Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
Veghús 7, 112 R
Lækjasmári 66, 201 Kóp. Straumsalir 9, 201 Kóp. Blásalir 22, 201 Kóp.
Engihjalli 19, 200 Kóp. Efstihjalli 25, 200 Kóp.Verð 46,9 m.
Verð 59,9 m. Verð 54,9 m. Verð 54,9 m.
Verð 41,5 m. Verð 38 m.
Stór og falleg fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð. Þrjú svefnherbergi,
rúmgóð stofa, eldhús með borðkrók, þvottahús innan íbúðar og
stórar suðursvalir. Baðherbergið er með opnalegum glugga, hvítri
innréttingu og sturtu í baðkari. Þvottaherbergi innan íbúðar.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali
í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is
Vel skipulögð og falleg 4ra herbergja íbúð m. sérinng. og 3 svefn-
herb. Nýleg gestasnyrting. Eldhúsinnr. og baðherbergi endurnýjuð.
Stæði í bílageymslu. Falleg aðkoma, sérinngangur af útitröppum.
Uppi eru 3 rúmgóð svefnherbergi öll með skápum. Hjónaherbergið
mjög rúmgott. Herbergin er undir súð með góðri lofthæð. Fyrir ofan
herbergin er snyrtilegt geymsluloft, panelklætt og parketlagt.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali
í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is
Falleg, vönduð og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á jarðhæð
með sér inngangi og stórum, skjólgóðum, sólríkum palli. Í næsta
nágrenni og í göngufjarlægð er leikskóli, grunnskóli, verslun, sund
og golfvöllur. Mjög vinsæl staðsetning.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali
í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is
Einstök útsýnisíbúð á efstu hæð í 12 hæða húsi. Mikil lofthæð
í stofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, yfirbyggðar svalir og stæði
í bílageymslu. Útsýnið úr stofunni er til þriggja átta og nær frá
Skálafelli í austri til Snæfellsness í vestri.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali
í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is
Björt og falleg fjögurra herbergja íbúð á 6. hæð, merkt 6A, með
glæsilegu útsýni. Endurnýjuð eldhúsinnrétting, þrjú svefnherbergi,
rúmgóðar stofur og tvennar svalir.
Upplýsingar gefur Vilhjálmur Einarsson, löggiltur
fasteignasali í síma 8641190 og villi@eignaborg.is
Björt og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð á góðum
stað í Kópavogi. Dökkt harðparket er á öllum gólfum nema bað-
herbergi. Eldhús er með hvítri innréttingu og björtum borðkróki við
glugga. Baðherbergi er flísalagt með hvítri innréttingu sem gerir
ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Gengið er úr stofu út á vestursvalir.
Útsýni bæði til austurs og vesturs. Komið er að viðhaldi á sameign.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali
í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is
ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA ÓskarBergsson
fasteignasali
s. 893 2499
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
lögmaður
s. 892 2804
Vilhjálmur
Einarsson
fasteignasali
s. 864 1190
Hringið og pantið skoðun
MIKIL SALA – VANTAR EIGNIR Á SKRÁ
Íbúð – 126,5 fm
Íbúð – 128,3 fm
Íbúð – 106,2 fm Íbúð – 101 fm
Íbúð – 97,4 fm
Íbúð – 83,5 fm
SELD
SELD
SELD SELD
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna
hafa ákveðið að draga upp lista af
efnahagslegum tyrkneskum skot-
mörkum vegna deilu sem snýst um
leit Tyrkja að gasi í efnahagslögsög-
um Grikklands og Kýpur.
„Tyrkir hafa staðið í einhliða að-
gerðum og hótunum og stigmagnað
ögranir sínar gegn Evrópusamband-
inu, einstökum ríkjum þess og evr-
ópskum leiðtogum. Þessar espandi
aðgerðir Tyrkja í Austur-Miðjarðar-
hafi eiga sér enn stað, þar á meðal í
efnahagslögsögu Kýpur,“ segir í yfir-
lýsingu sem gefin var út eftir leið-
togafund sambandsins í gær.
Stjórnarerindreki sem var á fund-
inum tjáði AFP-fréttastofunni að
refsiaðgerðirnar myndu beinast að
einstaklingum og hagsmunum þeirra
og kynnu að verða auknar „linntu
Tyrkir ekki látum“. Utanríkisráðu-
neytið í Ankara segist hafa lagst
gegn listanum og ákvörðunin væri
„einhliða“ og „ólögmæt“.
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, kvaðst ánægður með „stefnu-
festu“ ESB í garð Tyrkja, en í Aþenu
og Nikósíu er sögð óánægja með að
leiðtogarnir skyldu hvorki ná saman
um að beita Tyrki vopnasölubanni né
setja heila geira efnahagslífsins á
bannlistann.
Skrúfurnar hertar
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, sagðist vona að skilaboðin sem
ESB sendi með samþykkt sinni
„yrðu móttekin rétt“. Á refsilistanum
verða skotmörk hverra umsvif verða
„takmörkuð“ eins og segir í sam-
þykktinni. Fólu leiðtogarnir æðsta
sendifulltrúa ESB, Joseph Borrell,
að skila skýrslu fyrir marsmánuð um
frekari ráðstafanir sem yrði beitt til
að „útvíkka“ umsvif aðgerðanna.
„Hugmyndin er að herða skrúfurnar
stig af stigi,“ sagði fyrrnefndur
stjórnarerindreki.
Daginn fyrir leiðtogafund ESB
vísaði Recep Tayyip Erdogan Tyrk-
landsforseti þvingunaraðgerðunum á
bug. „Tyrkland lætur sig refsiað-
gerðir ESB litlu varða,“ sagði hann.
„Sambandið hefur aldrei verið heið-
arlegt við okkur. Það hefur aldrei
staðið við nein loforð sem okkur hafa
verið gefin. En við höfum ætíð sýnt
þolinmæði og við munum áfram sýna
þolinmæði,“ bætti forsetinn við.
Grikkir hafa verið í fararbroddi
þeirra sem beitt hafa sér fyrir harð-
ari refsiaðgerðum gegn Tyrkjum og
notið stuðnings Frakka í því efni.
Hafa Tyrkir ítrekað sent gasleitar-
skip inn á hin umdeildu hafsvæði
austast í Miðjarðarhafi. Við komuna
á fundinn í Brussel sagði gríski for-
sætisráðherrann Kyriakos Mitsotak-
is „trúverðugleik ESB“ að veði.
Hann minnti á að leiðtogarnir hefðu
sammælst um það í október að
spyrna yrði við fótum gagnvart sjálf-
birgingslegu framferði Tyrkja á haf-
inu. „Nú er tækifærið til að sýna
hvort við sem Evrópa erum trúanleg
í samþykktum okkar,“ sagði Mitso-
takis.
Sum ESB-ríki og Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) hafa verið
mun varfærnislegri í yfirlýsingum,
en bæði Grikkir og Tyrkir eiga einnig
aðild að varnar- og hernaðarsam-
starfinu á vettvangi NATO.
Þjóðverjar hafa reynt á bak við
tjöldin að lina spennuna og leysa deil-
urnar um gasleit Tyrkja. Sömuleiðis
hefur NATO sett upp neyðarsíma til
að hindra að átök blossi óvart upp.
Erfið samskipti
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri NATO, reyndi einnig rétt fyrir
leiðtogafund ESB að slá á spennuna
og róa þá reiðu. Hann benti á að
Tyrkir hefðu skotið skjólshúsi yfir
um fjórar milljónir flóttamanna, fleiri
en nokkurt annað NATO-ríki, og
mátt þola hryðjuverkaárásir.
„Skoðanir eru mismunandi, það
ríkir ágreiningur og á því þurfum við
að taka,“ sagði Stoltenberg. „Á sama
tíma verðum við að gæta þess að við
skiljum mikilvægi Tyrklands sem
NATO-ríkis og sem liðsmanna hinn-
ar vestrænu fjölskyldu.“
Samskipti Tyrkja og vestrænna
bandamanna þeirra hafa stirðnað í
vaxandi mæli undanfarna mánuði.
Bandaríkjamenn hafa reiðst þeim
fyrir að kaupa rússneska S-400 eld-
flaugavarnakerfið sem er ósamþýð-
anlegt loftvarnakerfi NATO.
Erdogan sagði að hugsanlegar
refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkjanna
yrðu „ókurteisi“. Bandarískir fjöl-
miðlar hafa sagt að aðgerðir þar-
lendra stjórnvalda væru yfirvofandi.
Þá þykir stuðningur Tyrkja hafa
egnt Asera nýlega til að kynda ófrið-
arbál í deilunum við Armena sem leg-
ið höfðu lengi niðri.
Loks hefur Emmanuel Macron
Frakklandsforseti átt í vaxandi og
biturri orrahríð við Erdogan og hef-
ur hvatt ESB til að taka málstað
Grikkja í gasleitardeilunni.
Hyggjast refsa Tyrkjum frekar
Angela Merkel segir Tyrkjum að móttaka skilaboð samþykktar leiðtoga ESB-ríkjanna rétt
AFP
Talað fyrir tómum sal Fámennt var og gott bil á milli manna á blaðamannafundi við lok leiðtogafundar Evrópu-
sambandsins í Brussel í gær þar sem Ursula von der Leyen, Charles Michel og Angela Merkel sátu fyrir svörum.