Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í upphafi desembermánaðar sendu Veitur út neyðarkall til viðskiptavina sinna þar sem óskað var eftir því að þeir drægju úr heitavatnsnotkun að því marki sem þeim væri unnt. Ástæðan fyrir áskoruninni var sögð yfirvofandi kuldakast á suðvestur- horni landsins sem yrði það svæsn- asta frá árinu 2013. Þann 8. desember sendu Veitur frá sér tilkynningu þar sem greint var frá að hitaveitukerfið hefði staðist kulda- kastið, sem reyndar varð minna úr en spár gerðu ráð fyrir. Þar var áréttað að „betri nýting heita vatnsins skilar sér með ýmsum hætti; í hagkvæmari rekstri hitaveitunnar, í buddum við- skiptavina og ekki síst í enn ábyrgari notkun á þeirri dýrmætu auðlind sem jarðhitinn er“. Morgunblaðið lagði fyrirspurn fyr- ir Veitur um stöðu heitavatnskerfis- ins á höfuðborgarsvæðinu en það byggist annars vegar á heitavatns- borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ og hins vegar grunnvatni sem hitað er upp með orkunni frá Nesjavöllum og á Hellisheiði. Þrjár holur óvirkar Þar kemur fram að Veitur nýti 53 borholur á höfuðborgarsvæðinu, 12 í Reykjavík, 22 á Reykjum í Mos- fellsbæ, 9 í Elliðaárdal og 10 á svæð- inu í kringum Laugarnes. Af þessum holum eru 50 virkar. Óvirku holurnar eru RG-29 í Elliðaárdal og RG-15 og RG-20. Unnið hefur verið að endur- bótum á síðastnefndu holunni sem stendur við Bolholt en hún var lengi ein gjöfulasta borholan sem Veitur hafa aðgang að. Endurbæturnar á henni lúta að endurborun sem losa á um þrengingar vegna uppsöfnunar steinefna og einnig vegna hruns sem orðið hefur í henni en það hefur allt haft neikvæð áhrif á afkastagetu hennar. Meðalaldur borholnanna sem Veitur notast við er 49 ár. Í svari Veitna kemur fram að fyrirtækið hafi ekki ráðist í samskonar endurnýjun og þá sem nú á sér stað við RG-20 á neinni þeirra síðasta áratuginn. Hins vegar sé reglulega ráðist í upptekt á dælubúnaði sem aftur hafi langan endingartíma eða allt að 30 ár. Síðast- liðinn áratug hafa að jafnaði 2,2 slíkar upptektir verið framkvæmdar á ári hverju. Minnkandi afkastageta bor- holna Veitur segja í svari sínu að með aukinni eftirspurn eftir heitu vatni hafi vatnsborð í jarðhitasvæðum á höfuðborgarsvæðinu farið smám saman lækkandi á síðustu árum. „Lækkandi vatnsborð veldur minnkandi afkastagetu eftir því sem líður á hvern vetur en vatnsborð á svæðunum jafnar sig á sumrin.“ Þá bendir fyrirtækið á að sumar holurnar hafi einfaldlega kólnað með tímanum, ekki síst þær sem eru í Ell- iðaárdal, og það valdi minnkuðu afli. „Takmörk eru fyrir því hvað jarð- hitasvæðin á höfuðborgarsvæðinu geta gefið mikið af heitu vatni og því hefur uppbygging kerfisins undan- farna áratugi miðað við að auka afl- getu kerfisins með vatni frá virkjun- um á Hengilssvæðinu.“ Til þess að mæta hinu þverrandi afli svæðisins tóku Veitur í notkun borholuna RV-41 fyrr á þessu ári en hún er í Elliðaárdal. Hún hefur ekki verið nýtt áður. Þá hefur afkastageta Hellisheiðarvirkjunar þegar kemur að framleiðslu heitavatns einnig verið aukin. Í sumar jókst hún t.a.m. úr 600 lítrum á sekúndu í 925 lítra við stækk- un varmastöðvar. Þá gerðist það í fyrsta sinn í sumar sem leið að lághitasvæðin á höfuð- borgarsvæðinu voru hvíld og var hita- veitan nær eingöngu rekin með vatni frá virkjununum á meðan. Segir fyrir- tækið að þannig sé stuðlað að enn ábyrgari nýtingu auðlindarinnar sem heita vatnið er. „Þetta skilaði þeim ár- angri að vatnsstaða þeirra [lághita- svæðanna] fyrir veturinn hefur ekki verið betri í áratugi,“ segir í svarinu. Afkastagetan fer minnkandi  Meðalaldur borholna hjá Veitum er 49 ár  RG-20 er fyrsta holan sem boruð er út í meira en áratug  50 af 53 vinnsluholum fyrirtækisins virkar  Enginn heitavatnsskortur að sögn fyrirtækisins Borun Mikið hefur staðið til í Bolholti í haust þar sem RG-20 hefur fengið nauðsynlegt viðhald. Hafa framkvæmdir tafist meira en vonir stóðu til. Heitavatnsnotkun hjá Veitum er nú um 11% meiri en í fyrra en sögulega hefur aukningin num- ið 1,5 til 4% á ári. Við þessu reyna Veitur að bregðast og eitt þeirra skrefa var endurnýjun borholunnar í Bolholti. Hún var boruð árið 1963, þremur árum eftir að Geir Hallgrímson tók við embætti borgarstjóra. Borhola þessi er engin smá- smíði og er um 764 metrar á dýpt en það jafngildir u.þ.b. tí- faldri hæð Hallgrímskirkju. Hitastig vatnsins sem úr henni kemur er 125° og getur varma- afl hennar við full afköst hitað upp um 2.000 hús á ári og benda Veitur á að það sé svip- aður fjöldi húsa og er í Vest- mannaeyjum. Endurborun hol- unnar er nú lokið en til verksins var notaður borinn Nasi sem er einn sjö bora í eigu Ræktunar- félags Flóa og Skeiða. Hann er 13 ára gamall og getur komist niður á 2.000 metra dýpi. Eins og tíu Hallgríms- kirkjur GRÍÐARLEGAR HOLUR Opið alla daga fram að jólum Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is HLÝJAR JÓLAGJAFIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.