Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 52
52 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
England
Leeds – West Ham................................... 1:2
Staðan:
Tottenham 11 7 3 1 23:9 24
Liverpool 11 7 3 1 26:17 24
Chelsea 11 6 4 1 25:11 22
Leicester 11 7 0 4 21:15 21
West Ham 12 6 2 4 20:15 20
Southampton 11 6 2 3 21:17 20
Manch.Utd 10 6 1 3 19:17 19
Manch.City 10 5 3 2 17:11 18
Everton 11 5 2 4 20:18 17
Wolves 11 5 2 4 11:15 17
Crystal Palace 11 5 1 5 17:16 16
Aston Villa 9 5 0 4 20:13 15
Newcastle 10 4 2 4 12:15 14
Leeds 12 4 2 6 17:22 14
Arsenal 11 4 1 6 10:14 13
Brighton 11 2 4 5 15:18 10
Fulham 11 2 1 8 11:21 7
Burnley 10 1 3 6 5:18 6
WBA 11 1 3 7 8:23 6
Sheffield Utd 11 0 1 10 5:18 1
Holland
B-deild:
Jong Utrecht – Excelsior........................ 3:2
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior og skoraði síðara markið úr
vítaspyrnu.
Oss – Jong PSV ........................................ 3:2
Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á eft-
ir 64 mínútur hjá Jong PSV og skoraði síð-
ara markið.
De Graafschap – Jong Ajax.................... 2:2
Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrri hálf-
leikinn með Jong Ajax.
Ítalía
B-deild:
Venezia – Monza...................................... 0:2
Óttar Magnús Karlsson var á vara-
mannabekk Venezia en Bjarki Steinn
Bjarkason var ekki með.
Spánn
B-deild:
Real Oviedo – Tenerife ........................... 4:2
Diego Jóhannesson var á varamanna-
bekknum hjá Oviedo.
Danmörk
B-deild:
Viborg – Köge.......................................... 1:1
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki
Viborg og var valinn maður leiksins.
EM kvenna
Milliriðill 1 í Herning:
Frakkland – Rússland ......................... 28:28
Danmörk – Svíþjóð............................... 24:22
Staðan:
Rússland 4 3 1 0 113:99 7
Frakkland 4 3 1 0 101:96 7
Danmörk 3 2 0 1 72:64 4
Svíþjóð 3 0 1 2 71:77 1
Spánn 3 0 1 2 70:80 1
Svartfjallaland 3 0 0 3 65:76 0
Þýskaland
B-deild:
Aue – Grosswallstadt.......................... 27:27
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 14/2 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Danmörk
Kolding – Mors .................................... 28:27
Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot í
marki Kolding og var með 13% markvörslu.
Frakkland
Toulouse – Aix ..................................... 28:35
Kristján Örn Kristjánsson skoraði þrjú
mörk fyrir Aix.
B-deild:
Nice – Valence ..................................... 30:27
Grétar Ari Guðjónsson varði 14/1 skot í
marki Nice og var með 35% markvörslu.
Svíþjóð
Kristianstad – Hallby.......................... 38:19
Teitur Örn Einarsson skoraði fimm
mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Guð-
mundsson þrjú.
Ungverjaland
Eger – Pick Szeged............................. 21:41
Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki
með Pick Szeged vegna meiðsla.
Spánn
Andorra – Zaragoza ........................... 83:98
Haukur Helgi Pálsson skoraði átta stig,
gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú frá-
köst fyrir Andorra.
Tryggvi Snær Hlinason skoraði níu stig,
tók þrjú fráköst og varði skot fyrir Zara-
goza.
Litháen
Alytaus Dzukija – Siaulai................ frestað
Elvar Már Friðriksson og liðsfélagar í
Siaulai voru sendir í sóttkví í gær.
VIÐTAL
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Helgi Kolviðsson, fyrrverandi
landsliðsmaður Íslands og aðstoðar-
þjálfari karlalandsliðsins frá 2016 til
2018, kveðst ætla að skoða næstu
skref sín á ferlinum í rólegheitum
um jólin eftir að hafa hætt störfum
með landslið Liechtenstein á dög-
unum.
„Ég er reyndar samningsbundinn
til áramóta þannig að mér liggur
ekkert á og ég gæti þess vegna beðið
rólegur til vorsins. En auðvitað er ég
aðeins farinn að líta í kringum mig.
Umboðsmaðurinn er að skoða hvað
sé í boði, símtölin eru orðin mörg úr
ýmsum áttum og nokkur félagslið
hérna í nágrenninu eru búin að hafa
samband. En vegna kórónuveiru-
ástandsins eru þjálfarastörf hjá fé-
lagsliðum í augnablikinu lítið annað
en slökkviliðsstörf,“ sagði Helgi við
Morgunblaðið en hann býr syðst í
Þýskalandi, við landamæri Sviss og
Austurríkis, og hefur þjálfað félags-
lið í Austurríki og Þýskalandi á und-
anförnum árum ásamt því að stýra
karlaliði Liechtenstein í tvö ár.
Ótrúlegar aðstæður í haust
Hann er ánægður með tímann í
Liechtenstein, sem er í aðeins níutíu
mínútna akstursfjarlægð frá heimili
hans í Þýskalandi.
„Þó ég væri með marga áhuga-
menn í liðinu þá stóðum við vel í
stórum þjóðum í undankeppni EM,
gerðum m.a. jafntefli í Grikklandi,
og hefðum síðan átt að vinna okkar
riðil í Þjóðadeildinni. Vandamálið
var að ég var að stórum hluta með
áhugamenn sem fengu ekki að spila
fótbolta í átta mánuði áður en kom
að landsleikjunum í haust, og síðan
voru ótrúlegar aðstæður í kringum
leikina. Ég missti út sjö til ellefu
menn fyrir hvern leik, þeir máttu
ekki ferðast frá t.d. Sviss eða Aust-
urríki, og í einum leikjanna var ég
bara með 15 manna hóp, þar af sex
leikmenn úr 21-árs landsliðinu.
Það búa færri í Liechtenstein en í
Kópavogi svo úrvalið af leikmönnum
var ekki mikið. Við gerðum jafntefli
við Gíbraltar í lokaleiknum en hefð-
um farið upp með því að vinna hann.
Okkur vantaði of marga góða leik-
menn til að geta klárað það dæmi.
En ég var búinn að ræða við for-
ráðamenn Liechtenstein strax í
september um að ég myndi hætta
um áramót því mér fannst ég verða
að taka næsta skref. Við starfinu
tekur Martin Stocklasa, þjálfari 21-
árs landsliðsins, sem sjálfur spilaði
113 landsleiki. Það eru frábær tíma-
mót fyrir Liechtenstein því hann er
fyrsti heimamaðurinn í sögunni sem
tekur við starfi landsliðsþjálfara.
Þetta var allt á jákvæðum nótum og
mikil reynsla að starfa með þetta
lið,“ sagði Helgi.
Ekki til stærra verkefni
en að þjálfa eigið landslið
Hann vann með íslensku lands-
liðsþjálfurunum frá 2016 til 2018,
fyrst þegar hann kom Lars Lager-
bäck og Heimi Hallgrímssyni til að-
stoðar á EM í Frakklandi, og var síð-
an í framhaldi af því aðstoðarþjálfari
liðsins með Heimi í undankeppni
HM og í lokakeppninni í Rússlandi.
Aðspurður hvort hann væri til í að
starfa í kringum liðið á ný og jafnvel
taka við sem landsliðsþjálfari nú
þegar Erik Hamrén er hættur og
KSÍ leitar arftaka hans sagði Helgi
að íslenska landsliðið stæði alltaf
hjarta sér næst.
„Mér fannst Arnar Þór Viðarsson
svara samskonar spurningu frábær-
lega á dögunum. Það er ekki til
stærra verkefni en að þjálfa eigið
landslið, hjartað er alltaf þar. Mínar
bestu stundir á ferlinum voru að
vera landsliðsmaður Íslands og síð-
an hluti af þjálfarateyminu. Ef KSÍ
þarf á minni aðstoð að halda í ein-
hverju hlutverki þá er ég til í að
skoða allt. Það var gríðarlega
skemmtilegt að koma liðinu til að-
stoðar á EM í Frakkklandi og fá
tækifæri til að horfa yfir öxlina á
Lars Lagerbäck og læra af honum,
og í framhaldi af því að starfa við hlið
Heimis í undankeppni HM og fara
með liðinu til Rússlands. Þetta var
frábær reynsla sem ég nýtti mér vel
sem landsliðsþjálfari Liechtenstein.
Þar var ég ekki með bestu fótbolta-
menn í heimi en við vorum vel skipu-
lagðir og nýttum vel einstaklinga
sem höfðu mikil gæði, á svipaðan
hátt og íslenska landsliðið hefur gert
á undanförnum árum,“ sagði Helgi.
Gríðarleg reynsla
og björt framtíð
Hann telur að þó Ísland hafi ekki
náð að komast á EM eftir tapið í
Ungverjalandi sé engin ástæða til
svartsýni, þvert á móti, og segir ekki
þörf á róttækum aðgerðum þó þann-
ig hafi farið.
„Í liðinu er fullt af strákum á besta
aldri, í kringum þrítugt, og þeir búa
yfir gríðarlegri reynslu hvað varðar
varnarleik og skipulag. Á sama tíma
eigum við fjölmarga yngri stráka
sem eru komnir í atvinnumennsku í
Evrópu og geta komið smám saman
inn í liðið. Árangur 21-árs landsliðs-
ins hjá Arnari og Eiði Smára sýnir
hversu björt framtíðin er. Þó þeir
strákar verði í úrslitakeppni í mars,
á sama tíma og A-landsliðið byrjar
undankeppni fyrir HM, á það ekki að
vera vandamál því breiddin er mik-
il.“
Yrði frábært að byrja
á stigi í Þýskalandi
Helgi telur að Ísland eigi ágætis
möguleika í undanriðli HM þar sem
mótherjarnir eru Þýskaland, Rúm-
enía, Norður-Makedónía, Armenía
og Liechtenstein.
„Við erum ekki í auðveldum riðli
og það er erfiðara að komast á HM
en EM þar sem bara efsta sætið veit-
ir öruggan keppnisrétt. Öll liðin í
þessum riðli eru þannig að þau geta
tekið stig hvert af öðru. Þýskaland á
hinsvegar að vinna riðilinn, þó ekk-
ert sé öruggt í fótbolta, en þessi riðill
er lúmskur.
Það verður erfitt að hefja undan-
keppnina á útileik í Þýskalandi og
fara svo þaðan til Armeníu og Liech-
tenstein, en pressan er öll á Þjóð-
verjunum. Umræðan hjá þeim er
þannig að þeir verða að ná í góð úr-
slit í hverjum leik. Það er óöryggi
hjá þeim sem stendur og það er allt
hægt í fyrsta leik. Það yrði gríðar-
lega sterkt að byrja á að sækja stig
til Þýskalands og byggja síðan á því,
rétt eins og við gerðum með því að
sækja stig til Úkraínu í fyrsta leikn-
um fyrir HM 2018,“ sagði Helgi Kol-
viðsson.
Hjartað er alltaf hjá
íslenska landsliðinu
Helgi Kolviðsson skoðar næstu skref á ferlinum eftir tvö ár sem landsliðs-
þjálfari Liechtenstein Væri slökkviliðsstarf að taka við félagsliði núna
Morgunblaðið/Eggert
Landsliðið Helgi Kolviðsson segir leikmönnum til á æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í Rússlandi þegar lið-
ið var á heimsmeistaramótinu. Þar var Helgi aðstoðarþjálfari liðsins en hann tók síðan við liði Liechtenstein.
Knattspyrnukonan reynda Hólm-
fríður Magnúsdóttir er gengin til
liðs við Selfoss á ný eftir tæplega
þriggja mánaða dvöl hjá sínu gamla
félagi í Noregi, Avaldsnes. Hún
hafði áður leikið með Selfyssingum
frá vorinu 2019. Hólmfríður er 36
ára og næstleikjahæsta knatt-
spyrnukona Íslands í deildakeppni, á
eftir Katrínu Jónsdóttur, en hún hef-
ur leikið 323 deildaleiki á ferlinum
og skorað í þeim 186 mörk. Þar af
eru 156 leikir og 122 mörk í íslensku
úrvalsdeildinni. Þá hefur hún skorað
37 mörk í 113 landsleikjum.
Hólmfríður komin
aftur á Selfoss
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Selfoss Hólmfríður Magnúsdóttir
heldur áfram á næsta tímabili.
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði
íslenska landsliðsins, er í 24. sæti
yfir bestu knattspyrnukonur heims
að mati sérfræðinga enska blaðsins
The Guardian. Árlega birtir The
Guardian bestu 100 leikmenn heims
samkvæmt atkvæðagreiðslu 88 sér-
fræðinga víðsvegar að úr heim-
inum. Sara hefur verið á þessum
lista undanfarin ár en tekur nú
stórt stökk frá árinu 2019 þegar
hún var í 52. sæti. Í gær var einnig
tilkynnt að Sara og Gylfi Þór Sig-
urðsson hefðu verið valinn knatt-
spyrnufólk ársins hjá KSÍ.
Sara upp í 24.
sæti í heiminum
Ljósmynd/@UWCL
Sigursæl Sara Björk Gunnarsdóttir
varð m.a. Evrópumeistari 2020.