Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 5

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 5
5 Setningarræða forseta kirkjuþings, Drífu Hjartardóttur 59. kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju er sett. Ég býð kirkjuþingsfulltrúa og góða gesti hjartanlega velkomna til setningarathafnar kirkjuþings. Sérstaklega vil ég bjóða dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, hjartanlega velkoma og þakka þá vinsemd sem hún sýnir kirkjuþingi með því að vera hér með okkur í dag. Þá vil ég einnig bjóða fyrrverandi biskup og fyrrverandi forseta kirkjuþings og maka þeirra hjartanlega velkomna. Eftir setningarathöfnin hér í Háteigskirkju munum við færa okkur yfir í nýtt húsnæði biskupsstofu að Katrínartúni 4, þar sem kirkjuþing hefur fengið góða fundaaðstöðu til þinghalda. Þingsalurinn nýi ber nafnið Þingvellir og þar er búið að koma upp tveimur stórum skjáum þar sem þingmálum verður varpað upp, með því verður kappkostað að þingið verði sem mest pappírslaust í anda umhverfisstefnu kirkjunnar. Þetta er þriðja kirkjuþing þessa kjörtímabils, en aukakirkjuþing 2019 var haldið í lok ágúst, þar sem viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var lagður fram og samþykktur. Með samþykkt þessa viðbótarsamnings er að mínu mati stigið stórt skref í sögu þjóðkirkjunnar, skref til aukins sjálfræðis í málefnum hennar, einkum er varðar fjármálaumsýslu og starfsmannamál. Aðdraganda þessarar samningsgerðar má rekja til ársins 2015 en á aukakirkjuþingi sem haldið var í Neskirkju þann 14. ágúst 2015 hafnaði kirkjuþing beiðni ríkisins um afslátt af greiðslum ríkisins vegna kirkjujarðasamkomulagsins, en slík beiðni ríkisins hafði verið samþykkt á kirkjuþingum allar götur frá hruni. Í framhaldi af því óskaði ríkið eftir viðræðum við þjóðkirkjuna um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju, bæði um kirkjujarðasamkomulagið og sóknargjöldin. Ríkið taldi rétt að einfalda framkvæmd kirkjujarðsamningsins og féllst þjóðkirkjan á það. Á reglulegu kirkjuþingi 2015 var samþykkt þingsályktun um skipun viðræðuhóps við ríkisvaldið um fjárhagsleg samskipti ríkisins og þjóðkirkjunnar. Þá sam þykkti kirkju- þing að fela forseta þingsins og tveimur fulltrúum, kjörnum á kirkjuþingi að annast við- ræðurnar við ríkið. Með viðræðunefndinni skyldu starfa formenn fasta nefnda kirkjuþings. Nefndinni var heimilt að kallað sér til ráðuneytis hverja þá, sem þörf þætti vegna sér- þekkingar á þessum samskiptum. Á þinginu voru kirkju þings full trúarnir Jónína Bjartmarz og Óskar Magnússon kosin í viðræðunefndina af þjóð kirkjunnar hálfu og á kirkju þingi 2017 var umboð nefndarinnar framlengt. Síðar var ákveðið að tilmælum kirkju ráðs að nýr kjörinn forseti kirkjuþings tæki sæti í nefndinni. Samninganefndirnar héldu marga fundi einkum þegar á leið og tillögur að viðbótarsamningi voru þar ræddar í þaula. Á fundi 23. ágúst sl. kom fram að fulltrúar ríkisins töldu að ekki yrði komist lengra í viðræðum og óskuðu eftir að samningsdrögin, eins og þau lágu fyrir þá, yrðu lögð fyrir kirkjuþing. Forseti taldi því rétt að bregðast skjótt við og boðaði til aukakirkjuþings, eins og hann hefur heimild til að gera þegar brýna nauðsyn ber til. Þingið var haldið var í lok ágústmánaðar og þar var samningurinn ræddur, borinn upp og samþykktur. Áður hafði hann verið kynntur kirkjuráði og formönnum

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.