Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ástæðulaust fyrir þig að hengja haus því þú hefur unnið vel. Taktu ekki meira að þér en þú getur staðið við með góðu móti. 20. apríl - 20. maí  NautMeð örlítilli fyrirhyggju ættir þú að geta sveigt atburðarásina þér í hag. Með skipulagningu ætti það að takast. Reyndu að finna lausn sem sættir öll sjónarmið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leyfðu öðrum að njóta gleði þinn- ar og gamansemi. Haltu ótrauður áfram og þá mun framhaldið ljúkast upp fyrir þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur haft örlagaríkar afleið- ingar að skipta sér af málum sem ekki eru á manns færi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur reynst þér skeinuhætt að byrgja allar tilfinningar inni. Breyting á vanagangi dagsins er einmitt það sem þú þarfnast. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Hafðu frið í hjarta og mundu að jólin eru hátíð ljóssins. 23. sept. - 22. okt.  Vog Kæti þín er smitandi svo þú ert hrókur alls fagnaðar hvar sem þú kemur. En mundu að í raun er lífið fyrst og fremst vinna og aftur vinna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú mátt ekki láta deigan síga, heldur sækja fram af fullri djörfung til þess sem þú vilt. Reyndu að vera opin/n og heið- arleg/ur og mundu að það þarf einhver að taka fyrsta skrefið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og ert þú að uppskera laun erf- iðis þíns. Góðu fréttirnar eru þær að þú veist það sem þú veist, svo nýttu þér það í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að taka þér tak og koma skipulagi á líf þitt, því þessi ringulreið veld- ur þér og öðrum mestu vandræðum. Breyttu nú um og skrifaðu hjá þér það sem þér dettur í hug. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er tilvalið að versla fyrir ást- vini. Taktu þér samt tíma til þess að íhuga stöðu þína í tilverunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stattu á rétti þínum þegar að hon- um er sótt. Leitaðu hjálpar því þér er nauð- synlegt að fá þetta mál á hreint. ar ÚA keypti Jökul og starfaði þar þangað til Raufarhafnarhreppur sameinaðist Norðurþingi og ég vann eftir það hjá Norðurþingi, aðallega sem launafulltrúi austan Tjörness, þangað til ég var rekinn fyrir það að asnast til að verða sjötugur. Reynd- Jónas kom heim aftur 1973 og hóf að starfa hjá Jökli hf., sem hét líka Fiskiðja Raufarhafnar um tíma, fyrst sem almennur skrifstofumaður og síðan sem skrifstofustjóri í ein tuttugu ár. „Ég flutti mig yfir á skrifstofu Raufarhafnarhrepps þeg- J ón Friðrik Guðnason fædd- ist 12.12. 1945 klukkan 9:10 að morgni uppi á lofti í Norðmannabragganum á Raufarhöfn. Nú hefur það hús verið rifið, en það var lengi mötuneytishús o.fl. hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. „Ég ólst upp á Raufarhöfn, en eyddi sumrum að talsverðu leyti á Presthólum í Núpasveit á aldrinum 5 til 12 ára. Ég var farinn að vinna á síldarplönum síðustu sumrin, en það var samt mjög gott að skreppa smá- tíma í sveitina og labba á eftir kún- um og taka þátt í heyskapnum.“ Jónas gekk í barna- og unglinga- skóla á Raufarhöfn og þaðan í Gagn- fræðaskólann á Húsavík. „Ég vann á síldarplönum sem strákur hjá H.H. og Borgum. Svo var ég tvö sumur hjá SR, fyrst sem trillustrákur og seinna stúari, en þá var ég orðinn 15 ára. Eitt sumar þarna á milli var ég víst aðstoðar- maður í bakaríi og eftir það lenti ég í kaupfélaginu. Ég var ýmist í búðinni eða á skrifstofunni, aðallega í kjöt- búðinni og var orðinn rosalega góð- ur að saga skrokka og salta kjöt.“ Jónas ákvað að fara í Samvinnu- skólann á Bifröst eftir skrifstofu- störfin í kaupfélaginu og hann var þar á árunum 1964-1966. Það þarf ekki lengi að tala við Jónas til að heyra að þar fer mikill húmoristi og sögumaður. „Eftir námið á Bifröst var ég eitt ár hjá Síldarútvegsnefnd og Síldar- verksmiðjunum, líklega sem óheilla- kráka, því þetta voru endalok síldar- áranna á Raufarhöfn. Ekki nóg með það, heldur þegar ég mætti útskrif- aður og tilbúinn að hella mér í kaup- félagsvinnu var kaupfélagið farið á hausinn,“ segir Jónas sem var svo brugðið að hann flúði suður til Reykjavíkur og var þar næstu fimm árin og vann hjá símtæknideild Pósts og síma, en deildin sá um byggingar póst- og símahúsa, við- hald húsanna og fleira slíkt. ar er þetta alveg hræðilegur ferill, þegar betur er skoðað, allt sem ég hef komið nálægt virðist hafa verið lagt niður eða hrokkið upp af á einn eða annan hátt.“ Jónas var alltaf listrænn og var alltaf að skrifa. „Ég varð fyrir því óláni að birta svolítið af kveðskap í Samvinnunni og kynntist í fram- haldi af því strákunum í Ríó Tríóinu, sem varð upphafið að hinu ævistarf- inu. Samkvæmt gögnum Stef er ég skráður höfundur að 447 hljóðrit- uðum söngtextum, einkum fyrir Ríó, en líka talsvert mikið fyrir BÓ, eins og til dæmis fjöldann allan af jóla- lögum og fleiri hafa auðvitað notað afurðirnar.“ Jónas gaf út bókina Flóðhestar í glugga fljótlega upp úr tvítugu, en segist eftir það hafa stillt sig um að gefa út meira af kveðskap nema lagatexta. „En það er nóg til og mestallt frekar dónalegt og háðskt. Ég hef gjarnan verið misnotaður á heimaslóðum og látinn gera kveð- skap – aðallega óprenthæfan – þeg- ar eitthvað stendur til eins og þorra- blót og slíkar samkomur. Ég læt þá gjarnan eins og ég nenni því ekki, en auðvitað er það oftast lygi, eins og svo margt annað í tilverunni.“ Jónas var virkur í starfi Ung- mennafélagsins Austra á Raufar- höfn, meðal annars lengi formaður. Hann átti líka þátt í starfi Leik- Jónas Friðrik Guðnason skrifstofustjóri og textahöfundur – 75 ára Ljósmyndarinn Jónas hefur myndavélina alltaf tiltæka og hér eru seglskútur á Raufarhöfn. „Asnaðist til að verða sjötugur og missti vinnuna“ Spilavítið Jónas er annar varamaður í spilavítinu á þriðjudögum. Textahöfundurinn Jónas hefur samið hátt í 500 söng- lagatexta á ferlinum, mest fyrir Ríó Tríó. 30 ára Vignir Þór ólst upp í Hafnarfirði og býr núna í Kópa- vogi. Vignir er kíróp- raktor og rekur stof- una Líf Kírópraktík í Hlíðasmáranum í Kópavogi. Helstu áhugamál Vignis eru samvera og ferða- lög með fjölskyldunni og að fylgjast með fótbolta. Maki: Arna Ýr Jónsdóttir, f. 1995, nemi í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. Barn: Ástrós Metta Vignisdóttir, f. 2019. Foreldrar: Bolli Eyþórsson, f. 1967, tæknilegur söluráðgjafi, og Ásta Sigríð- ur Benediktsdóttir, f. 1968, ráðgjafi. Þau búa í Hafnarfirði. Vignir Þór Bollason Til hamingju með daginn Fimmtíu ára brúðkaupsafmæli eiga í dag hjónin Svanlaug Eiríksdóttir og Hörður Hansson á Selfossi. Þau voru gefin saman 12. desember 1970 í Hrauna- kirkju af séra Sveinbirni Sveinbjörnssyni. Þau eiga Gullbrúðkaup Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is URBANIA ke r t a hú s Verð frá 3.590,- KÄHLER 30 ára Guðmundur Páll fæddist í Keflavík og ólst upp bæði þar og í Borgarfirði þar sem hann var tekinn í fóstur af yndislegum hjónum sem studdu hann vel. Hann er bíla- málari í Njarðvík og helstu áhugamálin eru fjölskyldan og ferðalög. Maki: Elma Sól Long, f. 1995, heimavinn- andi húsmóðir. Börn: Bergsteinn, f. 2014, og Breki, f. 2016. Foreldrar: Dröfn Sigurvinsdóttir, f. 1961, og Árni Geir Friðgeirsson, f. 1953. Fóstur- foreldrar Guðmundar eru Guðrún Jóns- dóttir, f. 1946, og Davíð Aðalsteinsson, f. 1946 í Borgarfirði. Guðmundur Páll Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.