Morgunblaðið - 12.12.2020, Page 2

Morgunblaðið - 12.12.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jólaskógurinn var opnaður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Þetta er tíunda árið í röð sem salnum er breytt í jólaskóg og við opnunina komu leikskólabörn af Tjarnarborg í heimsókn og þau Grýla og Leppalúði mættu á svæðið og sögðu sögur af jólasveinunum. Allir fengu heitt súkkulaði og smákökur. Að venju voru sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð í miðjum skóginum. Morgunblaðið/Eggert Gleðin skein úr andlitum barnanna í jólaskóginum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Barnaverndarnefnd sveitarfélags hefur lokað máli sem barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans – BUGL tilkynnti til nefndarinnar. Morgunblaðið hefur nokkrum sinnum rætt við móður stúlku á ein- hverfurófi sem hefur gagnrýnt BUGL vegna þess að dóttir hennar eigi rétt á fullnægjandi þjónustu þar en fái ekki. BUGL tilkynnti móður- ina til barnaverndarnefndarinnar 8. júlí sl. Hún fékk í fyrradag niður- stöðu nefndarinnar þar sem segir m.a.: „Ekki er talin ástæða til frekari afskipta af málinu á grundvelli barnaverndarlaga. Samþykkt að loka málinu.“ Móðirin sagði ljóst af bréfinu að barnaverndarnefndin hefði lagt mikla vinnu í málið, talað við skóla stúlkunnar og fleiri og tekið sjónar- mið sín og annarra, þar á meðal BUGL, til greina. „Það tók á mig að lesa það sem BUGL sagði. Málið gekk út á það að við hefðum vanrækt barnið að öllu leyti. Það var kallað „almenn vanræksla“. Það þýðir að við gefum barninu ekki að borða og kaupum ekki á það föt. Það er auðvit- að alveg út í hött. Þá var sagt að heimilisaðstæður væru óviðunandi. Við foreldrarnir voru líka sökuð um að hafa vanrækt skólamál, vinnumál og tómstundir,“ sagði móðirin. Hún kvaðst þvert á móti hafa barist fyrir því að stúlkan fengi einhverja kennslu í skólanum og eins að hún fengi viðunandi þjónustu á BUGL. „Það er sagt að ég hafi neitað þjónustu og hamlað því að hún fengi þjónustu. Ég get hrakið þetta allt,“ sagði móðirin. Þá segir hún að yfir- menn BUGL hafi hótað sér því að dóttir hennar yrði tekin af henni. Það hafi m.a. verið staðfest í svari til réttargæslumanns fatlaðra. Móðirin segir að BUGL losi sig við flókin mál ungmenna á einhverfurófi eða með fötlunargreiningu með því að vísa þeim til barnaverndarnefnda og koma málum þeirra þannig yfir á sveitarfélögin. Hún kveðst þekkja þrjú svoleiðis dæmi. 88 mál til barnaverndarnefnda „Ég sendi Landspítalanum fyrir- spurn og spurði hvað mörgum mál- um BUGL vísaði árlega til barna- verndarnefnda. Ég fékk svar 12. nóvember og þá var BUGL búið að senda 88 tilkynningar til barna- verndarnefnda það sem af var þessu ári. Það var svipaður fjöldi og allt ár- ið í fyrra. Ég spurði hvað mörg þess- ara mála vörðuðu börn á einhverfu- rófi eða með fötlunargreiningu. Þau neituðu að svara því,“ sagði móðirin. Í fyrrgreindu svari Landspítalans kom einnig fram að skoðun á kvört- un móðurinnar hefði ekki leitt í ljós að vinnubrögð starfsfólks BUGLs hefðu verið ámælisverð. Athugun á því máli væri lokið innan Landspít- ala. Þá var móðurinni bent á að sam- kvæmt ákvæði laga um réttindi sjúk- linga mætti beina kvörtunum til embættis landlæknis. Barnaverndarmáli var lokað  BUGL tilkynnti móður stúlku á einhverfurófi til barnaverndarnefndar  Móðirin telur það hafa verið gert vegna gagnrýni á BUGL  Barnaverndarnefndin sá ekki ástæðu til frekari afskipta af málinu „Skógurinn í Hamrahlíð er afar fal- lega sprottinn og trén þar óværu- laus,“ segir Björn Traustason, for- maður Skógræktarfélags Mosfells- bæjar. Stafafura og svo blágreni og sitkagreni eru þær tegundir sem mestra vinsælda njóta. Býðst fólki að velja sér og fella tré í Hamrahlíð- inni, sem er í hlíðum Úlfarsfells við Vesturlandsveg. Þar verður um helgina opið milli 12 og 16 og virku dagana fram til jóla fram til klukkan 18. Í gær var verið að undirbúa sölu helgarinnar og glatt á hjalla meðal skógarfólks. sbs@mbl.is Stemningin góð í óværulausum jólatrjáaskóginum í Hamrahlíð  Stafafura og blágreni eru vin- sælar tegundir Morgunblaðið/Eggert Skógarkonur Elísabet Kristjánsdóttir, framar, og Kristín Davíðsdóttir í Hamrahlíð í gær við undirbúning fyrir söluna sem verður um helgina. Kolbrún Bald- ursdóttir, borg- arfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu á fundi borgarráðs á fimmtudag þess efnis að borgarbúar verði hvattir til að styrkja starf björgunarsveita án þess að kaupa flugelda. „Meng- un frá flugeldum er vandamál. Flugeldar eru aldrei umhverfis- vænir eða skaðlausir. Svifryk frá flugeldum er talið varasamt og heilsuspillandi vegna efna sem eru í því,“ sagði í tillögunni sem vísað var til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs. Borgarbúar endur- skoði flugeldakaup Kolbrún Baldursdóttir Dómur yfir tveimur karlmönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað 16 ára stúlku fyrir þremur árum var mildaður í Landsrétti í gær. Mennirnir hlutu tveggja ára fangelsisdóm en höfðu áður verið dæmdir í þriggja ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Sakfelldu, Lukasz Soliwoda og Tomasz Wal- kowski, voru 32 og 36 ára þegar þeir brutu gegn stúlkunni í kjallara fjölbýlishúss í febrúar 2017. Óhóf- legur dráttur á málsmeðferð er meðal rökstuðnings Landsréttar fyrir því að milda dóminn. Þó er tekið fram að brotin hafi verið al- varleg og beinst gegn einstaklingi undir lögaldri. Landsréttur mildaði nauðgunardóm STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN Landshús - Sími 553 1550 - landshus.is EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar. - Öll hönnun á burðarvirki, festingumog efnisval er skv. íslenskri byggingarlöggjöf. KLETTAR SUMARHÚS Viltu lækkabyggingar- kostnað? Klettar sumarhús eru útfærð í einingakerfi Landshúsa. Einingakerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt landmeð góðum árangri. Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift að byggja traust hús á einfaldan og hagkvæman hátt. Verð frá kr. 8.373.120. - 65 fmgrunnhús + 35 fm svefnloft. Val á gluggum: Timbur Ál/timbur PVC

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.