Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 24

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 24
24 25 16. mál. Starfsreglur um breytingu á siðareglum vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar, sem samþykktar voru á kirkjuþingi 2009, sbr. breytingu á kirkjuþingi 2013. Þingmannamál. Um er að ræða breytingu á inngangi siðareglna þjóðkirkjunnar til að tryggja að þessar reglur nái einnig til kjörinna fulltrúa s.s. kirkjuþings- og kirkjuráðsfulltrúa og þeirra sem valin eða kosin eru til trúnaðarstarfa í nefndum og ráðum kirkjunnar. Starfsreglurnar hafa verði birtar á vefsíðu þjóðkirkjunnar. 20. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði. Þingmannamál. Vesturlandsprófastsdæmi: Kirkjuþing samþykkti að leggja Saurbæjarprestakall niður. Sóknir hins niðurlagða prestakalls tilheyra eftirleiðis Garðaprestakalli sem nefnist Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakall. Niðurlagning og sameining prestakallanna hefur tekið gildi og hefur biskup skipað þar sóknarprest. Auglýst mun verða fljótlega eftir tveimur prestum til að þjóna í prestakallinu. Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar. 25. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins nr. 952/2009, með síðari breytingu. Kirkjuþing unga fólksins. Breytingin fjallar um málfrelsi og tillögurétt fulltrúa á Kirkjuþing unga fólksins og um aldursmörk þeirra. Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar. 26. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings (þóknananefnd). Þingmannamál. Nefndin ákveður þóknun fyrir störf í ráðum, nefndum og starfshópum á vegum kirkjunnar. Enn fremur ákveður nefndin þingfararkaup kirkjuþingsfulltrúa. Nefndin skal birta ákvarðanir sínar um þóknanir á opnu vefsvæði þjóðkirkjunnar. Ákvarðanir þóknananefndari hafa verið birtar á vefsíðu þjóðkirkjunnar. Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar. 28. mál. Starfsreglur um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Þingmannamál. Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar. 29. mál. Stefna þjóðkirkjunnar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Þingmannamál. Stefnan hefur verði birt á vefsíðu þjóðkirkjunnar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.