Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 34

Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 34
34 35 – Dómsmál Á starfsárinu hafa verið höfðuð tvö dómsmál á hendur þjóðkirkjunni. Í fyrra málinu var biskupsembættið dæmt bótaskylt vegna niðurlagningar embættis héraðsprests Vesturlandsprófastdæmi. Hitt málið fjallaði annars vegar um það hvort íslenska þjóðkirkjan væri skaðabótaskyld vegna þess að tiltekin hlunnindi prestssetursjarðar fylgdu henni ekki og hins vegar um bótaskyldu vegna myglu í prestsbústað sem haldið var fram að hefði kostað prest mikil fjárútlát vegna leigu á húsnæði. Málinu var lokið með samkomulagi og frekari kröfur felldar niður. Kirkjuráð er einnig í málaferlum vegna hitaveitulagnar í prestsbústaðnum í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar er um að ræða áfrýjunarstefnu sem birt var kirkjuráði vegna kirkjumálasjóðs 2019 vegna máls frá 2018. Dómur héraðsdóms Reykjavíkur, sem var uppkveðinn 20. febrúar 2019, í málinu Kirkjumálasjóður gegn Vátryggingarfélagi Íslands ehf. og Hitaveitufélagi Hvalfjarðar. Hitaveitufélag Hvalfjarðar og Vátryggingarfélag Íslands ehf., voru dæmd til að greiða kirkjumálasjóði kr. 2.387.000 vegna þess að hitaveitulögn í prestsbústaðnum gaf sig og olli miklum skemmdum á prestsbústaðnum. Kirkjuráð samþykkti á fundi 10. apríl 2019 að taka til varna í málinu fyrir Landsrétti með það að markmiði að fá yfirmat í málinu lagt til grundvallar uppgjöri. Biskupi Íslands hefur nýlega verið birt stefna sóknar- og byggingarnefndar Stórólfshvolfssóknar, dags. 29. september 2019, á hendur honum fyrir hönd þjóðkirkjunnar, kirkjuráðs og Jöfnunasjóðs sókna til ógildingar úrskurðar áfrýjunarnefndar kirkjunnar vegna meints ágalla á málsmeðferð nefndarinnar. Málið á rót sína að rekja til vilyrðis kirkjuráðs árið 2010 um framlag úr Jöfnunarsjóði sókna til kirkjubyggingar á Hvolsvelli og um gildi bókunar kirkjuráðs á afturköllun á því vilyrði árið 2015. Úrskurðarnefnd kirkjunnar úrskurðaði sókninni í vil en áfrýjunarnefndin felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi og taldi að bókun kirkjuráðs stæði. Þessu vilja sóknar- og byggingarnefnd Stórólfshvolfssóknar ekki una. – Fimm alda minning siðbótarinnar. Undirbúningsnefnd fimm alda minningu siðbótarinnar afhenti biskupi lokaskýrsla sína sem kynnt var kirkjuráði. Kirkjuráð lýsti yfir ánægju sinni með framkvæmd verkefnisins og þakkaði nefndinni störf sín. (fskj. 12). – Ályktanir Prestastefnu 2019. Prestastefna Íslands 2019 samþykkti fjórar ályktanir sem eru eftirfarandi og biskup Íslands kynnti kirkjuráði á fundi 8. maí sl.: 1. „Prestastefna 2019 haldin í Áskirkju hvetur kirkjuleg stjórnvöld til að fara af stað með úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl sem og til endurheimtar votlendis. Í framhaldi af úttekt og skilgreiningu á heppilegu landi skuldbindi kirkjan sig til að leggja a.m.k. 10 af hundraði þess svæðis sem þykir henta árlega til skógræktar og/eða endurheimtar votlendis. Með því móti má klára verkefnið fyrir 2030 sem er sá tími sem nefndur hefur verið sem svigrúm til viðsnúnings í loftslagsmálum. Jafnframt skuldbindi Þjóðkirkjan sig til þess að kolefnisjafna allir ferðir á vegum

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.