Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 55
Dolly okkar Parton sendi frá sér nýja jólaplötu
þetta árið. Fleiri listamenn gerðu reyndar slíkt
hið sama en alltaf er eitthvað um endurnýjun í
þessum einstaka og stundum undirfurðulega
undirgeira dægurtónlistarinnar.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég fagna því innilega –eins og fleiri – að DollyParton sé enn að, enn að
búa til tónlist. Hátíð fer að eyrum
ein þegar Texassnótin hefur upp
blíða raust sína, það er bara þann-
ig. Have a Holly Dolly Christmas
er ekki nema önnur jólaplata Par-
ton en sú fyrri kom út 1990. Þá
gerði hún eina slíka í félagi við
Kenny Rogers árið 1984. Ég er
búinn að renna plötunni og þetta
er stuð fyrst og síðast, gleði bund-
ið verk manneskju sem þarf ekki
að sanna nokkurn skapaðan hlut
lengur. Með þessu er ég ekki að
gefa henni frípassa á gæði, ég er
að lýsa andanum, sem er í senn
hispurslaus og notalegur. Gesta-
vigtin segir sitt en Michael Bublé,
Miley Cyrus og Jimmy Fallon eru
þar á meðal. Parton hefur látið
hafa það eftir sér að fyrst ætlaði
hún bara að gera lag með þessum
titli, „Holly Dolly Christmas“, en
það sprell hafi svo undið all-
verulega upp á sig.
Aðrar athyglisverðar plötur
úr ranni kvenna þetta árið eru
fyrir það fyrsta plata frá Carrie
Underwood en fólk hefur beðið í
nokkurri óþreyju eftir að kántrí-
stjarnan myndi snara út hátíðar-
plötu í fullri lengd. My Gift er eins
og við var að búast uppskrúfuð og
sykurlegin, ekki ósvipað verkum
Faith Hill og Lee Ann Womack.
Og það þarf ekki að vera slæmt,
plata Hill er t.a.m. snilld. Þá er
það Meghan Trainor, sem er með
plötu þetta árið. Ég smakkaði á
dögunum og er ekki beint sann-
færður.
Geiri sem ég er svag fyrir,
neðanjarðartónlistin, býr ávallt að
einhverju spennandi hvað þetta
varðar. Andrew Bird gaf t.d. út
Hark!, ágætis plata í anda Sufjan
Stevens. Goo Goo Dolls, banda-
ríska jaðarpoppsveitin, er þá með
innslag í hátíðirnar í formi breið-
skífu, en ég er ekki að kaupa
þetta verð ég að segja. Hins vegar
býð ég spenntur eftir jólaplötu Ca-
lexico en sú eðla nýkántrísveit
hefur vermt hjörtu tónlistargrúsk-
ara um langt skeið. Platan kallast
Seasonal Shift og var ekki enn
komin út er þetta var ritað. Búinn
að heyra „Happy Xmas (War is
over)“ og það er gott!
Plássins vegna ætla ég ekki
út í einhverjar uppþyljanir hér.
Verð þó að nefna Shaggy, ektavin
Sting, en Sting náttúrlega hefur
gefið út eina bestu jólaplötu allra
tíma (If on a Winter‘s Night …,
2009). Christmas on the Islands
hljómar of flippað til að geta
klikkað og það eru fordæmi fyrir
reggíjólaplötum (Natty Christmas
svo ég nefni þekktasta dæmið). En
ég skal viðurkenna það, ég hef
eiginlega ekki þorað að rúlla
Shaggy …
Að endingu, mig rak í roga-
stans er ég rakst á frétt þess efnis
að Jamie Cullum, breska djass-
undrið, væri með jólaplötu þetta
árið. Þetta fór algerlega undir
hinn annars vökula jólatónlistar-
radar sem ég er búinn að koma
mér upp. Þetta er engu að síður
gleðilegt þar sem ég hef fulla trú
á strák. Hann átti ansi öfluga inn-
komu á frábærri jólaplötu Robbie
Williams frá því í fyrra og ég er
svona farinn að dýfa tám í þessa
plötu hans sem kallast The Piano-
man at Christmas. Sýnist hann
ætla að taka Bublé á þetta að ein-
hverju leyti, en svo liggur breski
bragurinn yfir öllu, óhjákvæmi-
lega. Amerískar stórsveitaútsetn-
ingar með eggi og beikoni mætti
segja.
Jóladúllan hún Dolly
»Með þessu er égekki að gefa henni
frípassa á gæði, ég er
að lýsa andanum, sem
er í senn hispurslaus
og notalegur.
Drottning Það er ekki leiðinlegt að fá nýtt efni frá meistara Dolly Parton!
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
71%
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
STÓRKOSTLEGA VEL GERÐNÝ
MYND FYRIR FJÖLSKYLDUNA
FRÁROBERT ZEMECKIS.
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND
NÝGRÍN-SPENNUMYNDMEÐMEL GIBSON,
SEM “HINN EINI SANNI” JÓLASVEINN.
HARÐASTA JÓLAMYND SEMKOMIÐHEFUR!
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020