Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
Eitt mikilvægasta
verkefni sveitar-
stjórna felst í því að
skapa íbúum sínum
skilyrði fyrir upp-
byggingu á atvinnu-
og íbúðarhúsnæði.
Þetta er gert með
raunhæfu skipulagi,
almennum lóða-
úthlutunum og þeim
opinberu fram-
kvæmdum sveitar-
félaga sem slík uppbygging krefst.
Sveitarstjórnir sem vanrækja
þessa skyldu koma í veg fyrir eðli-
lega framþróun síns sveitarfélags
og halda í raun fyrir kverkar þess.
Þetta hafa ætíð þótt augljós og al-
menn sannindi.
Glórulaus þéttingarstefna
Það er hins vegar ekki að sjá að
borgarstjórnarmeirihlutinn sé á
sömu skoðun. Í heilan áratug hafa
lóðaúthlutanir verið einn sam-
felldur hrakfallabálkur í höfuð-
borginni. Með aðalskipulaginu
sem samþykkt var 2013 var ákveð-
ið að nær öll uppbygging færi
fram á dýrum þéttingarreitum,
miðsvæðis í borginni. Ekki var
gert ráð fyrir nýjum úthverfum
sem reyndar voru
kölluð meinsemd í
skipulaginu. Þétting-
arreitirnir hafa yfir-
leitt verið í eigu
banka, sjóða eða millj-
arðamæringa sem
seldu reitina á hæsta
markaðsverði. Það er
margfalt verð miðað
við þær lóðir sem
fyrri borgarstjórnir
úthlutuðu almenningi
og verktökum úr landi
borgarinnar.
Þessi stjórnviska
hefur haft í för með sér eftirfar-
andi afleiðingar:
1. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í
Reykjavík lagðist nánast af
fram til 2018.
2. Í Reykjavík margfaldaðist lóða-
verð sem hlutfall af íbúðaverði
og víða tífaldaðist það, úr 4% í
40%.
3. Borgarstjórn hannaði og fór
fyrir verðsprengju á íbúðum og
á leigumarkaði frá 2014. Þar
með var ungu fólki gert ókleift
að kaupa eða leigja íbúðar-
húsnæði í Reykjavík.
4. Þessi þéttingarstefna snerist
því upp í andhverfu sína: meiri
dreifingu byggðar hjá ungu
fólki, úr Reykjavík og í
nágrannasveitarfélög, en dæmi
eru um í sögu Reykjavíkur, allt
frá Akranesi til Selfoss og Suð-
urnesja.
5. Þessi dreifing byggðar marg-
faldaði svo vegalengdir fólks
milli heimilis og vinnu, lengdi
þar með ferðatíma og jók
umferðarþunga og umferð-
armengun.
Kosningabæklingur
í boði borgarbúa
Svona trakteringar hafa það
náttúrlega í för með sér að borg-
arstjóri þarf árlega að láta semja,
hanna, prenta og dreifa fyrir sig
kosningabæklingi um „fast-
eignaþróun í Reykjavík“. Sá nýj-
asti ber yfirskriftina Uppbygging
íbúða í borginni og Græna planið
kom út í október sl. í 63.500 ein-
tökum og kostaði þrettán millj-
ónir. En hver borgar svo brúsann?
Jú, borgarbúar.
Ósannindi borgarstjóra
Samkvæmt húsnæðisáætlun
Reykjavíkurborgar hefði þurft á
síðustu árum og þarf á næstu ár-
um að byggja eitt þúsund nýjar
íbúðir í borginni árlega. Borgar-
stjóri hefur oft látið hafa það eftir
sér að eitt þúsund íbúðir hafi ver-
ið byggðar í Reykjavík á síðustu
fimm árum. Þetta eru ósannindi.
Hið rétta er að 533 íbúðir hafa
verið byggðar að meðaltali í
Reykjavík á sl. sex árum sam-
kvæmt tölum borgarinnar sjálfrar.
Þúsund íbúða markið hefur aðeins
einu sinni náðst á sl. sex árum. Þá
eru núna mun færri íbúðir í bygg-
ingu í Reykjavík en þörf er á sam-
kvæmt gögnum borgarinnar. Ein-
göngu 443 íbúðir eru skráðar á
fokheldisstigi að mati byggingar-
fulltrúa. Núverandi gat í áætlun
borgarinnar hljóðar því að
minnsta kosti upp á 4.000 íbúðir.
Og enn neitar borgarstjóri ungu
fólki um húsnæði í borginni, en að
mati Samtaka iðnaðarins eru ný-
byggðar íbúðir í Reykjavík of dýr-
ar til að uppfylla skilyrði hlut-
deildarlána ríkisins.
Lóðir fyrir fólk og fyrirtæki
Ekki tekur svo betra við þegar
hugað er að lóðum fyrir atvinnu-
húsnæði. Á undanförnum árum
hafa stofnanir og reykvísk fyrir-
tæki af ýmsum toga ekki séð sér
annað fært en að flytja starfsemi
sína úr höfuðborginni. Af nýlegum
dæmum þar um má nefna Sýslu-
manninn á höfuðborgarsvæðinu,
Tryggingastofnun og aðalstöðvar
Íslandsbanka sem fóru í Kópavog
og Hafrannsóknastofnun sem
flutti í Hafnarfjörð. Stefna meiri-
hlutans um þéttingu byggðar hef-
ur þrengt að rótgrónum atvinnu-
svæðum og ýtt undir
brottflutning. Kostir á uppbygg-
ingu innan Reykjavíkur hafa verið
takmarkaðir og fáar atvinnulóðir
eru þar í boði. Ég mun því leggja
fram tillögu í borgarstjórn nk.
þriðjudag við síðari umræðu fjár-
hagsáætlunar um úthlutun at-
vinnulóða fyrir fjölbreytta at-
vinnustarfsemi. Auk þess mun ég
leggja fram tillögu í borgarstjórn
um að fjölgað verði lóðum til út-
hlutunar í Úlfarsárdal, uppbygg-
ingu í Keldnalandi verði flýtt og
lögð drög að íbúðahverfi m.a. í
Geldinganesi. Slíkar lóðir yrðu á
hagstæðu verði, undir fjölbreyttar
gerðir íbúðarhúsnæðis. Þannig
gæfist ungu fólki aftur tækifæri til
að koma þaki yfir höfuðið í
Reykjavík.
Fleiri lóðir – ódýrara húsnæði
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur
Marta
Guðjónsdóttir
» Borgarstjóri hefur
oft látið hafa það eft-
ir sér að eitt þúsund
íbúðir hafi verið byggð-
ar í Reykjavík á síðustu
fimm árum. Þetta eru
ósannindi.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Covid-19-
faraldurinn kemur
mismunandi niður á
hinum ýmsu starfs-
greinum hér á landi.
Við höfum séð í fjöl-
miðlum hversu alvar-
legar efnahagslegar
afleiðingar hann hef-
ur haft, t.a.m. í
greinum tengdum
ferðaþjónustu. Í til-
felli hjúkrunarfræðinga eru þær
frekar tengdar því gríðarlega
álagi sem hefur verið á heilbrigð-
iskerfinu. Hjúkrunarfræðingar
hafa lagt mikið á sig til að standa
vaktina þetta árið og var álagið
þegar mikið fyrir þann tíma. Því
burtséð frá faraldrinum hefur
ekkert breyst hvað varðar þörf
fyrir hjúkrun. Á sama tíma hætt-
ir fólk ekkert að veikjast eða
slasast, fyrir utan þá sem þegar
eru að fá þjónustu og þurfa þess
áfram.
Staðfest smit af völdum Cov-
id-19 er á sjötta þúsund á Íslandi,
ríflega 300 hafa þurft að leggjast
inn á sjúkrahús, um 50 á gjör-
gæslu og á þriðja tug látist. Við
erum enn að kljást við afleiðingar
veirunnar og nú eftir þriðju
bylgju faraldursins dylst engum
mikilvægi hjúkrunarfræðinga í
þessari baráttu. Þeir taka ákvarð-
anir um sýnatöku, smitrakningu,
sóttkví, hjúkra þeim sem veikjast
af veirunni og fylgja eftir að
loknum veikindum, auk annarra
hefðbundinna hjúkrunarstarfa. Í
fyrstu bylgju faraldursins voru
tæplega 300 hjúkrunarfræðingar
skráðir í bakvarðasveitirnar og
hátt í 100 í þeirri þriðju. Auk
þess hafa hjúkrunarfræðingar
bætt á sig mikilli vinnu til að tak-
ast á við afleiðingar faraldursins
og forgangsraðað þannig
vinnunni fram fyrir sig sjálfa og
fjölskyldu.
Langvarandi álag
í starfi er varasamt
Samkvæmt upplýsingum frá Al-
þjóðaráði hjúkrunarfræðinga hafa
um 1.500 hjúkrunarfræðingar frá
44 löndum látist af völdum far-
aldursins. Til allra heilla hefur
enginn hjúkrunarfræðingur látist
hér á landi en tugir þeirra veikst
og einhverjir glíma við alvarleg
eftirköst. Í nýlegri könnun á veg-
um Evrópusamtaka hjúkr-
unarfélaga um áhrif Covid-19 á
stétt kom í ljós að helsta
áhyggjuefni hjúkrunarfræðinga
er samstöðuleysi innan hverrar
þjóðar í að fara eftir sóttvarna-
reglum og standa þannig saman
gegn veirunni. Þær áhyggjur eru
ekki úr lausu lofti gripnar enda
höfum við okkar eigin reynslu af
afleiðingum þess þegar fólk slak-
ar á sóttvörnum og við endað í
grafalvarlegri stöðu með yfirþan-
ið heilbrigðiskerfi og sorglegar
afleiðingar.
Þreyta meðal hjúkrunarfræð-
inga er farin að gera vart við sig,
bæði líkamlega og andlega.
Vinnuloturnar hafa tekið sinn toll
og það hefur verið lítið svigrúm
til að gefa fólki verðskuldað frí
til að hvíla sig. Langvarandi álag
í starfi getur haft margvíslegar
afleiðingar og þegar eru farin að
sjást merki um kulnun í starfi.
Áðurnefnd Evrópukönnun
leiddi jafnframt í ljós áhyggjur
hjúkrunarfræðinga vegna skorts-
ins á hjúkrunarfræðingum og
kulnunar í starfi. Hjúkrunar-
fræðingar hafa sýnt ótrúlegan
sveigjanleika í störfum í faraldr-
inum, m.a. með því að breyta um
vinnuumhverfi og vinnu-
fyrirkomulag. Um leið og sveigj-
anleikinn ber vott um mikinn
styrk, þá eru líka vísbendingar
um að sveigjanleikinn auki á of-
þreytu og líkur á kulnun í starfi.
Við megum ekki við því að hjúkr-
unarfræðingar hrekist úr starfi
vegna álags en því miður hefur
það verið raunin, t.a.m. í Frakk-
landi. Hjúkrunarfræðingar eru
lífsnauðsynlegir í heilbrigðiskerf-
inu.
Leggi sitt af mörkum
í seinni hálfleik
Við þurfum að standa vörð um
hjúkrunarfræðinga og annað heil-
brigðisstarfsfólk sem er í framlín-
unni og setur sjálft sig í hættu í
sínum störfum, því faraldurinn
ógnar bæði þeim sem þurfa á
þjónustunni að halda og þeim
sem veita hana. Nauðsynlegt er
að vinnuveitendur hugi strax að
stuðningi við hjúkrunarfræðinga
og annað starfsfólk til að draga
úr líkum á langvarandi áhrifum
og afleiðingum Covid-19-
faraldursins. Á meðan
heilbrigðisstarfsfólk stendur
vaktina þá hvetjum við lands-
menn til að framfylgja persónu-
bundnum sóttvörnum og leggja
þar með sitt af mörkum. Þrátt
fyrir að við séum komin í seinni
hálfleik er þessu aldeilis ekki lok-
ið og við verðum að halda þetta
út saman. Nú styttist í hátíðirnar
og ætla má að flestir vilji eyða
þeim með fjölskyldu og vinum,
fremur en að vera þeim fjarri í
sóttkví eða einangrun. Lítum í
eigin barm, vöndum okkur og
umfram allt – förum varlega nú
sem aldrei fyrr.
Vöndum okkur
og förum varlega
Eftir Guðbjörgu
Pálsdóttur og Höllu
Eiríksdóttur
Guðbjörg
Pálsdóttir
»Nauðsynlegt er að
vinnuveitendur hugi
strax að stuðningi við
hjúkrunarfræðinga og
annað starfsfólk til að
draga úr líkum á lang-
varandi áhrifum og af-
leiðingum Covid-19-
faraldursins.
Guðbjörg er formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Halla er varaformaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Halla
Eiríksdóttir
Fyrir nokkru var
nýtt hættumat Veð-
urstofu Íslands fyrir
Flateyri gert opinbert.
Í þeirri matsgerð kem-
ur fram að hættan er
meiri en áður var gert
ráð fyrir. Nú er gert
ráð fyrir að yfirflæði
og snjódýpt eftir snjó-
flóð gæti orðið meiri en
áður var gert ráð fyrir
við hönnun stoðvirkja á
svæðinu. Þá eru 30 hús þar talin
vera innan hættusvæðis C. Þetta eru
30 heimili sem búa við þessa hættu
við vissar aðstæður. Enn liggur ekki
fyrir niðurstaða áhættumats á Ísa-
firði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði
og Neskaupstað, en þar gæti niður-
staðan reynst sambærileg. Ef svo
verður þá horfum við upp á alvar-
lega stöðu í öryggismálum þessara
samfélaga.
Lærum af sögunni
20. desember 1974 féllu mann-
skæð snjóflóð í Neskaupstað. Þau
snjóflóð tóku tólf mannslíf og lögðu
atvinnulíf byggðarinnar í rúst vegna
alvarlegra skemmda á atvinnumann-
virkjum. Dagana áður hafði illviðri
herjað á landið. Þessi staðreynd átti
eftir að endurtaka sig tveimur ára-
tugum síðar. Árið 1995 féllu mann-
skæð snjóflóð á Vestfjörðum. Það ár
situr fast í minningu landsmanna,
við vildum og ætluðum okkur að
koma í veg fyrir að slíkt endurtæki
sig.
Óefnd loforð
Eftir snjóflóðið í Flateyri árið
1995 lofuðu stjórnvöld íbúum slíkra
svæða fullkomnum stoðvirkjum og
vörnum. Landsmönnum var lofað að
slík eyðilegging yrði ekki aftur á
þeim svæðum sem geta orðið undir í
snjóflóðum og mikil vinna fór af
stað. Varnargarðar voru reistir víða
og öryggi varnargarðanna á Flateyri
átti að standast álíka áhlaup en svo
kom annað í ljós. Samkvæmt hættu-
mati Veðurstofunnar frá árinu 2004
voru engin hús á hættusvæði C eftir
að varnargarðarnir voru reistir fyrir
ofan bæinn. Tvö snjóflóð í janúar
fyrir ofan þorpið og það þriðja í Súg-
andafirði olli miklum
skemmdum. Varnar-
garðarnir stóðust ekki
prófið að fullu.
Góðu fréttirnar voru
að ekkert mannfall
varð vegna flóðanna, en
þeim fylgdi mikil eyði-
legging á svæðinu með
tilfallandi skemmdum á
atvinnumannvirkjum
og bátum. Þetta eru
ekki minniháttar
skemmdir heldur voru
þær mestmegnis alvar-
legar og jafnvel óaft-
urkræfar. Slíkar skemmdir höfðu
mikil áhrif á líf þeirra sem búa á
svæðinu. Áhyggjur af mannvirkjum
og heimilum eiga ekki að herja á
íbúa þessara svæða. Samkvæmt nú-
verandi reglum ofanflóðasjóðs skal
einungis gera ráð fyrir að verja
íbúðabyggð en ekki hafnir eða önnur
atvinnumannvirki því það á að ein-
beita sér að því að verja líf. Líf sam-
félagsins grundvallast á atvinnulíf-
inu líka og því þarf að huga að því að
verja það líka.
Klárum verkefnið
Það hlýtur að liggja í augum uppi
að nauðsynlegt er að klára uppbygg-
ingu fullkominna varnargarða við
byggðir sem eiga á hættu að lenda
undir snjóflóði. Heimili og lifibrauð
fólks eiga ekki að sitja á hakanum á
meðan taldir eru aurar. Við megum
ekki sofna aftur á verðinum og
vakna aftur við þær fréttir að snjó-
flóð hafi grandað heimili. Á þessum
svæðum búa einstaklingar sem
verða að geta treyst á það að stoð-
virkin haldi þegar á reynir. Við verð-
um að tryggja öryggi þeirra og það
strax. Klárum þetta verkefni, sem
hefur legið fyrir síðan árið 1995.
Styrkjum varnir –
efnum áralöng loforð
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur
» Það liggur í augum
uppi að nauðsynlegt
er að klára uppbygg-
ingu fullkominna varn-
argarða við byggðir sem
eiga á hættu að lenda
undir snjóflóði.
Halla Signý
Kristjánsdóttir
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins.