Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 15 þúsund manna er getið og sagt frá ábúð á um 60 jörðum í hinum forna Hraungerðishreppi í Árnessýslu segir í fyrstu tveimur bindum Flóamannabókar sem út kom í síðustu viku. Ritið er eftir Jón M. Ívarsson sagnfræðing sem lengi hefur safnað heimildum um mannlíf og byggð í Flóanum í Ár- nessýslu, sveitunum sem eru hans heimavöllur. Fimm ár eru síðan Jón byrjaði að skrifa bækurnar, sem samantals eru alls 1.050 blað- síður og ná yfir tímabilið 1801 til 2020. Flóinn afskiptur í sagnaritun Og þetta er aðeins upphafið. Skv. sveitarfélagaskipan fyrri tíð- ar voru einnig í Flóanum Vill- ingaholts- og Gaulverjabæjar- hreppur, sem Jón hyggst segja frá með líku lagi í bókum sem vænt- anlegar eru á næstu árum. Tvær bækur verða um hvorn þeirra hreppa sem ásamt Hraungerðis- hreppi mynda nú eitt sameinað sveitarfélag: Flóahrepp. „Mér hefur lengi fundist sem Flóinn hafi verið afskiptur í sagnaritun og vantað hafi heild- stætt ábúendatal þessara sveita. Úr því er hér með bætt,“ segir Jón. Að taka saman rit sem þetta segir hann kalla á mikla heimilda- vinnu og víða sé leitað fanga. Samantekt Brynjólfs Ámundason- ar á ábúendatali, frá 1800 til dags- ins í dag, hafi að nokkrum hluta legið fyrir. Margt hafi þurft að kanna betur og fylla í eyður sög- unnar. Einnig að segja frá lífi og starfi fólksins á bak við nöfnin en í bókunum eru 654 fjölskyldusögur og um 2.200 ljósmyndir. Fjölskyldum oft sundrað „Kirkjubækur eru einstakar heimildir. Lýsingar prestanna á lífinu á hverjum bæ eru oftast stuttorðar, en segja ótrúlega mik- ið samt,“ segir Jón. „Jarðirnar í Hraungerðishreppnum voru yfir- leitt litlar og búskapur oft ekki burðugur nema á helstu stór- býlum. Á 19. öldinni voru kot og hjáleigur yfirleitt setnar af leigu- liðum. Áberandi er að væru börnin á þessum heimilum fjögur eða fleiri varð fátæktin mikil og oft þurfti að sundra fjölskyldunni. Þá var fólk sent sitt í hvora áttina og börnin oft til vandalausra. Þetta breyttist þegar kom fram á 20. öldina. Skilyrði til þess að búa betur mynduðust og nútíminn gekk í garð.“ Hraungerðishreppurinn gamli er sveitin fyrir austan Selfoss og nær austur að Skeiðum. Norður- mörkin eru við Hvítá, en til suðurs liggja útlínur þannig að sveitar- mörkin mynda þríhyrning. Innan hans er sveitin, um 9.600 ha., grasgefin og góð undir bú. Á þess- um slóðum naut meðal annars Flóaáveitunnar sem tekin var í notkun árið 1927. Með henni var jökulvatni úr Hvítá veitt um engi sem jók grassprettu og bætti skil- yrði til búskapar. Frá þessu mikla mannvirki segir í bókunum, en einnig frá félagasamtökum í sveit- inni, skólastarfi, kirkjum, hrepps- félaginu og ýmsu því starfi fólks- ins sem markaði skil. Svipuð efnistök verða í öðrum væntan- legum bindum Flóamannabókar. „Flóamannabók fjallar um líf í sveitum sem standa hjarta mínu nærri og er ætlað að bregða ljósi á líf og starf fólksins þar. Byggð í Flóanum hefur breyst mikið, ekki síst á allra síðustu árum. Hefð- bundinn búskapur hefur látið und- an síga en margir byggt sér þar hús til heilsársdvalar, stunda hrossarækt eða annað. Þessar miklu breytingar gera það kannski enn mikilvægara en ella að halda sögunni til haga,“ segir Jón sem gefur bókina sjálfur út. Hann er nú á ferðinni um sveitir og dreifir eintökum til kaupenda með aðstoð vaskra Flóamanna úr ritnefnd. Fræðist af fólkinu „Þegar ég var að taka bókina saman fór ég víða á bæi, talaði við og skráði sögur fólksins sem lagði mér til allskonar heimildir og myndefni. Raunar var þetta eitt það skemmtilegasta í öllu þessu stússi; að tala við og fræðast af fólkinu í sveitum Flóans – og skrá svo sögu þess,“ segir Jón M. Ív- arsson að síðustu. Sveitasaga úr þríhyrningnum  Hraungerðishreppur fyrstur í Flóamannabók  15 þúsund manns á 1.050 blaðsíðum  Miklar heimildir um mannlíf og sögu  Sveitir sem standa hjarta mínu nærri, segir Jón M. Ívarsson Sumardagur Horft yfir sveitina í miklu sólskini. Slegin tún, og bæirnir sem hér sjást eru Skeggjastaðir, Langs- staðir og Hraungerði. Til vinstri er Þingborg, þar sem eru félagsheimili og leikskóli Flóahrepps. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flóðgátt Áveitan mikla breytti öllum skilyrðum til búskapar í Flóanum og frásagnir af þessu mikla mannvirki bárust vítt og breitt um veröldina. Höfundur Jón M. Ívarsson með Flóamannabók, annað bindið. Hraungerði Önnur tveggja kirkna í þessum gamla sveitahreppi. Sveit Bár heitir bær. Áberandi í Flóanum að bæir standa á hólum. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.