Morgunblaðið - 12.12.2020, Page 6

Morgunblaðið - 12.12.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Ekkert tilboð barst um leigu á skip- um til loðnumælinga upp úr áramót- um. Ríkiskaup auglýstu fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar eftir fjórum skipum á leigu í samtals 49 daga í janúar og febrúar og var miðað við að farið yrði í tvo leiðangra. Sig- urður Guðjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að nú verði farið í beinar viðræður við ein- stakar útgerðir uppsjávarskipa um verkefnið. Ráðgert er að rannsóknaskipið Árni Friðriksson fari í forkönnun á loðnugöngum í byrjun árs. Rann- sóknaskipið fari síðan ásamt veiði- skipunum fjórum í kjölfarið til nán- ari mælinga. Í vikunni lauk mælingum fjögurra veiðiskipa á loðnu úti fyrir Norður- landi og er niðurstaðna beðið. Út- gerðirnar stóðu undir kostnaði við leiðangurinn, sem farinn var í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnun. aij@mbl.is Ekkert tilboð í loðnuleiðangur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rannsóknir Árni Friðriksson RE.  Rætt við útgerðir uppsjávarskipa Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildaratvinnuleysi á landinu í sein- asta mánuði var 12%. Atvinnuleysið fór vaxandi en jókst þó ekki eins mikið og sérfræðingar Vinnumála- stofnunar (VMST) höfðu gert ráð fyrir. Almennt atvinnuleysi var 10,6% í nóvember en var til sam- anburðar 9,9% í október. Atvinnuleitendum í almenna at- vinnuleysisbótakerfinu sem hafa verið án vinnu í meira en heilt ár fer enn fjölgandi. Þeir voru 3.919 í lok nóvember, en voru 1.540 í nóv- emberlok 2019. Hefur þeim því fjölgað um 2.379 milli ára. Einnig má sjá að þeim sem hafa verið án vinnu í sex til tólf mánuði hefur fjölgað um 2.334 frá því í ágúst sl. og eru nú 5.961 talsins. Alls hafa því 9.880 einstaklingar verið atvinnu- lausir í hálft ár eða lengur. 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara Erlendir atvinnuleitendur í al- menna atvinnuleysiskerfinu voru 8.553 í lok nóvember sem sam- svarar 24% atvinnuleysi meðal er- lendra ríkisborgara. Atvinnuleysi er sem fyrr hvergi meira á landinu en á Suðurnesjum. Þar mælist 21,4% atvinnuleysi í al- menna kerfinu og 1,3% í hlutabóta- kerfinu. Heildaratvinnuleysi á Suð- urnesjum var því 22,8% í nóvember samkvæmt yfirliti VMST og var mun meira meðal kvenna en karla, eða 25,6% hjá konum en 20,9% hjá körlum. Fleiri á hlutabótum Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli jókst í nóvember og var 1,4% og er nokkru meira en spáð var. „Hefðbundnir atvinnuleitendur, þ.e. þeir sem ekki voru með minnk- að starfshlutfall, voru 20.906 í lok nóvember, 11.463 karlar og 9.443 konur,“ segir á yfirliti VMST. Stofnunin birtir ekki spá um at- vinnuleysið í yfirstandandi mánuði, gerir ráð fyrir að almennt atvinnu- leysi aukist í desember en að það aukist þó nokkru minna en í nóv- ember. Af atvinnulausum voru 2.240 hefðbundnir atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok nóvember og hefur þeim fjölgað um 1.234 frá nóvember í fyrra. Minni vöxtur en spáð var  12% atvinnuleysi í nóv.  Tæp 10 þúsund án vinnu í hálft ár eða lengur Atvinnuleysi í nóvember Þróun atvinnuleysis janúar til nóvember 2020 (%) Heildaratvinnuleysi í nóvember eftir kyni og landsvæðum (%) Heimild: Vinnumálastofnun 20% 15% 10% 5% 0% 25% 20% 15% 10% 5% 0% jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. 4,8% 5,0% 9,2% 17,8% 13,0% 9,5% 8,8% 9,4% 9,8% 11,1% 12,0% Höfuð- borgarsv. Suðurnes Vesturland Vestfi rðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austur- land Suður- land 4,8 5,0 3,5 5,7 10,3 7,5 5,6 7,4 2,1 7,5 7,9 8,5 9,0 9,9 10,6 Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Karlar Konur Allt landið: Konur 12,2% Karlar 11,7% 12,1 20,9 6,9 4,6 4,9 9,0 6,9 10,1 11,8 25,6 9,2 5,0 5,4 9,2 9,4 12,4 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kórónuveirukreppan hefur haft gríð- arlega alvarleg áhrif á flugrekstur og alla þá sem starfa við flug. Þá hefur hún varpað kastljósinu að djúptækum breytingum sem hafa orðið á síðustu árum, fjölgun ódæmigerðra ráðninga flugáhafna svo sem í gegnum starfs- mannaleigur, fjölgun sjálfstæðra verktaka og fyrirkomulags þar sem flugmenn þurfa að greiða sjálfir fyrir alla sína þjálfun. Þetta kemur fram í sameigin- legri yfirlýsingu samgönguráð- herra átta Evr- ópulanda um sam- félagslega ábyrgar flug- samgöngur fram- tíðarinnar. Skora þeir á Evrópusambandið og aðildar- ríki þess að hrinda í framkvæmd til- lögum sérfræðingahóps fram- kvæmdastjórnar ESB um félagsleg réttindi flugáhafna. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fagnar yfirlýsingunni og hvetur í tilkynningu íslensk stjórnvöld til að styðja aðgerðirnar og vinna gegn laga- legri óvissu vegna skatta- og vinnu- löggjafar, óvissu sem uppi er um félagsleg réttindi og brenglaðri sam- keppni á milli flugfélaga. Þessi atriði geti öll hindrað eðlilega endur- uppbyggingu flugsamgangna eftir að kórónukreppan er yfirstaðin. Án allra réttinda í öllum ríkjum „Það eru nokkur Evrópuríki búin að banna t.d. verktöku eða hindra hana meðal flugmanna og vilja koma í veg fyrir að flugfélög undirbjóði kjara- samninga með ráðningu verktaka, oft frá Austur-Evrópu,“ segir Sara Hlín Sigurðardóttir, stjórnarmaður í FÍA. Hún segir yfirlýsingu ráðherranna átta stórmerkilega. Barist hafi verið fyrir því í mörg ár að ESB grípi til að- gerða og nú kalli þeir eftir því að bandalagið og einstök Evrópuríki stígi fram og komi í veg fyrir þessa verk- töku í fluginu. Gagnrýnt er að á sama tíma og fjöl- mörg flugfélög róa lífróður í krepp- unni koma önnur sér fyrir með opnun starfsstöðva í einstökum ríkjum og nái undir sig flugleiðum, jafnvel með fé- lagslegum undirboðum. Sara segir að komið hafi enn skýrar í ljós í Covid- kreppunni að flugmenn sem eru verk- takar standi uppi réttindalausir þegar þeir missa vinnuna. „Flugfélögin eru skráð í einu ríki, þau eru með starfsstöð í öðru ríki og flugmennirnir eru ráðnir í þriðja rík- inu. Þetta er orðið svo flókið að menn átta sig ekki á þessu umhverfi sem þeir eru að ráða sig inn í og standa uppi allslausir, hafa hvergi rétt til at- vinnuleysisbóta og eru ekki með nein réttindi í neinu ríki. Oftar en ekki hafa skattgreiðslur farist fyrir og menn eru jafnvel að lenda í því að hafa skatta- yfirvöld á bakinu af því að ekki hefur verið greitt tryggingagjald og skattur af laununum. Menn lenda því í að vera fórnarlömb þessara flugfélaga,“ segir hún. Sara segir viðbúið að þetta ástand vari áfram eftir að kreppan verður yf- irstaðin verði ekki gripið til aðgerða. Flugmenn séu ákafir að fljúga á ný því þeir þurfi að viðhalda réttindum sínum og keppt sé um þau störf sem eru í boði. Því sé brýnt að Evrópulöndin grípi til aðgerða til að tryggja sann- gjarna og óbrenglaða samkeppni og tryggð verði félagsleg réttindi starfs- fólks í fluginu. Eins og hrægammur Nokkur lönd, þ.á.m. Danmörk, hafa nú þegar bannað verktöku meðal flug- manna og að sögn Söru er norska þingið að skoða möguleika á að setja lög í Noregi sem stöðvi framgang ung- verska flugfélagsins Wizz Air þar í landi. „Í Noregi er Norwegian að berjast í bökkum og á leiðinni á hausinn og Wizz Air, sem er frá Austur-Evrópu, er bara mætt á staðinn eins og hræ- gammur tilbúið að taka allt flugið frá Norwegian. Þeir eru t.d. með pólskar áhafnir sem eru ráðnar á þriggja vikna samningum í gegnum starfsmanna- leigu. Við getum alveg eins átt von á að þetta gerist hér á landi, ef Wizz Air kæmi hingað með pólska starfsmenn og færi að fljúga til og frá Íslandi, þá er ekki hægt að keppa við það.“ Morgunblaðið/Ómar Flug Talið er mjög brýnt að tryggja félagsleg réttindi flugáhafna. Vara við undirboðum og verktöku í fluginu  Ráðherrar átta Evrópuríkja hvetja til ábyrgra flugsamgangna Sara Hlín Sigurðardóttir Leigufélagið Bríet óskar eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða víðsvegar um landið briet. is Leigufélagið Bríet Leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum og auglýsir því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti. Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á soffia@briet.is og skal gögnum skilað fyrir mánudaginn 21. desember 2020. Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæðum lausna. Upplýsingar veita Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri Bríetar (soffia@briet.is) og Elmar Erlendsson (elmar.erlendsson@hms.is). Nánari upplýsingar eru að finna á briet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.