Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stærstu matvörukeðjurnar á mark-
aðnum hafa fjölgað sjálfsafgreiðslu-
kössum í ár. Á móti hefur þjónustu-
stigið hækkað á öðrum sviðum.
Nettó er hluti af Samkaupum.
Gunnar Egill Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam-
kaupa, segir Nettó hafa opnað fyrstu
sjálfsafgreiðsluna haustið 2018.
Þær hafi verið orðnar 24 í árslok
2019 en séu nú 68. Með því sé hlutfall
sjálfsafgreiðslukassa af heildarfjölda
afgreiðslustöðva orðið 30-55%.
Spurður hvernig starfsmanna-
fjöldi hafi breyst við innleiðingu
sjálfsafgreiðslu vísar hann til breyt-
inga á verkefnum starfsfólksins.
Verja meiri tíma í þjónustu
„Störfin hafa færst til en við höf-
um ekki fækkað greiddum tímum
heldur hafa störfin breyst og orðið
fjölbreyttari. Til dæmis er nú meiri
tíma varið í þjónustu við viðskipta-
vini, þrif og sótthreinsun, tiltekt net-
verslunar og önnur verslunarstörf,“
segir Gunnar Egill um þróunina.
Netsalan hafi kallað á fleiri stöðu-
gildi en sem nemur þessari fækkun.
Ásta Sigríður Fjeldsted, fram-
kvæmdastjóri Krónunnar, segir
Krónuna hafa sett upp fyrsta sjálfs-
afgreiðslukassann árið 2007 í versl-
uninni á Bíldshöfða.
„Sú tilraun var þó aðeins of
snemma á ferðinni og gekk ekki. Í
mars 2018 settum við upp núverandi
kynslóð af sjálfsafgreiðslukössum í
Krónunni Nóatúni og var þeim fjölg-
að hratt í kjölfarið,“ segir Ásta.
Krónan hafi verið með 80 slíka
kassa í árslok 2019 en sé nú með 108
kassa. Það hafi áhrif á töluna að
teknar séu með þrjár nýjar búðir.
Hlutfall sjálfsafgreiðslukassa af
heildarfjölda afgreiðslustöðva hjá
Krónunni sé nú 60%.
„Við höfum ekki fækkað starfs-
fólki samhliða þessari innleiðingu
heldur hafa störfin breyst. Nú er
vinnudagurinn fjölbreyttari hjá
starfsfólki okkar, sem ásamt því að
sinna þjónustu við sjálfsafgreiðslu-
kassa leiðbeinir viðskiptavinum,
sprittar og hjálpar til við önnur störf
í verslununum,“ segir Ásta Sigríður.
Spurð hvort netsala hafi skapað
fleiri störf en sem þessu nemur segir
hún Krónuna ekki hafa fækkað fólki,
heldur fremur fjölgað í ljósi opnunar
snjallverslunar Krónunnar í mars og
vegna aukins álags í faraldrinum.
Fyrstu kassarnir í júní 2018
Særún Ósk Pálmadóttir, sam-
skiptastjóri Haga, tók saman
þróunina hjá Bónus og Hagkaup.
„Innleiðing á sjálfsafgreiðsluköss-
um í matvöruverslunum Haga hófst í
júní 2018 þegar fyrstu kassarnir litu
dagsins ljós í verslun Bónuss í
Smáratorgi. Settir voru upp átta
slíkir kassar þar sem áður var einn
beltakassi. Á þeim tíma voru belta-
kassar 170 talsins og hefur þeim síð-
an fækkað hlutfallslega lítið við inn-
leiðingu sjálfsafgreiðslu. Hagkaup
setti upp sína fyrstu sjálfsafgreiðslu-
kassa í Hagkaup í Garðabæ í nóv-
ember 2018 og hefur þeim fjölgað
jafnt og þétt í gegnum árin,“ segir
Særún Ósk.
„Nú eru samanlagt 195 sjálfs-
afgreiðslukassar í verslunum Hag-
kaups og Bónuss og teljast slíkir
kassar um 50% af heildarfjölda af-
greiðslustöðva í báðum verslunar-
keðjum. Verslanir Bónuss eru 31
talsins og verslanir Hagkaups átta. Í
hvorugum verslunum hafa stöðugildi
eða störf tapast vegna innleiðingar
sjálfsafgreiðslukassa þar sem þau
störf hafa færst í önnur verk innan
verslunar eða á lager. Að auki urðu
til eitt til tvö stöðugildi í hverri versl-
un við þessa innleiðingu, þ.e. yfir-
umsjón og aðstoð við sjálfs-
afgreiðslukassa.
Markmiðið með innleiðingu sjálfs-
afgreiðslukassa í matvöruverslunum
Haga var fyrst og fremst að auka og
bæta þjónustu við viðskiptavini, flýta
afgreiðslu fyrir þá sem kjósa að nota
sjálfsafgreiðslu og þannig stytta rað-
ir … Eftir að Hagkaup opnaði aftur
fyrir netverslun sína fyrr á árinu
hafa orðið til fleiri stöðugildi við til-
tekt á vörum, bæði matvöru og leik-
föngum,“ segir Særún Ósk.
Sjálfsafgreiðslan
er í örum vexti
Morgunblaðið/Eggert
Sjálfsafgreiðsla Krónan hóf innleiðingu núverandi tækni í mars 2018.
Matvörukeðjurnar hafa aukið hlutdeild sjálfsafgreiðslu í ár
Hlutabréf í bandaríska heimagist-
ingarvefnum Airbnb, sem margir Ís-
lendingar nota og þekkja, meira en
tvöfölduðust í verði þegar þau voru
skráð á markað í Bandaríkjunum í
fyrradag. Útboðsgengið var 68
bandaríkjadalir á hlut, en verðið
skaust upp í 146 í fyrstu viðskiptum.
Fyrirtækið er nú álíka verðmætt og
bókunarrisinn Booking.com. Mark-
aðsvirði beggja fyrirtækja er nálægt
90 milljörðum dala, eða jafnvirði ríf-
lega 11 þúsund milljarða króna.
Til samanburðar má nefna að
keppinautur Airbnb, bókunarsíðan
Expedia, er 17,5 milljarðar dala að
markaðsvirði. Þá er Airbnb mun
verðmætara en þekktar hótelkeðjur
eins og Marriott, stærsta hótelkeðja
í heimi, og Hilton, en þær eru metn-
ar á 41,5 og 30 milljarða dala. Annað
ferðaþjónustufyrirtæki, bandaríska
flugfélagið Delta Air Lines, er metið
á 26,5 milljarða dala.
Gott gengi útboðsins hefur vakið
athygli á tíma þar sem heimsfar-
aldur stendur yfir, og ferðageirinn
hefur þolað þung högg. Airbnb hefur
ekki farið varhluta af ástandinu, og
réðst í blóðugan niðurskurð. Það
náði vopnum sínum að hluta þegar
leið á árið, er það beindi athygli við-
skiptavina að gistingu í nær-
umhverfinu, þar sem hægt var að
dvelja í sóttkví, eða flýja stórborg-
ina.
Airbnb
tók flugið
Tvöfaldaðist í
verði á fyrsta degi
AFP
Markaður Útboðsgengið var 68.
12. desember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.37
Sterlingspund 169.37
Kanadadalur 99.83
Dönsk króna 20.733
Norsk króna 14.42
Sænsk króna 15.07
Svissn. franki 143.44
Japanskt jen 1.2195
SDR 182.74
Evra 154.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.7019
Hrávöruverð
Gull 1834.2 ($/únsa)
Ál 2010.0 ($/tonn) LME
Hráolía 49.0 ($/fatið) Brent
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Birtm
eð
fyrirvara
um
m
ynd-og
textabrengl
1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020
benni.is
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Bílasala Suðurnesja
Sími: 420 3330
Selfoss
Fossnes A
Ib bílar
Sími: 480 8080
Bílabúð Benna
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2000
ÞÚ VINNUR TVÖFALT
FYRIR ÁRAMÓT!
O
CO
V
KK F
YL
G
J
AE
T
R
ARDE
PEL
MBO
1. Skattalegt hagræði fyrir árið sem er að líða
2. Vetrardekk fylgja, nelgd eða ónelgd
Opel Combo Van – Essentia
Tilboðsverð 2 kr. án vsk.
Opel Vivaro Cargo - L1
Tilboðsverð kr. án vsk.
Opel Vivaro Combi - 6 manna
Tilboðsverð kr. m/vsk.