Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 16

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 16
16 17 fallinn að koma ákveðnum hugmyndum í framkvæmd. Þetta er svo dýrt segja sumir, en lýðræðið er dýrt og ég held að þetta sé ekki dýrara en margt annað sem peningarnir fara í núna hjá kirkjunni. Kostnaðarumsögn fylgir hins vegar ekki tillögunni á þessu stigi enda er hún ekki á málaskrá þingsins. Þjóðarpúls Gallups Í vikunni komu niðurstöður könnunar, þjóðarpúls Gallups. Þar voru m.a. mælingar um málefni þjóðkirkjunnar. Þar stóð: „Um þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til þjóðkirkjunnar. Það er svipað hlutfall og í fyrra en þá lækkaði það frá fyrri mælingum. Nær þriðjungur ber hvorki mikið né lítið traust til þjóðkirkjunnar og um þriðjungur ber lítið traust til hennar. Konur bera aðeins meira traust til þjóðkirkjunnar en karlar, og eldra fólk ber að jafnaði meira traust til hennar en yngra fólk. Íbúar landsbyggðarinnar bera einnig meira traust til þjóðkirkjunnar en íbúar höfuðborgarsvæðisins“. Það er þakkarvert að fá niðurstöðu úr svona könnun. Það hjálpar okkur að átta okkur á stöðu kirkjunnar meðal almennings í landinu. Þar sem kirkjuþing er nefnt æðsta valdastofnun þjóðkirkjunnar þá tel ég að könnunin eigi líka við um þingið og vek þess vegna athygli á könnuninni og niðurstöðunum. En þegar tölur eru annars vegar þá er ekki víst að tveir plús tveir séu alltaf fjórir. Það má lesa margt út úr tölum og túlka þær á ýmsan máta. Í stað þess að telja að þriðjungur þjóðarinnar treysti kirkjunni mætti líka orða það svo að þriðjungur þjóðarinnar treysti ekki kirkjunni en tveir þriðju gerðu það. Traust er undirstaða þess að góð samskipti eigi sér stað. Traust er undirstaða þess að fólk leiti til kirkjunnar. Svo var mæld ánægja með störf biskupsins. Niðurstaðan er ekkert til að hrópa húrra fyrir enda kannski ekki hægt að gera ráð fyrir því að svarendur viti mikið um störfin. Hins vegar ber á það að líta að biskup hverrar tíðar er andlit kirkjunnar út á við og það leiðir huga minn að þeirri skiptingu sem sumir hafa látið í ljós að ætti að stefna að í kirkju vorri. Andlegt og veraldlegt er það kallað. Í mínum huga er afskaplega erfitt að setja vegg þarna á milli en brúarsmíð væri ef til vill betri kostur. Loks var spurt um afstöðu svarenda til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Það kemur ekki á óvart að fleiri en færri vilji þann aðskilnað. Í mínum huga er aðeins tvennt sem tengir saman ríki og kirkju, það er stjórnarskrárákvæðið um vernd og stuðning ríkisins við þjóðkirkjuna, sem meirihluti kjósenda 20. október 2012 samþykktu ekki að færi út úr stjórnarskránni og hitt atriðið er kirkjujarðasamkomulagið. Það tók 90 ár að gera það svo ekki er þess að vænta að riftun þess taki skemmri tíma. Kirkjan er sjálfstæð þjóðkirkja en ekki ríkiskirkja. Sá tími er liðinn og það fyrir 22 árum. Það er miklu meira atriði að eiga gott samband við þjóðina sem við viljum þjóna og umvefja kærleiksboðskap Jesú. Vegna hans erum við hér og hlutverk okkar er að koma þeim boðskap á framfæri í orði og verki. Ég bið kirkjuþinginu farsældar í störfum sínum.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue: 2. tölublað (2019)
https://timarit.is/issue/412000

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (2019)

Actions: