Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Það er mér ómæld blessun að hafa alist upp með ömmu minni. „Þú ert nú eins og dóttir mín líka,“ sagði hún oft þar sem ég dvaldi löngum hjá henni og það fannst mér einnig. Alda amma mín var „gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur“ (braglína sem hún flutti alltaf til roðnandi langömmubarnanna). Hún hafði einstakt lag á lífinu og bjó yfir dýrmætri speki sem lærist ekki öðruvísi en samvist- um með þeim sem eftir henni lifa. Til að mynda lagði amma mikla áherslu á það að hlæja og að geta hlegið sama hvað á dundi og ítrekaði reglulega hversu mikilvægt það væri að taka ekki sjálfan sig og hvað þá lífið of hátíðlega. Alltaf sá hún það besta í manni og gat dregið það fram nógu lengi svo maður sæi það og tryði því sjálfur. Þegar maður bögglaðist til hennar með hvirfilbyl á bakinu þurfti oft ekki meira en faðmlag frá henni til að lægja storminn. Ef það dugði ekki þá passaði hún að hella upp á kaffi og með’í og láta mann sitja við eldhús- borðið og „kjafta fram á nótt“ undir því yfirskini að hún væri sko hvort eð er ekkert að fara að sofa af því hún þyrfti að klára að sauma eitthvað. Það skipti engu þótt hún væri komin hátt á áttræðisaldurinn, henni fannst hún líka aldrei vera jafn gömul og tölurnar, svo yngdist hún með aldrinum í ofanálag. Amma stóð líka alltaf með manni þegar á reyndi og það sem manni var mikilvægt var henni þeim mun mikilvægara, sama hversu lítilfjörlegt það var. Þannig geymdi hún morgun- kornsleikföng sem ég hafði safn- að fjögurra ára gömul eins og dýrgripi uppi á hillu í rúman áratug. Sem barni leyfði hún mér alltaf að brjóta eggin þegar hún bakaði sinn víðfræga púð- ursykursmarengs. Hún skeytti ekkert um það þótt mörg egg færu ónýt í ruslið heldur henti þeim með bros á vör og rétti manni það næsta. Þannig nálg- aðist amma öll mistök sem mað- ur gerði, „jæja, við tölum ekki um það!“ sagði hún, það var bara að halda áfram og reyna aftur. Amma bjó yfir sterkri rétt- lætiskennd og var einstaklega umhyggjusöm. Án þess þó að hafa mörg orð um það en hún lét óspart verkin tala og veitti öllum þeim sem drápu á hennar dyr aðstoð og stuðning. Raunar áttu ótalmargir heimastað hjá ömmu, sama þótt það hafi ekki alltaf verið þeirra svefnstaður, og það var ekki óalgengt að rek- ast á ókunnuga, unga sem aldna, sem kölluðu hana ömmu sína líka. Það vita þeir sem þekkja til að hér er svo gott sem ort um hana: Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barn- ið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Alda amma mín var eina amma mín en hún elskaði mig það mikið að hún vakti hina Alda Vilhjálmsdóttir ✝ Alda Vilhjálms-dóttir fæddist 20. nóvember 1928. Hún lést 30. nóv- ember 2020. Útför Öldu fór fram 11. desember 2020. ömmu mína til lífs fyrir mér með því að segja mér sög- urnar sínar af henni og hennar gildum. Það mun ég gera fyrir mín börn og barna- börn, þannig munu þau þekkja konuna miklu hjarta- hreinu, Öldu ömmu á Bárustíg sem faðmar þau við komu og veifar er þau fara á brott við sögulok. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Um daginn reyndi ég að telja hversu oft amma lagaði handa mér skyr. Það er erfitt að áætla það nákvæmlega, en það hlýtur að vera alla vega fimm hundruð sinnum, og kannski hátt í þúsund sinnum. Alla vega lagaði hún oft handa mér skyr hvert sumar sem ég var með henni, en þau voru nokkur, og hreinlega í hvert sinn sem ég bað um það, sem var oft. Iðulega malaði Rás eitt við eldhúsbekkinn, og svo fylgdi með einhver saga um efni sem amma taldi eiga erindi við ung- an skyrgáminn. Af sögunum hennar að dæma var amma sjálf heldur nútímalegur ung- lingur. Einhvern tímann var hún sett í kristnifræðslu, og spurði við það tilefni prestinn nokkurra áleitinna spurninga, svo sem eins og hvar þessir himnar úr faðirvorinu eiginlega væru. Þótti henni heldur fátt um svör. „Guð er enginn skýja- karl,“ sagði hún, og fann þess í stað upp á sínum eigin kristi- lega manikeisma. Sagði hún þannig oft að Guð væri það góða í manninum. Hér um bil þúsund skyrs- kálum síðar skil ég að það var margt gott í ömmu, og að amma er allavega margt af því góða í mér og ekkert af því vonda. Kenndi hún mér ekki aðeins um vísindi hins vel hrærða skyrs, heldur líka með sinni breytni um góða breytni. Amma var ákveðin, réttsýn og ófeimin. Hún skar ítrekað af sínum stakk handa öðrum. Amma var líka ótrúlega vel menntuð, og stalst til dæmis barnung til að lesa þjóðsögur Jóns Árnasonar og hlaut af því bæði martraðir og mikinn siða- lærdóm. Þurfti ég ekki að stel- ast fyrir henni til að lesa sömu þjóðsögur, heldur rétti hún mér þær og margar aðrar bækur þar að auki, og af margvísleg- um toga, svo sem Platón og kvæðasafn Davíðs Stefánsson- ar. Geri aðrar ömmur betur. Takk amma fyrir ástina og athyglina sem þú sýndir mér um ævina. En líka takk fyrir allt skyrið. Ófeigur Páll Vilhjálmsson. Drottning englanna Elsku amma mín, farin á braut, þreytt eftir lífsins löngu þraut. Mín sterkasta stoð, minn ofurkraftur, svo sárt að aldrei hitta þig aftur. Fyrir mig varstu klippan sem aldrei brast. Fyrir mig varstu hlýjan sem faðmaði mig fast. Fyrir mig varstu öryggið í öllum stundum. Fyrir mig varstu gleðin á okkar samverufundum. Af öllum kostum þú gafst mér það besta, svo að ég komist í gegnum það mesta. Þrautseigja, þrek og þráablóð, en umfram allt að vera hjartagóð. Þú kenndir mér að þrátt fyrir sorg í hjarta get ég valið að sjá dagana bjarta. Þú gafst mér svo margar góðar stundir, svo margar stundir sem voru gleði- fundir Elsku amma sem stóð alltaf með mér og oftar en ekki gleymdi sjálfri sér. Nú ertu drottning englanna minna, styrk þinn í hjarta mínu alltaf mun finna. Ég veit að þú stendur áfram með mér og þú veist að ég stend alltaf með þér. Og nú vil ég amma mín á það minna að allar þrautir við munum yfirvinna. Sigurlaug Vildís Bjarnadóttir. Amma Alda, sem var ein um- hyggjusamasta, jákvæðasta og duglegasta manneskja sem ég hef kynnst, hefur kvatt þessa jarðvist. Líf hennar var gjöfult. Amma Alda lagði sig fram um að gefa af sér, vera alltaf til staðar, finna lausnir og hjálpa öllum sem þurftu hjálp. Hún vissi ekki hvað orðið „nei“ þýddi. Amma talaði alltaf um hversu rík hún væri að eiga okk- ur fjölskyldu sína, öll börnin og barnabörnin, við vorum hennar fjársjóður. Amma fylgdist vel með okkur og vildi helst að við byggjum öll hjá sér, í það minnsta værum þar eins oft og mögulegt var. Ekki var verra ef vinirnir kæmu með og var þeim ávallt tekið sem hverju öðru barnabarni. Þannig var Báru- stígur 1, heimili ömmu Öldu og afa Egils, öllum opið en það voru hjörtu þeirra beggja líka. Ég naut þeirrar gæfu að fá að búa hjá ömmu og afa þegar ég byrjaði í framhaldsskóla. Ég kynntist allflestum Skagfirðing- um þar og náði góðum tengslum við ættingja mína við eldhús- borðið hjá ömmu, þar sem hún sat og saumaði. Bárustígurinn var nokkurs konar umferðar- miðstöð. Amma sá ekki neitt slæmt í neinum. Hún hafði stundum skoðanir á því hvort væri ekki hægt að leggja sig að- eins meira fram um námið, sem var henni svo mikilvægt, og spurði kannski hvort eitt og annað sem manni datt í hug væri sniðugt. Amma var ekki mikið fyrir að skammast eða kvarta, frekar að hvetja áfram og leiðbeina. Ég fann þó að hún var ekki alltaf ánægð ef ég kom ekki heim í kvöldmat þegar ég bjó hjá henni og hafði stundum áhyggjur af því að ég tæki of mörg verkefni að mér, eins og hún og afi. Það er ekki hægt að hugsa til ömmu án þess að saumavélar komi upp í hugann. Allar stund- irnar sem við fengum að koma til hennar í vinnuna á sauma- stofuna Vöku, heima að sauma við eldhúsborðið frá morgni til kvölds. Eitt sinn var amma að passa mig og þegar ég vaknaði um morguninn sá ég að hún hafði tekið saumavélina með til að missa ekki verk úr hendi. Ef amma frétti af veislu í fjölskyld- unni kveikti hún strax á ofninum og útbjó sínar landsfrægu púð- ursykurstertur, hrístertur og steikti heimsins bestu pönnu- kökur. Þegar ég útskrifaðist úr lögregluskólanum mættu hún og afi með dýrindisveislu í skottinu á bílnum, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sú veisla varð mér til mikillar gæfu. Við það tæki- færi kynntist ég Sigurlaugu eftir að hún hafði þegið rómaðar veit- ingar hjá ömmu. Strákarnir okkar, Pétur Þór, Patrekur Árni og Andri Steinn, áttu náið og gott samband við ömmu Öldu. Amma bakaði alltaf pönnukökur um leið og þeir komu. Ekki fannst þeim verra að fá að hjálpa til og fáar ef ein- hverjar reglur giltu hjá ömmu sem sagði aldrei nei þegar óskað var eftir einhverju eins og góð- gæti. Elsku amma fékk það langlífi sem hún óskaði og að vera ferðafær til síðasta dags. Við fjölskyldan í Grindavík minnumst ömmu Öldu með miklu þakklæti, gleðjumst yfir minningunum og tökum lífsgildi hennar okkur til fyrirmyndar. Hvíldu í friði kæra amma. Vilhjálmur Árnason. Það er hljóðnað á Bárustígn- um. Hér eru ekki lengur gestir og gangandi að koma og fara. Húsið sem stóð öllum opið er tómt. Alda, elsku mágkona mín, hefur kvatt okkur eftir langt og farsælt dagsverk. Heimilið á Bárustígnum var í raun eins konar umferðarmið- stöð, þangað sóttu margir, ungir og aldnir, allir voru velkomnir til dvalar í lengri eða skemmri tíma. Alltaf nóg pláss. Það var eitthvað svo sjálfsagt að fara til Egils og Öldu, ef einhvers þurfti með. Öldu þótti vænt um Skagann sinn. Hún minntist oft björtu sumarnáttanna, þegar sólin seig aldrei til viðar. Þegar hún var ung langaði hana að læra hjúkr- un, en af því gat ekki orðið. Saumakonan: Alda var sjálf- menntuð saumakona, og einstök í því fagi. Marga flíkina var hún búin að sauma, allt frá brúð- arkjólum til félagsjakka á hesta- mennina. Í öllu þessu átti Alda mjög auðvelt með að útbúa veisluborð fyrir hvern sem var. Þau Egill voru góðir gestir í fjölskylduboðum og sagt var, að þegar Alda væri komin í rauða jakkanum þá gæti veislan byrj- að. Ég var ein af þeim sem komu og fóru á Bárustígnum. Ég get aldrei fullþakkað það sem ég naut þar hjá þeim hjónum. Það geymir minningin. Síðustu árin voru Öldu minni stundum erfið. Hún fylgdi ekki eftir breyttum tíma. En það var alltaf gott að koma til hennar, setjast á bekkinn í eldhúsinu og spjalla um liðna tíð yfir kaffi- bolla. Það er góð minning. Ég kveð elsku Öldu mína með virðingu og þakklæti. Fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir og fjölskylda. Ef við erum svo heppin að komast á fullorðinsár fer ekki hjá að við kveðjum næstu kyn- slóð á undan, sem hefur verið í lífi okkar um lengri eða skemmri tíma. Alda hefur verið í mínu lífi síðan ég man eftir mér. Ég segi að ég hafi átt þrjár mæður; eina sem ól mig af sér og tvær sem fóstruðu og ég gat alltaf leitað til. Alda var gift Agli móður- bróður mínum og ekki er hægt að nefna Öldu nema Egill og Bárustígurinn fylgi með. Marg- ar bestu minningar bernskunnar tengjast þessari þrenningu. Ég hef verið sex ára þegar ég kom fyrst á Bárustíg 1 til dval- ar. Það var vetur og mikill snjór. Minningin er af Öldu að drösla fjórum börnum, mér sex ára, Villa fimm ára, Ástu fjög- urra ára og Bjarna þriggja ára, í foráttufærð út á Gamla-Spítala í ljós. Ekki var um að tala að fara á bíl fyrir ófærð. Alda var ekki venjuleg kona, hún gekk í sín verk án þess að hika. Á Bárustíg voru dyr aldrei læstar, nánast lokuðust ekki. Allir voru velkomnir og ekki far- ið í manngreinarálit. Þar var ekki bara heimili sex manna fjölskyldu heldur gegndi heim- ilið hlutverki margra stofnana. Það var skrifstofa Búnaðar- sambands Skagafjarðar í mörg ár. Það var barnaheimili, heima- vist fyrir 8-10 ungmenni á stundum, sjúkrahús, fæðingar- deild, biðstaður fyrir verðandi mæður, elliheimili og öryggi fyr- ir þá sem áttu hvergi athvarf. Félagsmiðstöð í víðu samhengi. Matur á borði fyrir 20-30 manns í mál var ekki sjaldgæft. Hús- bændurnir brosandi og elskuleg- ir. Þetta var ekki nema hluti af verkahring Öldu. Hún saumaði föt á alla Skagfirðinga. Jakka fyrir hestamenn, brúðarkjóla og allt þar á milli. Hver flík var listaverk. Hún klæddi margar kynslóðir og hvíldartíminn var stundum enginn. Góð er sagan þegar hún þá orðin fullorðin tók saumavélina sína og fór út til Washington til að aðstoða Villa son sinn. Að fara í aðra heimsálfu með saumavélina var sjálfsagt og að vera í stórborginni var jú bara eins og á Króknum. Hún var ekki ein í lífinu. Hún átti Egil frænda og þótt hann ynni langan vinnudag tók hann til hendinni þegar hann hafði tök á. Ég var oft fyrir jólin á Bárustíg og átti þá að gera gagn. Alda var að sauma. Egill var góður verkstjóri og gaman að vinna með honum - taka til þar sem hægt var fyrir sauma- skap. Ein minning, ég stend við eld- húsvaskinn og Egill ber af borð- inu. Svo kemur hlé, að mér læð- ist grunur um að ekki sé allt búið. Hann er kominn í fj. búrið og þá er verk fram undan. Þar leyndist margt. Þessi minning kætti okkur Öldu og var oft rifj- uð upp. Síðustu árin hafa ekki verið Öldu létt. Hún var orðin ein á Bárustígnum og skildi ekki þetta líf. Fáir í heimsókn, engin börn né konur í kaffispjalli. Þá var gott að setjast við eldhús- borðið, þar sem saumavél stóð lengi án verkefna og móðinsblöð á bekknum, án þess að þeim væri flett. Við ræddum gamla daga og skemmtum okkur við minningar. Í tæplega tvö ár hefur Alda dvalið á D5 á HSN. Bárustígur er hljóður. Elsku Alda, hjartans þakkir fyrir þinn hluta í mínu lífi. Hann var ekki lítill. Elsku Villi, Ásta, Bjarni, Árni og ykkar fólk. Innilega samúð. Ég þakka fyrir mig. Sigurlaug Maronsdóttir. Ég velti því fyrir mér hvernig það hefur verið fyrir ókunnuga manneskju að ganga inn á Báru- stíginn hjá Öldu og Agli á árum áður. Það fyrsta sem varð á veg- inum var líklega krakkaskari á hlaupum, á leiðinni út eða inn. Stór hópur af börnum sem köll- uðu til skiptis á Öldu ömmu þótt aðeins hluti þeirra væri afkom- endur hennar. Hvort sem Alda þekkti gest- inn eða ekki hefði honum verið komið fyrir við eldhúsborðið og boðið kaffi og kruðerí. Því næst hefði tekið við spjall, og sveit- ungi, nágranni eða ættingi hefði rekið inn nefið í stutta stund og tekið þátt í umræðunum. Svo hefði einhver dama kíkt við til að forvitnast um flík, Alda hefði kannski þurft að afsaka sig til að aðstoða við mátun eða mæl- ingu, en snúið aftur eins fljótt og hún gæti, mögulega búin að taka að sér verkefni sem tæki næstu þrjár nætur að klára. Allt þetta gæti átt sér stað án þess að gesturinn hefði komist í að bera upp erindi heimsóknarinn- ar, því svona tók Alda á móti gestum hvort sem hún þekkti þá eða ekki. Þeir urðu einhvern veginn ósjálfrátt hluti af þessari fallegu, líflegu heild sem heim- ilið á Bárustígnum var, þar sem allir voru velkomnir. Ég var ein af þeim fjölmörgu krökkum sem kölluðu Öldu ömmu. Hún var ekki amma mín, en hún gaf mér heitt kakó, gaf mér að borða, lagaði fötin mín og leyfði mér að gista hvenær sem ég vildi, eins og ömmur gera. Systur mínar voru í sömu stöðu á heimilinu á undan mér, sem og fjölmargir aðrir krakkar sem voru viðloðandi Bárustíg- inn. Því eldri sem ég verð, því meira dáist ég að Öldu, sitjandi við saumavélina á milli þess sem hún steikti pönnukökur, eldaði og sinnti krakkahópnum, gest- um og gangandi. Hún bjó yfir óþrjótandi þolinmæði, einstakri vinnusemi og stærsta hjarta sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Hún hafði ótrúlegt lag á fólki og gat náð til allra, hvort sem það voru uppátækjasamir unglingar, ungbörn eða gamal- menni. Alda var ekki bara höfuð fjöl- skyldu, hún var amma, frænka, vinkona og uppáhald ævintýra- lega stórs og fjölbreytts hóps af fólki. Það er nokkuð síðan að ég missti báðar ömmur mínar. Eft- ir það gerðum við Alda sam- komulag; ég bað hana að vera aukaamma mín. Hún hló og sagði að sér þætti bara vænt um það. Það var svo sem engin breyting á okkar sambandi, hún var búin að vera amma Alda í mörg ár. Takk fyrir allt. Sóley Björk Guðmunds- dóttir (Sóley frænka). Á Bárustíg 1 var sjaldnast drepið á dyr, bara gengið inn og samstundis var eins og maður hefði aldrei farið. Alda oft heima, Egill frændi sjaldnar. Og svo hvarf tíminn í eldhúskrókn- um. Þar var aldrei þögn, tíðindi sögð og sögur, gjarnan hlegið og ekki talað illa um nokkurn mann. Gestir komu og fóru og barnabörnin frjáls í sínum uppátækjum, enginn að fást um smámuni. Væri framorðið þegar litið var inn beið uppbúið rúm fyrir utansveitarpésa. Það var alla tíð yndislegt að koma á þetta heimili, þar var alltaf opið. Dagsverkið Öldu var drjúgt og að leiðarlokum kveðjum við Theodóra hana með miklu þakk- læti fyrir áratuga vináttu. Blessuð sé minning Öldu Vil- hjálmsdóttur. Grímur Jónasson. Mig langar að senda sam- úðarkveðjur á fjölskyldu hennar Öldu, það eru engin orð næg til að lýsa hversu mögnuð kona hún var og hversu mikilvæg stoð hún var í mínu lífi. Þegar ég var ungur ólst ég upp á heimili frænda míns, og fór ég með honum í ferðir út um allan heim og þar á meðal í algjört ævintýraland á Bárustíg á Sauðárkróki til Öldu ömmu. Hún Alda amma átti risastóran garð sem tengdi sig við öll húsin í kring, þar sem var alltaf kliður og hlátur langt fram á kvöld. Það var alltaf nóg um að vera á Bárustíg, hvort sem það var að tálga greinar, leika sér í sandkassanum, í skókasti hjá rólunum, læra á plönturnar í garðinum, lesa ótrúlega skrítnar bækur, síðan risapottur fullur af heitu kakói og nóg af krökkum til að leika sér við sem kölluðu hana öll Öldu ömmu. Við krakkarnir vorum eins og rakettur að skjótast til og frá öllum veggjum, engar sófapull- ur voru óhultar og enduðu þær allar á gólfinu og hver fermetri nýttur fyrir leikfimiæfingar, dag eftir dag. Hérna fengum við krakkarnir að þroskast án þess að okkur væri stjórnað, og alltaf ný verkefni. Ef við drulluðum okkur út voru fötin þvegin og hent út á snúruna í garðinum, stoppað í stutta stund, drukkið heitt kakó og borðuð nokkur mjólkurkex, síðan aftur í fötin og fjörið hélt áfram. Árum seinna, aðeins eldri en ennþá óviti og lítið spenntur fyrir að mennta mig, fór ég í skóla á Sauðárkrók. Eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.