Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
Þar sem heimurinn bráðnar
Ímyndaðu þér, að vakna snemma morguns í
nyrstu byggð heims, um hávetur í svarta-
myrkri. Spangól einmana hunds rýfur þögn-
ina. Úti er fimbulkuldi. Það er eins og þorpið
sofi. Enginn á ferli. Spangólið stigmagnast
þegar hundarnir í
þorpinu vakna hver
af öðrum. Trega-
blandið spangól
grænlenska sleða-
hundsins hefur ein-
hvern óræðan sjarma
sem hefur róandi
áhrif. Í trega-
söngnum býr saga
einhverra mestu
hetja norðurslóða,
ferfætlinga sem
gerðu mönnum kleift að komast á báða póla
jarðarinnar. Harðgert dýr sem á ögurstundu
kom veiðimönnum heim í öruggt skjól gegnum
heimskautastorma. Söngur hundanna á Græn-
landi hefur ómað í gegnum aldirnar. Ef til vill
leynist boðskapur í tregablandinni hundgánni
fyrir heiminn að hlusta á; heimkynni hans eru
að breytast.
Dagurinn er stuttur. Það tírir varla af degi í
þessari undraveröld fimbulkuldans. Myrkrið
umlykur allt. Sögur veiðimanna af svaðilförum
á norðurhjara fljúga á milli þeirra. Sumar
eldri sögur af veiðimönnum hafa dáið með
þeim sem gengnir eru. Aðrar öðlast líf að nýju
við takfastan slátt inúítatrommunnar á síð-
kvöldum. Inn á milli leynast sögur sem eru
heiminum framandi, perlur sem fáir hafa
heyrt og eru hluti af leyndardómum norð-
urslóða.
Í víðáttu Grænlands eru staðir sem kalla
fram þá tilfinningu að maður sé einn í heim-
inum, staðir sem fáir eða jafnvel enginn hefur
stigið á fæti. Kyrrðin er yfirþyrmandi. Auðnin
virðist endalaus. Það er engu líkt að horfa eftir
fjallstindum á þessa undraveröld, niður í djúpa
dali og firði þar sem hafísinn hefur læst
krumlu sinni og umlykur allt, eins langt og
augað eygir. Þessi heimur óbyggðanna lætur
engan ósnortinn sem upplifir þá kyrrð og
krafta sem í landinu búa.
Að anda að sér tæru heimskautaloftinu er
eins og að anda að sér annarri lofttegund.
Ferskt og kalt loftið gefur einhvern aukakraft.
En hætturnar leynast víða á hafísnum. Lífið á
norðurslóðum hefur aldrei verið dans á rósum.
Komdu með í ferðalag út á hafísinn á hunda-
sleðum um nyrstu byggðir heims í Thule og
um Scoresbysund með veiðimönnum. Reynum
að lifa okkur inn í heim kuldans sem flestum er
framandi og heillandi í senn. Förum í siglingu
á lítilli jullu, milli ísjaka á firði sem var frosinn
yfir vetrarmánuðina fyrir tuttugu árum en er
nú opið haf með ísjökum sem fljóta um eftir
því hvernig vindar blása. Upplifum svaðilfarir
veiðimannanna og fylgjumst með hetjum norð-
urslóða berjast fyrir lífi sínu í illviðrum sem
fæstir venjulegir menn mundu lifa af. Förum
vítt og breitt um Grænland á hundasleðum og
kynnumst lífinu í landi þessa harðgera fólks
sem horfir á heimkynni sín breytast hratt þeg-
ar jökullinn og hafísinn hopa.
Skyggnumst inn í heim sleðahundsins sem
er besti vinur sem hægt er að hugsa sér á ög-
urstundu. Þegar allt um þrýtur og öll sund
virðast lokuð þá bregst hann ekki og dregur
sleða veiðimannsins heim þótt ekkert sé
skyggnið. „Án grænlenska hundsins væri eng-
in Inúiti til,“ sagði gömul grænlensk kona sem
lifað hafði tímana tvenna. „Hann hefur haldið í
okkur lífinu í 4000 ár,“ hélt hún áfram.
Allt er í heiminum hverfult. Nú er hund-
urinn ekki lengur eins mikilvægur og áður.
Vélsleðinn hefur tekið við og hundunum hefur
fækkað ásamt veiðimönnunum.
Söngur hundanna á Grænlandi
Bókarkafli |Ragnar Axelsson
hefur myndað líf og lífshætti á
Grænlandi fjóra áratugi. Bók-
in Hetjur norðurslóða er óður
til grænlenska sleðahundsins
og sambandsins sem myndast
hefur milli manns og hunds í
veiðimannasamfélaginu. Auk
mynda eru í bókinni sögur
veiðimanna af hundum sínum.
Ljósmynd/Ragnar Axelsson
Hvolpasveit „Án grænlenska hundsins væri enginn Inúíti til,“ sagði gömul grænlensk kona sem lifað hafði tímana tvenna.
Hetjur Skjótt skipast veður í lofti og þar sem áður
var traustur ís getur hann brotnað í fleka sem
gliðna í sundur undan sterkum straumum í hafinu.
Þá er engin leið fær nema beint af augum.