Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 25

Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 25
25 30. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000, með síðari breytingum. Þingmannamál. Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar. 31. mál. Samkomulag um áframhaldandi ráðningu starfsmanns kirkjuþings. Kirkjuráð bókaði eftirfarandi: Bókað var á fundi kirkjuráðs í nóvember 2018: Málið var dregið til baka af flutningsmönnum og hlaut því ekki afgreiðslu kirkjuþings. Á fundi kirkjuráðs í 10. apríl sl. óskaði Stefán Magnússon eftir lagfæringu á afgreiðslu kirkjuráðs á kirkjuþingsmáli nr. 31. Eftirfarandi var fært til bókar: Á 289. fundi kirkjuráðs var bókað að 31. mál kirkjuþings 2018 hefði verið dregið til baka af flutningsmönnum og hefði því ekki hlotið afgreiðslu kirkjuþings. Forseti kirkjuþings hefur farið fram á að kirkjuráð veki athygli á að ofangreindar lyktir málsins urðu vegna samkomulags milli forseta kirkjuþings og biskups Íslands um að biskupsstofa ráði núverandi lögfræðing kirkjuþings til starfa a.m.k. tímabundið fram að næsta reglulega kirkjuþingi haustið 2019. Samkomulag þetta var borið undir þingheim sem samþykkti það samhljóða. Mál þetta er birt í gerðum kirkjuþings. Fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Viðræður um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju hafa staðið yfir frá árinu 2015. Viðræðurnar eru grundvallaðar á 4. gr. samkomulags ríkis og kirkju frá 10. janúar 1997 (fylgiskjali kirkjujarðasamkomulagsins). Í viðræðunefnd kirkjunnar sátu eftirfarandi kirkjuþingsmenn: Magnús E. Kristjánsson, formaður, Óskar Magnússon og Jónína Bjartmarz. Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum 9. janúar 2019 að óska eftir því við kirkjuþing að núverandi forseti þingsins, Drífa Hjartardóttir, tæki sæti í samninganefnd kirkjunnar. Það var samþykkt. Með nefndinni starfaði um hríð Skúli Guðmundsson, lögfræðingur kirkjuþings. Viðræðunefndirnar luku störfum í ágúst sl. og boðaði forseti kirkjuþings þá til aukakirkjuþings til að leggja fram viðbótarsamning við samning ríkis og þjóðkirkju frá 1997. Aukakirkjuþing 2019. Aukakirkjuþing 2019, 58. kirkjuþing, var haldið í Háteigskirkju 28. ágúst sl. og fór fyrri umræða fram þann dag. Þinginu var frestað um viku og fór síðari umræða fram í Grensáskirkju 4. september sl. Þar voru lagðar fram eftirfarandi tvær þingsályktunartillögur: 1. mál. Tillaga til þingsályktunar um viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Flutt af forsætisnefnd. Aukakirkjuþing 2019 samþykkir viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1998.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.