Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 56
Rúmar átta millj- ónir í þýðingar Miðstöð íslenskra bókmennta hefur í síðari úthlutun ársins úthlutað rúmum átta milljónum króna í 24 styrki vegna þýðinga fjölbreytilegra bóka á íslensku. Alls voru því veittir 59 þýðingastyrkir, rúmlega 21 millj- ón króna, til þýðinga á íslensku úr erlendum málum á árinu. Alls bárust á árinu 97 umsóknir sem er mesti fjöldi umsókna í þess- um flokki síðan árið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Mið- stöðinni kennir ýmissa grasa meðal verkanna sem hlutu styrki að þessu sinni en þýtt verður úr ensku, frönsku, rússnesku, katalónsku, ítölsku, spænsku og þýsku. Meðal bókanna eru Tsjernóbyl- bænin eftir hvítrússneska Nóbels- höfundinn Svetlönu Aleksijevitj, þýðandi er Gunnar Þorri Pétursson og útgefandi Angústúra. Annað verk Nóbelshöfundar er á listanum, Der kurze Brief zum langen Ab- schied eftir Peter Handke í þýðingu Árna Óskarssonar. Útgefandi er Ugla. Árni þýðir einnig The Nickel Boys eftir Colson Whitehead, Bjartur gefur út. Helga Soffía Einarsdóttir þýðir Girl, Woman, Ot- her eftir Bernardine Evaristo, For- lagið gefur út; Halla Kjartansdóttir þýðir Resto Qui eftir Marco Balz- ano og Drápa gefur út; Sverrir Norland þýðir Culottées eftir Péné- lope Bagieu, útgefandi er AM- forlag; Freyja Eilíf þýðir úrval úr verkum Zínaídu Gippíus, útgefandi Skriða bókaútgáfa; Janus Christi- ansen þýðir The Thing Around Yo- ur Neck eftir Chimamanda Ngozi Adichie, útgefandi er Una útgáfu- hús; Áslaug Agnarsdóttir þýðir Tsjemodan eftir Sergei Dovlatov, Dimma gefur út; og Irma Erlings- dóttir þýðir Sexe et mensonges – La vie sexuelle au Maroc eftir Leilu Slimani, útgefandi er Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Fyrir börn og ung- menni verða þýddar bækur eftir Dita Zipfel & Rán Flygenring, Roald Dahl & Quentin Blake, David Walliams og Ashley Spires. Svetlana Aleksijevitj Peter Handke Colson Whitehead Chimamanda Ngozi Adichie  Fjölbreytileg verk á íslensku 56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Iðunn og afi pönk er bráð-skemmtileg barnabók meðvel úthugsuðum söguþræði.Bókin segir, eins og titillinn gefur til kynna, frá Iðunni og pönk- aranum afa hennar. Þegar nýja hjólinu hennar Iðunnar er stolið, skömmu eftir að afi hennar tekur við foreldra- hlutverkinu um nokkurra daga skeið, getur hún vart hugsað um nokkuð annað og hefst þá mikil leit. Iðunn lærir ýmislegt í leit- inni, meðal ann- ars það að ekki er allt sem sýnist og að lífið er skemmtilegra sé í því smá pönk. Lesendur læra slíkt hið sama, ásamt gommu af nýjum orðum, t.a.m. orðið brigsl, en merking þess, að saka einhvern um eitthvað án þess að hafa fyrir því sannanir, sit- ur fast í höfði lesandans eftir lest- urinn. Eins og áður segir er Iðunn og afi pönk fyrirtaks afþreying, lesefni sem getur bæði frætt unga lesendur og kætt. Persónusköpunin er til fyrirmyndar og persónurnar eins misjafnar og þær eru margar. Hver einasta persóna er sérstök og hefur skondin einkenni sem gera hana eftirminnilega. Bókin sem slík er þó ekki neitt ofboðslega eftirminnileg enda kafar höfundur lítið á dýpið og gefur les- anda sjaldan tækifæri til að staldra við og velta frásögninni fyrir sér. Frásögnin er með öðrum orðum nokkuð einföld og því auðvelt fyrir lesandann að skauta yfir hana án þess að leyfa henni að skilja eitt- hvað eftir sig. Það getur þó vísast talist heppilegt að einhverju leyti í barnabók en að mati undirritaðrar hefðu sum atriði bókarinnar mátt fá meira rými, þó ekki væri nema til þess að lesandinn gæti meðtekið þau betur og leyft þeim að hafa til- ætluð áhrif. Það sem er virkilega skemmtilegt við Iðunni og afa pönk og er nauð- synlegt að nefna í þessum dómi eru einmitt þau atriði sem fá sitt rými. Gerður Kristný, höfundur bók- arinnar, sýnir mikla ritsnilli í þeim atriðum og er virkilega gaman þeg- ar slík smáatriðavinna fær að njóta sín í barnabók án þess að verða of tilgerðarleg. „Þau heilsuðust eins og þau hefðu aldrei heilsað neinum áður. Brauð bökuðust, krökkum uxu fullorðins- tennur og aldingarðar blómstruðu á meðan þau tókust í hendur.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gerður Kristný Sagan er „fyrirtaks afþreying, lesefni sem getur bæði frætt unga lesendur og kætt“, segir rýnir. Halldór Baldursson teiknar myndirnar. Skáldsaga Iðunn og afi pönk bbbmn Eftir Gerði Kristnýju. Myndir eftir Halldór Baldursson. Mál og menning, 2020. Innb., 133 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Venjulegt líf með smá pönki Listamaðurinn Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir sýnir ný myndverk á sýningunni Stein - Skrift sem verður opnuð í dag, laugardag, í verslunarrými Norr11 á Hverfisgötu 18 í Reykjavík. Í verkunum veltir Áslaug fyrir sér myndmáli, lestri og skilningi, og framsetningu tungumála og skilaboða. Ás- laug vinnur með óhlutbundið myndmál og skoðar hvern- ig form verða að táknum sem verða svo partar af kerf- um eins og myndletri, merkjakerfi eða stafrófi. Sýningin er sú þriðja í sýningarröð Listvals í rými Norr11, undir listrænni stjórn Elísabetar Ölmu Svend- sen. Sýningin mun standa fram í byrjun febrúar. Stein - Skrift Áslaugar Írisar í Norr11 Eitt verka Áslaugar Írisar á sýningunni. Hér er fræga íslenska náttúran: grjót snjór rok myrkur. Hvert er ég eiginlega kominn? Það er von að írónískur ljóðmæl- andinn spyrji! En svarið felst í heiti ljóðsins, hann er kominn til Kefla- víkur. Og gott betur, hann er í rútu á Reykja- nesbrautinni, stefnir í bæinn. Þetta eru lokalín- ur ljóðsins „Keflavík“, ljóð- mælandinn hefur áður spurt hvert hann sé kominn og það er von að honum, útlend- ingnum, lítist ekki á blikuna, „hér er myrkur / ljóstýra í myrkrinu / alls- staðar rok / yfir hrauninu“. En hann hafði verið beðinn um að kaupa bjór í flughöfninni, sem er kunnuglegt. Rödd ljóðmælandans í þessu ljóði er undrandi útlendings, sem stendur sýnilega ógn af þessari harðneskju- legu vetrarnáttúru. En þótt ljóð- skáldið sé fætt og uppalið í Finn- landi, og búi þar núna, þá bjó Tapio hér á landi um nokkurra ára skeið og talar framúrskarandi góða íslensku. Því á varla við að tala um hann sem útlending. Hann hefur skrifað góðar skáldsögur sem fjalla sumar um ís- lensk söguefni, eins og Ariasman – Frásögn af hvalföngurum um Spán- verjavígin árið 1615, en þær skrifar hann á finnsku og hefur Sigurður Karlsson þýtt lipurlega. En hér er hins vegar komin efnismikil ljóða- bók, Innfirðir, sem Tapio yrkir alla á íslensku. Og má það teljast til af- reka, tökin á málinu eru afar góð og unnið skemmtilega og oft frumlega með það. Bókinni er skipt í fjóra hluta, kennda við firði: „Vestfirðir“, „Suðurfirðir“, „Fjarðleysa“ og „Inn- firðir“. Heitin eru lýsandi fyrir inni- hald hvers hluta. Í Vestfjarðahlut- anum (Tapio var búsettur fyrir vestan) eru ljóðin kennd við Flat- eyri, Ísafjörð, Ögur og svo er það „Múrmansk-togarinn“ sem liggur þar við eyri og brugðið er upp svip- mynd af orðaskiptum ljóðmælanda og rússneskra skipverja. Í „Suðurfjörðum“ er fyrst ort um Keflavík, Grindavík og Heimaey en leiðin liggur svo suður til Spánar, á söguslóðir sem við lesendur Tapios þekkjum sumpart frá Böskum sem koma fyrir í Ariasman. Ljóðin í „Fjarðleysu“ gerast sýni- lega í Finnlandi og í þeim birtist til að mynda athyglisverð og hlýleg til- finning fyrir sögu, mannlífi og stöð- um. Haugur sem hlaðinn var yfir höfðingja verður efni í lengsta ljóð bókarinnar, þar sem ljóðmælandinn hugsar til þeirra þjóðflokka og áhrifa sem bárust þangað að um ald- irnar. Og fallegt er ljóð um gamlan skipstjóra sem vildi að að sér látnum yrði ösku hans hrært út í steinolíuna sem gamla bátsvélin hans gengi fyr- ir, hún ræst, gírnum ýtt áfram og „keyrt / útúr höfninni / milli skerja / útá rúmsjó / útá Eystrasaltið / uns tankurinn tæmist“. Eins og felst í heitinu horfir ljóð- mælandinn loks meira inn á við í „Innfjörðum“. Þar er ort um ást, líf og dauða. Á fallega innilegan og per- sónulegan hátt. Eitt ljóð er til sonar sem var beðið lengi áður en hann kom en annað um barn sem kom ekki og „sárfallega“ brotna drauma. Svo er þar ljóðmælandinn í „Hlustun“ sem má ekki trufla, hann er nefnilega í mikilvægu starfi, er að hlusta á jörðina, vindinn og trén, á „minningu fortíðarinnar / hvísl hins liðna“. Ljóðin í þessari efnismiklu bók Tapis eru nokkuð misjöfn að gæðum en þau bestu – sem eru allmörg – eru áhrifarík, fallega ort, myndvís og notalega einlæg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skáldið Bestu ljóð Tapios Koivukaris eru „áhrifarík, fallega ort, myndvís og notalega einlæg“. Innfirðir er fyrsta bókin sem hann skrifar á íslensku. Ljóð Innfirðir bbbmn Eftir Tapio Koivukari. Sæmundur, 2020. Kilja, 127 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Fræga íslenska náttúran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.