. Meðal þess sem í ljós kom eftir aðra umræðu fjárlaga var að fram- lag til Ríkisútvarpsins eykst um 140 milljónir frá fyrri áætlunum sem komu fram í fyrstu umræðu. Þetta er í samræmi við tekjuáætlun af út- varpsgjaldi en tekjuáætlun var upp- færð á milli fyrstu og annarrar um- ræðu fjárlaga. Upphaflega var gert ráð fyrir lægri fjárframlögum til Ríkisútvarpsins á næsta ári en í ár upp á 310 milljónir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Fjárlög næsta árs fela í sér aukin ríkisútgjöld upp á 55,3 milljarða. Fjárlög samþykkt í annarri umræðu í gær  Framlag til Ríkisútvarpsins hækkað Fyrsti jólasveinninn kom til byggða í nótt. Var þar Stekkjarstaur á ferð og hefur hann eflaust fært þægum börnum eitthvað í skóinn. Í nótt kemur svo Giljagaur bróðir hans. Forskot var tekið á jólasveina- sæluna í gær við undirbúning jóla- skemmtunar CP-félagsins sem fram fer rafrænt á morgun, sunnu- dag. Viðburðinum verður streymt á facebook klukkan 15. „Hinir frá- bæru Fjörkarlar munu halda uppi jólastemningunni og góðir gestir munu kíkja í heimsókn. Fátt ku vera betra en að eiga rafræna sam- verustund með þínum nánustu þessi jólin, maula smákökurnar, sötra súkkulaði og skemmta sér yfir jóla- legu streymi CP-félagsins,“ segir á síðu félagsins vegna viðburðarins. Af myndinni að dæma munu jóla- sveinarnir taka nokkur lög. Jólasvein- arnir tínast til byggða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.