Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Ekkert tilboð barst um leigu á skip- um til loðnumælinga upp úr áramót- um. Ríkiskaup auglýstu fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar eftir fjórum skipum á leigu í samtals 49 daga í janúar og febrúar og var miðað við að farið yrði í tvo leiðangra. Sig- urður Guðjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að nú verði farið í beinar viðræður við ein- stakar útgerðir uppsjávarskipa um verkefnið. Ráðgert er að rannsóknaskipið Árni Friðriksson fari í forkönnun á loðnugöngum í byrjun árs. Rann- sóknaskipið fari síðan ásamt veiði- skipunum fjórum í kjölfarið til nán- ari mælinga. Í vikunni lauk mælingum fjögurra veiðiskipa á loðnu úti fyrir Norður- landi og er niðurstaðna beðið. Út- gerðirnar stóðu undir kostnaði við leiðangurinn, sem farinn var í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnun. aij@mbl.is Ekkert tilboð í loðnuleiðangur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rannsóknir Árni Friðriksson RE.  Rætt við útgerðir uppsjávarskipa Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildaratvinnuleysi á landinu í sein- asta mánuði var 12%. Atvinnuleysið fór vaxandi en jókst þó ekki eins mikið og sérfræðingar Vinnumála- stofnunar (VMST) höfðu gert ráð fyrir. Almennt atvinnuleysi var 10,6% í nóvember en var til sam- anburðar 9,9% í október. Atvinnuleitendum í almenna at- vinnuleysisbótakerfinu sem hafa verið án vinnu í meira en heilt ár fer enn fjölgandi. Þeir voru 3.919 í lok nóvember, en voru 1.540 í nóv- emberlok 2019. Hefur þeim því fjölgað um 2.379 milli ára. Einnig má sjá að þeim sem hafa verið án vinnu í sex til tólf mánuði hefur fjölgað um 2.334 frá því í ágúst sl. og eru nú 5.961 talsins. Alls hafa því 9.880 einstaklingar verið atvinnu- lausir í hálft ár eða lengur. 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara Erlendir atvinnuleitendur í al- menna atvinnuleysiskerfinu voru 8.553 í lok nóvember sem sam- svarar 24% atvinnuleysi meðal er- lendra ríkisborgara. Atvinnuleysi er sem fyrr hvergi meira á landinu en á Suðurnesjum. Þar mælist 21,4% atvinnuleysi í al- menna kerfinu og 1,3% í hlutabóta- kerfinu. Heildaratvinnuleysi á Suð- urnesjum var því 22,8% í nóvember samkvæmt yfirliti VMST og var mun meira meðal kvenna en karla, eða 25,6% hjá konum en 20,9% hjá körlum. Fleiri á hlutabótum Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli jókst í nóvember og var 1,4% og er nokkru meira en spáð var. „Hefðbundnir atvinnuleitendur, þ.e. þeir sem ekki voru með minnk- að starfshlutfall, voru 20.906 í lok nóvember, 11.463 karlar og 9.443 konur,“ segir á yfirliti VMST. Stofnunin birtir ekki spá um at- vinnuleysið í yfirstandandi mánuði, gerir ráð fyrir að almennt atvinnu- leysi aukist í desember en að það aukist þó nokkru minna en í nóv- ember. Af atvinnulausum voru 2.240 hefðbundnir atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok nóvember og hefur þeim fjölgað um 1.234 frá nóvember í fyrra. Minni vöxtur en spáð var  12% atvinnuleysi í nóv.  Tæp 10 þúsund án vinnu í hálft ár eða lengur Atvinnuleysi í nóvember Þróun atvinnuleysis janúar til nóvember 2020 (%) Heildaratvinnuleysi í nóvember eftir kyni og landsvæðum (%) Heimild: Vinnumálastofnun 20% 15% 10% 5% 0% 25% 20% 15% 10% 5% 0% jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. 4,8% 5,0% 9,2% 17,8% 13,0% 9,5% 8,8% 9,4% 9,8% 11,1% 12,0% Höfuð- borgarsv. Suðurnes Vesturland Vestfi rðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austur- land Suður- land 4,8 5,0 3,5 5,7 10,3 7,5 5,6 7,4 2,1 7,5 7,9 8,5 9,0 9,9 10,6 Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Karlar Konur Allt landið: Konur 12,2% Karlar 11,7% 12,1 20,9 6,9 4,6 4,9 9,0 6,9 10,1 11,8 25,6 9,2 5,0 5,4 9,2 9,4 12,4 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kórónuveirukreppan hefur haft gríð- arlega alvarleg áhrif á flugrekstur og alla þá sem starfa við flug. Þá hefur hún varpað kastljósinu að djúptækum breytingum sem hafa orðið á síðustu árum, fjölgun ódæmigerðra ráðninga flugáhafna svo sem í gegnum starfs- mannaleigur, fjölgun sjálfstæðra verktaka og fyrirkomulags þar sem flugmenn þurfa að greiða sjálfir fyrir alla sína þjálfun. Þetta kemur fram í sameigin- legri yfirlýsingu samgönguráð- herra átta Evr- ópulanda um sam- félagslega ábyrgar flug- samgöngur fram- tíðarinnar. Skora þeir á Evrópusambandið og aðildar- ríki þess að hrinda í framkvæmd til- lögum sérfræðingahóps fram- kvæmdastjórnar ESB um félagsleg réttindi flugáhafna. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fagnar yfirlýsingunni og hvetur í tilkynningu íslensk stjórnvöld til að styðja aðgerðirnar og vinna gegn laga- legri óvissu vegna skatta- og vinnu- löggjafar, óvissu sem uppi er um félagsleg réttindi og brenglaðri sam- keppni á milli flugfélaga. Þessi atriði geti öll hindrað eðlilega endur- uppbyggingu flugsamgangna eftir að kórónukreppan er yfirstaðin. Án allra réttinda í öllum ríkjum „Það eru nokkur Evrópuríki búin að banna t.d. verktöku eða hindra hana meðal flugmanna og vilja koma í veg fyrir að flugfélög undirbjóði kjara- samninga með ráðningu verktaka, oft frá Austur-Evrópu,“ segir Sara Hlín Sigurðardóttir, stjórnarmaður í FÍA. Hún segir yfirlýsingu ráðherranna átta stórmerkilega. Barist hafi verið fyrir því í mörg ár að ESB grípi til að- gerða og nú kalli þeir eftir því að bandalagið og einstök Evrópuríki stígi fram og komi í veg fyrir þessa verk- töku í fluginu. Gagnrýnt er að á sama tíma og fjöl- mörg flugfélög róa lífróður í krepp- unni koma önnur sér fyrir með opnun starfsstöðva í einstökum ríkjum og nái undir sig flugleiðum, jafnvel með fé- lagslegum undirboðum. Sara segir að komið hafi enn skýrar í ljós í Covid- kreppunni að flugmenn sem eru verk- takar standi uppi réttindalausir þegar þeir missa vinnuna. „Flugfélögin eru skráð í einu ríki, þau eru með starfsstöð í öðru ríki og flugmennirnir eru ráðnir í þriðja rík- inu. Þetta er orðið svo flókið að menn átta sig ekki á þessu umhverfi sem þeir eru að ráða sig inn í og standa uppi allslausir, hafa hvergi rétt til at- vinnuleysisbóta og eru ekki með nein réttindi í neinu ríki. Oftar en ekki hafa skattgreiðslur farist fyrir og menn eru jafnvel að lenda í því að hafa skatta- yfirvöld á bakinu af því að ekki hefur verið greitt tryggingagjald og skattur af laununum. Menn lenda því í að vera fórnarlömb þessara flugfélaga,“ segir hún. Sara segir viðbúið að þetta ástand vari áfram eftir að kreppan verður yf- irstaðin verði ekki gripið til aðgerða. Flugmenn séu ákafir að fljúga á ný því þeir þurfi að viðhalda réttindum sínum og keppt sé um þau störf sem eru í boði. Því sé brýnt að Evrópulöndin grípi til aðgerða til að tryggja sann- gjarna og óbrenglaða samkeppni og tryggð verði félagsleg réttindi starfs- fólks í fluginu. Eins og hrægammur Nokkur lönd, þ.á.m. Danmörk, hafa nú þegar bannað verktöku meðal flug- manna og að sögn Söru er norska þingið að skoða möguleika á að setja lög í Noregi sem stöðvi framgang ung- verska flugfélagsins Wizz Air þar í landi. „Í Noregi er Norwegian að berjast í bökkum og á leiðinni á hausinn og Wizz Air, sem er frá Austur-Evrópu, er bara mætt á staðinn eins og hræ- gammur tilbúið að taka allt flugið frá Norwegian. Þeir eru t.d. með pólskar áhafnir sem eru ráðnar á þriggja vikna samningum í gegnum starfsmanna- leigu. Við getum alveg eins átt von á að þetta gerist hér á landi, ef Wizz Air kæmi hingað með pólska starfsmenn og færi að fljúga til og frá Íslandi, þá er ekki hægt að keppa við það.“ Morgunblaðið/Ómar Flug Talið er mjög brýnt að tryggja félagsleg réttindi flugáhafna. Vara við undirboðum og verktöku í fluginu  Ráðherrar átta Evrópuríkja hvetja til ábyrgra flugsamgangna Sara Hlín Sigurðardóttir Leigufélagið Bríet óskar eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða víðsvegar um landið briet. is Leigufélagið Bríet Leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum og auglýsir því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti. Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á soffia@briet.is og skal gögnum skilað fyrir mánudaginn 21. desember 2020. Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæðum lausna. Upplýsingar veita Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri Bríetar (soffia@briet.is) og Elmar Erlendsson (elmar.erlendsson@hms.is). Nánari upplýsingar eru að finna á briet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.