Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 9

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 9
9 Ávarp dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir Biskup Íslands, fulltrúar kirkjuþings, ágætu gestir Það er mikil ánægja fyrir mig að fá tækifæri til að ávarpa kirkjuþing og vera hér með ykkur við setningu þess. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að ég settist stól dómsmálaráðherra hef ég átt góð, upplýsandi og uppbyggileg samskipti við fulltrúa þjóðkirkjunnar og vænti áframhaldandi góðs samstarfs um mikilvæg mál fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að við vinnum vel saman í þeim tilgangi að byggja upp traust, velvilja og von í samfélaginu. Þar gegnir kærleiksboðskapur kirkjunnar veigamiklu hlutverki. Íslenska þjóðkirkjan hefur lengi vel sinnt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi; hún hefur verið griðastaður þeirra sem hafa átt erfitt um vik, en ekki síður sá staður sem fólk kemur saman til að fagna gleðistundunum í sínu lífi. Boðskapur kirkjunnar á fullt erindi við landsmenn nú, eins og áður. Ég þekki það af eigin raun, því kirkjan reyndist mér vel þegar ég missti móður mína, í þessum mánuði fyrir sjö árum. Þá fann ég hversu mikilvæg kirkja er á raunarstundum, hún er athvarf í sorgum og hvernig einstaklingar innan hennar geta hjálpað manni að komast upp erfiðustu brekkurnar í lífinu. Fyrir það erum við kirkjunni, og ykkur sem hér eruð, þakklát. Ágætu gestir, „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli.“ Þannig orti Grímur Thomsen um fall Hákonar Hlaðajarls. Kall tímans árið 995 var kristin trú. „Nýr siður“ sem boðaður var af Ólafi konungi Tryggvasyni. Við stöndum reglulega frammi fyrir þeirri áskorun þar sem við þurfum að meta hvort rétt sé að viðhalda íhaldssemi eða horfa með frálslyndari augum á hina ýmsu samfélagshætti. Það er ekki alltaf hægt að sjá það fyrir hvorn veginn skal fara í því samhengi; stundum er ekki bara ágætt heldur nauðsynlegt að halda í gamlar venjur, siði og reglufestu - en oft þurfum við að horfa með opnum hug til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í samfélaginu, bæði nær og fjær. Þessar ljóðlínur sem ég vitnaði til hér eiga vel við eftir að ég horfði nýlega á fróðlegan sjónvarpsþátt um réttindabaráttu samkynhneigðra á árunum 1999-2016, þáttinn Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, kvikmyndargerðamann. Segja verður eins og er að þjóðkirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn. Reynslan hefur þó að sjálfsögðu sýnt að þau hafa reynst góðir uppalendur og vitaskuld ekkert síðri en gagnkynhneigðir foreldrar. Í ljósi þess að fjölskylduréttur samkynhneigðra er nú tryggður í löggjöfinni og þeir njóta loks fullra mannréttinda; þeir mega ala upp börn; um hjónabönd þeirra gilda engar sérreglur; í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum samkynhneigðra þegar mest á reið.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.