Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Dalsbraut 5 - 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Fullbúnar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýbyggingu. Afhending áætluð júní 2021. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð frá 32.900.000 til 39.500.000 • Lyftuhús. • Klætt að utan. • Sérinngangur. • Svalagangar vindvarðir. • Stórar svalir. Nýjar íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán Íslendingar áttu 14 keppendur ífimm keppnisflokkum pilta ogstúlkna í undankeppni HMungmenna sem fram fór dag- ana 7.-9. desember. Alþjóða- skáksambandið FIDE stendur fyrir keppninni og skiptir henni upp í fjögur svæði, Asíu, Ameríku, Afríku og Evrópu, en Ísland tilheyrði Evr- ópusvæðinu í þessari skiptingu ásamt 45 öðrum þátttökuþjóðum og tæplega 600 keppendum. Mótið var geysilega sterkt því að fulltrúar bestu þjóðanna voru yfirleitt valdir eftir harða undankeppni. Það er komin allgóð reynsla á keppni á net- inu og mér telst svo til að þetta hafi verið þriðja alþjóðamót barna og unglinga í haust. Aðeins bar á sam- bandsleysi í nokkrum skákum og töpuðu Guðrún Fanney Briem og Ið- unn Helgadóttir hvor sinni skákinni þegar samband rofnaði. Alla þrjá keppnisdagana sátu íslensku þátt- takendurnir fyrir framan tölvur sín- ar í húsakynnum Skákskólans við Faxafen en tefldar voru sjö umferðir og tímamörk voru 10:3. Það er mik- ilvægt fyrir krakka að fá svona tæki- færi og þótt mótstaðan hafi verið mikil lærðu þau líka heilmargt á svo til hverri einustu skák. Vignir Vatnar Stefánsson og Guð- rún Fanney hlutu bæði 4 vinninga af sjö mögulegum og var það besta vinningshlutfallið innan hópsins. Sitthvað gladdi augað og ekki síst í yngsta aldursflokknum. Hinn sjö ára gamli Birkir Hallmundarson, sem tefldi í flokki 10 ára og yngri, vann snaggaralegan sigur í lokaumferð- inni: Birkir Hallmundarson – Rick Calleja (Malta) Reti-byrjun 1. Rf3 d5 2. g3 Bg4 3. Bg2 Rc6 4. 0-0 Rf6 5. d3 e5 6. Bg5 Be7 7. Bxf6 Bxf6 8. e4? dxe4 9. dxe4 Rd4? Svartur hefði getað farið í drottn- ingarkaup og leikið síðan 10. Rd4. En annað tækifæri fær hann ekki. 10. c3 Rxf3+ 11. Bxf3 Bxf3 12. Dxf3 0-0 13. Ra3 c5 14. Had1 Dc7 15. Hd2 a5 16. Hfd1 Bg5 17. Hd7 Dc8 18. Rb5 Dc6 19. a4! Svartur getur sig nú hvergi hrært. 19. Dc8 20. h4 Bd8 21. Dg4 Bb6 22. H1d6 Ha6 23. h5 h6 24. Kg2 Bd8 25. Hxa6 bxa6 26. Rd6 Dc6 27. Rf5 Bf6 - Sjá stöðumynd 1- 28. Hd6! Dxa4 29. Hxf6 g5 30. hxg6 fxg6 31. Dxg6+ Kh8 32. Dg7 mát. Á sama tíma fór fram þessi við- ureign í flokki stúlkna 10 ára og yngri: Guðrún Fanney Briem – Harra Saphukhava (Hvíta-Rússland) Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Bf5? Guðrún hafði lært þá lexíu í skák sem hún tefldi í umferðinni á undan að þessi leikur er hæpinn. 4. Db3! Hótar tveim peðum samtímis. Gott var einnig 4. cxd5 cxd5 5. Db3 o.s.frv. 4. Dd7 5. cxd5 cxd5 6. Dxd5 Dc8?! Tapar enn meiri tíma. Betra var 6. Rc6 og reyna síðan að koma ridd- aranum til b4. 7. Bf4 e6 8. Db5+ Rc6 9. d5 exd5 10. Rxd5 a6 11. Db3 Rd4 12. De3+ Re6 13. Rc7+ Kd8 14. Hd1+ Ke7 15. Bd6+ Kf6 16. Be5+ Ke7 17. Da3+! Rc5 18. Dxc5 mát. Stórmótið í Wijk aan Zee komið á dagskrá Stórmótið í Wijk aan Zee verður haldið með hefðbundnum hætti í byrjun næsta árs en án áhorfenda og hefst 15. janúar nk. Í fyrsta sinn í langan tíma fer fram stórmót í skák- inni en mótshaldarinn hefur fengið öll tilskilin leyfi yfirvalda vegna framkvæmdarinnar og varúðarráð- stöfunum vegna Covid verður fylgt í hvívetna. Keppendalistinn sam- kvæmt stigaröð litur svona út: Magnús Carlsen, Caruana, Ne- pomniachtchi, Vachier-Lagrave, Mamedyarov, Giri, Firouzja, Duda, Dubov, Esipenko, Guijarro, Foreest, Abdudsattorov og Tari. Snaggaralegir sigrar þeirra yngstu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Guðrún María Teitsdóttir fæddist 12.12. 1900 á Bergs- stöðum á Vatnsnesi í Vestur- Húna- vatnssýslu. Hún var dóttir Teits Hall- dórssonar bónda og Ingibjarg- ar Árna- dóttur. Guðrún ólst upp í stórum systkinahópi og lífsbaráttan var hörð. For- eldrar hennar voru harð- dugleg og börnin lærðu að gefast ekki upp þótt á móti blési. Guðrún hafði það sem sína lífsspeki að skila alltaf góðu dagsverki svo sómi væri að. Þegar Guðrún varð tvítug vann hún við sveitastörf á Saurbæ í Vatnsnesi, en flutti síðar að Geitafelli og bjó þar ein. Þaðan fór hún til Hvammstanga og vann fyrir læknishjónin Björn Sigurðs- son og konu hans Sólveigu Sigurbjörnsdóttur frá árinu 1942 og hugsaði um börn og bú. Hún fylgdi þeim til Kefla- víkur 1945 og var þar til 1960. Auk búsins vann hún stundum í apótekinu og sá um ljósböð fyrir börn, annaðist nudd, stuttbylgjumeðferð og fleira. Sextug flutti hún til til Reykjavíkur og keypti sér lítið hús á Njálsgötunni og fór að vinna hjá Sláturhúsi Suðurlands og síðar við ullar- iðnað hjá Framtíðinni. Komin fast að sjötugu tók hún að sér að sjá um kaffi og hreingern- ingar í litlu fyrirtæki og sinnti því fram að áttræðu. Alla tíð var Guðrún mikil sjálfstæðiskona og mátti ekki halla á nokkurn framámann flokksins í hennar eyru. Hún var minnug með afbrigðum og bókelsk og hefði eflaust átt annað lífshlaup ef hún hefði komist til mennta. Guðrún lést 17. júlí 1992. Merkir Íslendingar Guðrún M. Teitsdóttir Morgunblaðið/SÍ Íslenski hópurinn sem tók þátt í undankeppni HM ungmenna í atskák. Atvinna Á aðventunni fríkka bekkir Hallgríms- kirkju. Bekkjaend- arnir hafa síðustu ár verið skreyttir með hvítum, hekluðum snjókornum. Erla Elín Hansdóttir, sem er kunn vegna kennslu í Kvenna- skólanum og starfa í þágu Hall- grímskirkju, er líka hannyrðakona. Fyr- ir mörgum árum vantaði skreytingu á aðventunni. Þá gerði hún stjörnur úr pappír sem voru notaðar til fegrunar á aðventutónleikum og í helgihaldi jólanna. Stjörn- urnar voru gerðar í fjórum stærðum og vöktu gleði þeirra sem sóttu kirkjuna. En í troðningi slitn- uðu þær niður og skemmdust. Erlu Elínu varð því ljóst, að þær myndu ekki duga í mörg ár. Hvað var til ráða? Hún fann góða hekluppskrift að stjörnu og það varð til að hún heklaði marga tugi af hvít- um stjörnum. Vin- konur hennar í prjónaklúbbi hrif- ust af og lögðu lið. Nærri eitt hundrað stjörnur fæddust. Þær voru síðan hengdar á enda kirkjubekkja og víða í kirkjunni, líka á orgelið. Í vitund margra Íslendinga er stjörnuskinið fegurst á jólanótt þegar birtan endurspeglast í fannbreiðum. Þegar Erla Elín fann bók árið 2014 með eitt hundrað hekl- uppskriftum hófst nýtt ævintýri. En nú voru það uppskriftir að snjókornum. Hún heklaði fjölda snjó- korna, sem hafa blasað við þeim sem hafa síð- an komið í Hallgríms- kirkju á aðventu og jólum. Margir sem hafa sótt athafnir og tónleika hafa heillast af þessu fagra hand- verki. Kirkjur á Íslandi hafa notið hannyrða og stuðnings kvenna. Hallgrímskirkja var byggð vegna þess að dugmiklar konur vildu byggja kirkju. Áfram verða undrin vegna þess að hugsjónafólk þorir. Erla Elín Hans- dóttur er ein þeirra. Snjókornin hennar birtast brosandi í Hallgrímskirkju á aðventu. Sofandi stjörnur vakna til jólagleðinnar og spá fyrir um fæðingu guðsson- arins og komu jólanna. Hugvekja Aðventustjarna í Hallgrímskirkju Stjörnur og snjókorn Hallgrímskirkju Sigurður Árni Þórðarson Höfundur er sóknarprestur Hallgrímskirkju. s@hallgrimskirkja.is Sigurður Árni Þórðarson Fyrst voru gerðar pappírsstjörnur og þeim var kom- ið fyrir á bekkj- um kirkjunnar. En í troðningi slitnuðu þær nið- ur og skemmdust. Hvað var til ráða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.