Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 14

Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 14
14 15 og vera öðrum hjálp að viðkomandi hugi að sínu eigin trúarlífi og átti sig einnig á því að hann eða hún er manneskja eins og allir aðrir og hefur sínar þarfir. Sálgæsluaðilinn þarf að þekkja sjálfan sig. Hann þarf að sjá og viðurkenna veikleika sína og styrkleika. Þeir sem starfa í þjónustu við aðra eru alltaf leiddir til samfundar við sjálfan sig um leið. Sálgæsluaðilinn er í samfylgd með öðrum en hann er líka í samfylgd með sjálfum sér. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar sér um handleiðslu fyrir presta, djákna og aðra sem starfa á vegum kirkjunnar. Það eflir til muna faglega þjónustu kirkjunnar um landið allt. Menntun presta á sviði sálgæslunnar er að eflast. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur boðið diplómanám í þeim fræðum og sækja starfandi prestar það, með stuðning kirkjunnar. Tónskólinn, söngmálastjóri og sálmabókin Önnur merk starfsemi fer einnig fram í kjallaranum í Grensáskirkju þar sem Hjálparstarfið er enn og Fjölskylduþjónustan var til skamms tíma. Það er Tónskóli Þjóðkirkjunnar. Tónskólinn kennir nemendum kirkjutónlist og litúrgísk fræði og menntar organista til starfa við kirkjur landsins. Þar fer fram metnaðarfull starfsemi sem hefur í gegnum tíðina skilað út í kirkjurnar tónlistarfólki sem margt hvert hefur alið upp heilu kynslóðirnar í tónlist. Kórar kirknanna ná til allra aldurshópa, allt frá leikskólabörnum og upp í eldri borgara kóra. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar vinnur einnig að kirkjutónlistinni og fræðir, styrkir og hvetur kórstjóra og kórmeðlimi um land allt. Það fer að sjá fyrir endann á útkomu nýrrar sálmabókar sem hefur verið í smíðum undanfarin ár. Ég vonast til þess að á næsta kirkjuþingi verði sungið upp úr þeirri bók með hana í hönd en sálmarnir sem við sungum í helgistundinni áðan verða báðir í henni. Græna kirkjan og umhverfismálin Á þessu kirkjuþingi eru nokkrar tillögur bornar fram um umhverfismál. Umhverfisnefnd kirkjunnar vinnur vel sitt verk og stendur vaktina við að hrinda umhverfisstefnunni í framkvæmd. Mikið hefur farið fyrir umhverfismálunum í kirkjunni og græna kirkjan hefur breiðst út í söfnuði landsins. „Manneskjan er hluti af náttúrunni en ekki yfir hana hafin. Hún ber jafnframt sérstaka ábyrgð vegna stöðu sinnar í sköpunarverki Guðs samkvæmt gyðing-kristinni hefð. Þeirri ábyrgð fylgir sú siðferðilega skylda að hlúa að öllu lífi. Hlutverk mannkyns er að yrkja jörðina, vernda hana og næra, og nýta gæði hennar af umhyggju og virðingu með sjálfbærni að leiðarljósi“ segir m.a. í umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar. Nokkrir söfnuðir þjóðkirkjunnar hafa fengið viðurkenningu fyrir það að vera á grænni leið. Til þess að ná því þarf að uppfylla viss skilyrði grænnar kirkju. Aðeins einn söfnuður hefur nú þegar náð því að verða grænn söfnuður. Allir söfnuðir kirkjunnar taka þátt í því að gera kirkjuna græna en eru mislangt á veg komnir. Græna kirkjan er því verkefni allrar kirkjunnar og því má segja að þjóðkirkjan séu stærstu umhverfissamtök landsins með um 2/3 íbúa landsins innanborðs. Þjóðkirkjan hefur nú í þrjú ár tekið þátt í umhverfisátaki fjölda kirkna heimsins sem nefnist tímabil sköpunarverksins og stendur frá 1. september til 4. október ár hvert. Við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.