Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
Elsku pabbi. Þú
varst fyrsti mað-
urinn sem ég elsk-
aði en þú varst
ekki einungis
pabbi minn, heldur varstu vin-
ur minn sem kenndir mér svo
margt í lífinu. Þú kenndir mér
að trúa á sjálfa mig og að allir
vegir væru færir, ég þyrfti
bara að taka af skarið. Þú
kenndir mér líka á trúna, að
trúa að Allah leggur ekki
meira á fólk en það getur borið
og ég hef tekið þennan lærdóm
með mér út í lífið.
Þú veittir mér svo mikinn
innblástur og sérstaklega þeg-
ar ég fór ein til Palestínu yfir
sumarið. Ég hringdi í þig grát-
andi af flugvellinum því ég var
svo kvíðin yfir því að þurfa að
standa á eigin fótum en þú
hvattir mig áfram og sagðist
hafa upplifað það sama þegar
þú fórst til Íslands.
Ég gæti ekki sagt það nógu
oft hversu stolt ég er af þér að
hafa komið til ókunnugs lands
16 ára gamall og náð að byggja
þér líf úr engu og að hafa gefið
mér og systkinum mínum
svona gott líf. Ég hefði ekki
getað óskað mér betri barn-
æsku eða foreldra.
Við brölluðum mikið saman
þegar ég var yngri, hvort sem
það var að fara saman á píanó-
námskeið eða búa til stutt-
myndir í útilegu. Þegar ég
varð aðeins eldri fann ég
hvernig samband okkar breytt-
ist og þú leist á mig sem jafn-
ingja og ég sá hversu stoltur
þú varst af mér þegar ég gat
Salman Tamimi
✝ Salman Ta-mimi fæddist
1. mars 1955. Hann
lést 3. desember
2020.
Útför hefur far-
ið fram.
talað við þig um
„fullorðinsmál“.
Þú varst mikill
sprelligosi alveg
fram á síðasta dag
og hlógum við mest
yfir okkar eigin
aulabröndurum, oft
á kostnað mömmu.
Þér fannst gaman
að segja sögur af
því hversu auðtrúa
ég var, og sérstak-
lega söguna þegar þú plataðir
mig í að kalla í átt að útvarps-
mastri því það myndi alveg
örugglega heyrast í útvarpinu í
bílnum! Svo veltist þú um af
hlátri.
Þú barðist fyrir alvarlegum
málefnum og hafðir upplifað
ýmsa ljóta hluti en samt varstu
alltaf svo kátur og með bros á
vör.
Ég og þú vorum miklir mat-
gæðingar og þú hringdir í ófá
skipti til að bjóða mér í mat
sem þú hafðir dúllað þér við að
elda allan daginn, þó svo að við
tvö værum þau einu sem borð-
uðum. Svo var alltaf nóg fyrir
daginn eftir og að sjálfsögðu
kom ég þá líka.
Elsku pabbi minn, það er
ljúfsárt að minnast síðasta
skiptisins sem við kvöddumst.
Ég knúsaði þig bless og kyssti
en þú hafðir ekki mikla orku
svo þú tókst í staðinn höndina
mína og kysstir mig á hand-
arbakið. Þessi minning verður
kærkomin í mínum huga það
sem eftir er.
Ég mun sakna þess að fá
símtal frá þér til að fletta upp
hinum ótrúlegustu hlutum á
vísindavefnum eða bara heyra
þig segja „Nazímús“, gælu-
nafnið sem hefur fest við mig
frá fyrsta degi sem þú kallaðir
mig það.
Þó að árin sem ég fékk með
þér séu ekki mörg, þá eru þau
dýrmæt, og mun sá lærdómur
og ást sem þú sýndir mér
fylgja mér alla ævi.
Ég vildi að ég hefði fengið
að hafa þig lengur til að fylgja
mér í lífinu en Allah hafði önn-
ur plön fyrir þig.
Elsku pabbi minn, við hitt-
umst aftur í Jannah.
Takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Nazima.
Afi var einn hjartahlýjasti
litli hobbiti sem ég hef kynnst.
Það voru forréttindi að vera
afastelpan þín. Ég á eftir að
sakna afmælissöngvanna sem
ég fékk árlega og stríðnispúk-
ans sem þú varst.
Þegar þú hringdir stundum
og kvartaðir þegar amma vildi
ekki laga kaffi, ég átti þá að
koma og skamma hana. Þetta
eru símtöl sem ég sakna mest.
Ein af síðustu orðum hans
til mín voru hversu stoltur
hann var af mér.
Fólk sem ekki þekkti afa
minn vissi ekki hversu mikill
húmoristi hann var og ofboðs-
lega góður afi.
Við fjölskyldan vorum öll
bestu vinir hans.
Elsku afi minn, ég elska þig
meira en orð fá lýst. Fallega
brosið þitt sem lýsti allt upp,
skemmtidansarnir og gítarleik-
urinn á jólunum sem þú tókst
gleymast aldrei.
Hvíldu í friði.
Þín afastelpa,
Sara Ósk.
Föðurbróðir minn Salman(n)
Tamimi féll frá langt um aldur
fram hinn 3. desember sl., að-
eins 65 ára að aldri. Laut hann
þá í lægra haldi fyrir illvígum
sjúkdómi sem hann hafði glímt
við um nokkurt skeið en haft
undir lengst af. Sjálfur var
hann þess fullviss að hann
myndi hafa betur í þeim átök-
um og á vissan hátt má segja
að sú hafi verið raunin þar sem
hann lét þann fúla fjanda aldr-
ei bera stóran persónuleika
sinn ofurliði.
Ég man aldrei eftir eigin til-
veru án þess að Salman væri
þar einhvers staðar nálægur.
Hann flutti til Íslands þegar ég
var tveggja ára og var hálf-
gerður fylgihnöttur föður míns
sem þá bjó einnig hérlendis. Á
meðan pabbi var í mínum huga
fullorðni bróðirinn, átta árum
eldri, var Salman gaurinn.
Strákurinn sem pabbi átti í
hálfgerðu foreldrasambandi við
og sem hann, eins og aðrir for-
eldrar, skiptist á um að mæra
og setja ofan í við. En alltaf
var það kærleikur og væntum-
þykja í garð litla bróður sem
skein í gegnum þá fjölbreyttu
flóru íslensks og arabísks lofs
og lasts sem pabbi lét falla um
uppátæki hans.
Ég kynntist frænda mínum
þó miklu betur og milliliðalaust
þegar líða tók á unglingsárin,
en þá var pabbi ekki lengur
búsettur hérlendis. Á þeim ár-
um var samgangurinn umtals-
verður og heimsóknir mínar í
verslun hans í Kringlunni voru
fastur liður. Alltaf var mér jafn
vel tekið og lét ég mér það vel
líka að halda mig til hlés þegar
viðskiptavinir komu og föluð-
ust eftir öllu frá austrænum
silkislæðum til einkennisfatn-
aðar örgustu djöflarokkshljóm-
sveita þess tíma. Salman var
alltaf bæði viðræðugóður og
svo skemmtilegur að erfitt var
að slíta sig frá samtölunum.
Þess fundust mörg dæmi að
dýrmætum námstíma væri
fórnað fyrir slíkar samveru-
stundir og ekki finn ég til votts
af eftirsjá yfir því hvernig ég
varði þeim tíma.
Þegar ég komst á fullorð-
insár breyttist samband okkar
eðlilega þó svo Salman breytt-
ist sem slíkur alls ekki neitt. Á
þessum tíma fékk þó trú hans
og barátta fyrir réttindum Pal-
estínumanna aukið vægi, án
þess að hann yrði neitt leið-
inlegri eða hátíðlegri fyrir vik-
ið. Það fór þó ekkert á milli
mála að þessir hlutir skiptu
hann miklu máli. Það var mér
ánægjuefni að geta liðsinnt
honum þegar hann þurfti ráð-
gjöf eða málafylgni á mínu
fagsviði og áttum við marga
góða samverustundina í
tengslum við slík verkefni.
Það fór ekki framhjá neinum
sem þekkt hafði Salman lengi
að samband hans og Ingibjarg-
ar færði honum nýja ró og
dýpt, að ekki sé talað um ein-
stakt barnalán. Hafði hann þó
ekki undan neinu að kvarta
varðandi fyrri tíma barnalán. Í
Ingibjörgu fann Salman lífs-
förunautinn sem ég held að
hann hafi alltaf þráð og um-
kringdur henni, börnum og
barnabörnum átti hann vafa-
laust ánægjulegustu sprettina
á sínu lífshlaupi.
Ég vil þakka elskulegum
frænda mínum fyrir ómetan-
legan tíma okkar saman og
vona að hvar sem hann nú sit-
ur í öndvegi haldi hann áfram
að grallarast en finni þó tíma
til að senda okkur hinum öðru
hvoru jákvæða strauma og smá
skammt af þeirri hlýju, kímni-
gáfu og velvild sem við öll
söknum svo mjög að honum
gengnum.
Einar Páll frændi.
Salman afabróðir var ein-
faldlega bestur. Hann var snill-
ingur, skemmtikraftur, gleði-
gjafi - yndislegur maður í alla
staði. Alltaf þegar ég hitti
hann geislaði af honum gleðin
og stutt var í glensið og grínið.
Hann hafði svo yndislega nær-
veru og öllum leið vel í kring-
um hann. Hann lét sig málefni
heimalandsins Palestínu svo
sannarlega varða og einnig
málefni múslima á Íslandi. Ég
held að Salmann frændi hafi
aldrei sett sjálfan sig í fyrsta
sætið - fjölskyldan, Palestína,
samfélag múslima og allir þeir
sem minna mega sín áttu hug
hans allan. Sama hversu langt
leið á milli þess að við hitt-
umst, þá leið mér alltaf eins og
ég hefði séð hann síðast í gær.
Hann kom fram við alla af ást
og virðingu og þess vegna
elska hann allir sem voru svo
heppnir að kynnast honum.
Hann bauðst margoft til að
kenna mér arabísku og ég mun
ávallt sjá eftir því að hafa ekki
þegið það örláta boð - sérstak-
lega núna þar sem ég bý í Mið-
Austurlöndum. En þær minn-
ingar sem ég á um Salman
frænda eru yndislegar og ég
mun varðveita þær í hjarta
mínu að eilífu. Einu sinni átti
ég að gera blaðaviðtal sem ís-
lenskuverkefni í Verzló og mér
datt strax í hug að hitta Salm-
an og ræða við hann um hans
líf og Palestínu - það var
dásamlegt og upplýsandi spjall
og ég verð ávallt þakklátur
fyrir þá stund. Nú síðast í
haust, örfáum mánuðum áður
en hann kvaddi okkur, gaf
hann mig og eiginkonu mína
Guðnýju Halldórsdóttur saman
á heimili sínu í Breiðholti.
Hann fræddi okkur um arab-
íska siði og menningu og gaf
okkur mörg góð ráð fyrir flutn-
ingana til Mið-Austurlanda.
Þessar stundir með frænda og
Ingibjörgu eru mér óendanlega
dýrmætar og ég er svo þakk-
látur fyrir að hann hafi átt svo
stóran þátt í þessum merku
tímamótum í lífi mínu.
Það er þyngra en tárum taki
að þessi dásamlegi maður hafi
yfirgefið okkur svona snemma.
Það hryggir mig einnig að
hann hafi ekki fengið þann
draum sinn uppfylltan að sjá
fallegu moskuna rísa á Íslandi.
En hans draumur verður að
veruleika einn daginn og það
verður ekki síst honum og
hans baráttu að þakka.
Á sama tíma og ég syrgi frá-
fall Salmans frænda, þá minni
ég sjálfan mig á þau ótrúlegu
forréttindi sem það voru að
hafa hann sem hluta af lífi
mínu. Ég þreyttist aldrei á því
að monta mig af því að þessi
dásamlegi maður væri frændi
minn, svo ótrúlega stoltur var
ég af honum. Hann verður mér
ávallt fyrirmynd og ef ég
kemst í hálfkvisti við hann sem
manneskja, þá hef ég staðið
mig ansi vel. Ég votta nánustu
aðstandendum mína dýpstu
samúð og veit að skarð hans
verður aldrei fyllt - en við
skulum hlýja okkur við allar
dásamlegu minningarnar og
þakka fyrir þær stundir sem
við áttum með elsku Salmani.
Blessuð sé minning hans.
Alexander Freyr Tamimi.
Elskulegur félagi og vinur
er fallinn frá, aðeins 65 ára að
aldri. Við kveðjum með sökn-
uði mann sem var einstakur
fyrir hlýju sína, umburðar-
lyndi, hugrekki og glaðværð,
hvernig sem á móti blés.
Salman var mikill fjöl-
skyldumaður en fyrir mörgum
öðrum var hann bjargvættur-
inn. Hér á ég við hundruð inn-
flytjenda af arabískum toga
sem fréttu af Salmani sem allt-
af var tilbúinn að hjálpa þeim
sem til hans leituðu.
Salman var óhemjuvinsæll
meðal vinnufélaga, hvort sem
var til sjós eða lands, við
kennslu í Iðnskólanum eða sem
tölvunarfræðingur á Borgar-
spítalanum. Ekki má gleyma
makalausri prentmyndagerð í
Kringlunni þar sem búnir voru
til bolir og merki sem enn sitja
föst á ísskápum og geyma dýr-
mæt augnablik. Síðast vann
Salman fyrir blinda og sjón-
skerta á Sjónstöðinni.
Í rauninni var Salman alltaf
að hjálpa fólki til að sjá betur,
til að opna augun og fá skýrari
sýn á lífið og umheiminn, ekki
síst á hans upprunastað, Pal-
estínu. Baráttuna fyrir frelsi
og mannréttindum bar hann
stöðugt fyrir brjósti.
Það átti eftir að verða hlut-
verk Salmans að stofna Félag
múslima á Íslandi árið 1997 og
vera formaður þess. Ég hef oft
þakkað guði fyrir þá gæfu sem
Salman var okkar ágætu en oft
misþroska þjóð. Þá er ég ekki
einungis að tala um manninn
sem slíkan heldur, og ekki síð-
ur, að á þessum misjöfnu og
oft vondu tímum haturs og
hnjóðs, opnaði Salman augu
fólks og kvað niður fordóma
gegn íslam með umburðar-
lyndi, víðsýni, elskusemi og
skilningi á ólíkum stefnum.
Aldrei heyrðist Salman fara
með hnjóðsyrði í garð annarra
trúarbragða, enda hefði það
verið á skjön við uppruna hans
í Jerúsalem, þar sem fólk af
ólíkum trúarbrögðum hefur
svo lengi átt samleið. Svo er
óþarft að gleyma því að Salm-
an ólst upp í kaþólskum skóla á
heimaslóðum og varð fyrir rót-
tækum áhrifum frá fjölskyldu
sinni.
Ég naut dýrmætrar vináttu
Salmans í 33 ár, eða dag hvern
frá því við hittumst fyrst og
gerðumst stofnfélagar í Félag-
inu Ísland-Palestína 29. nóv-
ember 1987, á degi Sameinuðu
þjóðanna fyrir Palestínu. Það
bar aldrei skugga á vináttu
okkar. Salman var stundum í
stjórn félagsins, en mætti bet-
ur þegar hann var ekki í
stjórn. Ég kallaði hann and-
legan ráðgjafa okkar og í þau
25 ár sem ég var formaður fé-
lagsins var ómetanlegt að geta
leitað til Salmans hvenær sem
var og heyra hans álit, heil-
steypt og trúverðugt. Þökk sé
þér, elsku vinur og besti félagi.
Ég minnist fyrstu ferðar
minnar til Palestínu árið 1990
með sr. Rögnvaldi Finnboga-
syni, fyrsta formanni FÍP. Þá
voru miklir átakatímar, Inti-
fada gegn hernámi og Salman
sem vildi standa við hlið þjóðar
sinnar flutti með Ingibjörgu og
börnin til Jerúsalem. Hann var
leiðsögumaður okkar og seinna
Muhamed, mágur hans. Það
var eins og allar dyr opnuðust,
hvar sem þeir komu. Ég vil
trúa því, að eins verði þegar
Salman kemur til himnaríkis
og hittir ástvini sína. Þá verður
ekki flokkað eftir trúarbrögð-
um og allar dyr munu opnast.
Við Björk vottum Ingibjörgu
og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Salm-
ans Tamimi.
Sveinn Rúnar Hauksson.
Þá er ættarhöfðinginn, leið-
toginn, galgopinn og vinur
minn Salman Tamimi genginn
fyrir stapann. Við vorum svo
sem farin að eiga von á því.
Baráttan var orðin langdregin
og hörð, þó svo hann kvartaði
ekki við fólk á förnum vegi.
Salman fæddist og ólst upp í
borginni helgu Jerúsalem, en
kom hingað á klakann 16 ára
gamall, í leit að betra lífi. Það
var löngu fyrir þá íslamófóbíu
sem síðar átti uppgang og
Salmani var vel tekið af land-
anum. Enda hafði hann þá
mannkosti sem mest þykir um
vert á Fróni; hann var bæði
þjarkur til vinnu og gaman-
samur.
Leiðir okkar lágu fyrst sam-
an í lok 9. áratugarins þegar
ég tók upp á því að gerst mús-
limi. Upp frá því vorum við
bræður. Og eins og alvöru-
bræður gengum við saman
gegnum súrt og sætt. Okkur
greindi oft á, en það klikkaði
aldrei að gætum skellihlegið að
öllu saman, eftir hressandi
ágreining.
Salman var fyrsta flokks
ferðafélagi og ferðalögin með
honum bæði innanlands og ut-
an eru ógleymanleg. Hann var
jafnvígur á að þukla hrúta og
taka hressilega í nefið norður í
Skagafirði, og að meta úlfalda í
vatnspípureykjarkófi í Tripoli.
Ògleymanleg er heimsóknin til
Líbíu vorið 2011. Þar vorum
við í 10 daga í boði Ghaddafís,
á „Second World Sufi Confe-
rence“. Við komuna til Tripoli
datt kallinn sko í gírinn. Hann
fékk alla til að skellihlæja, allt
frá tollvörðum til götusalanna,
á mergjaðri arabísku. Í mínum
huga er Salman Tamimi ís-
lenskur Arabi.
Því miður höfum við síðustu
tvo áratugi þurft að horfa upp
á vaxandi þjóðernis- og kyn-
þáttahyggju og Salman fékk
sannarlega sinn skammt af því
í hausinn ásamt allri fjölskyld-
unni. En hann tók því eins og
öðru af festu og með hellingi af
gamansemi. Hann dreymdi um
að sjá fallega mosku rísa í
Reykjavík. Megi sá draumur
rætast sem fyrst amen.
Nú er vinur minn haldinn
heim, Allah gefi honum góðan
vind.
Ég samhryggist Ingu og öll-
um ættboga Salmans innilega.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem á eftir, kanske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
(Bólu-Hjálmar)
Ólafur Halldórsson.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda
samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VILHJÁLMS ÞÓRHALLSSONAR,
Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir til alls þess góða starfs-
fólks sem kom að umönnun föður okkar á Hrafnistu Nesvöllum.
Þórhallur Vilhjálmsson Sólveig Bjarnadóttir
Guðrún Vilhjálmsdóttir
Ólafía S. Vilhjálmsdóttir Nathan Balo
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
fjölskyldunni samúð og vinarhug
við andlát og útför
PÁLS PÉTURSSONAR
á Höllustöðum, fyrrverandi bónda,
alþingismanns og ráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir og fjölskylda
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
föður, tengdaföður, afa og langafa,
SVERRIS INGA AXELSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landakoti.
Kristín Sverrisdóttir
Ragnheiður Sverrisdóttir Hjalti Hugason
Þorsteinn Sverrisson Magnea Einarsdóttir
Ólafur Sverrisson Ellen Símonardóttir
Sverrir, Hugrún, Markús, Auður Inga, Hildur Inga
Ása Inga, Gríma Katrín, Dagur Adam, Mirra Kristín
og barnabarnabörn