Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jólaskógurinn var opnaður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Þetta er tíunda árið í röð sem salnum er breytt í jólaskóg og við opnunina komu leikskólabörn af Tjarnarborg í heimsókn og þau Grýla og Leppalúði mættu á svæðið og sögðu sögur af jólasveinunum. Allir fengu heitt súkkulaði og smákökur. Að venju voru sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð í miðjum skóginum. Morgunblaðið/Eggert Gleðin skein úr andlitum barnanna í jólaskóginum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Barnaverndarnefnd sveitarfélags hefur lokað máli sem barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans – BUGL tilkynnti til nefndarinnar. Morgunblaðið hefur nokkrum sinnum rætt við móður stúlku á ein- hverfurófi sem hefur gagnrýnt BUGL vegna þess að dóttir hennar eigi rétt á fullnægjandi þjónustu þar en fái ekki. BUGL tilkynnti móður- ina til barnaverndarnefndarinnar 8. júlí sl. Hún fékk í fyrradag niður- stöðu nefndarinnar þar sem segir m.a.: „Ekki er talin ástæða til frekari afskipta af málinu á grundvelli barnaverndarlaga. Samþykkt að loka málinu.“ Móðirin sagði ljóst af bréfinu að barnaverndarnefndin hefði lagt mikla vinnu í málið, talað við skóla stúlkunnar og fleiri og tekið sjónar- mið sín og annarra, þar á meðal BUGL, til greina. „Það tók á mig að lesa það sem BUGL sagði. Málið gekk út á það að við hefðum vanrækt barnið að öllu leyti. Það var kallað „almenn vanræksla“. Það þýðir að við gefum barninu ekki að borða og kaupum ekki á það föt. Það er auðvit- að alveg út í hött. Þá var sagt að heimilisaðstæður væru óviðunandi. Við foreldrarnir voru líka sökuð um að hafa vanrækt skólamál, vinnumál og tómstundir,“ sagði móðirin. Hún kvaðst þvert á móti hafa barist fyrir því að stúlkan fengi einhverja kennslu í skólanum og eins að hún fengi viðunandi þjónustu á BUGL. „Það er sagt að ég hafi neitað þjónustu og hamlað því að hún fengi þjónustu. Ég get hrakið þetta allt,“ sagði móðirin. Þá segir hún að yfir- menn BUGL hafi hótað sér því að dóttir hennar yrði tekin af henni. Það hafi m.a. verið staðfest í svari til réttargæslumanns fatlaðra. Móðirin segir að BUGL losi sig við flókin mál ungmenna á einhverfurófi eða með fötlunargreiningu með því að vísa þeim til barnaverndarnefnda og koma málum þeirra þannig yfir á sveitarfélögin. Hún kveðst þekkja þrjú svoleiðis dæmi. 88 mál til barnaverndarnefnda „Ég sendi Landspítalanum fyrir- spurn og spurði hvað mörgum mál- um BUGL vísaði árlega til barna- verndarnefnda. Ég fékk svar 12. nóvember og þá var BUGL búið að senda 88 tilkynningar til barna- verndarnefnda það sem af var þessu ári. Það var svipaður fjöldi og allt ár- ið í fyrra. Ég spurði hvað mörg þess- ara mála vörðuðu börn á einhverfu- rófi eða með fötlunargreiningu. Þau neituðu að svara því,“ sagði móðirin. Í fyrrgreindu svari Landspítalans kom einnig fram að skoðun á kvört- un móðurinnar hefði ekki leitt í ljós að vinnubrögð starfsfólks BUGLs hefðu verið ámælisverð. Athugun á því máli væri lokið innan Landspít- ala. Þá var móðurinni bent á að sam- kvæmt ákvæði laga um réttindi sjúk- linga mætti beina kvörtunum til embættis landlæknis. Barnaverndarmáli var lokað  BUGL tilkynnti móður stúlku á einhverfurófi til barnaverndarnefndar  Móðirin telur það hafa verið gert vegna gagnrýni á BUGL  Barnaverndarnefndin sá ekki ástæðu til frekari afskipta af málinu „Skógurinn í Hamrahlíð er afar fal- lega sprottinn og trén þar óværu- laus,“ segir Björn Traustason, for- maður Skógræktarfélags Mosfells- bæjar. Stafafura og svo blágreni og sitkagreni eru þær tegundir sem mestra vinsælda njóta. Býðst fólki að velja sér og fella tré í Hamrahlíð- inni, sem er í hlíðum Úlfarsfells við Vesturlandsveg. Þar verður um helgina opið milli 12 og 16 og virku dagana fram til jóla fram til klukkan 18. Í gær var verið að undirbúa sölu helgarinnar og glatt á hjalla meðal skógarfólks. sbs@mbl.is Stemningin góð í óværulausum jólatrjáaskóginum í Hamrahlíð  Stafafura og blágreni eru vin- sælar tegundir Morgunblaðið/Eggert Skógarkonur Elísabet Kristjánsdóttir, framar, og Kristín Davíðsdóttir í Hamrahlíð í gær við undirbúning fyrir söluna sem verður um helgina. Kolbrún Bald- ursdóttir, borg- arfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu á fundi borgarráðs á fimmtudag þess efnis að borgarbúar verði hvattir til að styrkja starf björgunarsveita án þess að kaupa flugelda. „Meng- un frá flugeldum er vandamál. Flugeldar eru aldrei umhverfis- vænir eða skaðlausir. Svifryk frá flugeldum er talið varasamt og heilsuspillandi vegna efna sem eru í því,“ sagði í tillögunni sem vísað var til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs. Borgarbúar endur- skoði flugeldakaup Kolbrún Baldursdóttir Dómur yfir tveimur karlmönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað 16 ára stúlku fyrir þremur árum var mildaður í Landsrétti í gær. Mennirnir hlutu tveggja ára fangelsisdóm en höfðu áður verið dæmdir í þriggja ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Sakfelldu, Lukasz Soliwoda og Tomasz Wal- kowski, voru 32 og 36 ára þegar þeir brutu gegn stúlkunni í kjallara fjölbýlishúss í febrúar 2017. Óhóf- legur dráttur á málsmeðferð er meðal rökstuðnings Landsréttar fyrir því að milda dóminn. Þó er tekið fram að brotin hafi verið al- varleg og beinst gegn einstaklingi undir lögaldri. Landsréttur mildaði nauðgunardóm STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN Landshús - Sími 553 1550 - landshus.is EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar. - Öll hönnun á burðarvirki, festingumog efnisval er skv. íslenskri byggingarlöggjöf. KLETTAR SUMARHÚS Viltu lækkabyggingar- kostnað? Klettar sumarhús eru útfærð í einingakerfi Landshúsa. Einingakerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt landmeð góðum árangri. Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift að byggja traust hús á einfaldan og hagkvæman hátt. Verð frá kr. 8.373.120. - 65 fmgrunnhús + 35 fm svefnloft. Val á gluggum: Timbur Ál/timbur PVC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.