Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 28

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 28
28 29 nefndarinnar og ráðsins. Kirkjuráð skipar sviðsstjóra fasteignasviðs og felur honum að annast daglegan rekstur fasteigna og eignaumsýslu samkvæmt samþykktri fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Kirkjuráð skipar staðgengil sviðsstjóra. Verkefni fasteignasviðsins voru til umfjöllunar á 11 af 16 fundum kirkjuráðs á starfsárinu enda einn stærsti málaflokkur kirkjuráðs. Skal nú gerð grein fyrir umfangmestu málum á sviðinu en að öðru leyti vísast til fundargerða kirkjuráðs á starfsárinu, nóvember 2018 til október 2019 og framkvæmdaáætlun fasteignasviðs 2019-2021 sem kirkjuráð hefur samþykkt. Þar er að finna nákvæmt yfirlit yfir allar nauðsynlegustu viðhaldsframkvæmdir á eignum kirkjumálasjóðs, s.s. prestsseturshúsum og öðrum eignum. (fskj. 4). – Seldir prestsbústaðir. Þrír prestsbústaðir voru seldir á starfsárinu. Fyrrum prestsbústaður á Eiðum, Austfjarða- prestakalli, Austurlandsprófastsdæmi; prestsbústaðurinn að Laugarbraut 3, Akranesi, Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. Prestsbústaðurinn að Hlíðartúni 4, Höfn, Bjarnanesprestakalli, Suðurprófastsdæmi er í söluferli og búið er að samþykkja tilboð. – Helstu viðhaldsverkefni. Stærstu viðhaldsframkvæmdir á starfsárinu voru við prestsbústaðina á Seyðisfirði, Patreksfirði og á Þórshöfn á Langanesi svo og vegna prestaskipta í Stafholti, á Syðra Laugalandi og í Laufási. Á Þórshöfn var keyptur prestsbústaður sem þurfti að endurbæta. Unnið hefur verið að nokkrum minni viðhaldsverkefnum í öðrum prestsbústöðum svo og í Biskupsgarði. Vísað er til yfirlits frá fasteignasviði um verkefni sviðsins sem fylgir skýrslu þessari. Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála. Kirkjuráð hefur tekið til skoðunar breytta verkferla og tímasetningar vegna ársreikninga og fjárhagsáætlana. Samþykkt var að drög að fjárhagsáætlunum verði tilbúin í lok júlí og kirkjuráð taki þau fyrir á ágústfundi sínum og í framhaldi af því, eða í síðasta lagi 1. september verði drög færð í gagnaherbergi kirkjuþings. Á kirkjuráðsfundi eftir kirkjuþing verði fjárhagsáætlanir endurskoðaðar með tilliti til ákvarðana á kirkjuþingi, þeim verði breytt ef þess þarf, annars samþykktar. Stefnt verði að því að endurskoðun ársreikninga ljúki eigi síðar en 1. september og þeir liggi þá fyrir kirkjuþingsfulltrúum til skoðunar. Ekki tókst að fylgja framangreindum tímamörkum að þessu sinni m.a. vegna ýmissa breytinga. Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála voru til umfjöllunar á 11 af 16 fundum á starfsárinu. Kirkjuráð gerir grein fyrir fjármálum sjóða og stofnana kirkjunnar í 2. máli kirkjuþings 2019; Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar og vísast til hennar um þau verkefni. Stofnanir sem heyra undir kirkjuráð. Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar og er vísað þangað til nánari greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er til fyllingar því eða sérstakrar áréttingar á atriðum sem kirkjuráð vill vekja athygli kirkjuþings á.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.