Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 25

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 25
25 30. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000, með síðari breytingum. Þingmannamál. Starfsreglurnar hafa verði birtar í Stjórnartíðindum og á vefsíðu þjóðkirkjunnar. 31. mál. Samkomulag um áframhaldandi ráðningu starfsmanns kirkjuþings. Kirkjuráð bókaði eftirfarandi: Bókað var á fundi kirkjuráðs í nóvember 2018: Málið var dregið til baka af flutningsmönnum og hlaut því ekki afgreiðslu kirkjuþings. Á fundi kirkjuráðs í 10. apríl sl. óskaði Stefán Magnússon eftir lagfæringu á afgreiðslu kirkjuráðs á kirkjuþingsmáli nr. 31. Eftirfarandi var fært til bókar: Á 289. fundi kirkjuráðs var bókað að 31. mál kirkjuþings 2018 hefði verið dregið til baka af flutningsmönnum og hefði því ekki hlotið afgreiðslu kirkjuþings. Forseti kirkjuþings hefur farið fram á að kirkjuráð veki athygli á að ofangreindar lyktir málsins urðu vegna samkomulags milli forseta kirkjuþings og biskups Íslands um að biskupsstofa ráði núverandi lögfræðing kirkjuþings til starfa a.m.k. tímabundið fram að næsta reglulega kirkjuþingi haustið 2019. Samkomulag þetta var borið undir þingheim sem samþykkti það samhljóða. Mál þetta er birt í gerðum kirkjuþings. Fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Viðræður um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju hafa staðið yfir frá árinu 2015. Viðræðurnar eru grundvallaðar á 4. gr. samkomulags ríkis og kirkju frá 10. janúar 1997 (fylgiskjali kirkjujarðasamkomulagsins). Í viðræðunefnd kirkjunnar sátu eftirfarandi kirkjuþingsmenn: Magnús E. Kristjánsson, formaður, Óskar Magnússon og Jónína Bjartmarz. Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum 9. janúar 2019 að óska eftir því við kirkjuþing að núverandi forseti þingsins, Drífa Hjartardóttir, tæki sæti í samninganefnd kirkjunnar. Það var samþykkt. Með nefndinni starfaði um hríð Skúli Guðmundsson, lögfræðingur kirkjuþings. Viðræðunefndirnar luku störfum í ágúst sl. og boðaði forseti kirkjuþings þá til aukakirkjuþings til að leggja fram viðbótarsamning við samning ríkis og þjóðkirkju frá 1997. Aukakirkjuþing 2019. Aukakirkjuþing 2019, 58. kirkjuþing, var haldið í Háteigskirkju 28. ágúst sl. og fór fyrri umræða fram þann dag. Þinginu var frestað um viku og fór síðari umræða fram í Grensáskirkju 4. september sl. Þar voru lagðar fram eftirfarandi tvær þingsályktunartillögur: 1. mál. Tillaga til þingsályktunar um viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Flutt af forsætisnefnd. Aukakirkjuþing 2019 samþykkir viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1998.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.