Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020
Það er einhver þrá-
látur kækur margra
vinstri manna að
kenna kapítalismanum
um allt sem úrskeiðis
fer, enda skiptir þróun
hans alla miklu. Ekk-
ert hagkerfi hefur þó
skilað mannfólkinu
annarri eins velmegun
en jafnframt ginn-
ungagapi ofurauðs og
sárafátæktar. Gagn-
rýnin á hann er jafn gömul uppruna
hans. Karl Marx var bara einn af
mörgum. Enn er þessi gagnrýni í
fullu fjöri.
Kapítalisminn, öðru nafni auð-
hyggjan, hefur tekið miklum breyt-
ingum og á sinn hátt brugðist við
ádeilum með því að taka skref til
aðlögunar. Hann hefur tekið mest-
um umskiptum vegna baráttu
verkalýðstengdra hreyfinga.
Heimsstyrjaldir breyttu honum.
Hann breyttist sem svar við gagn-
rýni andstöðuhreyfinga á seinni
hluta liðinnar aldar. Margt bendir
einnig til þess að hann sé að breyt-
ast í kjölfar umhverfishreyfinga nú-
tímans með því m.a. að framleiða
varanlegri vörur og draga úr eða
hverfa frá ódýru fjöldaframleiddu
asíudrasli. Það er okkar hlutverk að
leiða til lykta enn frekari breyt-
ingar vegna yfirvofandi lofts-
lagsváar.
Eins og áður er getið er nýfrjáls-
hyggjan ein af þeim umbreytingum
sem kapítalisminn hefur tekið á sig.
Hún fólst m.a. í því að ríkið kveikti
undir kötlum samkeppni með af-
reglun og einkavæðingu, sem leiddi
til djúprar alþjóðlegrar fjármála-
kreppu auk margvíslegrar af-
skræmingar í hagkerfum heimsins.
Hún jók félagslegan sem og efna-
hagslegan ójöfnuð og vanrækti
gróflega innviði samfélagsins, sem
almenningi eru svo mikilvægir. Hún
var hönnuð með það fyrir augum að
auðvelda eigendum fjármagns að
komast yfir mikinn auð á skömmum
tíma, þó ekki án áhættu. Efnahags-
stjórnun hérlendis frá því fyrir síð-
ustu aldamót var mjög undir áhrif-
um nýfrjálshyggjunnar. Að hluta til
vara þau áhrif enn.
Skattaskjól og glæpastarfsemi
Tilhneiging til taumleysis er
grundvallareiginleiki kapítalismans.
Hann ýkir sjálfan sig þar til kerfið
gefur sig í kreppu, jafnvel hruni.
Svo hefst leikurinn að nýju. Ofvöxt-
ur og yfirkeyrsla fjármálageirans
eru hættulegustu tilvikin, þegar sið-
laus græðgin keyrir úr hófi. Þetta
óhóf leiðir til annarrar athafnasemi
sem er rekstur pen-
ingahreinsunarstöðva
út um heim, hvort sem
þær eru kenndar við
Tortólu eða Panama.
Athyglisvert er að þær
starfa flestar á bresk-
um verndarsvæðum. Í
reynd eru þær millilið-
ur milli ofvaxinna fjár-
málamarkaða og
glæpastarfsemi. Engin
þjóð nýtti sér þjónustu
þessara þvottastöðva
hlutfallslega meira en
Íslendingar. Það má
svo bæta því við að peningarnir sem
lagðir eru inn á skattaskjólsreikn-
inga rotna þar ekki ónotaðir. Eftir-
spurn er mikil, bæði til að fjár-
magna lögleysuaðgerðir
stórfyrirtækja, verslun með eit-
urlyf, greiðslu málaliða, mútur og
fjármálabrask. Glæpastarfsemi er á
hinum enda skattaskjólsleiðarinnar.
Hér á landi virðast skattaskjóls-
reikningar vera hjáleið til metorða í
stjórnmálum. Það er kominn tími til
að frjáls og óhindruð greiðslu- og
gjaldeyrisviðskipti verði ekki lengur
notuð sem skálkaskjól og afsökun
fyrir aðgerðaleysi gegn skatta-
skjólum eins og svo gjarnan hefur
borið við. Það verður að skera upp
herör gegn þessum ósóma. Fáar
þjóðir ættu að vera þar framar en
við vegna dapurrar reynslu úr
hruninu.
Óhemjan tamin?
Ýmislegt bendir til að gagnrýnin
á nýfrjálshyggjuna sé að hafa áhrif.
Ríkisvaldið kemur nú sterkar til
leiks á samfélagslegum mörkuðum,
s.s. húsnæðis- og launamarkaði, og
kallað er eftir markvissari leik-
reglum í viðskiptalífinu. Taumleysi
á fjármálamörkuðum vekur nú ugg
í brjósti – ekki eftirvæntingu og
hrifningu. Þjóðfélag okkar er kraft-
mikið og stöðugt á hreyfingu. Hag-
kerfið þarf því stefnufastari um-
gjörð en það hafði víða um heim
upp úr árunum eftir fall Berlínar-
múrsins, þegar flóðgáttir óheftrar
og hindrunarlítillar samkeppni voru
opnaðar. Umlykja þarf hagkerfið,
og þar með almenning, varnar-
görðum sem koma í veg fyrir frek-
ari þróun í öfgaátt, svo viðhalda
megi almennri velmegun, meiri
stöðugleika og þeirri samfélagsgerð
sem við viljum rækta. Aukinn ríkis-
rekstur í hefðbundnum skilningi er
ekki á dagskrá. Við þurfum þó að
hindra að sveiflukraftur kapítalism-
ans og fjármálamarkaðanna fari sér
að voða og kaffæri okkur. Öll yfir-
keyrsla þeirra er hættuleg.
Ef við göngum of langt í frelsisátt
þá eyðileggur frelsið sjálft sig. Ef
við ýkjum þvinganirnar endum við í
lokuðu hagkerfi með pólitískri vald-
boðsstefnu í boði kvótakónga.
Þarna liggja jafnframt átakalínur
stjórnmálanna. Almenn velferð er
háð því að okkur takist að halda
þokkalegu jafnvægi þarna á milli.
Vegna innbyggðra hagnaðarhvata
hneigist kapítalisminn til öfga og
óhófs. Hann ofhverfist um sjálfan
sig og fer út úr þeim skorðum sem
tryggja almenningi hagsæld og
stöðugleika. Hann líkist ofurvilj-
ugum fola sem hamast áfram yfir
holt og hæðir, sé taumhaldið ekki
sterkt. Þó enn þurfi að umbreyta
ýmsu í gangvirki hagkerfisins er af-
nám kapítalismans ekki á dagskrá.
Ekkert annað hagkerfi býður
kapítalismanum birginn; ekkert sef-
ur þyrnirósarsvefni og bíður eftir
töfraprinsinum. Ef frá eru talin örfá
frávillingsríki, þá er hann grund-
völlur viðskiptalífs heimsbyggð-
arinnar.
Er frjálslyndisstefnan
á undanhaldi?
Er vestræn frjálslynd samfélags-
gerð og lýðræðisfyrirkomulag með
valdskiptingu, réttarríki og mann-
réttindum á undanhaldi? Eru lýð-
skrumarar á Vesturlöndum í trússi
Kínverja og Rússa að mylja vest-
ræna mannréttinda- og frjálsræðis-
hyggju? Sumir evrópskir forystu-
menn tala fyrir því að endurreisa
pólitískt taumhald á réttarríkinu,
hefta frelsi fjölmiðla og draga úr
mannréttindastefnu, vernd minni-
hlutahópa eða öðrum þáttum fjáls-
lynds lýðræðis. Þarna koma við
sögu nokkur ríki í álfunni eða á
jaðri hennar. Sjálf þekkjum við
landlæga áráttu vissra stjórnmála-
afla að vera í talsambandi við dóms-
kerfið. Margvísleg pólitísk hug-
arfóstur sem breyta myndu
vestræna samfélagsmódelinu sjást
við sjónarrönd. Vonandi leysast þau
upp. Nýafstaðnar kosningar í BNA
gefa von um batnandi tíðarfar. Við
munum þó ólíklega halda áfram
sams konar frjálslyndi og undan-
farna áratugi. Spurningin er hvers
konar efnahagsstefna verður ráð-
andi meðal frjálslyndra ríkja.
Nýr keynesismi?
Sumir segja að nú þurfi að lesa
Keynes að nýju. Aðrir að feta þurfi
markvisst áfram í fótspor sósíal-
demókrata í átt að blönduðu en ög-
uðu, félagslegu hagkefi sem hneig-
ist til jafnvægis – ekki óhófs.
Tilraunin í andstæða átt með meiri
einstaklingshyggju, ójöfnuði og
reglurýru atvinnulífi brást hrapal-
lega.
Keynesisminn hentar ekki á sama
hátt og í kreppunni fyrir seinna
stríð eða á sjötta og sjöunda ára-
tugnum. Ástand hagkerfisins er nú
allt annað. Skuldastaða hins opin-
bera víða um vestrið er afleit. Hag-
kerfið hvílir nú í allmiklum mæli
bæði á fjölþjóðlegum sem og hnatt-
rænum fyrirtækjum sem starfa um
allan heim. Keynes gekk út frá hag-
kerfi þjóðríkisins, ekki því hnatt-
ræna. Þá eru vestræn samfélög
gjörólík þeim samfélögum sem fyrir
voru þegar Keynes setti fram kenn-
ingar sínar. Vinnumarkaðurinn var
einsleitur. Það er gjörólíkt nú. Rík-
isútgjöld þurfa því að fara um aðra
farvegi en áður. Keynes vildi ekki
breyta gangvirki kerfisins. Nú er
mikilvægt að styrkja innviði og gera
breytingar á gangverki hagkerfisins
eins og seinna verður komið inn á.
Kapítalisminn er
alltaf á breytingarskeiði
Eftir Þröst
Ólafsson »Er vestræn frjáls-
lynd samfélagsgerð
og lýðræðisfyrirkomu-
lag með valdskiptingu,
réttarríki og mannrétt-
indum á undanhaldi?
Þröstur
Ólafsson
Höfundur er hagfræðingur.
Út er komin bókin
Friðrik Ólafsson sem
Helgi Ólafsson hefur
útbúið til listilegrar
frásagnar, byggðrar
á samræðum og sam-
vinnu við Friðrik.
Bókin er gefin út af
Hinu íslenska bók-
menntafélagi í sam-
starfi við Skáksögu-
félagið, sem naut
styrks frá Alþingi til
að láta rita hana og steypa
brjóstmynd Friðriks í eir. Glæsi-
leg bók í stóru broti, 530 blaðsíð-
ur, með fjölda mynda, gefin út í
tilefni af 85 ára afmæli hans á
þessu ári. Þar er afrekssaga
meistarans sett upp í stuttum en
skýrum köflum þar sem skákum
hans eru gerð góð skil. Enn-
fremur er tækni nútímans nýtt í
bókinni þar sem lesendur geta
farið inn á sérstakt app í snjall-
síma. Þetta er byltingarkennd
nýjung, skákirnar sem birtar eru
í bókinni spretta upp ljóslifandi
með rafrænum hætti. Þá er hægt
að skoða skákirnar með hliðsjón
af hinum ítarlegu skýringum sem
fylgja í bókinni. Þarna er í boði
grunn-, framhalds- og háskóla-
menntun fyrir alla skákunnendur.
Uppvaxtarár Friðriks
Friðrik segir frá þeirri Reykja-
vík sem hann fæddist inn í og
skrautlegu mannlífi þess tíma.
Friðrik fæddist ekki með silf-
urskeið í munninum, harður
heimur og erfiðleikar og fátækt
sóttu að æskuheimili hans, sem
auðveldlega hefðu getað fært
honum grýtta göngu á lífsins
slóð. Friðrik er hins vegar vel
gerður með sérgáfu og það er
eins og vakað sé yfir honum og
hann leiddur áfram af góðu fólki
og viljans mætti. Þetta kemur
skýrt fram í bókinni og kaflanum
um barnsaldurinn og æskuna.
Svo mikið undrabarn er Friðrik í
skák að hann er farinn að keppa
við allra bestu skákmenn hér-
lendis aðeins ellefu ára gamall.
En magnað var það þegar Frið-
rik sat í kennslustund meðal
skólasystkina sinna í Austurbæj-
arskólanum og hjúkrunarkona
gekk inn í skólastofuna og sagði
hátt og skýrt yfir bekkinn svo
allir máttu heyra: „Friðrik, þú
kemur með mér, þú ert van-
nærður og fölur og það þarf að
flytja þig í annan skóla. Þú átt að
fara í Laugarnesskólann og í
heimavistina þar.“ Þarna urðu
kaflaskil í lífi Friðriks Ólafs-
sonar, svona er gæfan oft nærri
undrabörnum sínum. Friðrik seg-
ir: „Nú var ég kominn í annað
umhverfi, eignaðist nýja vini og
skólafélaga. Allt í einu voru
komnar nýjar víddir í tilveruna,
sem gáfu fyrirheit um gæfuríkt
líf. Í heimavistinni í Laugarnes-
skóla var lífið allt í fastari skorð-
um, laust við þá óvissu, sem hafði
verið við að etja í daglegu lífi.“
Skákferillinn
Skákferill Friðriks á alþjóða-
vettvangi hófst þegar hann var
fimmtán ára gamall. Grannur
drengur stendur með koffort sín
á bryggjunni í Reykjavík og er
að fara um borð í togarann Egil
Skallagrímsson sem er að sigla út
með fiskfarm til Grimsby. Það
var vel við hæfi að togarinn Egill
Skallagrímsson færi með skák-
víkinginn í sína fyrstu ferð, í
haugasjó sem herti hann. Á
bryggjunni í Grimsby áttaði
strákurinn sig á að hann hafði
engan farareyri. En hann bar
vandræði sín upp við
skipstjórann sem
greiddi götu hans með
þessum orðum: „Pen-
ingalausir komast
menn ekki langt í
ókunnu landi.“ Heim
flaug svo Friðrik með
Gullfaxa og vermdi
fjórða sætið á þessu
fyrsta stórmóti er-
lendis. Sautján ára
verður Friðrik Ís-
landsmeistari. Þá
mælti Lárus Johnsen,
sem tapaði titlinum til Friðriks,
þessi fleygu orð: „Nú stöðvar
enginn Frikkann úr þessu.“ Og
satt að segja stöðvaði enginn
Friðrik eftir þetta.
Helgi segir í formála bók-
arinnar: „Kostirnir við að slá upp
gömlum fréttum frá skák-
viðburðum sem Friðrik tók þátt í
blasa við; fréttir dagblaðanna
fanga einstök augnablik í sögu
þjóðarinnar og Friðriks. Íslenskt
samfélag var þrátt fyrir fámennið
og einangrunina ríkt að ungum
afreksmönnum og glæsilegu fólki
sem veitti hinu nýstofnaða lýð-
veldi byr í seglin. Nafn Friðriks
hefur stundum verið nefnt í sömu
andrá og Gunnars Huseby, Clau-
sens-bræðra, Torfa Bryngeirs-
sonar, Ríkharðs Jónsonar, Al-
berts Guðmundssonar, Vilhjálms
Einarssonar og Halldórs Lax-
ness. En Friðrik slær þeim öllum
við ef við teljum upp hversu oft
nafn hans birtist á útsíðum dag-
blaðanna á sjötta áratug síðustu
aldar.“
Óskabarn Íslands
Friðrik var óskabarn Íslands
og aðdáendur hans komu jöfnum
höndum úr röðum þeirra sem
kunnu mannganginn eða ekki.
Hann var þjóðhetja. Þegar Frið-
rik vann þá vann Ísland. Friðrik
varð stórmeistari rúmlega tvítug-
ur og einn af tíu bestu skákmönn-
um heimsins meðan hann stóð á
stjörnutindi sínum. Það var
sprengikraftur skákanna sem gaf
honum frægð. Sóknin var eins og
Heklugos eða strókur úr Geysi.
Hann dró að sér athyglina. Rúss-
arnir og fleiri sögðu að hefði
Friðrik fengið alla þá aðstoð sem
stórveldin í skák létu sínum
meisturum í té hefði hann orðið
heimsmeistari.
Friðrik var Ísland. Hann
kynnti landið okkar fyrir um-
heiminum og hingað drógust
stærstu viðburðir heimsins. Ein-
vígi aldarinnar milli Fischers og
Spasskís og Höfðafundurinn á
milli stórveldanna þar sem Reag-
an og Gorbatsjov tefldu frægustu
pólitísku skák allra tíma. Enn er
Friðrik á meðal vor og mönnum
hlýnar um hjartarætur þegar
nafn hans er nefnt. Hann hefur
öðlast þann sess að vera goðsögn
í lifanda lífi. Eiginkona hans,
Auður Júlíusdóttir, á mikinn þátt
í velgengni hans. Hún hafði alla
tíð sína hljóðlátu en gefandi nær-
veru í glæstum sigrum. Ung var
hún Friðriki gefin og það var
gæfuspor beggja og þjóðarinnar
einnig. Bókin er afbragð og þjóð-
argersemi.
Orðstír deyr aldr-
egi – Friðrik Ólafs-
son stórmeistari
Eftir Guðna
Ágústsson
Guðni
Ágústsson
» Friðrik var Ísland.
Hann kynnti landið
okkar fyrir umheim-
inum og hingað drógust
stærstu viðburðir
heimsins.
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is