Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Ungur maður sem ég þekki –hann er raunar systur-sonur minn – uppástendurað úrvinnslusóttkví sé orð ársins. Og það vill til að nýlega sáum við það ágæta orð á lista yfir hugs- anleg orð ársins á fésbókarsíðu sem kallar sig Málfarslögregluna (syst- ursonur taldi reyndar að orðið mál- farslögregla gæti líka unnið til verð- launa, það er önnur saga). Á téðum lista voru og önnur orð úr sóttvarna- bransanum, sem er orðinn okkur svo hjartfólginn; til dæmis heimkomu- smitgát, sem er strax orðin klassík með sínum innri slætti, dulúð og mjúka boðhætti, einnig smitskömm, farsóttarþreyta, sóttkví, kóviti, samkomubann … En þá vaknar sama spurning og í öðrum slíkum samkvæmisleikjum: Á hvaða forsendum skyldi maður velja sitt orð? Er verið að leita að besta ný- yrðinu, fyndnasta orðinu, hugtaki sem lýsir tíðarandanum, mest notaða orði ársins, eða ein- hverju enn öðru? Allt kemur til greina, en heppilegast lík- lega að þátttakendur séu þar samstiga, svo eitthvað sé að ,marka’ útkomuna. (Ég man eftir svipuðum samkvæmis- leik um kanónu íslenskra bókmennta, þar valdi fólk greinilega á víxl uppá- haldsbókina sína og áhrifaríkasta ritið í menningarsögunni, sem er sjaldgæft að sé eitt og sama verkið – en kannski var niðurstaðan ágætur þverskurður.) Ríkisútvarpið hefur, í félagi við fleiri stofnanir, líka staðið fyrir leit að orði ársins og þar eru leiðbeiningar ögn áþreifanlegri, orðin skulu „hafa einkennt þjóðfélagsumræðuna á liðnu ári eða verið áberandi með öðrum hætti“. Í fyrra féllu þar undir orð eins og hamfarahlýnun (sem sigraði) og drægnikvíði (ótti við að komast ekki á áfangastað á hleðslu rafbílsins), sem brá einmitt aftur fyrir á fyrrnefndum lista Málfarslögreglunnar 2020, innan um aðra nýstár- lega kosti eins og sjálfugleði (ofgnótt sjálfsmynda á félagsmiðlum) og fjartí (partí gegnum fjarfundabúnað). Þetta síðasta minnir mig á hugtak sem ég sá Tolla Morthens nota nýlega, hann auglýsti fátíð, sem er fámenn hátíð vegna samkomutakmarkana, send út rafrænt til allra hinna … Þannig kalla aðstæður hversdagsins á gnótt nýyrða – og þau eru mörg svo fjári skemmtileg að það er ekkert skrýtið að maður hneigist til að velja snið- ugasta nýyrðið, þegar efnt er til svona kannana, sama hvað öllum leiðbein- ingum líður. Eina sem ég vil benda á er að þegar við (almenningur) erum farin að slá um okkur með margsamsettum orðum af þröngu fagsviði, eins og úrvinnslu- sóttkví, ættu auðvitað að klingja viðvörunarbjöllur um ójafnvægi í lífinu (muniði síðast; kjölfestufjárfestir, úrvalsvísitala, afleiðuvafningar), en það kemur víst ekkert aftan að okkur í þetta sinn. Við vitum fullvel að þetta er ójafnvægisár, í kófinu togast á biturleikinn í dreptember og óðajákvæðni glaðventunnar – þannig hlerar maður tilfinningar fólks í gegnum orðin sem það býr til, og ef fleirum líður eins aukast líkur á að orðið lifi. Gleðilega heimkomusmitgát Tungutak Sigurbjörg Þrastardóttir sitronur@hotmail.com Kósí Í kófinu togast á biturleikinn í „dreptember“ og óðajákvæðni „glað- ventunnar“. Ljósmynd/Unsplash, Katie Az Fregnir frá Alþingi benda til að einhver andstaðasé innan þingflokka Sjálfstæðisflokks ogFramsóknarflokks við frumvarp GuðmundarInga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, um miðhálendisþjóðgarð. Það eru alvarlegar fréttir vegna þess að miklir framtíðarhagsmunir þjóðar okkar eru í húfi. En það er jafnframt bót í máli að andstaðan virðist ekki snúast um kjarna málsins, þ.e. friðun miðhálendisins – sem er sameign þjóðarinnar – heldur útfærslu málsins og aðkomu einstakra sveitarstjórna. En sú andstaða má ekki verða til þess að málinu verði slegið á frest. Síðustu daga og vikur hafa verið töluverðar umræður í erlendum fjölmiðlum um þær loftslagsbreytingar sem eru að verða á norðurslóðum og eru að verða til þess að íshell- an á norðurpólnum er að skreppa saman. Þær loftslags- breytingar hafa m.a. áhrif á hitastig sjávar og haf- strauma. Í ljósi þess hvað við Íslendingar eigum mik- illa hagsmuna að gæta í þessum efnum er um- hugsunarvert, hvað lítið af þessum fréttum berst inn í fjölmiðla hér og þar með inn í um- ræður um framtíðarhagsmuni okkar, sem þjóðar hér á norðurslóðum. Þessar breytingar geta haft áhrif á fiski- göngur. Þær geta m.a. leitt til þess að fiski- stofnar leiti norður á bóginn. Það skiptir máli fyrir okkur vegna þess að fiskimiðin við Ísland eru ein af helztu auðlindum okkar. Getur verið að fiskistofnarnir eigi eftir að leita svo langt norður að þeir syndi út úr lögsögunni? Að það geti verið tilefni til að bera slíka spurningu fram ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að huga að öðrum auðlindum okkar og þá ekki sízt náttúru landsins. Það er sú náttúra, sem laðar ferðamenn til Íslands, þótt þeir hafi horfið um skeið vegna veirunnar. Það eru tekjur af þeim ferðamönnum sem fóru að koma hingað, sem gerðu okkur kleift að ná okkur svo vel á strik eftir hrun, sem raun varð á. Og af þeim sökum er mikilvægt fyrir okkur að hlúa vel að náttúru lands okkar, bæði á miðhálendinu og annars staðar, t.d. á norðanverðum Vestfjörðum. Friðun miðhálendisins með stofnun þjóðgarðs þar er ígildi þeirra friðunaraðgerða á fiskimiðunum við Ísland, sem hafizt var handa við eftir svartar skýrslur um stöðu fiskistofnanna, sem fram komu undir lok áttunda áratug- ar síðustu aldar. Þjóðgarður á miðhálendinu er lykilþáttur í því að tryggja afkomu framtíðarkynslóða Íslendinga. Þess vegna mega alþingismenn ekki láta minni háttar ágrein- ingsmál koma í veg fyrir að þetta mikilvæga mál nái fram að ganga. Það er sjálfsagt og eðlilegt að þingið fari rækilega ofan í einstök atriði sem varða aðkomu sveitarfélaga sem land eiga að hálendinu. En þingmenn ættu jafnframt að hafa í huga að reynslan frá öðrum löndum er sú, að nálægð við þjóðgarða leiðir af sér margvíslega atvinnustarfsemi í þeim byggðarlögum sem næst þeim liggja. Ætli þær sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli hafi átt- að sig á þeim tækifærum sem í þeirri nálægð felast? Þær gætu haft gagn af því að kynna sér þá reynslu sem af því hefur fengizt í öðrum löndum. Það er kominn titringur í þingið vegna þingkosninga á næsta ári. Það má sjá nær daglega í fréttum, þegar ein- stakir þingmenn reyna að ná athygli einhverra kjós- endahópa með því að skapa sér sérstöðu í umræðum um sóttvarnir. Það reyna kjörnir fulltrúar í öllum lýðræðis- ríkjum en ríða sjaldnast feitum hesti frá slíkum til- tækjum. En það er minna um slíkar „æfingar“ hér en í sumum öðrum löndum, sennilega vegna þess, að þjóð okkar er almennt vel menntuð og vel upplýst og þess vegna erfiðara fyrir slíka sýndarmennsku að festa rætur hér. Sú sýndarmennska kann þó að vera á ferð- inni í tengslum við friðun miðhálendisins. Þeim þingmönnum, sem hafa tilhneigingu til þess er rétt að benda á að kynna sér viðhorf og skoðanir Birgis Kjarans, sem sat um skeið á þingi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn á Viðreisnarárunum. Hann sagði m.a. í formála Auðnustunda sem út kom 1964: „Íslenzk náttúra þarf verndar við; það þarf að græða og klæða landið … Minnumst þess að ef við unnum ís- lenzkri náttúru og viljum njóta hennar, þá ber okkur að vernda hana til handa komandi kynslóðum.“ Birgir hvatti jafnframt unnendur íslenzkrar náttúru til að „gerast skjaldsveinar hennar og vopnabræður“. Það verður ekki betur séð en umhverfisráðherra hafi lagt sig fram við að taka tillit til sjónarmiða sveitarstjórn- armanna þegar hann lagði endanlegt frumvarp sitt fram á Alþingi. Kjarni þess snýst um friðun auðlinda landsins, ekki síður en hafsins í kringum landið. Sú friðun mun færa okkur og komandi kynslóðum miklar tekjur í framtíðinni. Og við þurfum á þeim að halda. Þeir sem eru öðru fremur með hugann við næstu kosn- ingar ættu að hafa það í huga, að nýjar kynslóðir, sem eru að vaxa úr grasi, gera sér glögga grein fyrir mikilvægi skynsamlegrar stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Það er ekki fráleitt að halda því fram að baráttan um fylgi ungra kjósenda í kosningunum í haust muni snúast um þau mál fremur en önnur. Og er ekki nokkuð ljóst að þeir þingmenn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, sem nú kunna að hafa efa- semdir um hálendisfrumvarpið, þurfi að tryggja sér fylgi unga fólksins til þess að ná endurkjöri? Til umhugsunar fyrir þá hina sömu. Alþingi og framtíðar- hagsmunir þjóðarinnar Byggðarlög í nágrenni þjóðgarða blómstra Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Fyrir nokkrum dögum bar ég tilgrafar dr. Erlend Haraldsson sálfræðiprófessor. Ungur hafði hann farið í svaðilför til Kúrdistan, en því svæði er skipt upp milli fjögurra ríkja, Tyrklands, Íraks, Írans og Sýrlands. Kúrdar eru sérstök þjóð, sem talar kúrdísku, en hún er skyld persnesku. Sæta þeir síharðnandi ofsóknum í Tyrklandi. Erlendur samdi árið 1964 ágæta bók um för sína, Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan. Þar lýsti hann af samúð og skilningi þessari hálfgleymdu og aðþrengdu þjóð án ríkis. Þá rifjaðist upp fyrir mér, að í september síðastliðnum fór fyrrver- andi lagaprófessor, Róbert Spanó, sem nú er fulltrúi Íslands í Mann- réttindadómstól Evrópu og raunar forseti dómsins, til Tyrklands í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Í för- inni hitti hann Erdogan, forseta Tyrklands, sem tekið hefur sér ein- ræðisvald, og lét smella af sér mynd með honum. Spanó þáði heiðurs- doktorstitil við Háskólann í Istan- búl, en þar og í öðrum háskólum Tyrklands hafa þúsundir manna ver- ið flæmdar úr störfum sakir ætl- aðrar andstöðu við stjórn Erdogans. Aðrar þúsundir dómara og saksókn- ara hafa líka verið sviptar emb- ættum. Tyrkland hefur smám saman verið að breytast í einræðis- og jafn- vel alræðisríki. Fangelsi eru þar troðfull. Spanó lét sér þetta ekki nægja, heldur fór með tyrkneskri vinkonu sinni, fulltrúa Tyrklands í dóm- stólnum, Saadet Yüksel, í skóla í Mardin í Suðaustur-Tyrklandi. Fjöl- skylda Yüksel kostar skólann, en þar er nemendum innrættur ísl- amskur rétttrúnaður. Vandamenn Yüksel gegna trúnaðarstörfum í stjórn Erdogans. Jafnframt hitti Spanó að máli borgarstjórann í Mar- din, Mahmut Demirta, en Erdogan setti hann í embætti, eftir að hann hafði rekið hinn löglega kjörna borg- arstjóra úr röðum Kúrda. Um helm- ingur íbúanna í héraðinu er Kúrdar. Með augljósu skeytingarleysi sínu um kúgunina í Tyrklandi og undir- okun Kúrda hefur Spanó sett blett á Mannréttindadómstólinn, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ög- mundur Jónasson og fleiri hafa bent á. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ólíkt höfðust prófessorarnir að FRÁBÆRT SETT Í JÓLAPAKKANN Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Sümac eftir Þráinn Vigfússon meistarakokk. Í bókinni er áhersla lögð á ferskt og gott hráefni sem matreitt er undir áhrifum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Eldur, framandi krydd, fjölbreytileiki, hollar og girnilegar nýjungar eru meginstef bókarinnar sem inniheldur fleiri en hundrað uppskriftir sem prýtt hafa matseðil Sümac. Fastus hefur nú þessa frábæru bók til sölu í eftirfarandi pökkum: Sü on ásamt vönduðu morteli 16.740 kr/pk Sümac eftir Þráinn Vigfússon ásamt glæsilegu hnífasetti frá Yaxell 29.884 kr/pk mac eftir Þráinn Vigfúss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.